Morgunblaðið - 24.06.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
holar@holabok.is — www.holabok.is
Mannslíf í húfi II
Friðrik G. Olgeirsson
Hér er rakin saga
Landssambands hjálparsveita
skáta, Landssambands
flugbjörgunarsveita og
Landsbjargar, landssambands
björgunarsveita. Greint er
frá tilurð hverrar „sveitar“
fyrir sig og sagt frá helstu
björgunarverkefnum þeirra.
Bókin er á fimmta hundrað
síður og prýdd fjölda
mynda.
Ósætti innan veiðigjaldanefndar
Harðorð bókun þriggja nefndarmanna um skrif Þorsteins Pálssonar formanns nefndarinnar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þverpólitísku nefndinni sem Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir sjáv-
arútvegsráðherra skipaði í vor til að
móta tillögur um „hvernig tryggja
megi sanngjarna gjaldtöku fyrir af-
not af fiskveiðiauðlindinni,“ líkt og
sagði í frétt ráðuneytisins í maí, var
ætlað að „skapa grundvöll að þver-
pólitískri og víðtækri sátt í sam-
félaginu um sjávarútveginn.“ Harla
litlar líkur eru taldar á því að sátt
náist í nefndinni
um tillögur.
Samkvæmt
heimildum Morg-
unblaðsins létu
þrír fulltrúar í
nefndinni, þau
Svandís Svavars-
dóttir, VG, Páll
Jóhann Pálsson,
Framsóknar-
flokki, og Logi
Einarsson, Samfylkingu, bóka á síð-
asta fundi nefndarinnar nú í viku-
byrjun harðorða gagnrýni á for-
mann nefndarinnar, Þorstein
Pálsson.
Viðreisn og Björt framtíð
Tilefni bókunarinnar var grein
sem Þorsteinn skrifaði í vefritið
Kjarnann í síðustu viku, undir fyr-
irsögninni Hvað breyttist með nýrri
ríkisstjórn?
Þar sagði Þorsteinn m.a.: „Mesta
hættan fyrir þessa tvo flokka [Við-
reisn og Bjarta framtíð, innskot
blm.] í framhaldinu er sú að í því
breiða samtali sem lagt hefur verið
upp með á nokkrum sviðum nái
Sjálfstæðisflokkurinn saman með
þeim tveimur flokkum í minnihlut-
anum [VG og Framsókn, innskot
blm.] sem mest eru á móti breyt-
ingum. Á næstu mánuðum eða miss-
erum komast þeir flokkar tæpast
hjá því að svara hvert hugur þeirra
stefnir í þeim efnum.“
Svandís Svavarsdóttir svaraði
grein Þorsteins á Kjarnanum næsta
dag með grein undir fyrirsögninni
Svona er ekki unnið að því að skapa
sátt. Svandís gagnrýndi Þorstein
fyrir að veitast að flokkum sem ættu
sæti í sáttanefnd um sjávarútvegs-
mál.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er vitnað í grein Þorsteins
Pálssonar í bókuninni og það sem
hann skrifar um VG og Framsókn-
arflokkinn. Svandís, Páll Jóhann og
Logi taka það fram í bókun sinni að
vandséð sé að formaður nefndarinn-
ar sé að vinna að því marki að ná
víðtækri sátt um gjaldtöku í sjávar-
útvegi, með tilvitnuðum skrifum.
Þorsteinn
Pálsson
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Landsöfnunin „Vinátta í verki“ til
styrktar Grænlendingum vegna
náttúruhamfaranna í Nuugaatsiaq
gengur vonum framar. Síðdegis í
gær höfðu safnast rúmar 19 millj-
ónir króna.
Hrafn Jökulsson, forsvarsmaður
„Vináttu í verki“, segir aðstand-
endur söfnunarinnar í sjöunda
himni. Markmiðið hafi verið 16
milljónir sem samsvari einni millj-
ón danskra króna.
„Við svifum yfir það markmið
með tveggja milljóna króna fram-
lagi Brims, en áður hafði Eimskip
lagt fram sömu upphæð. Aðal-
markmiðið er ekki upphæðin sem
gefin er heldur gjafmildi, vinátta,
samhugur og samstaða sem Ís-
lendingar sýna vinum sínum á
Grænlandi.“
Að sögn Hrafns munar mest um
framlag þúsunda einstaklinga sem
leggja inn á söfnunarreikninginn
eða hringja í styrktarsímann. „Það
eru smáu upphæðirnar sem gleðja
mest. Þær eru sterk skilaboð til
vina okkar á Grænlandi um að þeir
standi ekki einir. Við gleymum
ekki vinarþeli þeirra og landssöfn-
un sem þeir stóðu að vegna snjó-
flóðanna á Flateyri. Grænlending-
ar eru innilega þakklátir fyrir
stuðning íslensku þjóðarinnar. Það
má sjá í öllum fjölmiðlum landsins
og á netinu. Þar er Íslendingum
þakkað með ótal hjörtum.“
Að sögn Hrafns er ekkert batt-
erí né tilkostnaður af söfnuninni
sem hófst fyrirvaralaust fyrir fjór-
um dögum. Allt sem safnast fer
beint til Grænlands. Söfnunin
heldur áfram um helgina og segir
Hrafn að á morgun fari fram upp-
boð á forláta 25 ára gömlum sel-
skinspels. Uppboðið verður á Fés-
bókarsíðu Hrafns sem jafnframt
er upplýsingasíða söfnunarinnar.
Tónlistarmenn og aðrir eru að
skipuleggja styrktarviðburði og
Kiwanis, Lions og Rotary eru
farnir af stað með söfnun að sögn
Hrafns. „Reykjavík, Árneshreppur
og Borgarbyggð hafa lagt söfn-
uninni lið. Eftir eru 71 sveitarfé-
lag. Við munum merkja á kort þau
sveitarfélög sem taka þátt. Við
hvetjum alla sem vettlingi geta
valdið að taka þátt og hvetja aðra
til dáða,“ segir Hrafn.
19 milljónir hafa safnast
Selskinspels á uppboði á morgun í Grænlandssöfnuninni
Heildarafli
þorsks í ís-
lenskri fiskveiði-
lögsögu á kom-
andi fiskveiðiári
verður 255 þús-
und tonn sem er
11 þúsund tonn-
um meira en nú
er heimilt að
veiða. Ýsukvót-
inn verður tæp
40 þúsund tonn en var 34.600 tonn
á síðasta ári. Sömuleiðis er aukn-
ing í ufsa og mörgum öðrum teg-
undum.
Kvóti á íslenskri sumargotssíld
minnkar hins vegar verulega, fer
úr 63 þúsund tonnum í ár niður í
tæp 39 þúsund tonn á því næsta.
Ástand stofnsins er slæmt vegna
sýkingar.
Þessar heimildir koma fram í
reglugerð sem Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir sjávarútvegs-
ráðherra hefur gefið út. Ráðherra
fylgir í öllum tegundum veiðiráð-
gjöf sem Hafrannsóknastofnun
kynnti nýlega. Tekið er fram í
fréttatilkynningu ráðuneytisins að
ákvörðunin var tekin í samráði við
ríkisstjórn, hagsmunaaðila í sjáv-
arútvegi, stjórnarandstöðu og for-
mann atvinnuveganefndar Alþing-
is.
Haft er eftir ráðherra að í heild-
ina litið sé niðurstaðan góð tíðindi
og bendi eindregið til þess að
stjórn fiskveiða hér við land hafi
verið ábyrg á síðustu árum og skili
nú þessum árangri. helgi@mbl.is
Kvóti aukinn
um 11 þús-
und tonn
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Heimildir ákveðnar
Erlendir ferðamenn og farartæki sem þjónusta þá setja svip sinn á Heilags-
andastræti í Reykjavík þessa dagana. Gatan var kölluð þetta vegna þess að
upphaflega voru aðeins tvö hús við hana og í þeim bjuggu biskup og dóm-
kirkjuprestur. Gatan tók síðan nafn sitt af Læknum úr Tjörninni sem var
opinn við hlið götunnar en er nú í stokk undir henni. Ferðamennirnir geta
hugað að þægilegri klæðnaði því í dag léttir til sunnan- og vestanlands.
Hins vegar rignir áfram norðan- og austanlands. Þar verður þó að mestu
þurrt á sunnudag.
Andi ferðafólks svífur um Heilagsandastræti
Morgunblaðið/Ómar
Léttir til á sunnan- og vestanverðu landinu í dag