Morgunblaðið - 06.07.2017, Page 22

Morgunblaðið - 06.07.2017, Page 22
Ekki grunaði okkur lessyst- urnar þegar við sátum glaðar saman kvöldstund í maí að í dag yrði ein okkar kvödd í hinsta sinn. Við vissum að Lilja væri veik og að það tæki á hana andlega og lík- amlega, en síðasti spölurinn var styttri en okkur óraði fyrir. Við vorum bókelskar vinkonur sem hittumst mánaðarlega til að ræða heimsbókmenntirnar, nýj- ustu höfundana og það sem var efst á baugi. Það höfðum við gert allar götur síðan leiðir lágu sam- an þegar við vorum búsettar í Brussel. Við héldum hópinn eftir að heim var komið en tókum þá að hittast líka til að borða saman, ferðast og njóta lífsins. Lilja átti frumkvæðið að ferðalögunum sem hún skipulagði af umhyggju og röggsemi. Við vissum hvar yrði snætt, hvar tekinn síðdegis- drykkur, hvenær notið menning- ar eða verslað. Lilja vissi sem var að ef ekki væri rammi um svona ferðir færi tími til spillis. Hver stund skyldi vera gæðastund. Þetta átti líka við um ferðina sem hún treysti sér svo ekki í með okkur til Kaupmannahafnar. Lilja skipulagði, við nutum. Lilja var hávaxin, glæsileg og fáguð heimskona. Að arka um stórborg með henni svartklæddri, með sindrandi hár og dökk sól- gleraugu var upplifun. Maður gat kynnst nýjum ilmheimi á einum stað eða elt hana upp tvær tröpp- ur á öðrum og staðið þá óvænt í spennandi galleríi. Það var eins og hún væri innfædd eða innvígð hvert sem við fórum. Það var skemmtilegt að þramma með henni hálfa New York-borg til að finna nákvæmlega það sem hana vantaði. En ekki að villast, ónei, Lilja vissi upp á hár hvar hlutina var að finna. Til öryggis lét hún okkur hinum í té viðeigandi stæl- blöð til undirbúnings fyrir ferðir, bara svo við gætum haft við henni í „hippinu og kúlinu“. Lilja var nefnilega alltaf töff en líka dul, stundum um of, en hún hafði einstaklega blíða nærveru og það var ómetanlegt að njóta þess að vera innvígður í hennar heim. Það var gott að leita til Lilju, hún gaf manni af tíma sín- um, hlustaði af áhuga, ráðlagði af yfirvegun og var vakandi yfir vel- ferð vina sinna. Það var ekki held- ur töluð vitleysan um bækur. Lilju lá lágt rómur og hún hefði því auðveldlega getað orðið undir þegar við vinkonurnar vorum komnar á flug, en þegar hún tal- aði var eftir því hlustað, því hún kom svo oft auga á nýja tengingu eða hugsun sem bætti óvæntum vinkli við eða setti allt í samhengi. Þannig var Lilja: hún hugsaði um samhengið, bæði smáatriðin og heildarmyndina. Einu sinni höfðum við hugsað okkur að halda þorrablót á glæsi- legu heimili Lilju en niðurstaðan var sú að neysla á súrmeti væri Okkar fyrstu samskipti voru oft rifjuð upp með glotti. Óvitandi þess að skömmu síðar yrðir þú mín ofurkæra mágkona sagði ég þér að ég væri dáin eins og Þrá- inn. Hvað mér hafi nákvæmlega verið hugleikið á þeirri stundu kann mögulega að leynast í þeirri forspá að litlu síðar var ég dáin úr ást á þér, Kjartani bróður þínum og okkur sem heild. Með þessu upphafsstefi var mágkonusam- bandið innsiglað, án efa með ís- köldu kampavíni, milli þess sem frænkuljósin þín, Kára og Freyja, dældust inn í heiminn þinn. Þær urðu augasteinarnir þínir frá fyrsta degi og Vala mín græddi í einu vetfangi frænku með gullhjarta og galopinn faðm. Þær voru allar stelpurnar þínar, engu minni en okkar Kjartans. Þú klæddir þær, fæddir og glæddir með gleði þinni og vænt- umþykju sem var svo skemmti- lega áþreifanleg. Þú elskaðir litlu hlutina í lífi þeirra sem fáir aðrir en hlutdrægu foreldrarnir sáu og hélst þannig upp á krumpaðar og lítt metnaðarfullar barnateikn- ingar í bunkum sem hefðu fengið aðra útreið heima hjá okkur í Eskihlíðinni. Með þér var því óneitanlega skemmtilegt að deila mynda- og skilaboðasendingum, jafnvel heimshorna á milli, þar sem sögu- sviðið spönnuðu iðulega auga- steinarnir þínir. Hnyttinn textinn þinn setti svip sinn á söguna sem við skrifuðum saman undir mynd- efnum af augnablikum sem þurftu ekki að vera merkilegri en stelpurnar okkar klæddar heima- gerðum pappakössum á öskudag- inn til að vekja auðsótta hrifningu þína. Nú er það mitt að halda áfram að skrifa þessa sögu okkar stelpn- anna þó að sorgin yfir þeim stutta tíma sem þær fengu með þér sé þyngri en tárum taki. Okkur stelpurnar mun dreyma þig dag og nótt og munum tala um þig í svefni og vöku. Nú höldum við teinréttar áfram veginn með þig ávallt við hlið okkar þar sem með- ferðis verður að auki góður skammtur af „sófistíkeited“ blæ að hætti Lilju frænku. Til að loka hringnum okkar læt ég Klemen- tínudansinn fylgja með frá okkur stelpunum þar sem ég veit að hann fengi þig til að brosa í kamp- inn. Lángt fyrir utan ystu skóga árið sem að gullið fannst :/:einn bjó smiður út í móa og hans dóttir sem þú manst:/: Litla smáin, lofi fáin, lipurtáin gleðinnar, :/:ertu dáin út í bláinn eins og þráin sem ég bar:/: (Halldór Laxness.) Þín að eilífu, Kristín Gunnarsdóttir. ✝ Lilja Sturlu-dóttir fæddist í Reykjavík 20. júlí 1970. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. júní 2017. Foreldrar Lilju eru Sturla Þórðar- son lögfræðingur, f. 22. mars 1944 og Ásta Garðarsdóttir viðskiptafræðingur, f. 21. nóvember 1946. Bræður Lilju eru Kjartan, f. 27. desember 1975, sambýliskona hans er Kristín Gunnarsdóttir, f. 22. apríl 1979, og Halldór, f. 11. ágúst 1982, kvæntur Hebu Eir Jónas- dóttur Kjeld, f. 25. júlí 1989. Dæt- ur Kjartans og Kristínar eru Kára og Freyja og stjúpdóttir Kjartans er Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir. Sonur Halldórs og stjúpsonur Hebu er Gylfi Mar- on. Lilja ólst upp í Árbæjarhverf- inu. Hún gekk í Árbæjarskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1990. Hún lauk kandídats- prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands ár- ið 1996 og meistara- námi í þjóðarétti frá Háskólanum í Lundi árið 1998. Þá stund- aði hún skiptinám við Háskólann í Rotterdam. Eftir að Lilja lauk framhaldsnámi var hún sýslumannsfulltrúi hjá sýslu- manninum í Keflavík og síðan lögfræðingur ríkistollstjóra . Frá árinu 2001 starfaði hún hjá fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu, fyrst sem sérfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu og síðar sem fulltrúi ráðuneytisins í sendi- ráðinu í Brussel. Síðast starfaði Lilja sem skrifstofustjóri á lögfræðisviði ráðuneytisins. Útför Lilju verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 6. júlí 2017, kl. 16. ekki það sem okkur geðjaðist best. Í höndunum á Lilju varð þá til árlegt „mömmumatarboð“. Við hittumst til að útbúa mat sem við mundum eftir úr barnæsku en elduðum sjaldan. Gæðastundir í nostalgíu yfir kálbögglum og Ro- yalbúðingi. Af Lilju lærðum við að gera kröfur til andartaksins – að vafra ekki bara um stefnulaust heldur fara aðeins lengra til að upplifa eitthvað ógleymanlegt. Við þökkum okkar kæru vin- konu samfylgdina. Ástvinum hennar vottum við okkar dýpstu samúð. Anna Margrét, Ásta, Helga og Ragnheiður. Það er stórt skarð höggvið í líf margra með fráfalli kærrar vin- konu, Lilju Sturludóttur. Hún fór með sinni eðlislægu hógværð að hlutunum, var vinamörg og svo vel gefin, glögg og ráðagóð að eðlilegt var að leita með ýmis álitamál til Lilju. Öll mál, lítil sem stór, fengu viðeigandi athygli. Ég hef verið að reyna að rifja upp hvernig við kynntumst og niður- staðan er að leiðir okkar lágu bara endurtekið saman, mér til mikillar gleði og gæfu. Fyrst var það handboltinn, svo lagadeild Háskóla Íslands, samvera í Kaup- mannahöfn á stúdentsárum en svo fórum við að vinna saman hjá fjármálaráðuneytinu í góðum hópi og þá varð ekki aftur snúið. Þá vorum við nánast fjölskylda þau ár sem við vorum samferða í Brussel og slík bönd binda. Lilja var alltaf til í að ljá eyra, var mik- ill fagurkeri, gestgjafi og kokkur. Þar birtist örlæti hennar vel, hún var alltaf til í að gefa af sér og með sér svo aðrir fengju notið. Við vinir hennar eigum dýrmætar minningar um margar slíkar stundir. Hún kunni líka vel lagið á ungum gestum og dró fram sleikjó á ögurstundu ef tilfinning- arnar voru við það að bera þá of- urliði enda engin venjuleg föður- systir. Lilja var þrautseig og ætlaði ekki að láta veikindin sigra. Hún náði tveimur góðum ferðum rétt áður en hún kvaddi sem er svo dýrmætt. Söknuður- inn að fá ekki notið hennar lengur er mikill. Fjölskylda Lilju er afar sam- heldin og var henni sérlega hjart- fólgin. Missir hennar er sárari en orð fá lýst. Ég votta þeim og vin- um Lilju samúð mína. Erna Hjaltested. Kynni okkar Lilju hófust þeg- ar hún kom til starfa í fjármála- ráðuneytinu skömmu upp úr aldamótunum. Hún dró mig með sér í hlaupin, fyrst í hlaupahóp á vegum Námsflokka Reykjavíkur, svo í Laugaskokk. Fljótlega ákváðum við þó að vera bara tvær í okkar eigin hlaupahópi. Það var upphafið að vináttu sem aldrei bar skugga á. Á hlaupunum voru málin krufin í trúnaði, það var hlegið og stundum grátið. Eftir að hún hætti að hlaupa hófst okk- ar tveggja manna tal ævinlega með orðunum „af því að nú erum við að hlaupa“. Og við hlupum oft saman ýmist hálft maraþon eða heilt á götum erlendra borga en oftast í okkar eigin borg, hvort sem það var með hlaupaskó á fótunum eða „af því að nú erum við að hlaupa“. Ótal ferðir fórum við líka um veröldina víðu til að horfa á aðra hlaupa en aðallega þó til að upplifa eitthvað nýtt, kýla vömbina á góðum stað, eins og hún sagði, eða bjarga spjörum. Fyrstu hlaupaferðinni var varið í Boston, allt skipulagt fyrir fram, enginn tími mátti fara til spillis, lífsins var notið. Ferða- lög með henni voru bragðlauka- og skynjunarveislur. Um tíma dvaldi Lilja í Brussel við störf. Þá kom gleðiskemað til sögunnar yfir heimsóknir vina og vandamanna, allt til þess að skapa gleði í hversdaginn sem og húmor. Gleði og húmor var svo ríkur þáttur í lyndiseinkunn Lilju, fyrir sjálfri sér ekki síst. Skipulagshæfileikar hennar voru sér á parti, einnig sú natni og hlýja sem hún lagði í skipulagið. Allt var úthugsað, gjafir handa mömmu og pabba, Lilju ömmu, bræðrum og mágkonum, sængur- gjafir handa vinkonum, jólagjafir handa bræðrabörnum. Öllu var pakkað fallega inn, hvert smáat- riði hugsað í þaula, tímanum vel varið. Ef fara átti í ferðalag var alltaf byrjað á að hringja í Lilju. Hvaða hótel er smart í þessari borg eða hinni? Hvar er hægt að fá góðan mat að borða? Hvar er besta súkkulaðið? Hvaða búðir á maður að leggja áherslu á að fara í, hvaða bubblur á að drekka við þetta tækifærið eða hitt? Alltaf átti Lilja tillögur og hugmyndir og hafði á takteinum ráð og ábendingar. Liljan ljúfa er horfin á braut. Trúnaðarfundur á Kaffi Roasters á miðvikudögum „af því að nú er- um við að hlaupa“ er ekki lengur í gleðiskemanu, hún tók það með sér. Það er óendanlega sárt að kveðja góða vinkonu, sárast fyrir aldraða ömmu, foreldra, bræður og fjölskyldu en einnig fyrir okk- ur vinina sem hún sýndi ræktar- semi og bar svo ríka umhyggju fyrir. Nú hefur verið slökkt á still- ingarljósinu í holti. Bólstaður hef- ur verið tekinn í annarri vídd. Ég votta fjölskyldu og ástvinum Lilju mína dýpstu samúð. Minning hennar mun lifa í hjörtum okkar. Helga Jónsdóttir. Í hátt í 30 ár hefur hún Lilja verið mín stoð og stytta í gegnum lífið. Frá menntaskóla, saman í námi erlendis, í gegnum þykkt og þunnt – alltaf hefur hún verið til staðar, alltaf til í að hlusta, veita leiðsögn og hvetja mig. Endalaus- ar minningar um ferðalög, bíó- ferðir, bíltúra, kaffihús og matar- boð svo ekki sé minnst á löng símtölin svo foreldrum mínum og síðar börnum þótti nóg um þar sem lífsgátan, heimsmálin og líð- andi stund voru krufin til mergj- ar. Fúlt að Lilja fékk ekki að vaxa áfram og dafna, þroskast, þróast og njóta – en að njóta var það sem hún var svo góð í. Alltaf að skipu- leggja nýja upplifun, utanlands sem innan; ferðalög, leikhús og tónleikar. Þvílík forréttindi að þekkja hana og njóta þess að læra af henni. Ævintýri líkast var að ferðast til útlanda með henni – maður bara mætti – hún búin að kynna sér hvar væri best að fá sér að borða og hvar væri mest upp- lifun að fá sér kaffibolla eða eitt glas. Mér finnst ég hálf – að ég verði aldrei aftur heil – og sárs- aukinn, söknuðurinn og tóma- rúmið er mikið. Mikill er missir þeirra Ástu, Stulla, Kjartans, Halldórs, ömmu Lilju og allra hinna í fjölskyld- unni. Það er svo óendanlega sárt að hún hafi ekki fengið að fylgja bræðrabörnunum til fullorðins- ára. Þegar hún talaði um þau þá ljómaði hún. Nú er það hlutskipti okkar sem eftir stöndum, eins erfitt og það er, að halda áfram, lifa, njóta og minnast. Margrét Geirsdóttir. LAMB-ið var nafnið sem Lilja valdi okkur stelpunum við skipu- lagningu einhvers viðburðar. Lilja, Anna, Margrét og Bryn- hildur. Við kynntumst í Mennta- skólanum við Sund og eftir æv- intýraleg menntaskólaár styrktum við tengslin enn frekar. Um tíma fórum við þó hver í sína áttina, til útlanda í nám og störf en þegar allar voru komnar aftur heim gátum við notið fleiri sam- verustunda við sameiginleg áhugamál, góðar bækur, góðan mat og vönduð vín. Lilja sá alltaf til þess að hvergi væri slakað á kröfum í matseld, hráefnisöflun og nýjungagirni. Ekki að við hin- ar þyrftum mikið aðhald í þeim efnum, hver annarri metnaðar- fyllri „gourmet“. Við áttum vel skap saman þar og hörpuskel með chorizo, hindber í char- donnay-hlaupi, ítalskar kartöflu- pitsur og ótal aðrir réttir kalla fram ljúfar minningar um Lilju. Við fórum í fyrstu afmælisferð- ina okkar fjórar saman þegar við urðum 35 ára. New York með öll- um hennar lystisemdum var dásamlegur staður til að njóta saman. Við Margrét kunnum sér- staklega vel að meta hve vel Lilja og Anna skipulögðu þessa ferð og seinna aðrar. Þær gáfu sér góðan tíma til að finna mest spennandi staðina til að skoða, panta með góðum fyrirvara á eftirsóttum veitingastöðum og sjá til þess að skammur tíminn væri fullnýttur. Þó var alltaf tími til að slaka á og rölta í hægðum sínum. Það var líka aldrei stress í kringum Lilju. Nærvera hennar, hlýja og gjafmildi gerðu hana að einstakri vinkonu. Hún átti sína sérvisku en hún fór vel með hana. Við erum og vorum skemmtilega ólíkar allar, hver með okkar tikt- úrur. Seinna heimsóttum við Lilju til Brussel, fórum saman til Parísar, Bruges, Antwerpen og svo fóru þrjár okkar til New York á nýjan leik. Planið var svo að fara í fimm- tugsferð á fjarlægari slóðir. Ýms- ir áfangastaðir í Asíu höfðu verið nefndir í því sambandi og líða tók að skipulagningu. Það verður því ekki fullskipað í hópnum verði sú ferð að veruleika. Lilju verður sömuleiðis sárt saknað á árlegu jólaboði okkar fyrrverandi menntaskólafélaga. Það var áfall að frétta af veik- indum Lilju og hve hratt henni hrakaði undir lokin. Það kom þó ekki á óvart að Lilja skyldi kjósa að halda veikindum sínum fyrir sig á meðan þess var kostur og velja þess í stað að halda áfram að skapa góðar minningar á vina- fundum okkar. Söknuðurinn eftir Lilju er sár og erfiður og við sendum fjöl- skyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við munum orna okkur við ljúfar og litríkar minningar um Lilju, minnast góðu stundanna og áfram verður hellt í glas af góðu víni fyrir Lilju á fundum okkar vinkvennanna. Brynhildur og Anna Sigríður. Kæra vinkona, nú skilur leiðir og viljum við með þessum orðum tjá tilfinningar okkar, hversu kær þú varst okkur og hversu sárt við söknum þín. Ég minnist þín í vorsins bláa veldi, er vonin okkar stefndi að sama marki, þær týndust ei í heimsins glaum og harki, og hugann glöddu á björtu sumar- kveldi Ég sakna, þín ég syrgi farinn vin, í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn, er hóf sig yfir heimsins dægur glys. Á horfna tímans horfi ég endurskin, ég heyri ennþá glaða, þýða róminn, frá hreinni sál með hárra vona ris. (Steinn Steinarr) Elsku Ásta, Sturla, Kjartan, Halldór og fjölskyldur, við send- um ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hulda, Elín Ósk og Katrín. Það er óraunverulegt til þess að hugsa að hún Lilja hafi verið hrifin frá okkur í blóma lífsins. Það var þá ekki mánuður síðan hún var hjá okkur í París, mögu- lega eitthvað farin að kröftum, en með viljann að vopni og ákveðin í að taka þátt í ævintýrinu með okkur. Það var gott að njóta sam- verunnar við hana þessa daga, hárfínn húmorinn á sínum stað, lundin ljúf og Lilja næm á um- hverfi sitt sem endranær, blik í auga, enn fær um að njóta augna- bliksins. Við kynntumst Lilju þegar við vorum öll búsett í Brussel um tíma. Hún skipaði sér í hóp okkar sem kusum að búa fremur mið- svæðis í borginni og var fljót að melda sig í okkar raðir. Eða kannski vorum það einmitt við sem melduðum okkur hjá henni, því á sinn hægláta hátt var hún fljót að byggja upp sitt tengslanet og hafði lag á að skipuleggja fé- lagslíf sem spennandi var að taka þátt í. Fundvís á nýja staði og framandi rétti gat maður alltaf treyst því að vera þar sem púlsinn sló í fylgd með Lilju. Í Brussel bjó Lilja sér fallegt heimili við rue d’Ecosse og fyrr en varði var langi svarti leðursóf- inn mættur á staðinn, upphaf margvíslegra heilabrota! Það fór vel um hann þar sem hátt var til lofts og vítt til veggja en erfiðara reyndist að finna honum sama- stað þegar heim var komið. Það er hins vegar til marks um lynd- iseinkunn Lilju að hún stóð við sitt val og fann sér að lokum íbúð sem hentaði mubblunni. Það blandaðist enda engum hugur um að rétt var valið þegar rétti bú- staðurinn var fundinn og bar smekkvísi eigandans fagurt vitni. Heim komin héldum við áfram að treysta böndin. Það var alltaf gaman að koma til Lilju í Bólstað- arhlíðina og alltaf von á góðu þeg- ar Lukka bauð í Bólstað og sló upp veislu. Lilja hafði þann hátt á að fylgja til enda því sem hún tók sér fyrir hendur. Ef hún hóaði vinum saman í ítalska veislu var það ítalskt út í gegn. Sama átti við þegar stefnan var tekin á Horn- strandir í árlegri fjallaferð. Þá dugðu ekki minna en þrjár at- rennur til að gera þessu ægifagra svæði skil frá Hornbjargi, Hlöðu- vík og Hesteyri. Allt minnisstæð- ar ferðir hver á sinn hátt, farnar þrjú sumur í röð ýmist þrjú sam- an eða í félagi við aðra. Það eru minningar af þessu tagi sem leita á hugann þegar við kveðjum hjartkæra vinkonu sem kenndi okkur öðrum fremur að leggja rækt við vináttuna og láta okkur hag hvers annars varða. Við hugsum líka til foreldra henn- ar, bræðra og fjölskyldna þeirra sem stóðu henni alltaf nærri og við þekktum öll með nafni áður en við kynntumst þeim sjálfum. Slík var ræktarsemi Lilju við fjöl- skyldu sína og mér finnst að þannig hafi hún líka umgengist okkur vini sína, með umhyggju og hlýju sem umvafði okkur öll á þann hátt sem aldrei gleymist. Kristján Andri og Davíð. Ekki höfðum við minnsta grun um hversu veik Lilja var orðin þegar sameiginleg vinkona lét okkur vita viku fyrir andlát henn- ar. En það var hennar stíll. Hún var ekki mikið fyrir að flíka hlut- unum. Ég kynntist Lilju á sam- starfsárum okkar í Brussel sem einstaklega góðum starfsfélaga sem auðgaði vinnustaðinn með glettni sinni, hógværð og hlý- leika. Hún sinnti verkefnum sín- um sem fulltrúi fjármálaráðu- neytisins í sendiráðinu af alúð og elju. Greind hennar og fáguð framkoma gerði hana einnig að sérlega góðum fulltrúa síns lands í því flókna starfsumhverfi sem við bjuggum við í EES-samstarf- inu. En best náðum við saman í hlaupunum. Hún vélaði mig til þess að taka þátt með sér í 20 km árlegu maíhlaupi í Brussel árið 2009. Mjög eftirminnilegt hlaup. Og við urðum aldrei þreytt á að bera saman bækur um meint af- rek okkar á hlaupasviðinu í hvert sinn sem við hittumst eftir það. Það er sárt að kveðja Lilju sem er fallin frá langt um aldur fram. En eftir lifa góðar minningar og þakklæti fyrir vináttu og sam- verustundir í leik og starfi. Við Dóra sendum fjölskyldu og að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Haukur Jóhannesson. Lilja Sturludóttir 22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017  Fleiri minningargreinar um Lilju Sturludóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.