Morgunblaðið - 06.07.2017, Side 19

Morgunblaðið - 06.07.2017, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Kappsemi Þrítugasta N1-mót KA á Akureyri hófst í gær og stendur til laugardags. Hér er Haukamaður með boltann, en leikmaður Breiðabliks fylgist með honum. Mótið er fyrir 5. flokk drengja og það langstærsta til þessa, keppendur eru um 1.900 frá 188 félögum. Á þessum fjórum dögum sem mótið fer fram verða 792 leikir sem standa yfir í alls 23.760 mínútur. Skapti Hallgrímsson Það virðist engu skipta hvort hér ríkir kreppa eða hagsæld, því hvernig sem árar eru efnahagslegir mæli- kvarðar lagðir til grundvallar almennri umræðu og fréttaflutn- ingi. Mörg fögur orð hafa verið látin falla um að við Íslendingar séum rík þjóð í fjárhagslegu tilliti. Það má til sanns vegar færa og full ástæða er til að minna á það reglulega hvílík umskipti hafa orðið í efnahagslífi þjóðarinnar á síðustu ár- um og áratugum. Ef horft er eina öld aftur í tímann verður efnahagslegum aðstæðum Íslendinga líklegast best lýst með því að hér hafi orðið hrein umbylting til hins betra. Á tyllidögum er minna rætt um fórnarkostnaðinn, m.a. hvort hagvöxturinn og framfar- irnar hafi leitt til þess að umskipti hafi orðið á dyggðum og löstum, þ.e. hvort skammarlegustu brestir mann- kyns eins og öfund og aurasýki þyki nú á tímum lofsverðir eiginleikar. Ég set þessar línur á blað eftir að hafa rekist á eftirfarandi tilvitnun til ræðu sem Robert F. Kennedy flutti árið 1968, aðeins þremur mánuðum áður en hann var skotinn til bana í Los Angeles: „Verg árleg þjóðarframleiðsla okk- ar telur nú meira en 800 milljarða dala. En sú framleiðsla tekur til loft- mengunar, sígarettu- auglýsinga og sjúkrabíla sem hreinsa mannfallið af þjóðvegum okkar. Hún nær til sérsmíðaðra lása á húsum okkar og fangelsanna fyrir fólkið sem brýtur upp lásana. Hún telur eyðingu skóga með og náttúru- undur sem glatast vegna óreiðukenndrar út- þenslu byggðar. Þjóðarframleiðslan nær yfir napalmsprengjur og kjarna- odda og brynvarða lögreglubíla sem notaðir eru til að berja niður óeirðir í borgum okkar. Hún tekur til […] sjónvarpsefnis sem upphefur ofbeldi í þeim tilgangi að selja börnum okkar leikföng. En þjóðarframleiðslan reiknar ekki út heilsufar barna okkar, gæði menntunar þeirra eða gleðina í leik þeirra. Hún mælir ekki fegurð ljóða okkar eða styrk hjónabanda okkar, skynsemi opinberrar rökræðu eða heilindi embættismanna okkar. Hún mælir hvorki andlegt jafnvægi okkar né hugrekki, hvorki visku okk- ar né þekkingu, hvorki samúð okkar né hollustu við landið okkar. Hún mælir í stuttu máli allt nema það sem gerir lífið þess virði að lifa því. Og hún getur sagt okkur allt um Bandaríkin nema hvers vegna við erum stolt af því að vera Bandaríkjamenn.“ Kennedy var gagnrýninn á barátt- una gegn efnahagslegri fátækt vegna þess hún endurspeglaði rangar áherslur. „Jafnvel þótt okkur tækist að eyða slíkum efnahagslegum skorti þá bíður okkar annað stærra verkefni. Það er að berjast gegn skorti á lífs- ánægju … sem þjakar okkur öll.“ Tæpri hálfri öld eftir að þessi orð voru töluð eiga þau enn fullt erindi því íbúar heimsins virðast nú, sem aldrei fyrr, ofurseldir því takmarki að safna veraldlegum auði. Þótt telja megi dap- urlegt að framþróunin hafi ekki orðið önnur þarf það ekki að koma neinum á óvart. Allt frá tímum Aristótelesar hafa heimspekingar og stjórnmála- menn flutt röksemdir fyrir því að fjár- hagslegur auður sé ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að lifa „góðu lífi“. Hið góða líf er þó furðu lítið áber- andi í umræðum um löggjöf, stjórn- mál og samfélagsmál nú á tímum. Rökstuðningur stjórnmálamanna fyrir því hvers vegna eigi að innleiða stefnumál þeirra byggist nú á tímum á þrenns konar röksemdum, þ.e. að tillögur þeirra fjölgi valkostum fólks, auki hagkvæmni og verndi réttindi fólks. Minna ber á röksemdum þess efnis að tillögurnar muni gera okkur betur kleift að búa í siðuðu samfélagi eða lifa góðu lífi. Mælaborð þjóðmál- anna sýnir efnahagslega mælikvarða en ekki þá sem Robert Kennedy gerði að umtalsefni árið 1968. Frelsis- áherslur birtast í ýmsum búningi, t.d. að fólk eigi að hafa val um alla skap- aða hluti. Eftir stendur himinhróp- andi spurning sem aldrei er svarað: Til hvers eigum við að nota þetta frelsi og í hvaða tilgangi erum við að safna þessum peningum, lausafjármunum og allri þessari steinsteypu? Þetta er sérstakt vegna þess að öll menning sem risið hefur hátt í mannkynssög- unni hefur gert þetta að lykilspurn- ingu: Hvernig lifum við góðu lífi? Nú er það ekki hið góða líf sem við höfum áhuga á, heldur bara lífið sem slíkt: Hvernig við getum gert lífið auð- veldara, þægilegra og hvernig við get- um lengt það sem mest. Slíkt inni- haldsleysi hefði verið mörgum fyrri tíðar manninum fjarlægt. Aristóteles taldi að maðurinn, líkt og allt annað sem lifir, hefði tilgang og að tilgang- urinn væri sá að lifa góðu lífi. Gott líf miðar því að fullkomnun. Gott líf felst ekki í því að velta sér upp úr nautnum. Letinginn sem lifir í vellystingum alla ævi lifir ekki góðu lífi í þessum skiln- ingi, ekki frekar en sá sem slítur sér út eða jafnvel fórnar lífi sínu í þágu fyrirtækis, vörumerkis eða fjármuna sem hafa engan annan tilgang í sjálfu sér. Gott líf snýst ekki um að svala löngunum, metnaði eða hégóma, heldur skírskotar hið góða líf til þess að við stefnum að verðugu, réttu eða viðeigandi markmiði. Langanir okkar á að temja og beina þeim inn á réttar brautir í átt til þess sem er raunveru- lega þess virði að sækjast eftir. Besta leiðin til að þjálfa skynjun okkar í þessum efnum er að leggja rækt við siðrænt uppeldi og siðræna menntun. Sú ábyrgð hvílir ekki á foreldrunum einum og hún verður heldur ekki lögð alfarið á skólakerfið. Þetta er ábyrgð sem hvílir á samfélaginu í heild og þó sérstaklega nærsamfélaginu þar sem fjölskyldur, frjáls félagasamtök, trúarsöfnuðir og veraldlega þenkj- andi samtök, sem og stjórnmála- hreyfingar, gegna lykilhlutverki. Á tímum óhóflegrar einstaklingshyggju hafa stjórnmálin og kannski við öll lagt ónóga rækt við þessa grasrót en einblínt þess í stað á ríkisvaldið og miðstýrðar allsherjarlausnir. Pól- arnir hafa orðið tveir, einstakling- arnir annars vegar og ríkið hins veg- ar. Meðan þeirri tvíhyggju er leyft að dafna er hætt við að mikilvægustu innviðirnir, þ.e. fjölskyldan og nær- samfélagið, sem bera uppi öll heil- brigð samfélög, veikist úr hófi. Úr þessu þarf að bæta. Til þess þarf hug- arfarsbreytingu og mögulega nýja tegund samræðu. Eftir Arnar Þór Jónsson »Mælaborð þjóðmál- anna sýnir efna- hagslega mælikvarða en ekki þá sem Robert Kennedy gerði að umtalsefni árið 1968. Arnar Þór Jónsson Höfundur er hrl. og lektor við lagadeild HR. Stjórnmálin og hið góða líf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.