Morgunblaðið - 06.07.2017, Side 8

Morgunblaðið - 06.07.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Það er alveg rétt hjá stjórnskip-unar- og eftirlitsnefnd að það er rannsóknarefni hvernig unnið var að því að loka neyðar- brautinni á Reykjavíkurflugvelli.    Og það er réttsem fram kemur í samtali Morgunblaðsins við Njál Trausta Frið- bertsson, þing- mann Sjálfstæðis- flokksins, að ástæða er til að rannsaka hvernig áhættumat var unnið vegna þeirr- ar breytingar að loka neyðar- brautinni.    Og það er auðvitað rann-sóknarefni hvernig stóð á því að ríki og Reykjavíkurborg gerðu samkomulag um að neyðar- brautinni yrði lokað.    Það er líka rannsóknarefni aðsamkomulag um svo ríka hagsmuni hafi runnið í gegn umræðulaust.    Þá er mikið rannsóknarefnihvers vegna brautinni var lokað varanlega áður en heimild lá fyrir af réttum opinberum aðilum.    Ennfremur er rannsóknarefniað borgaryfirvöld telji sig geta tekið Reykjavíkurflugvöll út af skipulagi og ætlist til að völlur- inn hverfi í tveimur viðbótar- áföngum, árið 2022 og 2024.    Loks er verulegt rannsóknar-efni hvernig stendur á því að ríkisvaldið lætur borgaryfirvöld þrýsta þessari sérvisku sinni áfram mótspyrnulítið, þegar ljóst er að mikill meirihluti lands- manna, þar með talið Reykvík- inga, vill halda flugvellinum. Njáll Trausti Friðbertsson Rannsóknarefni STAKSTEINAR Gorenje – gæðatæki – gott verð Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18. Allt fyrir eldhúsið Veður víða um heim 5.7., kl. 18.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 14 skýjað Nuuk 3 rigning Þórshöfn 12 léttskýjað Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 18 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 16 léttskýjað Lúxemborg 28 heiðskírt Brussel 25 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skýjað London 26 heiðskírt París 31 heiðskírt Amsterdam 22 léttskýjað Hamborg 19 skýjað Berlín 20 léttskýjað Vín 31 léttskýjað Moskva 17 léttskýjað Algarve 24 heiðskírt Madríd 34 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 heiðskírt Róm 32 heiðskírt Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 25 léttskýjað Montreal 24 léttskýjað New York 26 alskýjað Chicago 26 léttskýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:18 23:48 ÍSAFJÖRÐUR 2:25 24:51 SIGLUFJÖRÐUR 2:04 24:38 DJÚPIVOGUR 2:36 23:29 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Wow air býður viðskiptavinum sín- um upp á svokallaða hraðleit, þ.e. að komast hraðar í gegnum öryggisleit á Keflavíkurflugvelli. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air, segir að hér sé um að ræða möguleika sem verður í boði fyrir þá sem bóka Wow biz- pakkann. „Eins og er tilheyrir þetta Wow Biz-sætum en þessi vara mun standa öllum til boða á næstunni,“ segir Svanhvít og tekur sérstaklega fram að ekki sé verið að gefa afslátt á öryggiskröfum. „Það er verið að bjóða upp á hraðleið í öryggisleit. Það er engin breyting á leitinni sjálfri, hún fer fram á sama hátt.“ Hraðleitin verður á sama stað og önnur öryggisleit að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, en hann segir fyrirkomulagið svipað og gengur og gerist á flug- völlum annars staðar. „Hraðleitin er merkt sérstaklega á farseðlum farþega og afmörkuð með sérstöku hliði sem brottfarar- seðillinn hleypir fólki inn um eða heldur úti,“ segir Guðni. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem boðið er upp á hraðleit sem þessa á Keflavíkur- flugvelli. Hraðleit í boði fyrir farþega Wow  Í fyrsta sinn í boði á Keflavíkurflug- velli  Enginn aflsáttur á öryggiskröfum Morgunblaðið/Þorkell Biðröð Væru ekki flestir til í að losna við röðina í öryggisleitinni? Ríkisútvarpið var í gær dæmt til að greiða frétta- manninum Adolf Inga Erlingssyni 2,2 milljónir í bætur auk 1,4 milljóna í máls- kostnað vegna eineltis og upp- sagnar, en honum var sagt upp störfum í nóvember 2013. Í samtali við mbl.is segir Adolf að um sé að ræða fullnaðarsigur fyrir sig. Bæði séu honum dæmdar bætur fyrir ein- elti og þá komist dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hafi verið ólögleg. Adolf segir jafnframt að hann hefði frekar viljað leysa málið með öðrum hætti og að þáverandi yfir- stjórn RÚV hefði átt að takast á við málið þegar það kom upp. Þá hefði hann einnig viljað að núverandi út- varpsstjóri hefði meint það þegar hann sagðist vilja leita sátta í málinu á sínum tíma. Ekkert hefði hins veg- ar orðið úr þessari meintu sátt og því hefði hann farið fram með málið. Segir Adolf að sátt á sínum tíma hefði bæði getað sparað RÚV tals- verða fjármuni og niðurlægingu. Adolf Ingi Erlingsson Adolf Ingi fær bætur  Uppsögn RÚV dæmd ólögmæt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.