Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Blaðsíða 29
Keyrt er að Hveragerði og í gegnum bæinn og er bílnum lagt þar sem göngustígurinn byrjar. Rúm- lega þriggja kílómetra löng ganga er að Reykjadal, þar sem hægt er að baða sig, og tekur gönguferðin um einn og hálfan tíma. Gönguleiðin er vinsæl enda er hún bæði falleg og greiðfær fyrir flesta. Til hliðar við ána hefur verið lagður pallur til að ganga á, sem og skjólveggir þar sem hægt er að hafa fata- skipti. Hitastigið í ánni er þægilegt en hún er heit- ari eftir því sem farið er ofar. Enginn aðgangseyrir er að ánni en þessi gönguleið er tilvalin í góðu veðri og er gott að taka nesti með sér. Reykjadalur 2.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 REYKJANESBÆ Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími: 421 7104 Full búð af NÝJUMVÖRUM Siemens - Adidas - Under Armour - Cintamani Grjótagjá er gjá á milli hárra kletta sem myndar helli og er rétt við Mývatn. Grjótagjá var vinsæll baðstaður á áttunda áratugnum en síðan hitnaði vatnið það mikið að ekki var lengur hægt að baða sig þar. Hitastigið lækkaði þó og hægt var að baða sig aftur þar árið 2004. Gjárnar eru tvær og er önnur baðstaður kvenna og hin baðstaður karla. Hitastigið fór ekki nið- ur fyrir 45°C fyrr en árið 1992 og 1998 í gjánum. Nú er hita- stigið um 44°C. Grjóta- gjá Gamla laugin í Hverahólmanum á Flúðum er elsta sundlaug á Ís- landi, gerð árið 1891. Árið 1909 var sundnámskeið fyrst haldið í lauginni og var sund síðan kennt þar árlega til ársins 1947. Þá tók sundlaugin á Flúðum við kennsl- unni og voru því ekki not fyrir Gömlu laugina lengur. Laugin gleymdist í um 60 ár, til ársins 2006, en þá var hún endurbyggð. Hefur verið opnað þjónustuhús með búningsklefum og sturtum við laugina, en það kostar um 2.800 kr. í hana. Hitastigið í laug- inni er 38-40 °C. Laugin er á hverasvæði og til hliðar við hana má sjá lítinn goshver sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Gamla laugin Seljavallalaug er í Laugarárgili í Austur-Eyjafjallasveit og getur það verið ævintýri að leita að- henni. Leggja þarf bílnum í smá fjarlægð frá lauginni en þá tekur við ganga, meðal annars yfir á sem rennur niður fjallið. Laugin er ein elsta sundlaug á Íslandi og var fyrst hlaðin með grjóti árið 1923 og er staðsett inni í dal þar sem ís- lenska náttúran skartar sínu feg- ursta. Laugin er vel sótt af ferða- mönnum en við hana er lítið hús með skiptiaðstöðu. Seljavallalaug Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.