Morgunblaðið - 24.06.2017, Page 20

Morgunblaðið - 24.06.2017, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 24. júní 2017 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.85 105.35 105.1 Sterlingspund 132.84 133.48 133.16 Kanadadalur 78.73 79.19 78.96 Dönsk króna 15.728 15.82 15.774 Norsk króna 12.356 12.428 12.392 Sænsk króna 11.989 12.059 12.024 Svissn. franki 107.64 108.24 107.94 Japanskt jen 0.942 0.9476 0.9448 SDR 144.5 145.36 144.93 Evra 117.0 117.66 117.33 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 139.9998 Hrávöruverð Gull 1256.3 ($/únsa) Ál 1871.5 ($/tonn) LME Hráolía 44.81 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Lokauppgjör gjaldeyrisútboðs Seðlabankans vegna aflands- króna fór fram í gær. Samkvæmt tilkynningu hefur bankinn keypt aflands- krónueignir í tveimur áföngum frá því í mars fyrir samtals um 112,4 milljarða króna. Viðskiptin fóru fram á genginu 137,5 krónur fyrir evruna. 12. mars greindi Seðlabankinn frá því að gengið hefði verið frá 90 milljarða króna við- skiptum með aflandskrónur á sama gengi. Frestur til að ganga að tilboði bankans var framlengdur í tvígang og rann svo út föstudaginn 15. júní. Samkvæmt mati Seðlabankans nema aflandskrónueignir um 88 millj- örðum króna eftir viðskiptin. Um 88 milljarðar króna eftir af aflandskrónum Krónur SÍ keypti fyrir 112 milljarða. STUTT BAKSVIÐ Gísli Rúnar Gíslason gislirunar@mbl.is Sameiginlegt eignarhald á íslensk- um hlutabréfamarkaði hefur aukist töluvert undanfarin ár. Fyrir efna- hagshrunið 2008 var sameiginlegt eignarhald á hlutabréfamark- aði ekki til staðar en árið 2016 var það um 45% þeg- ar litið er til eignarhluta 20 stærstu hluthaf- anna. Þegar ein- göngu er horft til lífeyrissjóða úr þeim hópi er sameiginlegt eignar- hald þeirra tæplega 40%. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birtist í greininni „Að þjóna sömu herrum en keppa þó: Sam- eiginlegt eignarhald á íslenskum hlutabréfamarkaði“ í nýjasta tölu- blaði tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla. Rannsóknin var unnin af Gylfa Magnússyni, dósent við Háskóla Íslands, Ástu Dís Óladótt- ur, lektor við HÍ, Friðriki Árna Friðrikssyni, sérfræðingi hjá Seðla- bankanum, og Vali Þráinssyni, sér- fræðingi hjá Samkeppniseftirlitinu. Neikvæð áhrif á samkeppni „Sameiginlegt eignarhald felur í sér að sami eða sömu eigendur eigi stóran hlut í fyrirtækjum sem eru, eða eiga að vera, keppinautar,“ seg- ir Gylfi. Erlendar rannsóknir benda til þess að sameiginlegt eignarhald geti leitt til takmarkaðrar sam- keppni, sem getur haft í för með sér hærra vöruverð, minni fram- leiðni og aukinn ójöfnuð. „Það er skýrt í bandarískum rannsóknum að sameiginlegt eignarhald getur haft óæskileg áhrif. Við lögðum ekki mat á áhrifin á samkeppni eða neytendur hér, þar sem okkur skorti gögn til þess, en það er fyllsta ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Auðvitað er fá- keppni og lítill fjöldi fyrirtæki svo- lítið einkenni íslensks efnahagslífs, þannig að það er í raun frekari ástæða til að hafa áhyggjur hér- lendis en á stærri mörkuðum.“ Mikil og hröð breyting Í rannsókninni var sjónum beint að þeim þremur mörkuðum þar sem tveir eða fleiri keppinautar eru skráðir í Kauphöll Íslands, en það eru tryggingamarkaður, fjarskipta- markaður og fasteignamarkaður. „Fyrir hrun var auðvitað margt skrýtið í gangi og skuldsett eignar- haldsfélög voru áberandi, sem var auðvitað ekki mjög heilbrigt, en sameiginlegt eignarhald var ekki al- gengt. Það voru dæmi um að menn ættu í viðskiptasamsteypu eitt fyrirtæki, en ættu ekki í keppinaut- um.“ Eignarhald í hlutafélögum á markaði hefur breyst mjög mikið eftir efnahagshrunið og rannsóknin leiðir í ljós að stærstu lífeyrissjóð- irnir, að frátöldum Almenna líf- eyrissjóðnum, áttu um mitt ár 2016 hlut í nánast öllum hlutafélögum á markaði. Þar af áttu þeir mest í fasteignafélaginu Eik, um 55%, en minnst í Nýherja, um 22%. „Breyt- ingin frá hruni er í raun ótrúlega mikil og þróunin hefur verið mjög hröð. Hvort sem litið er á lífeyris- sjóðina sem heild eða á einstaka líf- eyrissjóði hefur eignarhald hluta- félaga á markaði færst mjög mikið á hendur lífeyrissjóða,“ segir Gylfi. Skapar áhættu Mikil umsvif lífeyrissjóða á litlum markaði geti dregið úr möguleikum þeirra á að ná æskilegri áhættu- dreifingu. „Gjaldeyrishöftin drógu auðvitað verulega úr fjárfestingar- kostum lífeyrissjóðanna en það hef- ur margsinnis verið bent á þann vanda. Takmarkaður áhugi er- lendra fjárfesta hefur þó einnig þau áhrif að eignarhald á hlutabréfa- markaði færist í raun á hendur fárra.“ Í greininni eru ýmsar lausnir til að sporna við auknu sameiginlegu eignarhaldi lífeyrissjóðanna reifað- ar. „Við leggjum þó enga leið til, einfaldlega vegna þess að málið er ekki að fullu rannsakað. Það þarf þó klárlega að huga að þessu þar sem sömu aðilar virðast í auknu mæli eiga keppinauta, það er ekki hægt að horfa á það án þess að velta því fyrir sér hvort setja þurfi því einhverjar takmarkanir.“ Telja umfang lífeyrissjóða geta takmarkað samkeppni Morgunblaðið/ÞÖK Kauphöll Lífeyrissjóðir eiga stóra hlutdeild í keppinautum sem skráðir eru. Eignarhald lífeyrissjóðanna » Aukið sameiginlegt eignar- hald á hlutabréfamarkaði skýr- ist einkum af eignarhaldi líf- eyrissjóða. » Níu sjóðir áttu samanlagt 48% í Símanum og 53% í Vodafone. » Fimm sjóðir áttu samanlagt 28% í Sjóvá, 29% í VÍS og 37% í TM. » Sex sjóðir áttu samanlagt 36% í Regin, 46% í Reitum og 37% í Eik.  Sameiginlegt eignarhald lífeyrissjóða er áhyggjuefni samkvæmt nýrri rannsókn Gylfi Magnússon gerir einstaklingum kleift að nýta farsímann til að greiða í verslun, millifæra og innheimta greiðslur. Greitt með farsíma Hann segir að RB hafi valið Swipp fram yfir MobilePay vegna þess að Swipp brúi bilið frá far- símanum yfir á innlánareikning notenda, sem er mun hagkvæmari og skilvirkari leið. En MobilePay noti greiðslukort til miðlunar greiðslna. „MobilePay áformar hins vegar að flytja sig yfir á sambæri- legar greiðslurásir og Swipp þró- aði, en sú lausn er einfaldlega ekki í boði í dag,“ segir Friðrik. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Danskir bankar eru hættir að nota Swipp-greiðslulausnina sem RB hyggst taka upp við farsíma- greiðslur í haust. Þeir nýta nú MobilePay sem Danske Bank þró- aði. Til stóð að leggja niður starfsemi Swipp, sem var í eigu 71 banka þar í landi, en hætt hefur verið við þau áform. „Það hefur verið fjárfest ríkulega í þróun og markaðssetn- ingu á Swipp- lausninni. Í ljós kom að mögulegt er að selja tæknina til annarra landa en Danmerkur. Þess vegna vinnur fyrirtækið að því að opna söluskrifstofu um þessar mundir,“ segir Friðrik Þór Snorrason, for- stjóri RB, í samtali við Morgun- blaðið. RB skrifaði nýlega undir sam- starfssamning við danska félagið Swipp um innleiðingu lausnar sem „Í samstarfinu vinnum við að áframhaldandi þróun á frumkóðan- um og eigum möguleika á að selja áfram til annarra þær viðbætur sem við þróum fyrir kerfið. Það sem við horfum til við innleiðingu á lausninni er að með henni fáum við aðgengi að viðskiptareglum sem gilda á milli þeirra sem veita tækniþjónustuna, bankanna, ein- staklingsins og verslunarinnar og þeirrar ábyrgðar sem hver og einn axlar í samstarfinu. Sömuleiðis býr Swipp að öflugu bakendakerfi á milli fjármálastofnana og verslana. Í sjálfu sér er auðvelt að forrita greiðsluapp en það sem flækir vinnuna er viðskiptaskilmálarnir og þróun bakenda. Þess vegna kusum við að hefja þetta samstarf,“ segir Friðrik Þór. Spurður hvers vegna dönsku fyr- irtækin hafi hætt að nýta Swipp- lausnina segir hann að þróunin í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafi verið á þá leið að bankar sameinist um eina lausn. „MobilePay var með meiri markaðshlutdeild en Swipp. Það kann að skýrast af því að MobilePay var ýtt fyrr úr vör. Bankarnir kusu því að nýta sterk- ara vörumerkið,“ segir Friðrik Þór. Danir hættir að nota lausn sem RB hyggst innleiða  Lausn RB brúar bil frá farsímanum yfir á innlánareikning Friðrik Þór Snorrason Morgunblaðið/Styrmir Kári Tækni Hægt verður að greiða með farsíma með lausninni frá Swipp. Höfum fengið í sölu sumarbústaðinn Skot sem er staðsettur á einstökum útsýnisstað í landi Nesja við Þing- vallavatn. Bústaðurinn stendur á 5.000 fm eignarlóð sem er með miklum trágróðri. Útsýnið er einstakt. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 92,7 fm og byggingarár sagt vera árið 1960, þó er húsið upphaflega byggt árið 1918. Nýbygging (austurhlutinn) er hannaður af Halldóri Gíslasyni arkitekt. Sjá leiðarlýsingu inná eignamidlun.is Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í s. 824 9093, kjartan@eignamidlun.is. Opið hús sunnudaginn 25. júní n.k. milli 15:00 og 18:00. 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík Sumarbústaður við Þingvallavatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.