Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 18
Mjög smart getur verið að hafa fleiri en einn hlut af hverri sort. Raðaðu mörgum blómapottum í eldhúsgluggann, hafðu fimm ljósmyndir í röð á vegg, eða þrjú eins hangandi ljós. Margföld áhrifHÖNNUN 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 Björg hefur gaman af því að blanda gömlu saman við nýtt ognýtur þess að hafa litríkt, grænt og hlýtt í kringum sig.„Ég legg mikið upp úr því að heimilið mitt sé notalegt. Mér finnst ekkert betra en að koma heim eftir langan vinnudag,“ segir Björg. „Mér finnst gaman að fletta í gegnum falleg innan- húsblöð og eru RUM og Bolig í uppáhaldi. Ég leita líka oft í In- stagram til að sækja mér innblástur, en þar er margar góðar hugmyndir að finna,“ segir Björg. Hún heldur mikið upp á bláa velúrsófann sinn og hliðarborðið við sófann, sem er frá danska hönnunarteyminu Mater. „Sófinn var í eigu ömmu minnar og er því í miklu uppáhaldi. Einnig eru bollarnir mínir frá Royal Copenhagen í uppáhaldi, en þeim er ég að safna. Svo er það rúmteppið frá Vík Prjónsdóttur. Í rauninni gæti ég talið endalaust,“ segir Björg og hlær, en hún hefur tekið sér tíma í að sanka að sér fallegum munum. Nýtt borðstofuborð er þó efst á óskalistanum, en það sem er inni á heimilinu núna fékk Björg frá foreldrum sínum. „Það er frekar illa farið og hent- ar ekki stólunum mínum en þetta borð hefur þó nýst mér vel í gegnum tíðina. En nýtt borðstofuborð er það næsta sem verður keypt inn,“ segir Björg, sem er á leiðinni í vinkvennaferð til Kaupmannahafnar. „Já, ég hlakka mikið til að kíkja í uppáhalds- búðirnar mínar og setjast á notaleg kaffihús. En í sumar ætla ég að njóta íslenskrar náttúru og ferðast um fallega landið okkar.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Mikilvægt að heimilið sé notalegt Björg Gunnarsdóttir, klæðskeri og fatahönnuður, starfar sem aðstoðarhönnuður hjá Geysi og býr í snoturri íbúð á besta stað í Vesturbænum. Eins og gefur að skilja hefur hún sterkar skoðanir á hönnun og tísku. Sunnudagsmogginn fékk að kíkja í heimsókn. Gunnþórunn Jónsdóttir gunntorunn@gmail.com Blái stóllinn er hluti af sófasetti sem amma Bjargar átti. Björg Gunnars- dóttir fatahönn- uður hefur sérlega fallegan smekk. Skemmtileg samsetning á fallegum myndum yfir glæsi- lega gamaldags skenknum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.