Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Page 31
eiga við hann tveggja manna tal, þótt engar sérstakar ákvarðanir væru uppi og taka jafnvel smá snerru við hann. Þegar sagt var við hann að það hlyti að vera áhyggjuefni í upphafi sameinaðrar myntar að ætla að láta lönd með svo ólíka fjárhagslega uppbyggingu, stjórnskipulegar siðvenjur og viðhorf til lagalegs aga falla að slíku kerfi, þá blés hann á það. Ekki með því að segja að þau rök væru ekki gild. Þau gætu vel verið það að hans mati. En þau væru aukaatriði. Það væru önnur og þýðingarmeiri atriði sem knúðu á, bæði söguleg og siðferðileg rök og gerðu út um málið. Afi minn átti son, föðurbróðir minn, sem dó í heimsstyrj- öldinni fyrri. Faðir minn átti son, bróður minn, sem dó í þeirri næstu og ég ætla ekki að stuðla að því að sonur minn deyi í þeirri þriðju. Kohl horfði fast á viðmælandann með þá spurningu liggjandi í lofti hvort hann væri virkilega svo ósvífinn að þykjast hafa rök fram að færa sem ættu eitthvað í þessi. Og þótt viðkomandi teldi að ýmis önnur rök ættu að geta komist að, þrátt fyrir þessi sláandi tilfinn- ingalegu nauðhyggjurök fyrir sameiginlegri mynt var ekki heiglum hent að halda þeim á lofti framan í kanslarann Kohl í þessum ham. Bréfritari átti leið um Þýskaland frá Tyrklandi stuttu eftir að Kohl hafði látið af kanslaraembætti. Hann bað sendiherra Íslands í Berlín, Ingimund Sig- fússon, að kanna hvort Kohl myndi þiggja kvöldverð- arboð með okkur í sendiráðinu. Sendiherrann sagðist vita að fjölmörg sendiráð hefðu reynt án árangurs að fá kanslarann fyrrverandi til að samþykkja slíkt boð. En sjálfsagt væri að reyna. Kohl þáði óvænt og þau hjón komu í bústaðinn til Ingimundar og Valgerðar í íslenskan kvöldverð og stoppuðu mun lengur en vænta mátti. Var þetta mjög ánægjuleg stund, stór- fróðleg og ógleymanleg. En það er önnur saga Áður var minnst á smásögu þar sem Kohl kemur við sögu. Önnur slík saga er til fullsköpuð, þótt hún hafi enn ekki verið fest á blað. Þar sem þessi tímamót hafa nú orðið er rétt að ljúka því formsatriði hið fyrsta. Sú saga er ekki síður sönn en hin fyrrnefnda, þótt rétt sé til öryggis að áskilja fullan rétt til þess að nýta útgefin skáldaleyfi, en hóflega þó. Því hefur verið haldið fram að Kohl hafi getað verið þungur í skauti gagnvart þeim, sem að hans mati höfðu gert á hlut hans, jafnvel langrækinn og hefni- gjarn. Hin óskrifaða saga dregur upp allt aðra mynd af kanslaranum. Það vita allir að hann var stór í snið- um á hvaða mælikvarða sem er. En sagan sýnir að kanslarinn átti sem manneskja allt aðra hlið. Hún sýnir hjartahlýjan og drenglundaðan mann. Og hinir Bréfritari komst í kynni við fjóra kanslara Þýska- lands. Tveir þeirra voru þá fyrrverandi, þeir Willy Brandt og Helmut Schmidt. Schmidt sat matarboð hans í Viðey og Brandt í Ráherrabústaðnum við Tjarnargötu. Samtöl við þessa stórmerku menn báða voru mjög eftirminnileg og gefandi. Áður hefur verið rætt um Kohl í þessu bréfi. Eft- irmaður hans Gerhard Schröder kom til Íslands í heimsókn áður en hann varð kanslari Þýskalands og bréfritari man ekki betur en að hann hafi verið fyrsti erlendi forystumaðurinn sem sótti Schröder heim eftir að hann varð kanslari. Eftir það var oft hist bæði hér á landi og erlendis. Kanslarinn var allan sinn starfstíma sérstaklega elskulegur og hjálpleg- ur. Jafnvel í því sem ekki fylgdi starfsskyldunum, því hann lagði lykkju á leið sína til að vera viðstaddur út- gáfuhóf, þegar að smásagnasafnið Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar kom út á þýsku. Af þessu má ráða að ekki er hægt að kvarta yfir samskiptum við Þýskaland á efstu hillu stjórnkerfanna á þessum tíma sem er undir í þessu bréfi. Skil Helmut Kohl er kvaddur með þakklæti og blessunar- óskum. Hann var stundum kallaður Herra Evrópa. Hann er einn af þremur heiðursborgurum sam- bandsins og hin formlega útför hans fer fram undir hatti Evrópu, sem slíkrar, en ekki Þýskalands og hefur ekki verið fullkominn friður um það. Kohl verður hins vegar jarðsettur í Speyer í Þýskalandi. Hefur ekkja kanslarans boðið Ingi- mundi Sigfússyni, fyrrum sendiherra Íslands í Þýskalandi og Valgerði konu hans, að vera viðstödd þá athöfn. Okkar ágæti vinur Helmut Kohl er vel að hvíldinni kominn. Fari hann vel. Morgunblaðið/Eggert 2.7. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.