Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Hljómskálagarðurinn Grænum svæðum fækkar ört og flatirnar geta því virkað sem ævintýraheimur fyrir yngstu borgarana, sem þurfa ekki enn að fara langt til þess að fara í skógarferð. Ómar Á Suður- nesjum búa um 24 þúsund manns. Auk þeirra búa á Ásbrú, þar sem áður voru vistarverur hersins, marg- ir ein- staklingar með lögheimili í öðrum landshlutum og ferðamönnum á svæðinu fjölgar jafnt og þétt. Íbú- um á Suðurnesjum fjölg- aði um 6,6% milli ára og allt þetta fólk þarf á op- inberri þjónustu að halda, s.s. heilbrigðisþjónustu, menntun og góðum sam- göngum. En fjárveiting- arnar frá ríkinu til þess- ara mála taka ekki mið af fjölgun íbúa á svæðinu og eru enn af skammarlega skornum skammti. Betri heilsugæsla Embætti landlæknis lagði á dögunum mat á starfsemi heilsugæsl- unnar á Suðurnesjum. Þar eru settar fram ábendingar um hvað má betur fara. Heilbrigð- isstofnunin er ein mik- ilvægasta stofnun Suður- nesjamanna og þar er unnið gott starf við erf- iðar aðstæður. Það er brýnt að taka málefni stofnunarinnar föstum tökum og taka ábend- ingar landlæknis alvar- lega. Ein alvarlegasta ábend- ingin varðar vaktaskipu- lag heilsugæslulæknanna, um að vaktabyrði þeirra sé of þung og því myndist mikill frítökuréttur sem veldur því að töluvert rót sé á læknum og hugsan- lega verði til hagsmuna- árekstrar vegna verktöku læknanna á öðrum land- svæðum. Þetta verður að laga, ekki bara á Suður- nesjum heldur einnig á öðrum stöðum þar sem þetta skipulag er viðhaft. Ég er viss um að framkvæmda- stjórn Heil- brigðisstofn- unar Suður- nesja vill fara eftir ábend- ingunum en hún gerir lítið ein og sér. Stofnunin verður að fá auknar fjár- veitingar í fjárlögum næsta árs til að standa undir kröfunni um eðlilega og sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Þingmenn Suður- kjördæmis mega ekki láta heilbrigðisþjónustu við Suðurnesjamenn afskipta- lausa. Við ættum að geta lagst saman á árarnar og staðið með Suðurnesja- mönnum enda ríkis- stjórnin aðeins með eins manns meirihluta og stjórnarþingmenn kjör- dæmisins eru fimm tals- ins. Fleiri með krabbamein Nýlega var í fréttum að skoðuð hefði verið dreif- ing krabbameina á land- inu öllu og Suðurnesin tekin til sérstakrar skoð- unar. Þar kom fram að dreifingin sé svipuð á Suðurnesjum og á lands- vísu en þó var tvennt sem skar sig úr með afgerandi hætti. Tíðni nýgengis lungnakrabbameins hjá báðum kynjum í Reykja- nesbæ er um 40 prósent- um hærri en landsmeðal- talið síðustu 10 ár. Þá sýndi sig að á þessum sama tíma var nýgengi leghálskrabbameins tvö- falt hærra í Reykjanesbæ en á landinu öllu. Þetta þarf að rannsaka betur og finna skýringar á svo unnt sé að bregðast við. Við Suðurnesjamenn hljótum að krefjast þess. Þó að bent hafi verið á að fleiri reykingamenn séu á Suðurnesjum en annars staðar og að færri Suður- nesjakonur fari í krabba- meinsskoðun, þarf að svara spurningum um þennan mikla mun svo sem þessum: Reykja 40% fleiri Suðurnesjabúar en íbúar annarra landsvæða eða reykja þeir sem reykja enn meira en hin- ir? Hvernig er hægt að sannreyna að fleiri reyk- ingamenn skýri allan þennan mun? Fara helm- ingi færri Suðurnesjakon- ur í reglulega krabba- beinsskoðun en konur á öðrum landsvæðum? Ef svo er hvernig stendur á því og er það þá eina skýringin á því að tvisvar sinnum fleiri Suðurnesja- konur greinast með leg- hálskrabbamein en konur af öðrum landsvæðum? Er mengun eða umhverf- isþættir ástæða þess að fleiri Suðurnesjamenn greinast með krabbamein en á öðrum landsvæðum? Þá staðreynd að fleiri fái krabbamein sem búa á Suðurnesjum en á öðrum landsvæðum má ekki af- greiða með léttúð eða segja að Suðurnesjamenn geti sjálfum sér um kennt og ættu að reykja minna og hunskast í krabba- meinsskoðun. Þetta verð- ur að rannsaka og opin- berir aðilar verða að bregðast við af ábyrgð og með virðingu fyrir Suður- nesjamönnum. Eftir Oddnýju G. Harðardóttur » Á Suðurnesjum eru um 24 þús- und íbúar. Fjár- veitingarnar til heilbrigðisþjón- ustu taka ekki mið af þeim fjölda og eru af skamm- arlega skornum skammti.Oddný G. Harðardóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. oddnyh@althingi.is Heilsa Suðurnesjamanna Á miðvikudag ók ég vestur Hring- braut og brátt opn- aðist sjóndeildar- hringurinn til suðurs. Það eru for- réttindi okkar Reykvíkinga að geta notið þvílíks útsýnis á ferðum okkar um borgina! Og svo verður lengi enn. Nú er komið á daginn að nýr flugvöllur verður ekki byggður í Hvassahrauni. Þar er vatns- verndarsvæði Suðurnesja- manna – heilög jörð eins og Gvendarbrunnar. Það skilja all- ir. Og þó. Borgarstjóri lætur sér fátt um finnast: „Við höfum ósk- að eftir því að það yrði sett miklu markvissari vinna við undirbúning að Hvassa- hraunsflugvelli,“ eru skilaboð hans til Suðurnesjamanna. Þegar vestar dró beindist at- hyglin að Norræna húsinu og Gamla Garði. Hann var fyrsta byggingin sem reis á lóð Há- skóla Íslands á árunum 1933-34. Sigurður Guðmundsson arkitekt teiknaði húsið. Nú á að reisa stúdentaíbúðir austan við Gamla Garð – mikið bákn. Í áliti Minja- stofnunar segir að með fyrir- hugaðri uppbyggingu muni framhlið Gamla Garðs hverfa að mestu á bak við nýbygging- arnar. Við það raskist mikilvæg og einstæð skipulagsheild í borgarmynd Reykjavíkur. Í við- tali við Morgunblaðið segir Pét- ur H. Ármannsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Minjastofnunar, m.a. um há- skólasvæðið: „Það eru mjög fá dæmi um það í skipulagssögu Reykjavíkur að svona stórt stofnanasvæði hafi frá upphafi verið mótað með ákveðna list- ræna heildarsýn í huga og alla tíð síðan hafi menn virt þá grunnþætti. Þannig hafa menn ekki raskað skeifunni fyrir framan Háskóla Íslands né sér- kennum svæðisins í kring.“ Athugasemdir Minjastofn- unar eru athyglisverðar og lýsa framsýni borgarstjóranna Knuds Zimsen og Jóns Þorláks- sonar. Mikilsvert er að borgarhlutar sem eru einkenn- andi fyrir ákveðin þroskaskeið fái að halda sér. Það á við um stofn- anahverfi háskól- ans og gamlar götumyndir sem enn halda sér eins og við Grettisgötu og Njálsgötu. Fyrir okkur gamla Reykvík- inga er í senn skemmtilegt og fróðlegt að hlusta á rabb Lísu Pálsdóttur við Guðjón Frið- riksson þar sem þau ganga um Þingholtið. Þar eru hús sem geyma mikla sögu. Maður man eftir sumum persónunum, um sumar hefur maður heyrt og um sumar veit maður alls ekki neitt! Saga og samhengi eru orð sem borgarstjóri ætti að hugleiða Ómar Ragnarsson vill friða Stórholtið, hverfið þar sem hann ólst upp. Þaðan á hann sínar bernskuminningar. Borgarstjóri ætti að gefa gaum að þessari uppástungu Ómars og þeim skilaboðum sem í henni felast áður en hann gerir sér það að leik að breyta borgarskipulag- inu. Í skeifunni fyrir neðan há- skólann er listaverkið af „Sæ- mundi á selnum“. Sú var tíðin að borgaryfirvöld gerðu borgina fallega með listaverkum og lögðu upp úr því að gömul hús fengju að njóta sín, sem mörg hver má raunar telja listaverk sjálf, eins og Gamla Garð. En nú er öldin önnur. „Útilistaverk liggja undir skemmdum“ var flennifyrirsögn í Morgunblaðinu í síðustu viku. Hvorki meira né minna en 148 listaverk eru á við- haldslista hjá Listasafni Reykja- víkur. Rúmlega tuttugu verk þurfa bráðaviðgerð, en ástandið er þó ekki talið það slæmt að al- menningi stafi hætta af! Ég hef fengið góð viðbrögð við greinum mínum um skipu- lagsmál Reykjavíkur: „Mjög þörf áminning – skelfilegt hvernig Dagur einsetur sér að eyðileggja grænu svæðin = lungu Reykjavíkurborgar“ segir þar. Og þann hinn sama dag og ég fékk þennan tölvupóst kom í fréttum að bandarískur prófess- or segði svifryksmengun meiri í Reykjavík en í amerískri stór- borg. Í tengslum við þessa frétt kom í ljós að engar viðhlítandi mælingar eru á loftgæðum í borginni. Og þess vegna fer borgarstjóri sínu fram og skiptir hann engu þótt mikið magn af koltvísýringi streymi út um út- blástursrör bíla sem eru tepptir í umferðinni. Af heilbrigðis- ástæðum ætti það að vera for- gangsverkefni að greiða fyrir umferð um Miklubraut með mis- lægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og stokki undir Miklubrautina við Löngu- hlíð. Miklabrautin fari síðan undir Háaleitisbraut og yfir Grensásveg. Kostnaður við þessar framkvæmdir er viðráð- anlegur. Umhverfisráðherra ætti að taka loftgæði í Reykjavík til athugunar Ég get ekki stillt mig um að ljúka þessum pistli með tilvitnun í bréf sem ég fékk: „Ekki hefur farið hátt í umræðunni hvað ver- ið er að fara illa með gróðurinn umhverfis Útvarpshúsið, svo sem trjágöng með háum og beinvöxnum öspum. Mér verður stundum hugsað til ákafra náttúruverndarsinna sem tengj- ast RÚV, t.d. Ómars Ragnars- sonar, sem eitt sinn klökknaði af sorg yfir nástráum sem fóru undir vatn uppi á hálendi. Nú er þagað sem fastast.“ Á vegum ríkisútvarpsins verður nýr fréttaskýringaþáttur tekinn upp á haustdögum. Það er verðugt viðfangsefni að fyrsti þátturinn fjalli um útvarpshúss- reitinn, framkvæmdirnar þar og þá háttsemi að gefa út fram- kvæmdaleyfi meðan málin eru í kæruferli. Eftir Halldór Blöndal »Mikilsvert er að borgarhlutar sem eru einkennandi fyrir ákveðin þroska- skeið fái að halda sér. Halldór Blöndal Höfundur er fyrrverandi ráð- herra og forseti alþingis halldorblondal@simnet.is Af orðum og tiltektum borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.