Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 41
Lilja starfaði hjá Íslenskri miðlun við tölvuskráningu og símasölu og hefur auk þess starfað við verslun og fiskvinnslu. Lilja var oddviti Suður- eyrarhrepps 1990-94, starfsmaður sundlaugar og íþróttahúss Suður- eyrar. Hún var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda 1988- 2004, var varaforseti Alþýðu- sambands Vestfjarða 1990-92 og frá 1998, sat í orkuráði 1995-99, í stjórn Byggðastofnunar 1999-2003, í stjórn Íslandspósts hf. 2000-2013 og var varaformaður í stjórn 2009-2013, hefur setið í fulltrúaráði Fræðslu- miðstöðvar Vestfjarða frá 2000, í stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga 2004-2013, í hafnarstjórn Ísafjarðar- bæjar 2006-2009, í samráðsnefnd um veiðigjöld frá 2014. Lilja var varaþingmaður fyrir Al- þýðubandalagið í Norðvestur- kjördæmi 1993-98 og fyrir Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð 2007, hefur verið alþingismaður Norð- vesturkjördæmis fyrir Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð frá 2009. Lilja sat í félags- og trygginga- málanefnd Alþingis 2009-2010 og 2010-2011, sat í heilbrigðisnefnd 2009-2010, iðnaðarnefnd 2009-2011, samgöngunefnd 2009-2011, þing- mannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009- 2010, efnahags- og skattanefnd 2010- 2011, sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefnd 2011 og var formaður hennar, sat í menntamálanefnd 2011, at- vinnuveganefnd 2011-2013, 2013- 2016 og frá 2017, í efnahags- og viðskiptanefnd 2011-2013, velferðar- nefnd 2013-2014, í kjörbréfanefnd 2016-2017, Íslandsdeild Vestnor- ræna ráðsins 2009-2013, 2014-2016 og frá 2017. Lilja hefur ekki verið upptekin af hefðbundnu tómstundastarfi í gegn- um tíðina og á ekki von á að það breytist í bráð: „Ég er nú bara svona hefðbundin baráttukona, alin upp í íslensku fiskiþorpi og við almenn sveitastörf og er að reyna að láta gott af mér leiða, án þess að fjarlægj- ast þær aðstæður sem ég ólst upp við og eru mér kærar.“ Fjölskylda Eiginmaður Lilju er Hilmar Odd- ur Gunnarsson, f. 20.4. 1954, atvinnu- bílstjóri og sjómaður. Foreldrar Hilmars Odds eru Gunnar Helgi Benónýsson sjómaður og Bergljót Björg Óskarsdóttir verkakona. Börn Lilju og Hilmars Odds eru 1) Jófríður Ósk Hilmarsdóttir, f. 20.4. 1978, viðskiptafræðingur í Kópavogi, en börn hennar eru Hilmar Daði Magnússon, f. 2008, og Auður Lilja Magnúsdóttir, f. 2011; 2) Gunnar Freyr Hilmarsson, f. 22.7. 1980, vél- virki í Kópavogi; 3) Einar Kári Hilmarsson, f. 26.2. 1982, vélstjóri í Hafnarfirði, og 4 ) Harpa Rún Hilmarsdóttir, f. 6.1. 1992, nemi í Reykjavík, en maður hennar er Ágúst Hrafn Ágústsson flugvirki og er dóttir þeirra Sóldís Líf, f. 2016. Systkini Lilju, sammæðra, eru Jóna Margrét Valgeirsdóttir, f. 16.1. 1964, leikskólakennari á Suðureyri; Fríður Bára Valgeirsdóttir, f. 8.2. 1965, leikskólakennari í Reykjavík; Valur Sæþór Valgeirsson, f. 12.6. 1969, rafvirki á Suðureyri; Svava Rán Valgeirsdóttir, f. 27.2. 1971, leikskólastjóri á Suðureyri; Björn Ægir Valgeirsson, f. 15.11. 1973, bókbindari í Reykjavík; Helgi Unnar Valgeirsson, f. 3.3. 1976, bygg- ingaverkfræðingur í Winnipeg í Kanada, og Kristjana Dröfn Valgeirsdóttir, f. 9.9. 1983, leikskóla- kennari á Ísafirði. Systkini Lilju, samfeðra: Sigur- björn Sævar Magnússon, f. 26.6. 1960, sjómaður í Ólafsvík; Guðni Þór Magnússon, f. 25.6. 1962, búsettur í Danmörku; Sína Sigríður Magnús- dóttir, f. 23.8. 1962, húsfreyja í Sand- gerði, og Bjarki Magnússon, f. 28.3. 1971, múrari í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Einars Ingimarsson, f. 26.12. 1938, d. 9.7. 1997, sjómaður, og Þóra Þórðar- dóttir, f. 6.7. 1939, kennari. Fóstur- faðir Lilju er Guðmundur Valgeir Hallbjörnsson, f. 24.6. 1942, sjó- maður. Úr frændgarði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur Lilja Rafney Magnúsdóttir Magnús Einarsson sjómaður á Suðureyri Guðrún Ólöf Sturludóttir verkakona á Suðureyri Sturla Ingimar Magnússon sjómaður og verkam. á Suðureyri Markúsína S Jónsdóttir húsfr. og verkakona á Suðureyri Magnús Einars Ingimarsson sjómaður á Suðureyri Jón Hálfdán Guðmundsson b.áGelti í Súgandafirði og sjómaður áSuðureyri Arnfríður Guðmundsdóttir húsfr. á Gelti og verkakona á Suðureyri Ólafur Þ. Þórðar- son alþingismaður Kjartan Ólafsson fv. ritstjóri og al- þingismaður Ragna Sólberg verkstjóri, sund- laugarvörður og talsímavörður á Ísafirði Rafn Jóns- son tónlist- armaður og trommuleik- ari í Grafík Ólafur Þórarinn Jónsson sjóm. og bóndi á Suðureyri Jóna Margrét Guðnadóttir verkak. á Suðureyri, bróðurdóttir Jóhönnu, langömmu Sólveigar, móður Arnórs Hannibalsson- ar heimspekings, og bróðurdóttir Sveinbjörns, afa Hjalta, langafa Alfreðs Jolson biskups Þórður H. Ágúst Ólafsson bóndi á Stað Jófríður Pétursdóttir bóndi og húsfreyja á Stað í Súgandafirði Þóra Þórðardóttir kennari á Suðureyri Pétur Sveinbjörnsson bóndi á Laugum Kristjana Friðbertsdóttir bóndi og húsfreyja Laugum í Súgandafirði Ólafur Jón Ólafs- son kennari Sigríður Pétursdóttir húsfr. á Suðureyri ÍSLENDINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Hallgrímur Jónsson fæddist áÓspakseyri í Bitru 24.6.1875, sonur Jóns Jónssonar, bónda á Krossárbakka, og Þóreyjar Jónsdóttur. Eiginkona Hallgríms var Vigdís Erlendsdóttir en börn þeirra sem komust til fullorðinsára voru María læknir, Meyvant Óskar prentari, og Anna kennari. Dóttir Hallgríms og Guðrúnar Ögmundsdóttur var Hall- fríður kennari. Hallgrímur stundaði nám í Flens- borg 1898-1900 og lauk prófi úr kenn- aradeild skólans 1901, hlýddi á fyrir- lestra í Kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn og sótti námskeið í íslensku í Reykjavík hjá m.a. Birni frá Viðfirði og Birni M. Olsen. Hallgrímur var kennari að Bjarna- stöðum á Álftanesi 1901-1002, var forstöðumaður unglingaskóla í Búð- ardal 1903-1904, stundakennari við Barnaskóla Reykjavíkur (Miðbæjar- skólann) 1904-14, fastur kennari þar frá 1914, yfirkennari þar 1933, og skólastjóri Miðbæjarskólans 1936-41 er hann hætti fyrir aldurs sakir. Hallgrímur stofnaði Kennarafélag Barnaskóla Reykjavíkur og var for- maður þess lengst af, vann að stofn- un Sambands íslenskra barnakenn- ara, var varaformaður barnaverndar- nefndar Reykjavíkur fyrstu árin og átti sæti í skólanefnd. Hallgrímur var fræðslustjóri Stórstúku Íslands, var áhugasamur um stjórnmál og kom þar víða við, var fyrst í gamla Sjálfstæðisflokknum, þá í Íhalds- flokknum en síðan í Alþýðuflokknum frá 1921. Hann taldi um skeið að hann ætti samleið með kommún- istum, sótti um inngöngu í flokkinn en var hafnað af Brynjólfi Bjarna- syni. Hallgrímur var áhugasamur um sálarrannsóknir og guðspeki, var í Sálarrannsóknarfélagi Íslands og í Guðspekifélaginu og flutti mörg er- indi um svo kölluð andans mál. Hann orti mikið, sendi frá sér sögur, eink- um fyrir börn, og var ritstjóri Unga Íslands um skeið. Hallgrímur lést 7.12. 1961. Merkir Íslendingar Hallgrímur Jónsson Laugardagur 101 ára Geir Reynir Tómasson 95 ára Margrét Sveinsdóttir 90 ára Anna Kristín Linnet Jóhanna Óla Jónsdóttir 85 ára Arnþrúður Arnórsdóttir Hulda G. Pétursdóttir Jósep Magnússon Júlíana Aradóttir 80 ára Finnbogi Pálsson Gunnþórunn Hallgrímsdóttir Heiðar Guðmundsson Ingibjörg Þorkelsdóttir Ólöf Gestsdóttir Ragnar G. Bernburg 75 ára Auðunn Víðir Pétursson Ása Guðrún Ottósdóttir Guðmundur Grettisson Guðmundur Hallbjörnsson Ingibjörg Sigfúsdóttir Kristrún Guðnadóttir 70 ára Baldvin S. Baldvinsson Elvar Jón Friðbertsson Halldóra Sigurðardóttir Jósep Örn Blöndal Margrét Strupler Rúnar Sædal Þorvaldsson Sigrún Sigurðardóttir Sveinn Valgeirsson 60 ára Dagmar G. Gunnarsdóttir Einar Helgi Aðalbjörnsson Hákon Jóhannesson Sigurður Reynir Bjarnason Viðar Guðmundsson Þorgeir Þorgeirsson Örn Jóhannsson 50 ára Guðrún Jónína Karlsdóttir Hróbjartur Guðmundsson Jóhanna H. Halldórsdóttir Marta Einarsdóttir Soffía Svala Runólfsdóttir Stefán Páll Óskarsson Þórarinn Jóhannsson 40 ára Aileen Soffía Svensdóttir Cristina Isabelle Cotofana Elínborg Óskarsdóttir Elísa Davíðsdóttir Guðbjörg S. Kristjánsdóttir Guðbjörg Þorsteinsdóttir Krystyna Sylwia Ilasz Margrét Rún Karlsdóttir Michael Juhl Sóley Hauksdóttir Þórhildur Þorsteinsdóttir Örvar Smárason 30 ára Berglind Einarsdóttir Guðmundur Steinþórsson Helga Björg Helgadóttir Lára Jherry Mei Rosento Lena Mist S. Eydal Magnús Orri Sveinsson Marcelina Danuta Ptaszek Mateusz Pawel Baran Sara Isabella Hilmarsdóttir Sæþór Tryggvason Sunnudagur 90 ára Guðjóna Guðjónsdóttir 85 ára Bryndís Guðmundsdóttir Ragnheiður Jónasdóttir Þórir Kristjónsson 80 ára Aðalsteinn Sigfússon Atli Benediktsson Enrique Llorens Izaguirre Júlía Jónsdóttir Kristinn B. Þorsteinsson Óttar Sævar Magnússon Sigfús Thorarensen Sigríður Sæland Jónsdóttir 75 ára Arnar Halldórsson Birgir Þorvaldsson Gunnar Fannberg Jónasson Ingvi Jón Einarsson Pálína I. Jónmundsdóttir Sigþór Ármann Ingólfsson Þórarinn Sigurðsson 70 ára Guðný Kristmundsdóttir Guðrún Egilsdóttir Hjalti Pálsson Hrafnhildur Samúelsdóttir Leifur A. Ísaksson Lydia Angelica Helgadóttir Ragnhildur Pétursdóttir Roxanna Björg Morales Rósa V. Guðmundsdóttir Sigríður B. Rögnvaldsdóttir Vignir Þorbjörnsson 60 ára Ásta Sif Jóhannsdóttir Bjarni Bjarnason Eggert Rosener Nielson Guðrún Aradóttir Hafdís Guðný Jakobsdóttir Halldóra K. Magnúsdóttir Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir Kjartan Magnússon Óttarr Magni Jóhannsson Pavol Holbicka Sigríður Böðvarsdóttir Sigrún M. Sigurðardóttir Valur Ingólfsson 50 ára Adam Konkiel Dorota Bakun Edda A. Eggertsd. Waage Halldóra A. Halldórsdóttir Halldór Loftur Arnarson Hrafnkell Guðnason Jozsef Jozsa Kristjana L. Jóhannsdóttir Magnea L. Magnúsdóttir Margrét Hildur Eiðsdóttir Stefán Þór Stefánsson Sylvía Sigurðardóttir 40 ára Anna Kristín Rúriksdóttir Ayodele A. Samuel Thomas Ásgeir Helgi Jóhannsson Hildur Sigurðardóttir Ingibjörg Birta Bjargardóttir Jón Viðar Ágústsson Júlíana Rut Jónsdóttir Macson Radam Valeriano Olufela Owolabi Ólafur Atli Sindrason Ólafur Loftsson Sóley Sigmarsdóttir Sverrir B. Sigursveinsson Védís Helga Eiríksdóttir 30 ára Agnes Björg Albertsdóttir Aldona Anna Ignatowicz Anna Karolina Kozlowska Bjartmar Egill Harðarson Evert Austmann Ellertsson Fanný Guðbjartsdóttir Jónas Már Einarsson Lilja Rut G. Jóhannsdóttir Sigfús Þór Sigurðsson Sigrún Erna Kristinsdóttir Sigurður Þór Ágústsson Stefanía R. Ragnarsdóttir Tara Sif Heimisdóttir Til hamingju með daginn ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.