Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Síða 24
HEILSA Ekki er ráðlegt að hætta að taka lýsi eða D-vítamín á sumrin þótt lík-aminn fái nóg af því á sólríkum dögum. Korter í sól dugar vel en hér á
landi er því miður ekki hægt að treysta á að fá sól daglega!
D-vítamín á sumrin?
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017
Eru egg frá hænum sem fá að hlaupa um
gras og móa hollari en hin hefðbundnu egg
frá hænum sem lokaðar eru inni í búrum
alla daga? Já, líklega, ef vel er hugsað um
hænurnar.
Í könnun sem gerð var árið 2007 af Mot-
her Earth News var skoðaður munurinn á
næringargildi í venjulegum eggjum annars
vegar og „frjálsum“ eggjum hins vegar.
Frjálsu eggin innihalda þetta umfram venju-
leg egg:
● Tvisvar sinnum meira af omega-3 fitum.
● Þrisvar sinnum meira af E-vítamíni.
● Sjö sinnum meira af A-vítamíninu beta-
karótín.
● Fjórðungi minna af mettaðri fitu.
● Þriðjungi minna af kólesteróli.
● Frjáls egg eru oft með appelsínugulari
rauður og bragðast að áliti margra betur.
MUNUR Á EGGJUM
Hollari egg frá frjálsum hænum
Egg úr „frjálsum“ hænum eru næringarríkari en
önnur egg og mörgum finnst þau bragðbetri.
Neysla mjólkurafurða erdeiluefni en margir teljamjólkurvörur meinhollar á
meðan aðrir telja að forðast eigi þær
alfarið. Erfitt getur verið að átta sig
á hverju eigi að trúa. Sumir ganga
svo langt að telja það beinlínis óeðli-
legt að fullorðnir einstaklingar
drekki mjólk en við mannfólkið er-
um eina dýrategundin sem neytir
mjólkur á fullorðinsárum. Almenn
neysla mjólkurvara hófst ekki fyrr
en á dögum landbúnaðarbyltingar-
innar, fyrir 10-12 þúsund árum.
Minna fita, meira kalk
Á vefnum medicalnewstoday.com
eru kostir og gallar vegnir og metn-
ir. Samkvæmt ráðleggingum banda-
ríska landbúnaðarráðuneytisins er
mælt með því að neyta matar úr öll-
um fimm fæðuflokkunum, þ. á m. úr
mjólkurvörum, til þess að fá öll
nauðsynleg næringarefni.
Það mælir jafnframt með að fyrir
valinu verði vörur sem hafa lágt fitu-
magn og hátt kalkmagn.
Ráðlagður dagskammtur mjólk-
urvara fer eftir aldri. Börn á aldr-
inum 2-3 ára þurfa 2 bolla á dag,
börn 4-8 ára þurfa 2,5 bolla og fyrir
börn yfir níu ára er mælt með þrem-
ur bollum á dag.
Fólki sem ekki neytir mjólkuraf-
urða er ráðlagt að borða annan kalk-
ríkan mat.
Mjólk er bráðholl
Á Vísindavefnum ritar næringar-
fræðingurinn Björn Sigurður Gunn-
arson grein um kosti mjólkurafurða.
Hann segir mjólkina bráðholla og að
í raun sé mjólk næringarríkasta ein-
staka fæðutegundin sem völ er á, ef
frá eru talin vítamín- og steinefna-
bætt matvæli, eins og morgunkorn
ýmiss konar.
„Auk þess að vera próteinrík er
mjólk mikilvæg uppspretta 11 lífs-
nauðsynlegra vítamína og steinefna í
fæðunni. Tvö mjólkurglös gefa
þannig nálægt 100% af áætlaðri
dagsþörf 19-30 ára kvenna og karla
af kalki, fosfór, joði, ríbóflavíni (B2-
vítamíni) og B12-vítamíni og upp-
undir helming áætlaðrar dagsþarfar
af sinki, kalíum, magníum, níasíni,
B6-vítamíni og þíamíni (B1-vít-
amíni),“ segir Björn.
„Sérstaða mjólkurinnar felst
kannski fyrst og fremst í hve góður
kalkgjafi hún er, en mjólk er lang-
besta kalkuppsprettan í fæðunni.
Kalk er, eins og flestum er kunnugt,
mikilvægur hluti af byggingu beina,
og því er mikilvægt að tryggja næga
kalkinntöku, sérstaklega á
uppvaxtarárum þegar kalkforðinn
er að safnast fyrir í beinum. Því
meiri kalkforði sem kemur í beinin
áður en fullum vexti er náð um tví-
tugt, þeim mun þéttari verða beinin
og minni líkur á beinþynningu á efri
árum,“ segir hann.
Björn nefnir að mjólkin sé ekki
með öllu gallalaus. Nefnir hann helst
að í mjólk finnist hörð fita, en neysla
hennar er tengd hjarta- og æða-
sjúkdómum. Mælir hann með að
fullorðnir neyti fituskertra mjólkur-
afurða og bendir á að varast skuli
mjólkurvörur sem innihalda við-
bættan sykur. Nauðsynlegt er að
hafa mataræðið fjölbreytt því til að
mynda er lítið af sumum mikil-
vægum næringarefnum, eins og
járni og C-vítamíni, í mjólkurvörum.
Magaverkir og uppþemba
Mjólkurvörur innihalda meðal annars
mjólkursykurinn laktósa sem er tví-
sykra samsett úr einsykrunum glúk-
ósa og galaktósa. Flestir eru með ens-
ím til að kljúfa mjólkursykurinn niður
í stakar einsykrur sem frásogast auð-
veldlega í þörmunum.
En sumir geta ekki framleitt
ensímið laktasa og er þá sagt að
fólk sé með mjólkuróþol. Fólk sem
nær þannig ekki að melta mjólk-
ursykurinn, sem fer þá ómeltur í
gegnum meltingarveginn og niður í
ristilinn, upplifir uppþembu, maga-
verki, vindverki og jafnvel maga-
krampa og niðurgang. Einkennin
geta verið svipuð einkennum
mjólkurofnæmis, en verða aldrei
eins alvarleg.
Talið er að 5-10% af íbúum vest-
rænna ríkja þjást af mjólkuróþoli en
í sumum hlutum heims er þessi tala
hátt í 100%.
Fyrir þetta fólk eru til laktósa-
fríar mjólkurvörur.
Næringarfræðingurinn Ellen
Alma Tryggvadóttir útskýrir að
laktósafríar mjólkurvörur séu ekki
hollari en venjulegar mjólkurvörur,
enda er næringarinnihald beggja
tegunda mjög svipað.
Fólk með mjólkuróþol þarf að tak-
marka eða forðast mjólkurvörur
sem innihalda mjólkursykur eins og
mjólk og súrmjólkurvörur en má þó
borða margar tegundir osta. Þannig
getur fólk fengið ráðlagðan kalk-
skammt með því að borða ost dag-
lega.
Mjólk er bráðholl og í raun ein næringarríkasta einstaka fæðutegundin sem völ er á. Kalkið sem við fáum úr mjólkur-
vörum er mikilvægt líkamanum, ekki síst fyrir beinin. Fólk með mjólkuróþol velur laktósafría fæðu en þolir flesta osta.
Myndir/Thinkstock
Er mjólk
góð?
Mjólk er góð, fyrir káta krakka, kynjaþjóð, bæði
álfa og tröll, segir í laginu en hversu góð er hún í
raun? Skiptar skoðanir eru á ágæti þessara afurða
beljunnar og til eru þeir sem ekki geta melt þær.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Vekjaraklukkan hringir og þér líður eins og hún sé að
berja þig í hausinn! Það er óskemmtilegt að byrja
daginn með dúndrandi hausverk. En hvað veldur hon-
um? Ein ástæða getur verið svefnleysi. Líkaminn
þarfnast 7-8 tíma svefns og gæti verið að mótmæla
minni svefni með hausverk. Annað sem gæti orsakað
hausverk er of mikill svefn!
Áfengisneysla kvöldinu áður er vel þekktur valdur
að morgunhausverk og oft þarf ekki marga drykki til.
Einnig veldur áfengisneysla bæði vökvatapi og minni
svefni, sem aftur eykur á hausverkinn.
Ein ástæða hausverkjar gæti verið eftirköst vegna
hrota. Ef þú hrýtur stöðvast oft súrefnisflæðið til heil-
ans og margir vakna með hausverk.
Kaffidrykkjufólk þarf að fá bollann sinn stuttu eftir
að það vaknar og þekkja margir það að fá hausverk ef hann gleymdist eða honum er seinkað.
Hár blóðþrýstingur og þunglyndi getur einnig valdið morgunhausverk.
Til að forðast hausverk á morgnana er best að forðast áfengi kvöldið áður, sofa vel en ekki
of lengi, hrjóta ekki, láta lækni kíkja reglulega á blóðþrýstinginn eða leita sér aðstoðar við
þunglyndi. Og auðvitað að passa upp á að fá kaffið sitt strax!
NOKKRAR ÁSTÆÐUR HAUSVERKJAR
Morgunhausverkur