Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.06.2017, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2017 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tvær einkasýningar verða opnaðar í galleríi Kling & Bang í Marshall- húsinu í dag kl. 17. Annars vegar er það sýning Huldu Vilhjálmsdóttur, Valbrá, og hins vegar sýning Þorgerð- ar Þórhallsdóttur, Kóreógrafískt ljóð fyrir hljómsveit. Á Valbrá sýnir Hulda Vilhjálms- dóttir nýleg verk sem hafa verið unnin á síðustu þremur árum og eru þau að mestu leyti óhlutbundin, annars vegar málverk á pappír og striga og hins vegar skúlptúrar unnir úr keramik. Hulda er þekkt af fígúratífum mál- verkum sínum og má því segja að hér kveði við nýjan tón. Hún segist þó allt- af hafa málað óhlutbundin verk sam- hliða hinum fígúratífu. Gróðurinn í hafinu Sýningarstjóri Valbrár er Ingibjörg Sigurjónsdóttir og segir Hulda að hún hafi komið á vinnustofu hennar í febr- úar sl. og valið þar verk á sýninguna sem Hulda hefur unnið að í nokkur ár en ekki haft tækifæri á að sýna. Sýn- ingin í Kling & Bang er því sú fyrsta á óhlutbundnum verkum eftir Huldu. Hulda segist tengja verkin við hafið og hvernig það hefur áhrif á hana. „Ég kafa í hafið og legg áherslu á gróður því mér finnst mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur og áhorfand- ann að horfa á gróðurinn í hafinu. Að þetta sé auðlind fyrir okkur að rann- saka og ég túlka þetta svolítið á list- rænan hátt, á frekar ljóðrænan hátt. Mér finnst þurfa að vekja athygli á þessu og ég er að túlka þetta í mál- verkinu,“ segir Hulda. Hún segist hafa notað mikið vatn þegar hún mál- aði verkin og því séu þau flæðandi og expressjónísk. Þegar hún er spurð að því hvort skúlptúrarnir tengist málverkunum svarar Hulda því til að hana hafi lang- að til að mála á þrívíða hluti. „Mig langaði að stækka heiminn hjá mér, tjáningu mína sem málara með því að mála á keramik. Þannig að ég er að tengja saman þessa tvo heima sem listamaður. Og af því að ég er express- jónísk finnst mér efniskenndin skipta máli og leirinn er þ.a.l. spennandi,“ segir Hulda. Þess má geta að Valbrá er einnig titill bókar um myndlist Huldu sem kemur út um þessar mundir og verður fáanleg í Kling & Bang meðan á sýningunni stendur. Tónverk túlkað án hljóðs Á sýningu Þorgerðar, Kóreógraf- ískt ljóð fyrir hljómsveit, má sjá nýtt vídeóverk sem hún vann út frá tón- verki franska tónskáldsins Maurice Ravel sem nefnist „La Valse“. Verkið er hljóðlaust, sýnt á fjórum rásum og skjáum en hver hluti er helgaður einum hópi hljóðfæra í sin- fóníuhljómsveit, þ.e. strengja-, málm- blásturs-, tréblásturs- og áslátt- arhljóðfærum. Þorgerður er spurð að því hvers vegna þetta tiltekna tónverk hafi orð- ið fyrir valinu og segir hún að rekja megi valið til gamallar myndbands- upptöku af afa hennar, sem var pí- anóleikari, að leika verkið fjórhent með Halldóru Haraldsdóttur. „Ég var fyrst að vinna upp úr þessu vídeói því ég hef áður unnið með fundið efni og þetta var því hálfgerð tilviljun, hvernig ég uppgötvaði þetta verk eft- ir Ravel,“ segir hún. „Sagan á bak við verkið fannst mér líka svo heillandi því það er samið rétt eftir fyrri heimsstyrjöldina og það héldu allir að það fjallaði um hörm- ungar stríðsins, það var túlkað þann- ig en Ravel hélt því fram að það væri bara um vals og fegurðina. Mér fannst heillandi þetta túlkunaratriði og að hann væri staðfastur í því að vera bara að fjalla um listina. Hann var á allt öðrum stað en fólk hélt að hann væri á.“ Vann út frá lýsingum Ravel –Þú skiptir verkinu upp eftir hljóð- færahópum en hvernig kemurðu tón- listinni til skila án hljóðs? „Ég ákvað bara að fara eftir nót- unum þegar ég gerði vídeóverkið og skaut myndefni með tónverkið í huga og þá sérstaklega lýsingu Ravel sjálfs á verkinu. Hann ímyndaði sér danssal þar sem fólk dansaði endalausan vals og talar líka um ský sem þyrlast um og tvístrast síðan. Þetta er allt mjög ljóðrænt og fallegt,“ svarar Þorgerð- ur. Hún segist hafa verið með þessa lýsingu í huga og einnig talið spenn- andi að vinna eftir nótum verksins. „Þegar hljóðfæraleikarar flytja tón- verk er það alltaf persónuleg túlkun þeirra hverju sinni og aldrei eins. Þannig að ég ákvað að túlka þetta myndrænt eins og ég væri hljóðfæra- leikari en þó sem myndlistarmaður,“ útskýrir Þorgerður. Útkoman er óhlutbundið vídeóverk og má því segja að hið óhlutbundna tengi saman þessar tvær annars ólíku sýningar, Valbrá og Kóreógrafískt ljóð fyrir hljómsveit. Þorgerður útskrifaðist frá Listahá- skóla Íslands árið 2013 og hélt að því loknu í í framhaldsnám til Svíþjóðar og útskrifaðist frá Malmö Art Aca- demy árið 2016 með MFA-gráðu í myndlist. Hún var meðlimur í lista- mannarekna galleríinu Kunstschlag- er og tók þátt í ýmsum verkefnum á vegum þess. Verk hennar hafa verið sýnd erlendis og hér heima og er sýn- ing hennar í Kling & Bang fyrsta einkasýningin eftir útskrift frá Malmö. Hulda lauk námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2000 og hefur sýnt verk sín á fjölmörgum sýn- ingarstöðum, í galleríum og á söfnum. Sýningarnar standa yfir til 13. ágúst. Kafað í undirdjúpin og vals eftir Ravel  Hulda Vilhjálmsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir opna einkasýningar í Kling & Bang  Hulda sýnir óhlutbundin málverk og skúlptúra og Þorgerður fjögurra rása vídeóverk unnið út frá tónverki Kollegar Hulda Vilhjálmsdótir og Þorgerður Þórhallsdóttir sýna báðar óhlutbundin verk í Kling & Bang. Flæði Hluti af einu verka Huldu. Tónaform Stilla úr vídevóverki Þorgerðar sem byggir á vals eftir Ravel. Bandaríski listamaðurinn Brian Scott Campbell er sýningarstjóri sumarsýningar gallerísins Harbin- ger sem opnuð var í gær en á henni leiðir hann saman fjölda bandarískra og íslenskra lista- manna sem vinna helst með teikn- ingu og/eða á pappír. Sýningin ber titilinn Zing Zam Blunder og stendur til 23. júlí. Listamennirnir sem sýna verk sín á henni eru Tisch Abelow, Sig- urður Ámundason, Jimmy Baker, Halla Birgisdóttir, Ryan Travis Christian, June Culp, Cristina De- Miguel, Austin Eddy, Austin Engl- ish, Dana Frankfort, Brittni Ann Harvey, Irena Jurek, David Jien, Kristy Luck, Paul Metrinko, Nick Payne, Vanessa Gully-Santiago, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Lauren Taylor, Adam Tullie, Ke- vin McNamee-Tweed, James Ul- mer, Andy Webber og Nick Wilk- inson. Zing Zam Blunder opnuð í Harbinger Sýningarstjóri Brian Scott Campbell er myndlistarmaður og sýningarstjóri. Ljósmynd/James Ryang Myndlistarmennirnir Ragnheiður Gestsdóttir og Theresa Himmer munu á morgun kl. 15 taka þátt í spjalli um sýninguna Innra, með og á milli í Gerðarsafni og veita gestum frekari innsýn í verk sín. Á sýningunni er Gerði Helga- dóttur (1928-1975) boðið að taka þátt í samfelldu samtali lista- mannanna Ragnheiðar Gests- dóttur, Theresu Himmer og Emily Weiner en sam- tal þeirra og könnun á ólínu- legri túlkun á stað og tíma, tungumáli og þýðingum tók á sig áþreifanlega mynd haustið 2015 þegar þær umbreyttu rann- sóknum sínum í sýninguna Speak Nearby í Sol- oway í Brooklyn, New York, eins og segir í tilkynningu. Listamannaspjall í Gerðarsafni Ragnheiður Gestsdóttir )553 1620 Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Veisluþjónusta Lauga-ás Afmæli Árshátíð Gifting Ferming Hvataferðir Kvikmyndir Íþróttafélög Við tökum að okkur að skipuleggja smáar sem stórar veislur. Lauga-ás rekur farandeldhús í hæsta gæðaflokki og getur komið hvert sem er á landinu og sett upp gæða veislu. Er veisla framundan hjá þér? Hafðu samband við okkur og við gerum þér tilboð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.