Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.07.2017, Qupperneq 34
LESBÓK Tómas R. Einarsson, Sigríður Thorlacius og Gunnar Gunnarssonkoma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins á morgun, sunnudag, kl. 16 og flytja tónlist við ljóð Halldórs Laxness og lög Tómasar R. Flytja tónlist við ljóð Halldórs 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.7. 2017 Foreldrar mínir föttuðu tiltölulega snemmaað þau gátu haft mig sæmilega rólegan efþau hentu í mig pappír og penna. Þá var ég til friðs,“ segir Sævar, sem man varla eftir sér öðruvísi en teiknandi. Í æsku voru oft kyn- legar fígúrur eða ofurhetjur viðfangsefnið. „Mamma hafði nú áhyggjur af þessu á tímabili, henni fannst ég teikna of mikið af ljótum köll- um, hauskúpum og sprengingum. Hún ræddi það við myndlistarkennarann, sem sagði henni að hafa engar áhyggjur,“ segir Sævar og brosir. Sem barn ætlaði hann sér lengi að verða bakari, enda sjúkur í kökur og sætabrauð. „Mér fannst það frábær hugmynd að verða bakari því þá gæti ég étið kökur allan daginn. En svo fattaði ég einn daginn að maður gæti raunverulega haft atvinnu að því að teikna. Þá henti ég bak- aradraumunum út um gluggann og ákvað að verða eitthvað sem tengdist myndlist.“ Alltaf síkrotandi Sævar teiknar með penna á blað mynstur samansett úr línum, hringum, fígúrurum og teiknimyndaandlitum. Flestar myndanna byrja með hring sem út frá spíralast línur og á milli má sjá hin ýmsu form eða myndir. Pennateikn- ingin hefur fylgt honum alla ævi, en Sævar nam myndlist við Listaháskóla Íslands og var þar í grafíkdeild. „Einhvern veginn endaði ég alltaf aftur í pennanum. Ég er alltaf krotandi eitthvað til hliðar og geri það enn þann daginn í dag, á fundum í vinnunni er ég alltaf krotandi,“ segir hann. Sævar sýnir blaðamanni gamla teikningu frá skólaárunum sem hangir uppi á vegg og minnir aðeins á Erró. „Erró er mikill áhrifa- valdur. Á meðan vinir mínir hengdu upp Duran Duran-plaköt var ég með eftirmyndir eftir Erró uppi á vegg. Það er þessi ofgnótt í myndunum hans sem heillar.“ Gerðu fullorðinslitabók! Eftir útskrift fékk Sævar vinnu hjá grafíkdeild Stöðvar 2 og síðar hjá RÚV. Hann segir að teikningin hafi aðeins lagst í dvala enda nóg að gera í vinnunni. „Svo var um 2010 að ég fór að- eins að finna taktinn aftur í þessu. Ég var búinn að koma mér í gang aftur að teikna og farinn að fikta við að setja jafnvel lit í þetta og með því var ég aðeins og ögra sjálfum mér, ég var svo svart-hvítur. Svo setti ég þetta á samfélagsmiðl- ana og eitt kvöldið hnippir Ingólfur Bjarni Sig- fússon, fréttamaður hjá RÚV, í mig og segir: „Gerðu fullorðinslitabók!“ Ég hugsaði, það er ekki svo galin hugmynd og setti mér það mark- mið að teikna fimmtíu nýjar myndir fyrir bók og fór að teikna með það sérstaklega í huga, án þess að festast í einhverjum klisjum eins og ugl- um, fuglum og blómum. Svo þegar ég var langt kominn fór ég að banka í Egil (Örn Jóhanns- son), framkvæmdastjóra Forlagsins. Hann sýndi þessu í fyrstu svona hóflegan áhuga,“ seg- ir Sævar brosandi. „En ég kláraði þennan pakka og hélt áfram að nauða í honum og banka aðeins fastar. Svo fór ég í sumarfrí og fór að skoða þessar fimmtíu myndir betur. Þá fannst mér þetta eitthvað hálfklárað og fór að vinna betur í þessu, setja inn meiri smáatriði og gera þetta meira eins og mig langaði að gera. Mér fannst eins og ég hafði verið að gera of mikla málamiðlun út af því að þetta átti að vera lita- bók. En ég gaf skít í það og gerði nokkrar nýjar myndir og sendi þær á Egil. Og þá strax sá hann eitthvert ljós í þessu.“ Að teikna er mitt jóga Er þetta ekki tilvalin bók í sumarfríið? „Jú, þetta er mjög róandi. Ég henti einu ein- taki á borð í kaffitorgið á RÚV og nokkrum lit- um og það eru nokkrir sem hafa ekki skilað heilu dagsverki síðan,“ segir hann og hlær. „Þetta hefur alltaf verið mitt jóga og mín hugleiðing, að teikna,“ segir Sævar, sem eyðir frítíma sínum á kvöldum og um helgar í teikn- inguna. „Þetta gefur mér mjög mikið. Maður fer í hálfgerðan trans, dettur í einhvern rytma. Þetta er eins og að prjóna eða eitthvað, endur- teknar hreyfingar, það er eitthvað róandi við það. Svo dansar þetta á einhverri línu, það er ein skilgreining á einhvers konar geðveiki að standa í endurtekinni mynsturgerð,“ segir hann og hlær. Daginn sem bókin kom út var Sævar í smá stressi heima og ákvað allt í einu að taka til í bókaskápnum hjá sér. „Þá rakst ég á BA- ritgerðina mína úr Listaháskólanum, sem ég var ekkert með í kollinum. Hún ber titilinn „Dægradvöl brjálæðings“. Skemmtileg tenging þar,“ segir hann og hlær en bætir við að hann sé rólegur maður í dag þótt hann hafi líklega ekki verið það sem barn og unglingur. „Það er þá betra að geggjunin sé bara á pappír!“ Dreymir um sveitina Blaðamaður rýnir í margslungnar teikningar sem virðast óaðfinnanlega teiknaðar. Hvað gerirðu ef þú gerir mistök, byrjarðu þá upp á nýtt? „Þá held ég bara áfram. Það hefur alveg kom- ið fyrir að ég ligg uppi í sófa að teikna og krakk- arnir að hlaupa um og rekast í mig. Ég byrja eiginlega aldrei upp á nýtt, það er ofsalega sjaldgæft að ég hendi einhverju í ruslið. Mér finnst bara skemmtilegt að þurfa að leysa það.“ Þegar Sævar er ekki að vinna er hann fljótur að láta sig hverfa úr höfuðborginni vestur á firði, þar sem fjölskyldan á eyðijörð í Kvígindis- firði. „Ég er þar eins mikið og ég get yfir sumar- tímann. Þetta er algjör paradís fyrir börn, og alla. Mig hefur alltaf langað að prófa að vera þarna einn vetur. Það býr enginn þarna í sveit- inni og mjög dapurt símasamband. Ef ég gæti einhvern veginn búið þar og gengið um í gúmmístígvélum og teiknað svolítið þá myndi ég gera það.“ Sævar segist alltaf vera síkrotandi og ákvað að gefa það út í formi full- orðinslitabókar. Morgunblaðið/Ásdís Geggjun á pappír Út er komin ný íslensk litabók fyrir fullorðna eftir Sævar Jóhannesson, listamann og graf- íker. Brjálæðislega róandi er titill bókarinnar og segir allt sem segja þarf. Sævar notar penna, gráðuboga, sirkil og skapalón til að skapa margslungnar teikn- ingar sem áhorfandinn fær svo að lita eftir sínu höfði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Maður fer í hálfgerðan trans,dettur í einhvern rytma. Þettaer eins og að prjóna eða eitthvað,endurteknar hreyfingar, það er eitthvað róandi við það. Svo dansar þetta á einhverri línu, það er ein skilgreining á einhvers kon- ar geðveiki að standa í endur- tekinni mynsturgerð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.