Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Side 17
Ættleiðing er afdrifarík ákvörðun því sásem er ættleiddur glatar tengslumvið uppruna sinn að mestu leyti.
Löggjöf hér á landi er töluvert ábótavant hvað
varðar stöðu barna sem misst hafa foreldri sitt
og virðist vera að löggjafinn hafi ekki leitt hug-
ann mikið að réttarstöðu barna sem lenda í
þessum kringumstæðum,“ segir Helgi Bjartur
Þorvarðarson lögfræðingur sem í meistara-
prófsritgerð sinni frá Háskólanum í Reykjavík
skoðaði lagalega stöðu barna sem misst hafa
foreldri sitt.
Ritgerðin ber yfirskriftina Hver á að gæta
mín? Lagaleg staða barna sem misst hafa for-
eldri sitt.
Meðal þess sem Helgi skoðaði var réttur fjöl-
skyldu hins látna foreldris til umgengni við
barnið og réttur fjölskyldu hins látna ef sótt er
um ættleiðingu barnsins. Helgi ræddi bæði við
fagaðila, eftirlifandi foreldri og aðstandendur
látinna foreldra.
„Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna á barn rétt á, eins og hægt er, að þekkja
uppruna sinn og þar er kveðið á um að virða
skuli rétt barns til að viðhalda fjölskyldu-
tengslum eins og viðurkennt er með lögum. Þótt
samskipti eftirlifandi foreldris við fjölskyldu lát-
ins foreldris séu góð getur slíkt breyst og sér-
staklega þegar nýr maki kemur inn í spilið.
Barnið getur liðið fyrir slíkt þar sem samskipti
slitna og það hefur ekki aðgang að ömmum og
öfum sem það hefur kannski alla tíð þekkt og
haft,“ segir Helgi.
„Það er afar auðvelt að láta nýjan maka ætt-
leiða barn sem þú átt með manni eða konu sem
eru fallin frá. Það er að mörgu leyti furðulegt
því það er ekki aðeins verið að ættleiða barnið
frá látnu foreldri heldur annarri fjölskyldu og
erfðarétti þeim megin.“
Fyrir lokaverkefni sitt spjallaði Helgi meðal
annars við afa og ömmu sem misst höfðu son
sinn en í gegnum hann áttu
þau barnabarn sem hafði allt-
af verið í umgengni við föður
sinn og mikið inni á þeirra
heimili. Við lát hans komast
þau að samkomulagi við
barnsmóðurina að fá að halda
þessum tengslum við barnið.
„Í fyrstu virðist allt í lagi.
Svo kynnist móðirin öðrum
manni og afinn og amman voru ánægð að hún
héldi áfram með líf sitt. Smám saman fer þessi
reglulega umgengni að breytast, móðirin vill
bara stuttar heimsóknir og um tíma fá þau ekki
að hitta barnabarnið. Þau sóttu rétt sinn til um-
gengni og úrskurðar sýslumaður og ráðuneytið
að þau eigi rétt á umgengi við barnabarnið.
Önnur staða er hins vegar komin upp núna þar
sem nýi makinn er búinn að sækja um að fá að
ættleiða barnið. Afi og amma geta sótt rétt til
umgengni við barnabarn svo lengi sem barna-
barnið tilheyrir þeim en með ættleiðingu eru
þau ekki afa og amma barnsins lengur og hafa
því ekki né geta sótt slíkan rétt.“
Helgi Bjartur segir að þótt mál sem þróist á
þennan hátt séu fá séu þau mjög alvarleg og fólk
sem lendi í þessari stöðu sé algjörlega óvarið
gagnvart lögum.
Annar ventill sem á að vera á ættleiðingu er
að gera þarf barni grein fyrir réttaráhrifum
ættleiðingar. Helgi segir að það geti verið mjög
erfitt þar sem barnið setur oft ekki í samhengi
að tengsl við stórfjölskylduna munu um leið
breytast samkvæmt lögum og erfðaréttur þess.
Aðspurður um að breyta ættleiðingarlögum þar
sem nánasta fjölskylda fái að koma með umsókn
segir Helgi það sitt mat að það sé ein þarfasta
breyting á sviði barnaréttar.
Í ritgerð Helga segir félagsráðgjafi frá per-
sónulegri og faglegri reynslu af stjúpættleið-
ingu. Sjálfur átti félagsfræðingurinn börn sem
misst höfðu móður sína og til tals koma að nú-
verandi eiginkona hans ættleiddi börnin. „Hann
sagði mér að það hefði verið slegið mjög fljótt út
af borðinu þar sem hann vildi ekki gera fólki
sem hafði reynst honum og barnabörnum sínum
vel slíkt. Annað væri ef barnið vildi þetta sjálft
18 ára gamalt en þá gæti það gert það sjálft.“
Í framhaldinu á þessu og í tengslum við rann-
sókn þína, þarf að gera skurk í fleiru er varðar
börn sem missa foreldri sitt?
„Manni er það algjörlega ljóst, af þeim við-
tölum og rannsóknum sem ég lagðist í að það
þarf. Það myndi til dæmis létta undir með öllum
ef ljóst er að foreldri er að deyja að ákveðið
verkferli færi gang þar sem samtalið um fram-
tíð barnsins væri tekið. Það er erfitt samtal en
ef það væri í lögum og skylda að taka það þá
myndi það leysa margt. Eftirlifandi foreldri
þarf oft sjálft að takast á við breytingar, fjár-
hagsáhyggjur og á nóg með sína sorg. Í því
samtali væri hægt að skoða hverjir gætu létt
undir, hvort grundvöllur væri fyrir því að hjálp-
ast að og passa að fjölskyldutengslin slitnuðu
ekki. Sama ferli ætti líka að fara í gang ef for-
eldri létist skyndilega. Félagsmálanefnd gæti til
dæmis kallað aðstandendur barnsins á fund,
samkomulag yrði gert til að tryggja uppruna-
tengsl sem yrði staðfest af sýslumanni. Nær all-
ir sem ég talaði við sögðu að svona verkferla
vantaði.
Það er líka annað að það er flókið að vera afi
og amma á svona tímamótum. Þau vilja vera í
samskiptum en vilja ekki stíga á tær og láta hitt
foreldrið fá á tilfinninguna að þau séu að skipta
sér um of af, vilja sýna tillitssemi. Foreldrið er
skyndilega orðið eitt, veit ekki hvert það á að
snúa sér og það eru allir tiplandi á tánum. Því
væri heillavænlegast ef fagaðili gæti strax í
byrjun tekið ábyrgðina á að samtal ætti sér stað
milli þessara einstaklinga.“
Helgi segir að þótt afi og amma geti sótt rétt
til umgengni sé slíkt líka mikið mál, taki tíma
sem er oft án umgengni og ekki allra að standa í
því. Með skýrara verklagi og lögum væri hægt
að koma í veg fyrir mikinn sársauka.
Helgi Bjartur
Þorvarðarson
Of auðvelt að hafa rétt barnsins að engu
’ Þótt samskipti eftirlifandiforeldris við fjölskyldu látinsforeldris séu góð getur slíktbreyst og sérstaklega þegar nýr
maki kemur inn í spilið.
Atriði sem Helgi Bjartur kom inn á í
ritgerð sinni er skortur á leiðbein-
ingum fyrir aðstandendur þeirra barna
sem missa foreldri sitt. Börn eigi oft
rétt á styrkjum og stuðningi sem þau
viti ekki af nema aðstandendur beri sig
sérstaklega eftir því að leita að því.
„Ég myndi vilja að Barnavernd sæi
um slík mál, kæmi inn á fyrsta degi
með aðstoð og leiðbeiningar um hvert
ætti að fara til að sækja styrk og út-
skýra fyrir fólki hverju það ætti rétt á.
Það kom í ljós hjá einum sem ég talaði
við að hann hafði ekki hugmynd um að
úr lífeyrissjóði eiginkonu hans áttu
börn hans rétt á milljón króna styrk og
komst að því fyrir tilviljun. Fólk hefur
nóg með sína sorg og það er mikið að
ætla að fara að hendast á milli allra
stofnana landsins til að finna út hvaða
rétt barnið á.“
Flókið að
finna út rétt
barnanna
2.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17
Anna Rós Jóhannesdóttir, yfirfélagsráð-gjafi Landspítalans, var á ráðstefnu íSvíþjóð þar sem 500 sérfræðingar frá
20 löndum fóru yfir aðstæður barna í hlutverki
aðstandenda. Hún segir lög hinna Norður-
landanna ættu að vera Íslendingum fyrirmynd.
„Á ráðstefnunni voru kynntar rannsóknir um
stöðu barna sem eru aðstandendur og hvaða
áhrif það hefur á þroska þeirra og tilveru.
Fjallað var m.a. um stöðu og líðan barna sem
eiga foreldra með illkynja sjúkdóma og þá var
áhersla lögð á rannsóknir um afdrif og stöðu
barna sem misst höfðu foreldra.“
Árið 2009 settu Norðmenn skýr ákvæði í lög
um hvernig heilbrigðisstarfs-
fólk ætti að sinna börnum
sem aðstandendum. Í Svíþjóð
og Finnlandi er sambærileg
löggjöf. Tilgangur laganna
var að tryggja börnum sem
eru aðstandendur í heil-
brigðiskerfinu þjónustu við hæfi út frá aldri og
þroska. Samkvæmt lögunum eru heilbrigðis-
starfsmenn ábyrgir fyrir því að skrá, halda utan
um og mæta þörfum barnanna þannig að þau fái
stuðning og þjónustu við hæfi.
„Hvernig eða hvort börn fá aðstoð við veik-
indi foreldra hefur breyst í áranna rás í rétta
átt. Hér eru heilbrigðisstarfsmenn sem hafa
menntun og þjálfun í að tala við börn og fjöl-
skyldur. Slík aðstoð þarf þó að vera markvissari
og samræmt verklag þarf svo öllum bjóðist
þessi aðstoð. Við þurfum ekki að finna upp hjól-
ið í þessu samhengi, höfum til hliðsjónar löggjöf
Norðurlandanna, reglugerðir og þær rann-
sóknir og þróunarvinnu sem þar eru að baki.“
Fjölskyldubrúin er forvarnarverkefni sem fé-
lagsráðgjafar innleiddu á krabbameinslækn-
ingadeildir. Þetta eru samræð-
ur með félagsráðgjafa fyrir
foreldra og börn með sérstakri
áherslu á líðan barnanna. Þar
kemur vel í ljós sú þörf að börn
fái upplýsingar við hæfi og
svigrúm til þess að ræða um
veikindi foreldra með þeim
sem þau treysta. Með sama
verklagi stendur nú yfir gæða-
verkefni á krabbameinslækningadeildum. Verk-
efninu lýkur á næstu vikum, þá verður árangur
þess metinn.
„Fjölmargar nýjar og eldri rannsóknir sýna
að samtal við foreldra, að
hlusta á þarfir barnsins og
vinna saman að velferð þess
og fjölskyldunnar er forvörn
sem getur ráðið úrslitum um
velferð barna. Þegar litið er til
þess að foreldri deyr er stór-
fjölskyldan, afar og ömmur og aðrir ástvinir oft-
ast mjög mikils virði fyrir barnið þegar foreldrið
sem eftir lifir glímir við sorg. Heilbrigðisstarfs-
menn verða að vera vakandi og virkja fjölskyldu
og umhverfi. Sá jarðvegur tengsla sem barnið
býr að verður aldrei ofmetinn. Við þurfum að
læra af þeim dæmum sem við höfum og breyta
löggjöf í samræmi við það. Fyrir 50 árum fengu
feður ekki að vera viðstaddir fæðingar. Í dag
þætti það fráleitt. Fyrir 60 árum fengu for-
eldrar ekki að heimsækja veik börn sín á
sjúkrahús. Heilbrigðisstarfsmenn og aðrir töldu
það vera best fyrir börnin og foreldrana. Vegna
ótal rannsókna sem gerðar hafa verið í áranna
rás á afleiðingum þess erum við öllum stundum
með börnum okkar ef þau leggjast á spítala.
Vegna þess að nú vitum við betur.“
Ættum að horfa
til Noregs
Anna Rós
Jóhannesdóttir
’ Að hlusta á þarfirbarnsins og vinnasaman að velferð þess ogfjölskyldunnar er forvörn
sem getur ráðið úrslitum
Eftir að dóttir okkar lést aðeins 28 áragömul, sem lét eftir sig indælan son, fórég að velta fyrir mér, í stærra sam-
hengi, stöðu barna við andlát foreldris. Hvaða
formlega stuðning þau væru að fá, ekki aðeins
í aðdraganda andláts heldur einnig velferð
þeirra árin á eftir,“ segir Jón Bjarnason, fyrr-
verandi þingmaður og ráðherra.
„Sjálf áttum við móðurfjölskylda drengsins
gott samband við eftirlifandi föður, fjölskyldu
hans og svo nýjan maka hans og sáum hvað
það var dýrmætt fyrir alla. En þetta varð mér
mikið hugðarefni og eftir að ég hætti á Alþingi
hafði ég tíma til að sinna þessu og vildi gjarn-
an láta gott af mér leiða enda
málið mér náið. Maður fór að
velta fyrir sér réttindum og
skyldum aðstandenda látna
foreldrisins, hagsmunum og
velferð barnsins. Það kemur
ekkert í staðinn fyrir for-
eldrið sem deyr en hægt er
að mæta þörfum barnsins
eins og vel og kostur er. Og
barnið á alla tíð föður sinn og móður þó látin
séu og ímynd þeirra þarf að rækta.
Ég átti góðan fund með Vigfúsi Bjarna Al-
bertssyni sjúkrahúspresti, sem er einstakur
maður, og við hittum Sigrúnu Júlíusdóttur
prófessor þar sem við ræddum þessi mál og
smám saman mótaðist rannsóknarfarvegur;
að gerð yrði úttekt á stöðu barna sem að-
standenda, í veikindum, við andlát og líka árin
eftir andlát.
Og hvernig börn ættu á hættu á að missa
reglubundin tengsl við fjölskyldu látins for-
eldris. Grunnatriðið er að barnið fái að halda
tengslum, uppruna og séreinkennum þótt nýtt
fólk komi inn. Við veltum
fyrir okkur hversu mörg
börn væru að missa foreldra
sína á hverju ári, hvernig
lögin og regluverkið innan
heilbrigðiskerfisins og
stjórnsýslunni almennt væru
gagnvart þessum börnum.“ Í
kjölfarið gengu Jón, Sigrún
og Vigfús Bjarni á fund Ólafar Nordal, þá inn-
anríkisráðherra, og lögðu hugmyndirnar fyrir
hana.
„Ólöf veitti afdráttarlausan stuðning og
hvatningu og þetta ágæta fólk fór í gang með
að gera þessar athuganir.
Fleira gott fagfólk bættist í
hópinn og vinnur að þessum
málum áfram.
Því miður auðnaðist Ólöfu
ekki að fylgja því eftir eins
og hún ætlaði sér, þar sem
hún lést, en hennar mikla
hvatning réð miklu um að
þessar rannsóknir fóru í
gang.“ Meðal þeirra rannsókna sem hafa verið
gerðar eftir þetta er á stöðu barna við andlát
móður úr krabbameini.
„Við andlát þarf barnið á miklum stuðningi
og öryggi stórfjölskyldunnar og velferðar-
kerfisins að halda og haldið sé þétt utan um
það. Fyrir alvarlega sjúkt eða deyjandi for-
eldri er það mikil huggun að vita barnið sitt í
öruggum höndum. Um þetta ættu að vera
skýrar verklagsreglur á öllum stigum. Það er
oft torveldara að kippa í liðinn seinna því sem
hefði átt að gera í upphafi. Hið opinbera ætti
að hafa afar ríka frumkvæðisskyldu að því að
standa vörð um velferð þessara barna.“
Stuðningur Ólafar
Nordal skipti miklu
Jón Bjarnason
’ Eftir að dóttir okkarlést aðeins 28 áragömul, sem lét eftir sigindælan son, fór ég að
velta fyrir mér, í stærra
samhengi, stöðu barna
við andlát foreldris.