Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Erna Ýr Öldudóttir Skrautlegir Bílum Kúkú Campers lagt niðri í miðbæ Reykjavíkur. Víða má sjá svokallaða „camper“- bíla sem hægt er að gista í og eru leigðir út til ferðamanna. En má leggja bílunum hvar sem er til að sofa í þeim? „Við höfum engin völd til að reka fólk í burtu á camper-bílum og við ráðum því ekki hvort fólk sefur í bíl- unum sínum,“ segir Kolbrún Jónat- ansdóttir, framkvæmdastjóri Bíla- stæðasjóðs. „Við viljum bara að fólk leggi löglega og borgi fyrir gjald- skyld bílastæði, meira tökum við ekki að okkur,“ segir Kolbrún. Ekki má gista í bílastæði „Eigi má gista í tjöldum, húsbíl- um, hjólhýsum og tjaldvögnum á al- mannafæri í þéttbýli utan sér- merktra svæða,“ segir í 10. gr. Reglugerðar um lögreglusamþykkt- ir nr. 1127/2007. „Almennt er ekki leyfilegt að „fyrirberast“ í bílum og lít ég svo á að fólk megi ekki gista í bílum á al- mannafæri,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson hjá umferðardeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, en segir aðrar reglur gilda um einkalóð- ir og skipulögð þjónustusvæði. Guð- brandur telur þörf á að fjölga þeim vegna aukins álags af ferðamönnum en ekki síður fyrir almenning. Lög- reglan bregðist ekki við nema fá til- kynningar og þá með því að ræða við fólk. Kærur séu sjaldgæfar en geti falið í sér sekt allt að 30 þúsund krónum segir Guðbrandur. „Við segjum viðskiptavinum okkar að það sé einungis leyfilegt að gista á merktum tjaldsvæðum. Við látum þá fá bókina „Áningu“ þar sem merkt eru tjaldsvæði úti um allt land og brýnum fyrir þeim að nota þau en getum ekki gert meira eftir að þeir eru farnir frá okkur,“ segir Viktor Ólafsson, framkvæmdastjóri KúKú Campers, sem kannast ekki við að hafa fengið kvartanir yfir því að fólk sé að gista í bílum fyrirtækisins á al- mennum bílastæðum niðri í bæ. ernayr@mbl.is Sofið í stæði?  Kampakátir ferðamenn gista í bílum 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is #allravega? #blikkboli? #skarpur? Audi Q2 #ótaggandi Spáflúnkunýr Audi Q2 gjörbreytir hugmyndum þínum um bíla og ögrar skilgreiningaáráttunni. Útbúinn eins og þú hugsar hann, mætir hann á malbikið eða mölina, fullur sjálfstrausts en #ótaggandi. Verð frá 4.990.000 kr. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt verkefnalýsingu sem felur í sér breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Stekkjarbakka milli Reykjanesbrautar og Höfða- bakka. Breytingin felst í því að horfið er frá fyrirhug- aðri færslu götunnar til norðurs. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi átti að færa götuna um 50 metra til norðurs, í átt að Elliðaánum. Sunnan við götuna er íbúðarbyggðin Stekkir. Stekkjarbakki, sem stofnbraut milli Reykjanes- brautar og Höfðabakka, hefur verið á aðalskipulagi borgarinnar allar götur síðan 1967, þegar Að- alskipulag Reykjavíkur 1962-1983 var staðfest. Í þeirri áætlun gegndi Stekkjarbakki veigameira hlutverki, sem hlekkur í hraðbraut sem lá frá Hring- braut, um Hlíðarfót, Fossvogsdal og áfram um Elliða- árdal að Suðurlandsvegi. Vegna mikilvægis Stekkjar- bakka í stofnbrautarkerfinu samkvæmt eldri aðalskipulagsáætlunum hefur ávallt verið gert ráð fyrir færslu hennar til norðurs og endurskoðunar á útfærslu gatnamóta við Höfðabakka, að því er fram kemur í verkefnalýsingunni. Samhliða færslu hafi verið gert ráð fyrir að fjölga þyrfti akreinum á göt- unni, úr tveimur í fjórar. Í minnisblaði VSÓ Ráðgjafar segir eftirfarandi: „Áætluð umferð um Stekkjarbakka samkvæmt umferðarspám Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 og svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 (sem jafnframt eru gildandi skipulagsáætlanir á svæð- inu) gefa ekki tilefni til tvöföldunar Stekkjarbakka milli Reykjanesbrautar og Höfðabakka. Þessar um- ferðarspár sýna mun minni umferð um Stekkjarbakka en umferðarspá eldra svæðisskipulags gerði, enda byggði eldra svæðisskipulagið á öðrum forsendum þar sem veruleg uppbygging í austurjaðri Reykjavík- ur var sett fram, en fallið hefur verið frá henni. Auk þess er um talsvert ofmat á umferð að ræða í spám eldra svæðisskipulags. Því er það mat ráðgjafa að ekki sé nauðsynlegt að ráðast í tvöföldun gatna á þessu svæði.“ Markmið og tilgangur breytingar á aðalskipulaginu er að taka endanlega ákvörðun um framtíðarlegu Stekkjarbakka og eyða þannig óvissu um skipulag beggja vegna götunnar. Einnig að tryggja að ekki verði farið í kostnaðarsamar aðgerðir á gatnakerfinu nema brýn þörf sé á því. Teikning/Loftmyndir Stekkjarbakki óbreyttur  Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður breytt  Hætta við að færa götuna 50 metra til norðurs í átt að Elliðaánum Stekkjarbakki Á myndinni er sýnd núverandi lega Stekkjarbakka og áætluð færsla götunnar samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Ekki er nauðsynlegt að ráðast í tvöföldum gatna á þessu svæði, að mati VSÓ ráðgjafar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.