Morgunblaðið - 24.06.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
ÍSLENSKA KÍSILSTEINEFNIÐ FRÁ GEOSILICA
INNIHELDUR HREINAN JARÐHITAKÍSIL
*Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi áhrif, kísilvatnið er fæðubótarefni og kemur ekki í staðinn fyrir lyf.
Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is
GeoSilica kísilvatnið fæst í Heilsuhúsinu,
öllum helstu apótekum og í Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Smáralind og Hagkaup Garðabæ.
ANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
„Ég mjaðmargrindarbrotnaði illa
fyrir tíu mánuðum, ég hef verið
að taka kísilinn ykkar núna í
u.þ.b. 8 mánuði og eftir tveggja
til þriggja mánaða inntöku varð ég strax vör
við mikinn mun. Í dag finn ég varla fyrir því að hafa brotnað.“
• Styrkir bandvefinn*
• Stuðlar að þéttleika í beinum*
• Styrkir hár og neglur*
• Stuðlar að betri myndun kollagens
fyrir sléttari og fallegri húð*
20%
AF KJÓLUM
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Opið 11-16 í dag
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Robell
gallabuxur
Kr. 12.900.-
Str. 36-52
30%-50% afsl.
Skipholti
30%-70% afsl.
Laugavegi
Skoðið Facebook.laxdal.is
Laugavegi 63 • Skipholt 29b
S: 551 4422
SUMARÚTSALAN
HAFINN
Jakkar-frakkar-kápur
Gerry Weber – Betty Barclay
gæðafatnaður
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að
gera breytingu á reglugerð um eftirlitsnefnd
fasteignasala nr. 931/2016.
17. júní sl. greindi Morgunblaðið frá kæru til
ráðherrans vegna reglugerðarinnar, en kæruna
lagði fram Brynja Björg Halldórsdóttir, hdl. og
fyrrverandi löggiltur fasteignasali. Varðaði
kæran framkvæmd við innheimtu árlegs gjalds
vegna kostnaðar af störfum eftirlitsnefndar
fasteignasala, en nefndin starfar eftir nýlegum
lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015.
Fjárhæð gjaldsins er 75 þúsund krónur og
innheimtist árlega af hverjum og einum löggilt-
um fasteignasala.
Brynja hélt til annarra starfa fyrr á árinu en
var krafin um gjaldið í júní. Unnið var eftir lista
ráðuneytisins um löggilta fasteignasala frá 1.
maí sl. og var Brynja meðal þeirra. Því lagði
Brynja réttindi sín inn hjá sýslumanni og fékk
að vita að krafan yrði felld niður.
Taldi framsal of víðtækt
Síðar fékk Brynja þær upplýsingar hjá ráðu-
neytinu að krafan yrði hvorki felld niður né end-
urgreidd. Byggði afstaða ráðuneytisins á 3.
mgr. 19. gr. reglugerðarinnar sem bannar slík-
ar endurgreiðslur í heild eða að hluta. Reglu-
gerðin á stoð í fyrrnefndum lögum um sölu fast-
eigna og skipa.
Í erindi til ráðuneytisins rakti Brynja að hún
teldi að um of víðtækt framsal löggjafarvalds til
ráðuneytisins væri að ræða, enda væri í lögum
aðeins gefin heimild til að innheimta gjald
vegna kostnaðar sem félli til vegna eftirlitsins.
Einnig að reglugerðarákvæðið væri mun meira
íþyngjandi en lagaheimildin.
Þar sem gjaldið rynni ekki til eftirlitsins, í
ljósi þess að hún hefði skilað réttindum sínum
inn, væri í raun um skattheimtu að ræða og
þannig sköpuðust áleitnar spurningar sem gera
þyrfti til jafnræðis í skattheimtu.
Fyrri framkvæmd rúmist
enn innan laganna
Samkvæmt fyrrnefndri reglugerðarbreyt-
ingu eiga þeir fasteignasalar rétt til hlutfalls-
legrar endurgreiðslu sem lagt hafa inn réttindi
sín, eða þeir sviptir þeim, áður en sá tími er lið-
inn sem fjárhæð gjaldsins er miðuð við.
Ráðherra gaf ekki kost á viðtali vegna máls-
ins, en í samtali við blaðið sagði Ólafur Teitur
Guðnason, aðstoðarmaður ráðherra, að hún
hefði talið sjálfsagt að skoða hvort framkvæmd-
in væri innan ramma laganna.
Afstaða ráðuneytisins, að lokinni skoðun, er
að hin nýja framkvæmd rúmist innan laganna
en einnig að fyrri framkvæmd rúmist innan lag-
anna. Að sögn Ólafs Teits var ákvörðunin um að
breyta reglugerðinni tekin af sanngirnisástæð-
um.
Ánægð með ákvörðunina
Brynja segist fegin að ráðuneytið „breyti til
betri vegar“ og kveðst sammála því sjónarmiði
ráðuneytisins að líta þá til sanngirnissjónar-
miða, þó að hún hafi ekki beint vísað til sann-
girni í kæru sinni til ráðuneytisins.,,Það er auð-
vitað ósanngjarnt að þröngur hópur manna sé
látinn greiða tiltekið gjald eingöngu vegna þess
að nafnið þeirra er á lista í einn dag á ári,“ segir
hún.
Brynja bætir því þó við að hún standi við þá
skoðun sína að reglugerðarákvæðið sem til
standi að breyta sé mun meira íþyngjandi en
ákvæði laganna. „Ég tel reglugerðarákvæðið
ganga of langt miðað við það sem fram kemur í
lögum um fasteignasala,“ segir hún og bætir
við: ,,Þess vegna er ég mjög ánægð að ráðu-
neytið ætli að breyta ákvæðinu.“
Bregst við kæru fyrrverandi fasteignasala
Ráðherra breytir reglugerð um eftirlit með fasteignasölum Kærandinn sammála niðurstöðunni
Íbúar í Grafarholti og Úlfarsárdal
krefjast þess nú að Knattspyrnu-
félagið Fram klári tafarlaust und-
irritun á samningi við Reykjavík-
urborg um flutning félagsins í
Úlfarsárdal og uppbyggingu
íþróttaaðstöðu fyrir iðkendur fé-
lagsins og nemendur Dalaskóla.
Félagið hefur um árabil verið í
viðræðum við Reykjavíkurborg um
að staðið verði við undirritaða
samninga frá árinu 2008, en eftir
bankahrunið samþykkti Fram að
bíða með efndir samningsins þar
til efnahagsástandið lagaðist og
lýsti vilja til breytinga á samn-
ingum að ósk Reykjavíkurborgar.
Félagið segir borgina engan áhuga
hafa á að standa við gerða samn-
inga, en borgin kynnti einhliða
drög að nýjum samningi í desem-
ber sl.
„Verði ekki orðið við þessum
kröfum innan tveggja vikna frá af-
hendingu yfirlýsingu þessarar lít-
um við svo á að Fram hafi ekki
vilja til að standa við flutning fé-
lagsins og munum af þeim sökum
leita annarra lausna við þjónustu
íþróttastarfs fyrir íbúa hverfisins,“
segir í áskorun íbúanna til stjórn-
ar Fram, en hún og listi yfir þá
sem skrifað hafa undir hana verð-
ur afhentur formanni Fram 3. júlí
næstkomandi.
Kemur þar einnig fram að það
sé mat íbúanna að sá samningur
sem Reykjavíkurborg hafi lagt
fram sé „á allan hátt ásættanlegur
og muni tryggja félaginu, íbúum
og nemendum fyrsta flokks að-
stöðu til íþróttaiðkunar innanhúss
sem og utan til langrar framtíðar“.
Borgin sögð erfið viðureignar
Guðmundur B. Ólafsson, for-
maður samninganefndar Fram,
segir nokkra hreyfingu hafa orðið
á málinu undanfarna mánuði og að
menn séu enn að ræða málin sín á
milli.
„Það hafa átt sér stað viðræður
og við héldum að við værum á
lokametrunum, en borgin er stíf
við að loka þessu,“ segir hann og
heldur áfram: „Það á eftir að
ganga frá nokkrum smáatriðum og
við vonum bara að það takist sem
fyrst.“
Íbúar krefjast þess að
gengið verði til samninga
Munu gefa
Fram tvær vikur
til að skrifa undir
Morgunblaðið/Eggert
Íþróttir Iðkendur Fram vilja góða
aðstöðu í Úlfarsárdal sem fyrst.
Háskóli Íslands
hefur fært sig
upp um 10 sæti á
lista Times Higer
Education.
Rektor Há-
skóla Íslands,
Jón Atli Bene-
diktsson, lætur
hafa eftir sér á
mbl.is í gær að
skólinn sé í mark-
vissri sókn. Háskólinn sat í 131. til
140. sæti en situr nú 120. til 130. sæti
á lista Times Higer Education yfir
200 bestu skóla í Evrópu. Listinn yf-
ir er nú gefinn út í annað sinn. Ít-
arlegt mat er gert á frammistöðu há-
skólanna þar sem litið er til
rannsóknarstarfs, áhrifa rannsókna
á alþjóðlegum vettvangi, gæða
kennslu, námsumhverfis og al-
þjóðlegra tengsla. Á heimslistanum
er Háskóli Íslands í sæti 201 - 250.
Jón Atli segir það skipta máli fyrir
Íslendinga að eiga skóla sem ítrekað
er framarlega á evrópska og al-
þjóðlega listanum. Það gefi fleiri
tækifæri til rannsóknarsamstarfs
við aðra háskóla í fremstu röð.
Styrkur Háskóla Íslands hefur að
sögn Jóns Atla vakið feiknarlega at-
hygli á alþjóðavettvangi. Rektor Há-
skóla Íslands bendir á að stjórnvöld
verði að auka framlög til skólans og
rökstyður það með nýrri skýrslu frá
Evrópusambandinu um ótvíræð
tengsl á milli framlaga til rannsókna,
nýsköpunar og menntunar, og fram-
leiðniaukningar og hagvaxtar.
Háskóli Íslands færist
ofar á lista þeirra bestu
Sókn HÍ færist
nær toppnum.
Allt um sjávarútveg