Morgunblaðið - 24.06.2017, Page 28

Morgunblaðið - 24.06.2017, Page 28
6 stig. 7. Karjakin 5 stig. 8. Topalov 4 stig 9. Bacrot 3 stig 10. Caruana 1 stig. Það gefur auga leið að viðureignir með skertum umhugsunartíma eru misjafnar að gæðum en spennan er líka meiri. Magnús lék afar lævísum leik í þessari stöðu í 3. umferð: Magnús Carlsen – Vachier- Lagrave 30. De2! Verst ýmsum hótunum og virðist undirbúa framrás b-peðsins. 30. … Kh8?? Hann varð að leika 30. … Bd6 eða 30. … He8. 31. f4! Vinnur mann. Svartur reyndi …. 31. … exf3 32. Dxe5 Dh5 … en eftir 33. Rf4 Dxh2 34. Rg6+ Kh7 35. Rxf8+ Kh8 35. Rg6+ Kh7 37. Rf4! … var frekari barátta vonlaus og Frakkinn gafst upp í 39. leik. Hægt er að fylgjast með hrað- skákunum í dag t.d. á vefsvæði Chess24., Chessbomb og ICC. Bar- áttan hefst kl. 16 í dag en kl. 14 á morgun, sunnudag. Jóhann og Guðmundur tefla á Norðurlandamótinu í skák Norðurlandamótið í skák hefst í þrem flokkum í Växsjö í Svíþjóð á mánudaginn. Í opna flokki mótsins tefla Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson og Jóhann Hjartarson. Jóhann varð Norðurlandameistari fyrir 20 árum. Stigahæstur kepp- enda er Svíinn Nils Grandelius. Efsta sætið gefur keppnisrétt á heimsbikarmóti FIDE sem fram fer í Georgíu í haust. Lenka Ptacnikova teflir á Norð- urlandamóti kvenna og þá teflir Ás- kell Örn Kárason í öldungaflokki mótsins. Heimsmeistaranum Magn-úsi Carlsen gekk ekki velá norska mótinu um síð-ustu helgi. Hann hlaut 4 vinninga af níu mögulegum, varð í 6.-9. sæti og Armeninn Levon Aronj- an hljópst á brott með sigurlaunin og er allur að færast í aukana eftir nokkur mögur ár. Sá grunur læðist að manni að það henti Norðmann- inum hreinlega betur að tefla skákir með styttri umhugsunartíma. Kannski er hann svona næmur á samtíð sína en staðreyndin er sú að styttri skákirnar fá æ meiri athygli. Eftirminnileg var sú kvöldstund heimsmeistaraeinvígisins í New York í fyrra þegar úrslitaskákirnar fjórar, sem Magnús og Karjakin tefldu að afloknu þunglamalegu 12 skáka einvígi sem lauk án nið- urstöðu, voru sýndar á breiðtjaldi á Times Square í New York og Rauða torginu í Moskvu og fylgdist mikill mannfjöldi með. Garrí Kasparov var í vikunni við- staddur opnun mótaraðar í París, Grand Chess tour en þar eru mættir til leiks ýmsir kunnir kappar og enn og aftur var Magnús Carlsen mættur til leiks. Kasparov sem er einn skipu- leggjanda gat þess í viðtali við frönsku pressuna að þessa dagana væri auðveldara að finna kostendur fyrir mót með styttri umhugs- unartíma. Fyrirkomulagið er þannig að tíu þátttakendur tefla níu at-skákir með tímamörkum „25 10 Bronstein“, síðan er tvöföld umferð í hraðskák- inni með tímamörkunum „5 3 Bron- stein“. Kasparov lagði furðu mikla áherslu á að „Bronstein tímamörkin“ yrðu notuð á Reykjavik Rapid-mótinu 2004 og situr enn við sinn keip. Í því kerfi bætist ekki við tímann. Í París eru gefin tvö stig fyrir sig- ur í at-skákinni og eitt stig fyrir jafn- tefli. Í hraðskákinni fá menn 1 stig fyrir sigur og jafntefli er eftir sem áður ½ vinningur. Þetta eru ekki slæm býtti fyrir norska heimsmeist- arann sem að loknum sjö umferðum hefur náð forystunni. Staðan: 1. Carlsen 10 stig. 2. Nakamura 9 stig. 3. Mamedyarov 8 stig. 4.-5. So og Grischuk 7 stig. 6. Vachier-Lagrave Skákmót með styttri umhugsunartíma njóta vaxandi vinsælda Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is 28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Þegar hinn framfarasinnaði at- hafnamaður Árni Thorlacius hóf veðurathuganir í Stykkishólmi árið 1845 hófst skeið samfelldra veður- athugana á Íslandi. Mælingar Árna eru m.a. notaðar til að reikna vísi- tölu Norður-Atlantshafssveiflunnar sem hefur áhrif á veður á stórum hluta norðurhvels. Vegna mik- ilvægis hennar er hún algengt um- fjöllunarefni innan vísinda, og þótt ljóst sé að Árni gerði sér vel grein fyrir mikilvægi samfelldra veð- urathugana, er ekki víst að hann hafi órað fyrir því að mælingar hans yrðu grunnurinn að þúsundum vís- indagreina. Samfelldar mæliraðir verða verð- mætari eftir því sem þeim er við- haldið lengur og mæliröðin frá Stykkishólmi er því einstök. Í Reykjavík er saga veðurathugana brokkgengari, lengi var flakk á veð- urstöðinni sem rýrir gildi mæliraða frá henni. Síðustu 45 ár hafa veður- athuganir verið gerðar í mælireit við hús Veðurstofu Íslands við Bústaða- veg og er það lengsta tímabil sam- felldra mælinga í Reykjavík. Í mæli- reit eru stundaðar hefðbundnar veðurathuganir, auk mælinga á nokkrum sérstökum veðurþáttum sem mældir eru á fáum stöðvum, – og sumir ekki mældir annars staðar á Íslandi. Þegar Veðurstofuhúsinu var valinn staður fyrir tæpum 50 ár- um, var hugað að því að þar væri gott pláss fyrir mælireit með til- heyrandi verndarsvæði, en einnig var haft í huga að frá Veðurstofu- húsinu væri nær óhindruð sýn til sjóndeildarhringsins í allar áttir. Mælireiti sem þennan má finna í flestum höfuðborgum nágranna- landa okkar. Þekking á veðurfari þessara borga og breytingum á því byggist gjarnan á mælingum sem gerðar eru í þessum mælireitum. Mælireitir eiga þó oft erfitt upp- dráttar á borgarsvæðum, þeir eru plássfrekir auk þess sem þeir þurfa verndarsvæði svo mishæðir, bygg- ingar, skógur og aðrar fyrirstöður hafi lítil áhrif inn í reitinn og trufli ekki mælingar þar. Nýlega bárust fregnir af því að ríkisvaldið og Reykjavíkurborg hefðu skrifað undir viljayfirlýsingu um að skipuleggja byggð á svokall- aðri Veðurstofuhæð, þar með talið á hluta þeirrar lóðar sem Veðurstofan hefur nú yfirráð yfir. Verði þetta raunin er nauðsynlegt að huga að staðsetningu mælireitsins og hvort flytja eigi hann annað í borgarland- inu. Tvennt þarf að athuga sér- staklega í þessu sambandi. Í fyrsta lagi þarf að flytja reitinn á stað þar sem hann fær að vera í friði næstu áratugi, – og þessi staður þarf að vera sem sambærilegastur við nú- verandi staðsetningu hvað veður- skilyrði varðar. Ef reiturinn yrði fluttur á stað sem væri mikið fjær sjó og hærra yfir sjávarmáli þar sem veðurskilyrði eru mjög frábrugðin því sem á við um stóran hluta borg- arinnar yrði gagnsemi mælinganna minni auk þess sem stórt brot yrði í mæliröð Reykjavíkur. Í öðru lagi þarf nokkuð langt tímabil fyrir sam- tímamælingar á gamla reitnum og þeim nýja. Ef vel ætti að vera þyrfti um sjö ár til samanburðar, þó líklega megi komast af með styttra tímabil, ef á sama tíma væri byggt upp net af sjálfvirkum veðurstöðvum á höfuð- borgarsvæðinu og bæði gamli og nýi mælireiturinn kvarðaðir miðað við mælingar í netinu. Rauntímaupplýs- ingar frá þéttu neti veðurstöðva á höfuðborgarsvæðinu eru hagsmuna- mál íbúanna. Slíkt net stöðva ætti að vera rekið eftir alþjóðlegum stöðlum í samvinnu við Veðurstofuna þannig að mælingar nýtist einnig að fullu við eftirlit og rannsóknir. Ýmis rök mæla þó gegn því að reiturinn sé fluttur. Flest þau svæði sem álitleg eru fyrir nýja staðsetn- ingu eru líklega einnig góð bygging- arlönd, og þá vaknar sú spurning hvort ekki sé betra að byggja þar og halda staðsetningu núverandi reits óbreyttri. Einnig þýðir hinn langi tími sem þarf fyrir samanburðar- mælingar að færsla reitsins hentar ekki til að leysa bráðan húsnæð- isvanda á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að hafa í huga að loftslag á hnettinum breytist nú hraðar en það hefur gert í þúsundir ára, og er Ísland þar ekki undan- skilið. Á sama tíma er höfuðborg- arsvæðið einnig að breytast, sem hefur áhrif á veðurfar á svæðinu. Einungis með því að bera saman óraskaðar mælingar innan höfuð- borgarsvæðisins og utan þess er hægt að greina þessa orsakaþætti í sundur. Einnig duga samanburðar- mælingar ekki fyrir allar mælingar. Veðurmet, s.s. úrkomumet og snjó- dýpt, úreldast við færslu mælinga, raðir hámarks- og lágmarkshita eru viðkvæmar fyrir raski, og í raun ómögulegt að staðhæfa að hitamet á nýjum stað séu sambærileg við þau sem mældust á fyrri stað. Á grundvelli þessa teljum við að það sé misráðið að flytja mælireit Veðurstofunnar. Þær mælingar sem þar eru stundaðar eru mikilvægar fyrir höfuðborgarsvæðið og landið allt og brot í samfelldum mæliröðum valda tjóni fyrir rannsóknir og eft- irlit með náttúrufarsbreytingum. Mælingarnar og sjónmetnar athug- arnir á Veðurstofunni mynda órofa heild, sem ekki ætti að aðskilja. Svæðið umhverfis mælireitinn er þegar vinsælt meðal íbúa nærliggj- andi hverfa fyrir ýmiskonar frí- stundaiðkun. Vel mætti hugsa sér að bæta þessa aðstöðu og gera almenn- ingsgarð með runnum og lággróðri umhverfis reitinn. Slíkt gæti orðið til þess að bæta nýtingu svæðisins og skapa frið um staðsetningu mæli- reitsins. Veðurathuganir í Reykjavík Eftir Halldór Björnsson, Guð- rúnu Nínu Petersen, Harald Ólafsson, Þórönnu Pálsdóttur, Elínu Björk Jónasdóttur, Þórð Arason, Sibylle von Löwis og Árna Sigurðsson Árni Sigurðsson »Hinn langi tími sem þarf fyrir saman- burðarmælingar þýðir að færsla reitsins hent- ar ekki til að leysa bráð- an húsnæðisvanda á höfuðborgarsvæðinu. Höfundar eru veðurfræðingar. Elín Björk Jónasdóttir Þóranna Pálsdóttir Haraldur Ólafsson Halldór Björnsson Þórður Arason Sibylle von Löwis Guðrún Nína Petersen Kanada er næst- stærsta land í heimi. Sífellt má undrast hið mikla landflæmi. Þegar ég vann á Veðurstofu Kanada (Atmospheric Environment Service) á áttunda áratugi síð- ustu aldar naut ég þeirra forréttinda að taka þátt í ískönnun á sundunum milli nyrstu eyja Kanada. Við flug- um langar leiðir yfir endalausar ísbreiður. Ég hef átt heima um hálfan áratug á þremur stöðum í þessu stórfenglega landi. Fyrst þar sem ég sá dagsins ljós í litlum bæ á sléttum Saskatchewan þegar einungis voru liðin 70 ár frá stofnun Kanada, síðar á ævinni í stórborgunum Montréal og Toronto. En fyrst nú síðustu tvo áratugina, löngu kominn til Íslands, hef ég áttað mig á ógnarstærð landsins, þökk sé nær árlegum flugferðum vestur héðan til Seattle á vesturströnd Banda- ríkjanna þar sem sonur minn og fjölskylda býr. Frá Íslandi er flogið skemmstu leið eftir stórbaug á jarðarkúl- unni sem liggur einmitt um nyrstu héruð Kan- ada. Þar gefur á að líta ef flugfarþegar nenna að líta út um gluggann og skýjabreiður á flug- leiðinni byrgja ekki sýn. Klukkutím- um saman er flogið yfir forvitnilegar óbyggðir með einstaka strjálum þyrpingum húsa þegar sunnar dreg- ur smám saman á leiðinni. Ótal vötn, smá og stór, auka á fjölbreytnina, nyrst virðist gróðursnautt en sunnar er landið skógi vaxið. Stöku vegir birtast, byrja á einum stað og enda svo allt í einu, að því er virðist laus- tengdir við vegakerfi og slóðir til mannabyggða sunnar í landinu. Síð- asta „spottann“ til vesturstrandar meginlandsins er flogið yfir ægifög- ur Klettafjöllin. Þess má geta að Kanada er 100 sinnum stærra en Ís- land. Fólkið og þjóðin Kanadamenn er miðlungsstór þjóð, ekki nema um 100 sinnum fjöl- mennari en Íslendingar. Flestir búa á tiltölulega mjórri ræmu meðfram landamærum Kanada og Bandaríkj- anna. Áðurnefndar norðurslóðir eru strjálbýlar. Nú er svo komið að rúm- lega 80% þjóðarinnar búa í borgum. Kanada hefur frá því á nítjándu öld verið mikið innflytjendaland. Þegar börnin mín byrjuðu í leikskóla og barnaskóla í Montréal um 1970 voru þar börn af um það bil 25 þjóðernum og trúarbragðaflóran var eftir því. Árlega bættust þúsundir við þjóðina hvaðanæva úr heiminum. Tvö op- inber tungumál eru í landinu, enska og franska. Þegar evrópsku nýlenduveldin lögðu undir sig lönd frumbyggja og tóku að ráðskast með þá á ýmsa lund fór margt úrskeiðis. Seinni tíma stjórnvöld hafa beðist afsökunar á framferði sínu og reynt að bæta ráð sitt. Frumbyggjar njóta nú viður- kenningar og krafan er að þeir ráði málum sínum samkvæmt lýðræð- islegum leikreglum. Kanada er mikið menningarland þar sem vísindi og listir eru á háu stigi. Verklegar framkvæmdir og framfarir á flestum sviðum eru mikl- ar en eins og gengur og gerist í fjöl- þættu þjóðfélaginu er deilt um stefn- ur og tillögur. Fylkin tíu ásamt þremur stórhéruðum sem Kanada skiptist í eru nokkuð sjálfstæð þrátt fyrir allsherjarlöggjöf og alríkis- stjórn í Ottawa, höfuðborg Kanada. Kanada nýtur virðingar í hinum stóra heimi og hefur löngum verið viljugt að taka þátt í hjálparstarfi og fjárhagslegum stuðningi við líðandi mannkyn í öðrum löndum. Nokkur afturkippur var þó um tíma í þessum efnum, en svo er að sjá sem stefnu- breyting hafi nú orðið í ætt við fyrri áhuga Kanada á þróun og hjálpar- starfi erlendis. Kanada og Ísland Það hefur löngum farið lítið fyrir fréttum frá Kanada hér á landi. Þó á sér stað allmikið og árangursríkt samstarf milli landanna á ýmsum sviðum lista, vísinda og viðskipta. Flutningar fólks milli landa eiga sér líka stað nú á dögum og margs kyns gagnkvæm kynni. Ferðamennska eykst og kunnug eru ferðalög og samskipti Vestur-Íslendinga í Kan- ada og ættmenna hér á landi. Hin margþættu tengsl landanna mætti efla en hvort sem úr því verð- ur eða ekki er ástæða til að samfagna Kanadamönnum á tímamótum. Megi Kanada farnast vel og koma heim- inum að gagni næstu áratugina. Eftir Þór Jakobsson » Þegar evrópsku nýlenduveldin lögðu undir sig lönd frum- byggja og tóku að ráðskast með þá á ýmsa lund fór margt úrskeiðis. Þór Jakobsson Höfundur er kanadískur og íslenskur ríkisborgari. thor.jakobsson@gmail.com Kanada 150 ára Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.