Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 165. tölublað 105. árgangur
LEIKHÚSIÐ
VARPAR LJÓSI
Á MEINIÐ
ÉG ÆTLA AÐ
VERÐA KÓNG-
UR KLÁR
KNATTSPYRNU-
KONA SEM ER
SEIG Í GOLFI
BÍLAR SIGRÍÐUR LÁRA ÍÞRÓTTIRGÍSLI ÖRN GARÐARSSON 30
Enn sem komið er hefur sumarið
reynst kríunni fremur hagstætt.
Fari svo fram sem horfir má reikna
með að talsvert komist upp af ung-
um. Mikið hefur sést af ungri kríu.
„Kríunni hefur reitt vel af í sum-
ar. Nú er stöðugur sílisburður í
ungana og talsvert komið af ung-
um,“ sagði Sæmundur Kristjánsson
í Rifi. Krían varp þar að venju
snemma eða í byrjun júní. »10
Þokkalegt ástand
á kríunni í sumar
Framlegð minnkar mikið
» Bergur Rósinkranz, eigandi
Hótel Fróns á Laugavegi, segir
framlegðina hafa minnkað.
» Samningar séu oft í evrum
og því muni mikið um gengi.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel
Keflavík, segir afleiðingar af mikilli
styrkingu krónunnar farnar að birt-
ast í afbókunum ferðaheildsala.
„Við erum farin að sjá afbókanir í
vetur. Nú í fyrradag var til dæmis
ferðaheildsali að afbóka 40 hópa sem
áttu að vera í vetur. Það var hætt við
allar ferðirnar eins og þær leggja
sig. Önnur hótel sem voru með þessa
seríu hljóta að fá þessar afbókanir
líka,“ segir hann.
„Þetta er einn aðili af mörgum
sem eru að afbóka í heilu lagi. Hann
er hættur að selja ferðir til Íslands
út af verðinu. Ferðaheildsalar munu
beina ferðamönnum til ódýrari
landa, t.d. Noregs og Írlands.“
Kristófer Oliversson, fram-
kvæmdastjóri CenterHotels, óttast
að reksturinn hjá keðjunni verði
þyngri í vetur en undanfarin ár.
„Maður óttast að það verði á bratt-
ann að sækja. Við höfum reynt að
hækka verð í evrum. Þrátt fyrir það
höfum við engan veginn náð að halda
í við styrkingu krónunnar og verðið
hefur lækkað í krónum talið.“
Varar við hrinu afbókana
Hótelstjóri á Hótel Keflavík segir ferðaheildsala hafa afbókað 40 hópa í vetur
Býr starfsfólk hótelsins undir erfiðan vetur CenterHotels-keðjan lækkar verð
MAlls 111 með gistileyfi … »6
Morgunblaðið/Hanna
Áhrif Mikil styrking krónunnar hefur gert Ísland dýrara fyrir ferðamenn en áður. Einhverjir hugsa sig tvisvar um áður en haldið er til landsins.
Morgunblaðið/Ómar
Skuldir Borist hafa 244 umsóknir
um greiðsluaðlögun frá áramótum.
„Yngra fólk er stærra hlutfall af
hópnum núna heldur en áður,“ segir
Eygló Kristjánsdóttir, fjármála-
stjóri hjá Umboðsmanni skuldara.
„Við sjáum að hópurinn hefur
breyst töluvert frá því sem áður var.
Það er mun minna um fasteigna-
skuldir og meira um almennar
skuldir,“ segir hún. Umsóknum
fólks sem á í greiðsluerfiðleikum til
umboðsmanns fjölgaði á fyrstu sex
mánuðum ársins. Fjöldi umsókna til
umboðsmanns um greiðsluaðlögun,
ráðgjöf eða aðra fjárhagsaðstoð var
778 á fyrri helmingi ársins sem er
meiri fjöldi en á sama tímabili bæði í
fyrra og á árinu 2015. Umsóknir um
greiðsluaðlögun einstaklinga voru
244 á fyrstu sex mánuðum ársins en
þær voru 213 á sama tímabili í
fyrra.
,,Við sjáum að hópurinn hefur
breyst töluvert frá því sem áður var.
Það er mun minna um fasteigna-
skuldir og meira um almennar
skuldir,“ segir Eygló.
Af þeim málum sem er lokið hjá
umsjónarmönnum umboðsmanns á
árinu hafa náðst samningar í 75%
tilfella. omfr@mbl.is »10
Ungt fólk í fjárhagsvanda
Umsóknum hjá Umboðsmanni skuldara fer fjölgandi í ár
Við sýnatökur Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur hinn 7. júlí síðastliðinn
austan Faxaskjóls kom fram að
mengunin fór 200 falt yfir leyfilegt
hámark sem kveðið er á um í reglu-
gerð umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytisins nr. 798/1999 um frá-
veitur og skólp. Þannig mældust
20.000 saurgerlar í 100 millilítra sýni
sem þar var tekið en í reglugerðinni
segir að á útivistarsvæðum við fjörur
séu umhverfismörk fyrir saurmengun
yfirborðsvatns vegna holræsaútrása
þau að í 90% tilvika megi fjöldi hita-
þolinna kólíbaktería eða saurkokka
ekki fara yfir 100 á hverja 100 ml.
Samkvæmt upplýsingum frá Heil-
brigðiseftirlitinu munu sýnatökur á
fyrrnefndu svæði halda áfram næstu
daga. Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg kemur fram að Heilbrigðiseftir-
litið og Veitur ohf. hafi í gær fundað
vegna málsins. Hins vegar muni Heil-
brigðiseftirlitið eftir sem áður meta
hvert tilvik fyrir sig og hvort ástæða
sé til sýnatöku og viðvörunar til al-
mennings. »2
Mengunin
fór 200 falt
yfir mörk
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sýnataka Mikil mengun hefur mælst.
Mikil aukning hefur orðið í sölu
pakkaferða til útlanda undanfarið
og næstu vikur eru þéttbókaðar hjá
mörgum ferðaskrifstofum.
Fjölbreytni pakkaferða hefur
aukist með auknum flugsam-
göngum og fólk virðist fara til út-
landa oftar en einu sinni á ári. Þá
hafa starfsmenn á ferðaskrifstofum
orðið varir við mikla eftirspurn eft-
ir sérsniðnum hópferðum fyrir
stórfjölskyldur með uppsafnaða
ferðaþörf.
Forsala pakkaferða gekk vel í ár
en undanfarnar tvær vikur hefur
orðið sprenging í
bókunum og
dæmi eru um
metmánuði í sölu
hjá ferðaskrif-
stofum.
Tæplega 290
þúsund Íslend-
ingar flugu frá
Keflavíkur-
flugvelli fyrstu
sex mánuði árs-
ins sem er tæplega 15% aukning frá
fyrra ári en aldrei hafa jafn margir
Íslendingar farið til útlanda.
Uppsöfnuð ferðaþörf
hjá stórfjölskyldum
Íslendingar slá met
í utanlandsferðum.