Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 6

Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 6
Morgunblaðið/ Árni Sæberg Í kjölfarið Sex herskip og einn kafbátur frá fimm vestrænum ríkjum sigldu í gær þá leið sem skipalestin PQ17 sigldi árið 1942. Varðskipið Týr fór fyrir skipalestinni. Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja@mbl.is Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn. Tilefnið var að minnast þeirra sem létust í árásum kafbáta og herskipa nasista á skipalest bandamanna Sovétríkj- anna, sem nefndist PQ17. 75 ár eru nú liðin frá atburðinum. Alls lögðu 35 skip af stað úr Hvalfirði áleiðis til Kólaskaga í Rússlandi árið 1942. Um var að ræða flutningaskip sem höfðu meðferðis hergögn handa Sovétríkjunum. Þótti Hvalfjörður hentug staðsetning, meðal annars vegna stærðar sinnar. Til þess að komast á áfangastað urðu skipin að sigla hættulega nálægt ströndum Noregs, þar sem Þjóðverjar héldu til. Afleiðingin varð sú að aðeins ell- efu af þeim 35 skipum sem lögðu af stað komust heil til hafnar. Alls var 24 skipum grandað undan strönd- um Noregs, og með þeim fórust 153 menn.Varðskipið Týr fór fyrir lest- inni í gær. Herskipin sem tóku þátt voru frá Noregi, Danmörku, Bret- landi, Hollandi og Frakklandi, en þau eru öll við strendur Íslands um þessar mundir vegna kafbátaeftir- litsæfingar Atlantshafsbandalags- ins. Þá tók einnig kafbátur frá Nor- egi þátt í siglingunni. Afrek sem ekki má gleyma Lagt var af stað klukkan hálf átta í gærmorgun frá Reykjavíkurhöfn. Um borð voru meðal annars Guð- laugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra og Magnús Þór Haf- steinsson, fyrrverandi alþingis- maður. Magnús ritaði meðal annars bókina Dauðinn í Dumbshafi – Ís- hafsskipalestirnar frá Hvalfirði og sjóhernaður í Norður-Íshafi 1940- 1945. Þá voru að auki um borð fulltrúar frá níu ríkjum Atlants- hafsbandalagsins, ásamt fjölda blaða- og fréttamanna sem sáu um að skrásetja siglinguna í þaula. Að sögn Magnúsar var um sögu- legan atburð að ræða. „Að hér séu samankomnir fulltrúar stríðandi fylkinga til þess að minnast saman þessa atburðar er einstakt.“ Guð- laugur Þór tók í sama streng. Sagði hann siglinguna til marks um hversu langt þessar þjóðir væru komnar og vonaði að þetta myndi efla enn frekar samskipti og tengsl þessara þjóða, á grundvelli sam- eiginlegrar sögu. Í Hvalfirði var tekið stutt stopp þar sem Guðlaugur Þór hélt ávarp. Talaði hann um mikla hetjudáð þeirra sem fórust og að afrek þeirra mættu ekki gleymast. Að loknu ávarpi var blómsveig varpað í hafið til minningar um hina látnu. Í kjölfarið var mínútuþögn í virð- ingarskyni og að lokum siglt aftur til hafnar í Reykjavík. Skipin sex, ásamt norska kafbátnum, héldu æf- ingum sínum áfram á meðan Týr lagði að bryggju. Raunir skipa- lestarinnar PQ17 eru skrifaðar í sögubækurnar. Landfræðileg stað- setning Íslands skipti miklu máli þegar bandamenn Sovétríkjanna þurftu að ferja hergögn og aðrar vörur sín á milli. Ekki var það alltaf hættulaust eins og sannaðist í til- felli PQ17. Voru allir um borð í Tý í gær sammála um að minning- arathöfnin hefði tekist einkar vel. Heræfing Herskipin og kafbáturinn sem þátt tóku í siglingunni eru við heræfingar NATO. Sigling Lygnt var í sjó þegar skipalestin með Tý í fararbroddi sigldi inn Hvalfjörðinn í gær. Minntust árásar á skipalest árið 1942  75 ár liðin frá því að skipalestinni PQ17 var grandað 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 HaustfegurðviðRín sp ör eh f. Haust 10 Í þessari rómantísku haustferð verður haldið til Wiesbaden sem stendur á bökkum Rínar, rétt vestur af Frankfurt.Við heimsækjum Heidelberg og Rüdesheim, þar sem kláfur ferjar okkur upp í vínhæðirnar fyrir ofan bæinn að Niederwald minnisvarðanum. Á siglingu eftir ánni Rín gefst okkur færi á að sjá einstaka náttúrufegurð á leið okkar til Koblenz Þýskalands sem og Deutsches Eck þar sem árnar Mósel og Rín mætast. 3. - 8. október Fararstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 124.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.