Morgunblaðið - 24.06.2017, Side 43
DÆGRADVÖL 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í dag er dagurinn sem þú átt að
gefa hjarta þitt allt í vináttu eða ástarsam-
band. Kannski á viðkomandi það líka skilið.
20. apríl - 20. maí
Naut Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga
góða vini svo leggðu þig fram um að halda
þeim. Leggðu á ráðin um það hvernig þú
getir bætt heimilisaðstæður þínar til lang-
frama.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur ákveðnar skoðanir á
hlutunum og gætir jafnvel lent í deilum á
opinberum vettvangi. Líttu því á björtu
hliðarnar og láttu allt annað sigla sinn sjó.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu ekki undir höfuð leggjast að
ljúka skylduverkum þínum áður en þú lyftir
þér upp. Vertu göfugur og næmur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þegar þú stendur frammi fyrir vali
skaltu ekki velja það sem er auðveldast.
Haltu ótrauður þínu striki og þá leysast
þessi vandamál af sjálfu sér. Kannski hittir
þú skrýtna manneskju.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ein frumleg hugmynd getur koll-
varpað öllu, ekki síst peningamálunum.
Vertu lítillátur, ljúfur og kátur. Fáir eru jafn
leiðir og sá sem engu skilar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Pirrandi einstaklingar virðast alls stað-
ar í kringum þig. Leitaðu aðstoðar ef eitt-
hvað vefst fyrir þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sýndu varfærni á öllum svið-
um ekki síst í peningamálunum því það
tekur oft skamma stund að gera afdrifarík
mistök á því sviði. Ef þú komst í gegnum
síðasta ár þá kemst þú í gegnum allt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er dagurinn til þess að leyfa
hæfileikunum að njóta sín óhindrað. Dag-
urinn hentar einnig vel til viðskipta þar
sem þú átt auðvelt með að telja aðra á þitt
mál.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fólk treystir því að þú munir
mæta, og þegar þú gerir það er augljóst að
allir eru að horfa á þig. Stilltu þig um að
halda þeirri athygli fyrir sjálfan þig of lengi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Umburðarlyndi er undirstaða
sambands fólks í millum. Minnsta yfirsjón
getur orðið þér dýrkeypt. Allt fer vel ef þú
spilar bara af fingrum fram.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur óvenjumikla þörf fyrir að
skipuleggja þig. Hvað sem þú gerir mun
það verða til þess að þú vex í áliti hjá fé-
lögum og vinum.
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Illt er þá bagga að bera.
Á baugalín heiti er.
Blóðug mun viðureign vera.
Valkyrja nafn þetta ber.
Árni Blöndal svaraði strax á
laugardaginn 17. júní:
Gleðilega hátíð höldum
hér á þessum fagra stað.
Sólarglóð á sumarkvöldum
sérðu nokkuð fegra en það?
Og síðan kemur lausnin:
Hildarbagga halir bera.
Heiti kvenna margra er.
Hildarleikur hér mun vera.
Hildur gyðjunafnið ber.
Helgi Seljan á þessa lausn:
Með böggum hildar er bágt að vera.
Bærilegt er það kvenmannsheiti.
Vopnin í orustu víst mun bera
valkyrjan trúi ég sér þar beiti.
Guðrún Bjarnadóttir svarar:
Hrærð þá komst og hressust undan
hildar böggum,
hildin enda háð með löggum.
Hildur Jóns fékk Hildar stoð og heill
valkyrju.
Borðar núna brauð og myrju.
Þessi er lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli:
Með böggum hildar er vont að vera.
Vala nafnið Hildur ber.
Vígmenn í hildi vopnin bera.
Valkyrja svo Hildur er.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Hryggur með böggum hildar er.
Hildur nefnist sú kona.
Orrusta merkir hildur hér.
Hildur er nafn, sem valkyrja ber.
Þá er limra:
Valdi er vífinn og baldinn
og verstu girndum er haldinn,
hann barnaði Hildi
húsfrú á Skildi,
sem kvað vera kvenmaður aldinn.
Og loks er ný gáta eftir Guðmund
og verður svar að berast eigi síðar
en á miðvikudagskvöld:
Lóan syngur dirrin dí,
draumaheimi frá ég sný,
sólin skín um borg og bý,
birtist hérna gáta ný:
Um Himnaríki hugsa nú.
Hauður þetta nefna má.
Ríki það, sem ræður þú.
Rís árbakki fljóti hjá.
Þessar vísur kallast á við gamlan
húsgang:
Blessuð lóan syngur sætt og segir dýrðin.
Það er hennar þakkargjörðin
þegar hún kemur hér í fjörðinn.
Stefán frá Hvítadal orti:
Nú er hann genginn nótt á vald,
nú er hann framar eigi.
Allt hans líf var undanhald
undan sól og degi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Marga hefur hildi háð
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„GETURÐU EKKI SVARAÐ DYRABJÖLLUNNI
MEÐAN ÉG ER AÐ ELDA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... heimabaksturinn
hennar mömmu.
HEY!
Ó, FYRIR-
GEFÐU
Í HVERT SINN SEM
ÞÚ GENGUR HJÁ
DETTA MYNDIRNAR
AF VEGGNUM
MÍNUM
Ó
MÁTTUGI
ÞÓR…
HVERS VEGNA
ERTU KALLAÐUR
ÞRUMUGUÐINN?
EKKERT NEMA
ÞAKKLÆTI
VINSAMLEGA
HJÁLPIÐ MÉR
HMMM… ÉG ER
EKKI VISS…
Víkverji fór í Árbæjarbakarí einnmorgun í vikunni og furðaði sig á
því að ekki væri snyrtilegra þarna
fyrir utan. Þarna er sameiginlegt
torg ef svo má kalla fyrir framan
nokkrar búðir, þar á meðal bakaríið,
Domino’s og sjoppu. Þetta er hellu-
lagt svæði sem liggur vel við sólu og
væri hægt að nýta svo miklu betur.
Enginn virðist hugsa sérstaklega um
þetta svæði. Á milli hellanna eru
nokkur beð sem eru í órækt og í einu
þeirra vex meðal annars njóli. Það er
lítil prýði að honum og það væri gam-
an að sjá litrík sumarblóm þarna.
x x x
Á torginu er gott skjól og því geturorðið nokkuð heitt þar þegar sól-
in skín. Ætla mætti að það væri til-
valið að stilla upp nokkrum borðum
sem myndu gagnast pítsustaðnum,
bakaríinu og sjoppunni. Það er algjör
synd að það sé ekki betur hugsað um
þetta svæði. Það ætti ekki að vera
mikil vinna að sópa af og til, gróður-
setja og vökva nokkur blóm. Það
myndi jafnvel auka viðskiptin og fal-
legt umhverfi kallar líka á betri um-
gengni.
x x x
Víkverji gladdist hins vegar yfirþví að búið er að setja falleg
blóm nálægt heimili hans. Þau eru í
nokkrum stórum kerjum við aðal-
götu í gegnum hverfið og er mikil
prýði að þeim. Víða er búið að slá
umferðareyjur og græn svæði, sem
er gott.
x x x
Í nýlegri ferð til London varskemmtilegt að sjá umhverfið við
nýja Ólympíuleikvanginn. Þar eru
síki með grænum svæðum í kring en
það merkilega var að á stóru svæði
var grasið látið vera náttúrulegt og
voru blómin meira áberandi en
grasið. Blómin voru litskrúðug og
falleg en aldrei er að vita hvort inn-
fæddum hafi þótt þetta meira illgresi
en Íslendingnum. Það eru blessuð
blómin sem Víkverji hefur mest
gaman af. Í þessari Lundúnaferð sá
Víkverji að barir og veitingastaðir
lögðu margir mikið upp úr því að
hafa falleg sumarblóm og væri gam-
an að sjá sama metnað hér heima.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Og ég segi yður: Biðjið og yður mun
gefast, leitið og þér munuð finna, kný-
ið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
(Lúk. 11:9)
PI
W
A
•
SÍ
A
•
17
11
7
ÍSBLÓMMEÐMANGÓ
Blómleg nýjung