Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
✝ Þórarinn Vil-bergsson fædd-
ist á Hvalnesi við
Stöðvarfjörð 11.
júlí 1919. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
un Norðurlands á
Siglufirði 9. júní
2017.
Foreldrar hans
voru Ragnheiður
Þorgrímsdóttir,
húsfreyja á Hval-
nesi, f. 19. febrúar 1884, d. 26.
september 1968, og Vilbergur
Magnússon, bóndi og sjómaður
á Hvalnesi, f. 31. júlí 1881, d. 26.
desember 1956. Systkini Þór-
arins eru Sigurborg, f. 21. apríl
1906, d. 1. apríl 1992, Þorgrím-
ur, f. 27. september 1907, d. 15.
október 1979, Magnús, f. 1909,
dó ungbarn, Halldóra, f. 26.
mars 1911, d. 12. september
1989, Marta, f. 27. október 1913,
meistararéttindum 30. júní
1947. Hann byrjaði með eigin
starfsemi á Siglufirði 1948.
Sama ár hóf hann að byggja ein-
býlishús sitt og Fönnu á Laugar-
vegi 13 þar í bæ og fluttu þau á
neðri hæðina 1951, en á efri
hæðinni var Þórarinn með verk-
stæði. Árið 1960 stofnuðu Þór-
arinn og Birgir Guðlaugsson
Byggingafélagið Berg ehf. 1966.
Einnig áttu þeir Dráttarbraut
Siglufjarðar. Verkstæðið flutti
síðar að Norðurgötu 16, þar sem
það er enn starfrækt. Meðan
Þórarinn starfaði útskrifaði
Berg ehf. rúmlega 20 sveina og
eru sumir þeirra eigendur að
fyrirtækinu í dag. Hann var
hluthafi í fyrirtækinu til dauða-
dags. Hann starfaði sem bygg-
ingatæknifræðingur hjá Siglu-
fjarðarbæ um tíma. Hann var
meðlimur í Lionsklúbbi Siglu-
fjarðar. Eftir að starfsævinni
lauk var helsta áhugamál hans
rennismíði úr timbri og liggja
margir fallegir munir eftir
hann.
Útför Þórarins fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 24. júní
2017, og hefst klukkan 14.
d. 24. september
2002, Aðalheiður, f.
2. júní 1915, d. 2.
maí 1982, Kjartan,
f. 6. mars 1921, d.
20. apríl 1993, Ari,
f. 6. maí 1925, d. 10.
ágúst 1988, og
Anna, f. 8. apríl
1928, d. 30. apríl
2011.
Þórarinn kvænt-
ist Fanneyju Sig-
urðardóttur 24. maí 1947. Fann-
ey var fædd 30. október 1922;
hún lést 25. júlí 2016. Foreldrar
hennar voru Andrea Ólöf Andr-
easdóttir Sæby, f. 24. október
1883, d. 14. október 1970, og
Sigurður Jónsson, sjómaður og
beykir, f. 23. desember 1875, d.
28. janúar 1932.
Þórarinn fór í Iðnskólann á
Akureyri og lauk þaðan sveins-
prófi í smíðum 3. júní 1944 og
Elsku kallinn minn.
Þú varst kominn á eftirlauna-
aldur þegar ég fæddist árið 1986,
við fylgdumst að í rúm 30 ár.
Ég var snemma farin að vera
hjá ykkur Fönnu, bæði í heim-
sókn og pössunum. Minningarnar
af efri hæðinni eru óendanlega
margar en nokkrar eru sem
standa upp úr.
Kuðunga-óróinn sem hékk í
loftbitanum í stofunni var mitt
helsta verkefni í mörg ár og man
ég alltaf eftir því þegar ég var að
taka tilhlaupin og reyna að hoppa
upp í óróann eða stafla síma-
skrám í massavís bara til að ná
rétt í neðsta partinn.
Stundum bauð ég vinum mín-
um með í kaffiheimsókn til ykkar
þar sem þið áttuð alltaf Lindu-
suðusúkkulaði og mjólk. Oft var
líka mikið sport að koma að
byggja hús úr spilum, þar sem þið
voruð með teppi í stofunni og því
auðvelt að byggja á því, alltaf vor-
uð þið til í að taka á móti okkur.
Skeggrakstur og klipping var
alla tíð okkar. Ég var bara lítil
þegar ég byrjaði á að raka á þér
skeggið með rafmagnsrakvél, og
held ég að þú hafir bara leyft mér
það til að búa til skemmtilegt
verkefni handa mér, því að það er
ekta þú að reyna að gefa allt af
þér. Eftir að þið Fanna fluttuð á
spítalann fólstu mér það hlutverk
að klippa fína hvíta hárið þitt.
Fönnu leist ekki alltaf á blikuna
hvað varðaði klippinguna, en þú
varst alltaf sáttastur við að vera
alveg snögghærður.
Það sem mér finnst það mikill
lukkupottur í mínu lífi að hafa átt
þig og Fönnu að. Ég hef alltaf lit-
ið á ykkur sem mína eigin fjöl-
skyldu, bónussett af ömmu og afa
sem ég var svo heppin að eignast
við fæðingu og veit ég að þið lituð
á okkur fjölskylduna á neðri hæð-
inni sem ykkar fjölskyldu líka.
Það var föstudaginn 2. júní
sem ég kom og klippti þig í síð-
asta skipti. Nákvæmlega viku
seinna varstu farinn. Ég vil leyfa
mér að halda það að þú hafir vitað
að ekki væri langt eftir og viljað
líta sem best út þegar þú myndir
hitta stóru ástina í lífi þínu aftur,
hana Fönnu.
Þú verður alltaf fallegasta sál-
in mín. Það eru fáir sem gætu
tekið það af þér, elsku besti Þór-
arinn minn. Allir sem þekktu þig
vita hvað ég meina.
Elska þig.
Þín
Bryndís.
Í dag kveð ég minn elsta og
besta vin, Þórarin Vilbergsson.
Við systkinin á Laugarvegi 13,
neðri hæð, duttum heldur betur í
lukkupottinn því á efri hæðinni
bjuggu Þórarinn og Fanna. Þau
voru okkur alla tíð sem amma og
afi og veittu okkur ómælda ást og
umhyggju.
Ég og Þórarinn urðum strax
perluvinir þó aldursmunurinn á
okkur hafi verið 60 ár. Þórarinn
var einstakur maður með mikið
jafnaðargeð, blíður, góðhjartaður
og ég gæti talið endalaust upp því
fyrir mér og að ég held öllum sem
þekktu Þórarin var hann gull af
manni. Hann var einnig fagurkeri
fram í fingurgóma, handlaginn
með eindæmum og hafði næmt
auga fyrir fallegum hlutum.
Ég fór óteljandi ferðir á efri
hæðina að hitta Þórarin og ég
man að fyrstu árin á minni skóla-
göngu fékk ég alltaf far með hon-
um í skólann. Ég passaði að fara
tímanlega á efri hæðina svo ég
gæti setið aðeins hjá honum í
hægindastólnum og hlustað á
fréttirnar áður en lagt var af stað.
Það var eitt sem Þórarinn bað
mig alltaf um að gera þegar ég
var yngri og það var að reyna að
hoppa upp í skreytingu sem hékk
í innganginum á stofunni. Ég
man eins og í gær fögnuðinn hjá
okkur báðum þegar ég loksins
náði að snerta skreytinguna í
einu stökkinu enda lágu nokk-
urra ára æfingar að baki. Ég á
ófáar minningar frá samveru
okkar og þegar ég hugsa til baka
þá voru rólegheit á okkur tveim-
ur, bæði miklir dundarar og kröf-
urnar hjá mér sem barn voru
bara að fá að vera nálægt Þórarni
og fylgjast með því sem hann var
að brasa.
Þórarinn og Fanna voru ávallt
hluti af okkar fjölskyldu og er
missir okkar mikill. Við höfum
verið saman á öllum tímamótum í
lífi hvort annars í 40 ár; afmæli,
giftingar, skírn, útskriftir og svo
mætti lengi telja. Fallegar og
góðar minningar urðu til sem við
fjölskyldan á Laugarvegi 13 mun-
um ætíð varðveita. Alla tíð tók
Þórarinn á móti mér með bros á
vör og opinn faðm og þegar ég
eignaðist mína fjölskyldu voru
móttökurnar ekki síðri. Þórarinn
og Þorsteinn maðurinn minn
náðu vel saman og núna síðustu
árin var alltaf farið yfir veiðitölur
og skoðaðar myndir af aflanum
þegar við hittumst. Við lofuðum
þér nýjustu veiðitölum í næstu
heimsókn en núna ertu kominn til
Fönnu þinnar sem þú hefur sakn-
að svo sárt þannig að veiðitölurn-
ar bíða betri tíma.
Ég kveð þig með orðum sem
þú sagðir við mig um daginn:
Þakka þér fyrir vináttuna í öll
þessi ár. Elsku Þórarinn, takk
fyrir allt, samvera okkar var
ómetanleg og orð fá ekki lýst
hversu sárt þín verður saknað.
Þín
Rósa Mary.
Það fjölgar alltaf himnakórn-
um í. Fallinn er frá góður fjöl-
skylduvinur sem ég kallaði „afa“
til fjölda ára, vitandi það þó að
hann væri ekki afi minn. Þessi
góðhjartaði maður sagði bara já,
fyrst þegar ég kallaði til hans:
Afi; þá var ég nýbúinn að sópa
fyrir hann sagið í slippnum á
Siglufirði, lítið verkefni sem hann
fól mér á meðan pabbi fór heim í
Hofsós að sækja bílinn, en við
höfðum komið á bátnum hans til
Siglufjarðar um nóttina.
Faðir minn og Þórarinn voru
miklir mátar og ég á minningar
um þau, hann og eiginkonu hans
Fanneyju Sigurðardóttur, frá
unga aldri. Megnið af útgerðarár-
um pabba kom hann með bátana
sína í slipp til Þórarins. Það gerði
hann vegna vinskapar og vegna
þess að Þórarinn var einstaklega
góður smiður og sérstaklega lag-
inn við svokallaða „grísahryggi“.
Þórarinn rak slippinn, var einn
eigenda og stofnenda bygginga-
félagsins Bergs og kenndi einnig
við Iðnskólann á Siglufirði.
Eftir að maður fullorðnaðist
var gott að sækja þau hjónin
heim hvort sem það var á Lauga-
veginn eða bústaðinn þeirra í
Fljótunum, sitja yfir kaffibolla og
spjalla. Ég hafði mikla ánægju af
því að færa þeim ýmislegt í mat-
arkistuna. Þau höfðu sérstaka
ánægju af því þegar ég kom með
fugla til þeirra, gæsir og rjúpur.
Síðustu ár var Þórarinn með
trérennibekk uppi á lofti hjá sér
þar sem hann renndi marga fal-
lega hluti og hlotnuðust mér
nokkrir þeirra til eignar og þykir
vænt um að geta horft á þá og
munað eftir þessu góða fólki sem
vildi mér ætíð vel. Mér þótti líka
vænt um að dóttir mín fékk tæki-
færi til að kynnast Þórarni og
Fanneyju og er þakklátur fyrir
velvilja þeirra til handa henni.
Þiðrik Unason.
Látinn er á háum aldri góður
fjölskylduvinur á Siglufirði. Við
systkinin höfum þekkt hjónin
Þórarin og Fanneyju um langa
tíð þar sem þau bjuggu í húsinu
beint á móti húsi foreldra okkar á
Laugarveginum.
Þórarinn var hár og myndar-
legur Austfirðingur sem kom til
Siglufjarðar í síldarævintýrinu
og lagði gjörva hönd á uppbygg-
ingu bryggju- og braggasmíði og
það sem laut að síldarvinnslu.
Hann starfaði bæði sem húsa-
smiður og ekki síður sem báta-
smiður. Þórarinn stofnaði bygg-
ingafyrirtækið Berg ásamt vini
sínum Birgi Guðlaugssyni er lést
fyrir nokkrum árum.
Þórarinn kynntist Fanneyju
Sigurðardóttur konu sinni ætt-
aðri frá Eyri á síldararárunum.
Voru þau ákaflega samrýmd
hjón, glaðvær og skemmtilegt að
heimsækja þau. Fanney var ein-
staklega mikil hannyrðakona og
bar heimilið þess glöggt merki.
Eftir að Þórarinn minnkaði við
sig vinnuna fór hann að föndra
eins og hann sagði sjálfur. Bjó til
fallega listmuni sem hann skar út
og sýndi okkur með miklu stolti
enda munirnir einstaklega falleg-
ir.
Nú að leiðarlokum viljum við
færa þessum heiðurshjónum okk-
ar hinstu kveðju og þökkum góða
vináttu við foreldra okkar sem og
okkur. Þau hjónin reyndust móð-
ur okkar einstaklega vel eftir lát
föður okkar.
Við systkinin vottum ættingj-
um Þórarins og Fanneyjar okkar
dýpstu samúð.
Ásgeir, Inga, Þórdís og
Þorsteinn Pétursbörn.
Þórarinn
Vilbergsson
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
Það styttist í að sextíu ár séu
liðin frá að hópur ungmenna víðs
vegar af landinu heilsaðist í fyrsta
sinn í héraðsskólanum í Reykholti
í Borgarfirði. Þó að fáeinir hafi
þekkst áður voru flestir að hittast í
fyrsta sinn. Fram undan var eins
til þriggja ára samvera í heima-
vistarskóla. Fjórir til sex deildu
Guðmundur
Helgason
✝ GuðmundurHelgason fæddist
30. apríl 1943. Hann
lést 5. júní 2017
Útför Guðmundar
fór fram 22. júní
2017.
saman herbergi í
nokkrum aðskild-
um vistarverum.
Mest reyndi á að-
lögunarhæfni
þeirra sem deildu
saman herbergi og
vistum. Allt var
þetta þó eitt stórt
samfélag. Einn af
þessum stóra hópi
var Guðmundur
Helgason, sem
kvaddur er hér. Guðmundur var
sterkur persónuleiki og setti mik-
inn svip á samfélagið sem þarna
var á þessum tíma. Hann var glað-
lyndur og spaugsamur en gat ver-
ið svolítið stríðinn. Allt var það
samt á jákvæðum nótum. Því var
það svo að öllum var hlýtt til hans
og eignaðist hann vináttu margra
sem haldist hefur allt til þessa. Nú
heyra héraðsskólar með sínum
heimavistum sögunni til en sterk
vináttubönd frá þessum tíma
halda enn í dag. Flest það fólk sem
þarna var hefur lokið starfsævi
sinni. Þess vegna gefst góður tími
til að hittast og rækta vináttu og
kynni frá þessum tíma. Tveir hóp-
ar frá þessum árum hittast reglu-
lega og njóta samvista og efla vin-
áttu frá skólaárunum með
gönguferðum, rútuferðum og öðr-
um samkomum. Guðmundur
mætti þegar hann gat. Seinast
kom hann til fundar við okkur í
Breiðfirðingabúð haustið 2015.
Við það tækifæri rifjaði hann upp
skemmtilegar sögur frá
Reykholtstímanum eins og honum
var lagið. Lífssaga hans er liðin og
eilífðin tekin við. Um leið og við
kveðjum hann í síðasta sinn þökk-
um við honum samfylgdina og
brosin sem hann vakti hjá okkur
fyrr og síðar. Svona minningar
eru fjársjóður. Við félagar hans
frá þessum árum vottum aðstand-
endum hans okkar dýpstu samúð
og biðjum honum blessunar.
Snorri Bjarnason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SR. GÍSLI H. KOLBEINS,
Strikinu 10, Garðabæ,
sem andaðist á Vífilsstöðum laugardaginn
10. júní, verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju mánudaginn 26. júní klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Umhyggju, félag langveikra barna.
Sigríður B. Kolbeins
Bjarnþór G. Kolbeins
Anna Lára Kolbeins Halldór Bergmann
Ragnheiður G. Kolbeins Haraldur Stefánsson
Halldór Kolbeins
Eyþór Ingi G. Kolbeins Dagný Marinósdóttir
barnabörn og langafabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
ELÍNBORG SALÓME JÓNSDÓTTIR
húsgagnabólstrari,
lést á heimili sínu aðfaranótt 20. júní.
Jarðarför fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 26. júní klukkan 13.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélagið og Ljósið.
Hilmar B. Þórarinsson
Harpa Björk Hilmarsdóttir Ingólfur Steinar Pálsson
Birkir Freyr Hilmarsson Árný Guðjónsdóttir
Hlynur Snær Hilmarsson
Birta Marín Ingólfsdóttir
Aníta Sól Ingólfsdóttir
Sölvi Hrafn Fannarsson
Minn elskulegi eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR EINARSSON
prentari,
Rjúpnasölum 10, Kópavogi,
sem andaðist laugardaginn 17. júní á
hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi, verður jarðsunginn frá
Áskirkju fimmtudaginn 29. júní klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hans er bent á MS-félag Íslands.
Elínborg Steinunn Pálsdóttir
K. Fjóla Guðmundsdóttir Sævar Jóhann Sigursteinsson
Þorsteinn S. Guðmundsson Þórunn H. Gylfadóttir
Ólafur Þór Guðmundsson Lilja Margrét Bergmann
Páll Þórir Rúnarsson Mekkín Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARGRÉT J. HELGADÓTTIR
Norðurvangi 8,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 18. júní á kvennadeild
Landspítalans.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 3. júlí
klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið og Líf styrktar-
félag kvennadeildar Landspítalans.
Hjörtur Á. Ingólfsson
Jóhanna Inga Hjartardóttir Halldór Jörgen Gunnarsson
Jónas Friðrik Hjartarson Ólöf Björk Halldórsson
Hjördís Ósk Hjartardóttir Baldur Páll Guðmundsson
ömmubörn og langömmubörn
Elsku maðurinn minn og besti vinur, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KARL ÓSKAR ALFREÐSSON
bakarameistari,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 16. júní.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 28. júní
klukkan 13.
Halldóra Þórisdóttir
Arndís Hlín Karlsdóttir
Alfreð Freyr Karlsson Valdís Kvaran
Rebekka Helen Karlsdóttir Samúel Jón Gunnarsson
Maren Rut Karlsdóttir Garðar Haukur Guðmundsson
Axel Már Karlsson Sólrún Friðlaugsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.