Morgunblaðið - 06.07.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Páll á Reynatúgvu, formaður (for-
seti) færeyska lögþingsins, frestaði
þinginu óvænt í gær og sendi þing-
menn í sumarfrí. Lögþingið kemur
líklega ekki saman aftur fyrr en á
Ólafsvöku 29. júlí þegar nýtt þing
hefst.
Umdeilt frumvarp færeysku
landsstjórnarinnar um nýskipan í
sjávarútvegsmálum verður því ekki
að lögum nú. Frumvarpið kveður
m.a. á um uppboð á kvótum og veiði-
dögum og afnám eignar útlendinga í
færeyskum sjávarútvegi. Leggja
þarf frumvarpið fram á nýjan leik á
nýju þingi.
Fram kom í færeyskum fjöl-
miðlum síðdegis í gær að Páll á
Reynatúgvu, þingformaður, hefði
sagt að ekki hefði verið full eining
innan stjórnarmeirihlutans um frum-
varpið. Því hefði hann ákveðið að
senda þingið í frí.
Kaj Leo Johannesen, lögþings-
maður Sambandsflokksins og fyrr-
verandi forsætisráðherra, er í stjórn-
arandstöðu. Hann sagði að
lögþingsformaðurinn hefði ákveðið
upp á sitt eindæmi að slíta þinginu.
„Hann taldi það ekki forsvaran-
legt að keyra í gegn mikilvægt laga-
frumvarp um fiskveiðar okkar,“
sagði Kaj í samtali við Morgunblaðið.
Miklir hagsmunir væru í húfi og ekki
tími til að ræða málið nægilega vel.
Því þyrfti að taka málið aftur upp á
nýju þingi.
Nokkrar ástæður nefndar
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins eru nokkrar ástæður taldar
vera fyrir því að lögþinginu var slitið
svo óvænt.
Gerðar voru 42 breytingar á
frumvarpinu síðastliðinn fimmtudag.
Vinnunefndin, sem er ein af fasta-
nefndum lögþingsins, fékk frum-
varpið til meðferðar. Ekki var búið
að útskýra fyrir nefndinni hvaða af-
leiðingar breytingarnar myndu hafa.
Það fylgir sögunni að nefndarmenn
hafi verið ósáttir við hve margir ráð-
herrar voru fjarverandi og gátu ekki
setið fyrir svörum. Einn ráðherra
var fjarverandi vegna embættis-
starfa erlendis og sumir komnir í
sumarfrí. Það þótti ótækt að afgreiða
svo mikilvægt lagafrumvarp að ráð-
herrunum fjarverandi.
Þá munu meirihlutinn og minni-
hlutinn hafa verið sammála um að
ekki væri hægt að afgreiða frum-
varpið því það stangaðist á við
stjórnarskrána vegna Hoyvíkur-
samkomulagsins.
Orðrómur um vantraust
Loks var orðrómur um að
minnihlutinn hygðist bera fram van-
trauststillögu á Högna Hoydal
sjávarútvegsráðherra. Ekkert varð
af því vegna þess að þingið var sent
heim. Færeyska landsstjórnin hefur
aðeins eins þingmanns meirihluta
eða 17 þingmenn af 33. Hefði van-
trauststillagan verið borin fram hefði
þurft að taka hana strax til af-
greiðslu. Ekki var víst að tekist hefði
að ná öllum þingmönnum heim til að
ríkisstjórnin stæðist vantrauststil-
löguna.
Lögþingið var óvænt sent í sumarfrí
Umdeilt fiskveiðifrumvarp verður ekki að lögum í Færeyjum að sinni Ekki full eining innan
stjórnarmeirihlutans Margar breytingar gerðar Taka þarf málið upp á nýju þingi eftir Ólafsvöku
Morgunblaðið/Ómar
Tinganes í Þórshöfn Deilt hefur verið um nýskipan í sjávarútvegsmálum á
færeyska lögþinginu síðustu daga, en þingmenn eru nú komnir í sumarleyfi.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
„Ég fékk ytra mat á þau gögn sem
lágu fyrir og niðurstaðan var að það
þyrfti frekari rökstuðning til að
mæla með sameiningu skólanna. Í
ljósi þess þá er ég ekki að dvelja
lengur við þetta og ákvað að létta
þessari óvissu,“ segir Kristján Þór
Júlíusson mennta- og menningar-
málaráðherra. Í tilkynningu
mennta- og menningarmálaráðu-
neytisins í gær kemur fram að ekki
verði af sameiningu á rekstri Fjöl-
brautaskólans við Ármúla og
Tækniskólans að svo stöddu.
„Mennta- og
menningarmála-
ráðuneytið hefur
lokið greiningu á
gögnum sem
unnin voru um
hugsanlega sam-
einingu á rekstri
Fjölbrautaskól-
ans við Ármúla
og Tækniskólans.
Ráðuneytið fékk
einnig Miðstöð skólaþróunar við
Háskólann á Akureyri til að leggja
sitt mat á gögnin. Niðurstaða ráð-
herra er að ekki verði ráðist í að
sameina rekstur skólanna að svo
stöddu,“ segir í tilkynningunni.
Kristján Þór ítrekar í samtali við
Morgunblaðið að engin ákvörðun
hafi verið tekin um að sameina
skólana heldur var einungis verið
að skoða möguleikann á því og nú
hefur verið tekin ákvörðun um að
slíkt verði ekki gert.
Fækkar á framhaldsskólastigi
Í tilkynningunni kemur einnig
fram að gerð verður greining á ein-
stökum landsvæðum eða klösum
skóla, sem og greining á einstökum
skólum með tilliti til styrkleika og
veikleika þeirra. Þá telur ráðuneyt-
ið nauðsynlegt að athuga þá kosti
sem í stöðunni eru þegar nemend-
um á framhaldsskólastigi muni
væntanlega fækka um 600 á ári á
höfuðborgarsvæðinu auk þess sem
fyrirsjáanlegar eru breytingar á
nemendafjölda annars staðar á
landinu.
Segir ráðuneytið að nauðsynlegt
sé að gera ítarlegri athuganir á
stöðu framhaldsskólanna í landinu
og þróun starfsemi þeirra á næstu
árum, meðal annars vegna fyrirsjá-
anlegra breytinga á nemendafjölda
vegna styttingar náms til stúdents-
prófs, stærðar árganga á næstu ár-
um, námsframboðs og annarra
þátta.
Ekki verður af sameiningu
Mati á kostum og göllum sameiningar FÁ og Tækniskólans er lokið Skólarnir
verða ekki sameinaðir Greining verður gerð á einstökum skólum og landsvæðum
Kristján Þór
Júlíusson
Glerhúsið sem tengir Laugaveg 4 og 6 við Skóla-
vörðustíg 1A er nú að verða tilbúið en fram-
kvæmdir á reitnum hófust fyrir um tveimur ár-
um. Húsið er tæplega 900 fermetrar, kjallari og
tvær hæðir. Reykjavíkurborg keypti Laugaveg 4
og 6 snemma árs 2008. Var það í tengslum við
myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Hug-
myndin var að viðhalda hinni gömlu götumynd
við Laugaveginn neðanverðan. Þegar ljóst varð
að kostnaður við að gera húsin upp yrði gríðar-
legur var ákveðið að selja húsin tvö árið 2014.
Húsið við Laugaveg 6 var flutt til Hafnarfjarðar
meðan á framkvæmdum stóð en nú fer fram-
kvæmdum að ljúka og komin er lokamynd á reit-
inn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Glerhýsi og gömul hús mætast á Laugaveginum
Makrílvertíðin hefur farið vel af
stað, að sögn Ingimundar Ingi-
mundarsonar, útgerðarstjóra upp-
sjávarskipa hjá HB Granda. Tvö
skip fyrirtækisins, Venus og Vík-
ingur, eru á makrílveiðum og voru
þau á Papagrunni fyrir austan
land, bæði í öðrum túr vertíðar-
innar.
Ingimundur segir makrílinn líta
vel út og allan vera hæfan til
manneldis. Hann segir menn renna
blint í sjóinn þegar kemur að er-
lendum mörkuðum en gerir ráð
fyrir svipuðu verði í erlendri mynt
og í fyrra. Það þýði 15-20% sam-
drátt í íslenskum krónum.
Árið 2015 settu Rússar við-
skiptabann á sjávarafurðir frá Ís-
landi. Aðalmarkaðurinn fyrir
frystan, slógdreginn og hausaðan
makríl hafði verið í Rússlandi og
segir Ingimundur að því hafi þurft
að leita á ný mið. Menn séu alltaf í
leit að nýjum markaðssvæðum.
Mikið sé selt til Austur-Evrópu, til
dæmis Hvíta-Rússlands og Pól-
lands, og líka til Afríku.
agunnar@mbl.is
Makrílvertíð
hefur farið
vel af stað
Krónan veldur
vandræðum
Til stendur að flytja suður til Hafn-
arfjarðar nær 1.000 gripi sem fund-
ist hafa við fornleifarannsókn í
Dysnesi við Eyjafjörð. Grafir þar
eru að öllum líkindum frá 10. öld.
Í Dysnesi standa yfir umfangs-
miklar rannsóknir á kumlum sem
þar fundust og fer Guðrún Alda
Gísladóttir, fornleifafræðingur hjá
Fornleifastofnun Íslands, fyrir
rannsókninni. Hún segir bróður-
part gripanna, eða um 900 talsins,
vera nagla. Ljóst er að efnamenn
hafa verið á ferð en vopn hafa fund-
ist í öllum gröfum.
Gripirnir verða nú fluttir í nýjar
geymslur Þjóðminjasafnsins við
Tjarnarvelli í Hafnarfirði en þar
verða þeir til rannsóknar í vetur.
Guðrún vonast til að gripirnir
komi fyrir sjónir almennings á
Þjóðminjasafninu að því loknu.
1.000 munir
hafa fundist
á Dysnesi