Morgunblaðið - 06.07.2017, Síða 14

Morgunblaðið - 06.07.2017, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Bæjarhátíðir sumarið 2017 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Goslokahátíð Vestmannaeyja er um helgina og af því tilefni er í bænum fjölbreytt dagskrá sem hefst í dag. Tónlist, myndlistar- sýningar, íþróttaleikir og skemmtanir fyr- ir börn og fjöl- skyldur eru í boði og má svo áfram telja. Vænta má að að- sókn verði góð, en undanfarin ár hafa á bilinu 4.000 til 5.000 manns sótti viðburði þessarar há- tíðar sem nú er haldin í 19. sinn. Færist milli kynslóða Inntak þessarar bæjarhátíðar er að minnast þess að það var í júlí- byrjun 1973 sem hægt var að lýsa yfir að eldgosinu sem hófst 23. jan- úar það ár væri lokið. Eigi að síður er þessi hátíð haldin svo í raun og sann lýkur gosinu aldrei. „Þegar 25 ár voru liðin frá lok- um eldgossins var hér efnt til bæj- arhátíðar sem var valinn staður í Fjölbreytt Goslokahátíð í 18. sinn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ljósm/Óskar Páll Friðriksson Stemning Það er sannkölluð bæjarhátíð á Bárustígnum. Ljósm/Óskar Páll Friðriksson Kátína Sagt er að engir kunni betur að skemmta sér en Eyjamenn. Margrét Rós Ingólfsdóttir Vestmannaeyjabær Með fjöll í feldi grænum / mín fagra Heimaey, orti Ási í Bæ.  Sýningar, íþróttir og tónleikar á Skipasandi  Gos- inu lýkur aldrei  Góðir bakhjarlar sem leggja lið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lífríki hafsbotnsins vestur af landinu er nú kannað með djúpsjávarmynda- vélum. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í leiðang- urinn 29. júní og á honum að ljúka í lok þessarar viku. Leiðangursstjóri er Steinunn Hilma Ólafsdóttir, líf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Markmiðið með leiðangrinum er að kortleggja búsvæði á hafsbotninum vestur af landinu, það er á land- grunninu og í kantinum. Fyrra svæðið er um 85 sjómílur (157 km) vestur af Reykjanesi og er 5.900 ferkílómetrar að stærð, samkvæmt upplýsingasíðu verkefnisins (hafsbotninn.wordpress.- com). Þar er fjölbreytt botnlag, m.a. brattur landgrunnskantur með rás- um. Ýmislegt bendir til þess að kóral sé að finna í kantinum. Hitt svæðið er út af Vestfjörðum og er það um 7.000 ferkílómetrar. Heimildir benda til að þar séu svampasvæði og auk þess eru þar mjög fengsæl fiskimið. Kóralar á yfir 500 metra dýpi Í fyrradag var búið að fara í 44 kaf- anir með myndavélunum. Þar af voru 32 á syðsta svæðinu vestur af Reykja- nesi. Fimm voru á hrygningarslóðum steinbíts á Látragrunni en steinbítur- inn hrygnir gjarnan á 160-200 metra dýpi. Hrygningarsvæðið hefur verið verndað og þykir áhugavert að skoða lífríkið þar. Það vakti sérstaka athygli þegar leiðangursmenn rákust á kórala á 510 metra dýpi í kantinum út af Jökul- tungu. Kóralar hafa ekki verið mynd- aðir áður á þeim slóðum. Þar sáust bæði fallegir glókóralar og postulíns- kóralar. Einnig ægisdrekkur en það eru stórar samlokur sem skarta skærum appelsínugulum öngum. Ægisdrekkur eru gjarnan á kóral- svæðum. Mikið var myndað af kóröl- um í kantinum úti fyrir suðurströnd- inni í fyrri leiðöngrum. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs hjá Hafrannsókna- stofnun, sagði að þessi leiðangur væri hluti af stóru verkefni sem lá niðri um tíma en var endurvakið með leiðangri í fyrra. Verkefnið tengist óbeint kort- lagningu hafsbotnsins í kringum landið með fjölgeislamælingum. Þær sýna lögun hafsbotnsins með mikilli nákvæmni. „Til að hægt sé að kortleggja líf- ríkið almennilega þurfa fjölgeisla- mælingar af sama svæði eiginlega að liggja fyrir,“ sagði Guðmundur. Leið- angurinn sem nú stendur yfir er sá eini sem farinn verður í þessu skyni á árinu. Langtímaverkefni Guðmundur segir að eftir gagna- öflunina taki við mjög tímafrek úr- vinnsla myndefnisins. Fara þarf í gegnum allar myndirnar, jafnt hreyfimyndir og ljósmyndir, og greina lífverurnar sem á þeim sjást. Upplýsingarnar sem þannig er aflað verða síðan settar í líkön sem notuð verða til að segja fyrir um lífríkið á slóðum sem ekki verða mynduð. Guðmundur segir að það að kort- leggja lífríkið á hafsbotni sé mjög tímafrekt og verkefnið eigi eftir að standa yfir í mörg ár. Rannsóknin hefur leitt margt í ljós sem ekki var vitað áður. Þannig hafa t.d. komið í ljós breiður af kórölum og svömpum á áður óþekktum stöðum. Kóralar höfðu aðallega fundist undan suðurströndinni. Vísbendingar voru um að kórala væri að finna á sjávar- botninum vestan við landið og nú hef- ur fengist staðfesting á því. Hafsbotninn grandskoðaður  Hafrannsóknastofnun kannar lífríkið á hafsbotninum með fullkomnum myndavélum  Búsvæði lífvera vestur af landinu kortlögð í þessari umferð  Langtímaverkefni sem tekur mörg ár að ljúka Ljósmyndir/Hafrannsóknastofnun Á 510 metra dýpi Ægisdrekkur skartar skærum appelsínugulum öngum. Einnig sést postulínskórall og svampur. Litadýrð Í fyrra var lífríkið kannað við Djúpálinn, Halann norðaustur af Horni, á Kolbeinseyjarhrygg og í kantinum suður af Selvogsbanka. Neðansjávarmyndavélar, ljós, hljóðsjá og staðsetningarbún- aður eru á grind sem er dregin hægt rétt ofan við hafsbotn- inn. Tekin eru 600 metra löng snið í hverri umferð. Um borð er fylgst með í gegnum ljós- leiðara. Veki eitthvað sérstaka athygli er grindinni slakað nið- ur á botninn og aðdráttarlinsa notuð til að skoða fyrirbærið nánar. Botn í beinni LÍFRÍKIÐ SKOÐAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.