Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
SveitarstjórnNorðurþingsáformar að
lækka fasteigna-
gjöldin með haust-
inu. Þetta kom
fram í samtali við
Kristján Þór
Magnússon, sveitarstjóra
Norðurþings, í Morgun-
blaðinu í gær. Ástæðan fyrir
þessum ummælum er að fast-
eignamat á Húsavík hækkaði
um 42%. Fasteignaskatturinn
er hlutfall af fasteignamati.
Fasteignamatið fyrir næsta
ár hækkaði um allt land, en
þó hvergi meira en á Húsavík.
Meðaltalið yfir landið er
15,5%. Að óbreyttu myndi það
hafa í för með sér að fast-
eignagjöld hækkuðu verulega
víðast hvar um landið.
Miklar hækkanir hafa verið
á fasteignamarkaði undan-
farin misseri. Þessar hækk-
anir skipta þá máli, sem
kaupa og selja fasteignir. Þær
skipta hins vegar minna máli
fyrir þá, sem sitja sem fastast
í sínum fasteignum. Þeir
þurfa aðeins að þola að fast-
eignagjöldin hækki vegna
þess að nærliggjandi hús selj-
ast á uppsprengdu verði. Þeir
geta dundað sér við að reikna
út hvað eignir þeirra hafi
hækkað mikið í verði, en ábat-
inn er enginn á meðan ekki er
selt.
Það stenst ekki
rök að eigendur
fasteigna þurfi að
sæta hækkun
fasteignagjalda
langt umfram
verðbólgu og vísi-
tölu. Í því er held-
ur engin sanngirni. Verð á
fasteignum er ekki í neinu
samhengi við almenna verð-
lagsþróun í landinu. Ef þróun
fasteignaverðs væri ekki tekin
með í reikninginn væri hér
verðhjöðnun.
Það er því ánægjulegt að
heyra af áformum sveit-
arstjórans í Norðurþingi og
verður fróðlegt að sjá hvernig
borgar-, bæjar- og sveit-
arstjórar annars staðar á
landinu bregðast við. Hækkun
fasteignamatsins á Húsavík
var slík að sveitarstjórnin á í
raun ekki annars kost en að
bregðast við. Það þýðir þó
ekki að ráðamenn annars
staðar geti leitt hækkun fast-
eignamatsins hjá sér, þótt
hún sé minni í þeirra sveit.
Ekki má gleyma því að þeg-
ar fasteignamatið hækkar
snýst lækkun álagningarhlut-
fallsins í raun ekki um að
lækka skatta. Það snýst um
að stilla álagninguna af þann-
ig að fasteignamatið, sem hún
er miðuð við, leiði ekki sjálf-
krafa til þess að skattarnir
hækki.
Hvernig ætla
sveitarfélög að
bregðast við
hækkun fast-
eignamats?}
Norðurþing ríður
á vaðið
Mikil gróska –ef nota má
það orð í svo skelfi-
legu samhengi – er
á alþjóðlegum
markaði fyrir eit-
urlyf um þessar
mundir samkvæmt ársskýrslu
fíkniefna- og afbrotamálaskrif-
stofu Sameinuðu þjóðanna.
Segir þar að gríðarlegur vöxt-
ur sé í framleiðslu á kókaíni og
ópíumi og fylgi honum mikill
glundroði.
Stóran hluta vandans má
rekja til ópíumræktar í Afgan-
istan. Milljörðum dollara hefur
verið varið í að fá bændur í
Afganistan til að hætta að
rækta ópíum undanfarinn ára-
tug. Eftir að talibanar náðu sér
á strik í Afganistan hefur það
átak að engu orðið og er þriðj-
ungs aukning í rækt ópíums
einkum rakin til metuppskeru
þar í landi. Talibanar nota tekj-
urnar af ópíuminu til að fjár-
magna hernað sinn.
Í skýrslunni er talað um að
efni unnin úr ópíumi valdi
mestu heilsutjóni. Þeirra á
meðal er heróín, en einnig má
nefna verkjalyf og
eftirlíkingar af
þeim. Í Bandaríkj-
unum létust 16.849
af ofneyslu heró-
íns árið 1999, en
52.404 árið 2015.
Áratugum saman hefur
kókaínrækt valdið gríðarlegum
usla í Rómönsku Ameríku og
hafa heilu þjóðfélögin nánast
verið í herkví eiturlyfjabaróna
og liðsmanna þeirra. Millj-
örðum dollara hefur verið varið
í baráttu gegn þeim án teljandi
árangurs.
Erfitt er að sjá hvað er til
bragðs í baráttunni við eitur-
lyfjapláguna. Á meðan eftir-
spurnin eftir ólöglegum lyfjum
er til staðar munu einhverjir
sjá sér leik á borði að uppfylla
hana. Augljóst er að þau meðul
sem notuð hafa verið hingað til
skila ekki árangri, og fórn-
arkostnaðurinn er fyrir löngu
kominn úr böndum. Talið er að
190 þúsund manns látist árlega
af völdum fíkniefna og 29 og
hálf milljón manna þjáist af
sjúkdómum tengdum fíkni-
efnaneyslu. Það er of mikið.
Baráttan gegn
fíkniefnum er í
öngstræti og
blóðtakan eykst}
Eiturlyfjaplágan
H
ugmyndir fjármálaráðherra um
að taka fimm og tíu þúsund
króna seðilinn úr umferð til
þess að sporna við skatt-
svikum eru afleitar. Aðrar og
mildari leiðir hljóta að vera mögulegar, eins
og þær að bankarnir setji einhver tiltekin tak-
mörk á það hve mikið megi taka af reiðufé út á
hvert kort eða kennitölu yfir ákveðinn tíma.
Með slíku fyrirkomulagi ætti að nást vel utan
um vandann, sem er sá að alltof margir borga
ekki það sem þeim ber í sameiginlega sjóði.
En peningaseðlar þurfa áfram að vera til, þó
ekki sé nema til að borga lítilræði til barnapí-
unnar eða iðnaðarmanninum sem reddar vini
sínum við að setja upp hillu, festa lausar
skrúfur og svo framvegis. Einnig ef keypt er
skran á bland.is eða í Kolapotinu. Slíkt á ekk-
ert skylt við takmarkanir á seðlamagni í umferð sem vinna
eiga t.d. gegn því að Ísland sé skálkaskjól í peningaþvætti
vondra karla í útlöndum. Þá má minna á að margir komust
skár en ella frá syndaflóði hrunsins með því að taka út
milljónir í seðlum og geyma undir kodda. Innistæður í
bönkum geta gufað upp en reiðufé síður. Þá er rétt að hafa
í huga að viðskipti manna á milli verða aldrei að öllu leyti
sýnileg. Alltaf tíðkast vinargreiðar, vinnuskipti og redd-
ingar, sem ekki er hægt að meta til skatts.
En hve alltumlykjandi eiga og mega yfirvöld vera? Til-
lögurnar um tíuþúsundkallinn vekja spurningar í því sam-
bandi; þarf þéttofið regluverk um allt okkar daglega bras
sem svo er undir stöðugu eftirliti kerfiskarla
og pappírstígrisdýra? Fyrir nokkrum árum
var sérstakt áherslumál af hálfu heilbrigðiseft-
irlits að taka fyrir sölu á heimabakstri, kökum
og kleinum sem áttu að vera stórhættulegar.
Sem betur fer voru reglur um þetta teknar úr
sambandi, enda sýndu þær og eftirfylgnin
beint í sár fáránleikans. Vantar þó ekki að
margt annað ruglið hefur komið í staðinn, regl-
ur, eftirlit, aðgerðir, eftirfylgd og svo mætti
áfram telja. Mikilvægt er að stjórnvöld tryggi
að þar sem mögulegt er gildi hæfilegt stjórn-
leysi, skaði gerandinn ekki aðra. Við þurfum
andrými.
Fer svo ekki líka að koma sá tími að fólk að
minnsta kosti velti fyrir sér hvort stafræn
skrásetning allra okkar skrefa um daginn og
veginn sé komin úr öllu hófi? Oft á dag förum
við fyrir geisla eftirlitsmyndavéla, fjarskiptafyrirtækin
geta séð hvenær við hringjum í hvern og hvort kveikt sé á
símanum eða sjónvarpinu, verslanir geta séð hvað við
kaupum í matinn og á vef bókasafnanna er gott yfirlit um
hvaða bækur við höfum fengið lánaðar – og lesið – sem aft-
ur segir heilmikið um fólk, áhugamál þess og afstöðu til
hinna ýmsu mála. Og viðskiptayfirlit bankanna sýna ná-
kvæmlega við hverja, hvenær og hvar við eigum rafræn
viðskipti. Ætli sjáist þar ekki líka hvað við tökum út í
reiðufé, til dæmis hina stórhættulega fimm- og tíuþús-
undkalla sem náttúrlega er hægt að spreða í tóma vitleysu
eða nota í allskonar svindl og svínarí. sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Spreðað í tóma vitleysu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ráðherranefnd um efna-hagsmál hefur fjallað ummálefni lífeyrissjóða ogákveðið að Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra skipi
starfshóp um hlutverk lífeyrissjóða í
uppbyggingu atvinnulífs. Í starfs-
hópnum eiga sæti Gunnar Baldvins-
son formaður, framkvæmdastjóri
Almenna lífeyrissjóðsins, Áslaug
Árnadóttir lögmaður og Eggert
Benedikt Guðmundsson, forstjóri
eTactica ehf., samkvæmt því sem
fram kemur í frétt á heimasíðu for-
sætisráðuneytisins.
Eignir sjóðanna mjög miklar
Þar kemur fram að eignir líf-
eyrissjóða hafi aukist verulega á
liðnum árum og voru samtals 3.514
milljarðar í ársbyrjun 2017, eða um
150% af lands-
framleiðslu. Til
samanburðar er
nefnt að í árs-
byrjun 1998, þeg-
ar lög um lífeyris-
sjóði voru
samþykkt, hafi
eignir sjóðanna
verið 407 millj-
arðar og vegið
75% af lands-
framleiðslu. Mið-
að við spár sé talið að stærð sjóð-
anna muni að hámarki nema um
þrefaldri landsframleiðslu á næstu
áratugum. Vegna mikils vaxtar séu
lífeyrissjóðirnir umsvifamiklir í ís-
lensku efnahagslífi og eigi stóran
hluta innlendra peningalegra eigna,
sérstaklega skráðra verðbréfa. Auk
þess eigi þeir verulegar eignir sem
ekki séu skráðar í kauphöll, þ. á m.
útlán til sjóðfélaga og hlutabréf í
óskráðum fyrirtækjum.
Gunnar Baldvinsson, formaður
samstarfshópsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að hópurinn
hefði átt einn undirbúningsfund.
Annar væri áætlaður í næsta mánuði
og starfið færi síðan af stað af fullum
krafti í ágúst.
Draga úr áhættu
„Verkefni okkar er að leggja
faglegt mat á efnahagslegar og sam-
keppnislegar áhættur, sem leiða af
því að umfang sjóðanna á Íslandi er
óvenju mikið í alþjóðlegum saman-
burði. Við eigum m.a. að skoða hvort
æskilegt er að setja reglur eða gera
lagabreytingar um eignarhald og að-
komu sjóðanna að stjórnun atvinnu-
fyrirtækja, með það að markmiði að
draga úr áhættu sjóðanna og
tryggja samkeppni á markaði,“
sagði Gunnar. Hann sagði að starfs-
hópurinn myndi reyna að kortleggja
efnahagslega og samkeppnislega
áhættu sjóðanna. „Einnig munum
við skoða hvernig regluverkið er um
lífeyrissjóði hjá öðrum þjóðum, til að
tryggja samkeppni á markaði. Við
munum í þeim efnum líta til OECD-
landanna, Bandaríkjanna, Bretlands
og Norðurlandaríkjanna,“ sagði
Gunnar enn fremur. Starfshópnum
er ætlað að skila skýrslu sinni fyrir
næstu áramót.
Í frétt ráðuneytisins kemur
fram að lögum samkvæmt megi líf-
eyrissjóður að hámarki eiga 15%
(20% frá 1.7. 2017) í hverju fyrir-
tæki. Þetta leiði til dreifðra
fjárfestinga en hafi haft þau
áhrif að lífeyrissjóðir eigi í
mörgum tilvikum hlut í
fleiri en einu fyrirtæki á
sama markaði. Þetta, ásamt
aukinni eignarhlutdeild líf-
eyrissjóða, kalli á umræðu um
aðkomu lífeyrissjóða að
stjórnun atvinnufyr-
irtækja, um sam-
keppnismál og
stjórnarhætti.
Hlutverk lífeyrissjóð-
anna í atvinnulífinu
Morgunblaðið/Kristinn
Stórir Eignir lífeyrissjóðanna í atvinnufyrirtækjum á Íslandi hafa stór-
aukist á undanförnum árum og eiga þeir nú um 50% í skráðum félögum.
Bjarni Benediktsson forsætis-
ráðherra segir að stóraukið
eignarhald lífeyrissjóðanna í
landinu á undanförnum árum í
atvinnufyrirtækjum sé kveikja
þess að hann hafi skipað
starfshópinn.
„Mér sýnist sem lífeyr-
issjóðirnir séu komnir með í
kringum 50% eignarhald í
skráðum félögum, sem kann
að vera mismunandi eftir fé-
lögum. Við þá stöðu vakna
ákveðnar spurningar, sem lúta
að samkeppni og áhættu-
dreifingu fyrir lífeyr-
isþega. Því viljum við
taka út stöðuna hvað
þessa þætti snertir. Þá
viljum viðsvara spurning-
unni hvað er æskilegt að
lífeyrissjóðirnir eigi stór-
an hluta af atvinnu-
lífinu á Ís-
landi?“
sagði
Bjarni.
Vil taka út
stöðuna
BJARNI BENEDIKTSSON
Bjarni
Benediktsson
Gunnar
Baldvinsson