Morgunblaðið - 06.07.2017, Page 30

Morgunblaðið - 06.07.2017, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Handfræsi tennur - Dósaborar fyrir ti b málma flísar Þjónusta við tréiðnaðinn í yfir 30 ár MEIRI HRAÐI - LENGRI ENDING Flísaborar Demantsborar m ur, og Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur • Sími 564 1212 • asborg.is Fullt var út úr dyrum á tónleikum Gunnars Kvaran sellóleikara og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur píanóleikara í Listasafni Sigurjóns á Laugarnesi á þriðjudags- kvöldið var. Um var að ræða fyrstu tón- leikana í sumartónleikaröð safnsins. Urðu margir frá að hverfa og því verða tónleik- arnir endurteknir í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Flutt verða verk eftir Beethoven og Sjostakovitsj auk Til Merete sem Jónas Tómasson samdi til minningar um selló- leikarann Erling Blöndal Bengtsson og nefndi eftir ekkju tónlistarmannsins. Tónleikar Gunnars og Helgu endurteknir Dúó Gunnar Kvaran leikur með Helgu Bryndísi í kvöld. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Efnistökin eru um uppgjör frá fyrri tíð. Þetta fjallar aðallega um neyslu- heiminn og það sem tengist honum,“ segir tónlistarmaðurinn Franz Gunn- arsson, öðru nafni Paunkholm, um hljómplötu sína sem kom út nýverið, Kaflaskil. „Kaflaskilin felast í því að berjast við fíkn, segja skilið við hana og horfa fram á við. Lögin „Einn dag í einu“ og „Nýr dagur“ eru beinar skírskot- anir í það. Svo eru lög þarna sem hafa óbeina teng- ingu; „Tifandi lyf“ er t.d. um afleið- ingar svefnleysi og svefntruflana sem fylgja óreglulegu líferni. Það má kannski segja að svona áttatíu pró- sent af textanum séu tengd þessum heimi á einn eða annan hátt.“ „Maður gat ekki gert neitt án þess að vera í ákveðnu ástandi“ Á hljómplötunni eru lög sem Franz samdi á mjög löngu tímabili en hefur nú fyrst safnað saman á einni plötu. „Tímabilið nær frá því að ég var í þessari baráttu og þangað til ég var búinn að snúa blaðinu við,“ segir hann. „Þetta er allur skalinn. Lagið „Nýr dagur“ er t.d. samið á því tíma- bili þegar ég var í tómu tjóni en með væntingar og vonir um að geta breytt um lífsstíl. En þrátt fyrir að það lag hefði verið samið átti ég langt í land.“ „Lagasmíðin gerir það að verkum að öll platan er í raun og veru verk- efni til þess að sjá hvort ég gæti unn- ið músík edrú. Ég hef spilað inn á plötur síðan 1992 en þetta er fyrsta platan sem ég geri algerlega edrú. Eftir að hafa lifað og hrærst í þessum ólifnaði í mörg ár var mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvort maður gæti gert þetta, af því að bæði það að semja músík, taka hana upp og flytja hana var alltaf tengt einhvern veginn inn í þennan neysluheim. Maður gat ekki gert neitt án þess að vera í ákveðnu ástandi. Verkefnið var að sjá hvort ég gæti þetta án nokkurra efna.“ „Lagið „Afkvæmi“ var síðasta lag- ið sem ég samdi áður en ég fór að gera þessa plötu. Það var samið á meðan ég fylgdist með Sigmundi Davíð í frægu viðtali á ónefndri sjón- varpsstöð. Vinnutitillinn á því var „Afmeyjun á aflandseyju“ sem var eiginlega grín en ég var ekki að semja lagið í tengslum við viðtalið. Ég var bara með gítarinn við höndina á meðan það var í gangi og og laginu bara skaut niður eins og eldingu.“ Alger blekking „Það hefur sýnt sig og sannað að það var alger blekking að ég þyrfti að fara í einhvern annan raunveruleika til þess að geta búið til lög og texta,“ segir Franz. „Ég sé það núna að það var alger sjálfsblekking og í raun og veru er ég miklu frjórri núna og hef miklu meira gaman af því að gera þetta en ég hafði áður því þetta var orðið raunverulegt fangelsi. Ég gat ekki gert neitt án þess að þurfa að komast í eitthvert breytt ástand.“ Franz segir þó að efnistök laga hans og tónlistar hafi ekki breyst verulega við kaflaskilin. „Ég er ennþá sami karakterinn. Ég finn enga breytingu nema að nú spila ég þetta betur. Ég er með heilbrigðara vinnuferli. Áður fyrr komu mörg lög- in seint á nóttinni eða snemma á morgnana og ég mundi jafnvel ekki eftir þeim þegar ég ætlaði að skrifa þau niður. Núna vinn ég þetta með mjög skýrum hug og mæti í stúdíóið klukkan níu á morgnana, jafnvel eftir góða sundferð. Það er mesta breyt- ingin og ég er mun betri fyrir vikið.“ Hljómplatan kom út á rafrænu formi fyrir nokkrum mánuðum en er nú fyrst komin í verslanir. „Ég laum- aði plötunni út á afmælinu mínu 12. febrúar en fyrir mér er útgáfa ekki útgáfa fyrr en maður heldur á ein- hverju í höndunum,“ segir Franz. „Svo það er ekki fyrr en maður er með vínylinn í höndunum sem þetta er orðið að raunveruleika. Ég byrja ekkert að kynna þetta fyrr en platan er komin. Ég spilaði lög úr plötunni á Secret Solstice-hátíðinni. Það var fyrsta alvörukynningin á þessu verk- efni. Síðan ætla ég að spila eitthvað aðeins í sumar en ég held ekki eigin- lega útgáfutónleika fyrr en í haust. Það er rosalega erfitt að ná öllum mannskapnum saman sem kom að plötunni. Tónlistarfólk er alltaf svo upptekið. Ég ætla að leyfa þeim að klára sín sveitaböll og sínar bókanir og slá svo upp góðri tónleikaveislu í haust.“ Neyslumenningin og tónlistarmenningin „Það sem ég hef fengið til eyrna er mjög jákvætt,“ segir Franz. „Fólk hefur eindregið óskað eftir meiru, svona áframhaldi á þessu Paunk- holm-efni. Ég býst fastlega við að það verði gert eitthvað meira úr þessu. Fólk sem hefur verið að kljást við fíkn tengir við þessi lög. Ég hef fengið góð viðbrögð frá tónlistarsen- unni og heyrt fólk segja já, fyrst hann er að stíga fram og sigrast á þessu get ég kannski gert það sama. En þetta er rosalega einstaklings- bundin barátta. Ég veit að aðrir í mínum sporum hafa verið að kljást við akkúrat þetta, því neyslumenn- ingin og tónlistarmenningin haldast dálítið í hendur og það er erfitt að að- greina þetta. Það er erfitt að venjast þeirri tilhugsun að maður geti í raun og veru unnið að tónlist án þess að fara í eitthvert hugarástand.“ „Þetta er frekar villandi nafn,“ segir Franz um listamannsnafnið Paunkholm sem hann gengur undir á þessari plötu. „Þetta er ekki pönk- músík. Paunkholm er karakter sem fæddist í partíi á síðustu öld. Mér fannst gott að geta notað þennan karakter úr því af því að ég vildi síður en svo skella mínu eigin nafni fram til að byrja með. Það er fínt að geta falið sig á bak við einhvern karakter öðru hverju.“ „Þetta var orðið raun- verulegt fangelsi“  Tónlistarmaðurinn Franz Gunnarsson segir frá glímu sinni við fíkn á nýrri hljómplötu Paunkholm, Kaflaskil Ljósmynd/Magnús Helgason Paunkholm Franz Gunnarsson tók sér listamannsnafnið Paunkholm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.