Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
✝ Ingibjörg Eld-on Logadóttir
fæddist 17. febr-
úar 1950. Hún lést
á Hrafnistu í
Hafnarfirði 21.
júní 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Jónína
Helga Jónsdóttir,
f. 29.12. 1910 á
Gamla-Hrauni á
Eyrarbakka, d.
31.1. 1992, og Logi Eldon
Sveinsson múrarameistari, f.
28.9. 1907 í Reykjavík, d. 10.5.
1986. Bræður Ingibjargar eru:
Sigurbjörn Eldon Logason,
múrarameistari, f. 8. 4.1934,
Haraldur Eldon Logason múr-
arameistari, f. 1.6. 1938, d.
18.1. 2014, og Jón Eldon Loga-
son múrarameistari, f. 17.12.
1941.
Ingibjörg giftist 7.8. 1971
Geir Hallsteinssyni, íþrótta-
kennara og handknattleiks-
manni, f. 7. ágúst 1946. For-
eldrar Geirs voru Hallsteinn
Hinriksson íþróttakennari, f.
2.2. 1904, d. 10.10. 1974, og
Ingibjörg Árnadóttir hús-
móðir, f. 13.4. 1910, d. 10.1.
1990. Börn Ingibjargar og
Geirs eru: a) Arnar Eldon, f.
10.5. 1971, kvæntur Elínu Sig-
urðardóttur, f. 15.1. 1971. Son-
Reykjavíkur; Verkfræðistofu
Helga Þórðarsonar; Hagvirki
og hjá Skólaskrifstofu Hafnar-
fjarðar auk þess sem hún vann
sjálfstætt og teiknaði m.a. fyr-
ir verkfræðinga. Ingibjörg var
mikil listakona; málaði vatns-
lita- og olíumyndir, teiknaði
jólakort til styrktar félaga-
samtökum, myndskreytti
kennslubækur og hannaði lógó
fyrir fyrirtæki og stofnanir,
m.a. djáknamerki Íslands. Hún
starfaði í Systrafélagi Víði-
staðakirkju í mörg ár og lagði
kirkjunni margt til.
Ingibjörg hafði gaman af að
ferðast og bjó í Þýskalandi
þegar Geir spilaði þar með
þekktustu handboltaliðum
Þýskalands. Hún lærði þýsku
og talaði og las það mál. Ingi-
björg hafði gaman af að fá
gesti og veisluborð hennar og
velgjörðir af smekkvísi fram
reiddar. Ingibjörg og Geir
byggðu sér hús að Sævangi 10
í Hafnarfirði, – þá í nýju
hverfi í fallegu hrauninu. Ingi-
björg hafði gaman af garð-
rækt og eitt árið fékk garður
hennar verðlaun sem fallegasti
garðurinn í Hafnarfirði. Ingi-
björg Eldon var heilsuhraust
en fyrir fjórum árum greindist
hún með sjaldgæfa heilabilun
sem miskunnarlaust sótti á.
Hún vissi vel að hverju stefndi
og tók æðrulaus á móti því
sem koma skyldi.
Útför hennar fór fram í
kyrrþey, að hennar eigin ósk,
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
30. júní 2017.
ur Arnars og Sus-
an Domash er Nói,
f. 3.8. 2005; b)
Brynjar Eldon, f.
25.10. 1977,
kvæntur Gunni
Sveinsdóttur, f.
15.3. 1980. Börn
þeirra: Ingibjörg
Eldon, f. 10.9.
2006, og Anna
Eldon, f. 21.4.
2012. Dóttir Gunn-
ar og Ásgeirs Hilmarssonar er
Þórey Anna, f. 3.11. 1997. c)
Logi Eldon, f. 10.10. 1982, í
sambúð með Ingibjörgu Elvu
Vilbergsdóttur, f. 5.3. 1988.
Börn þeirra: Vilberg Eldon, f.
22.6. 2010, og Júlía Eldon, f.
25.9. 2016. d) Nína Eldon, f.
12.5. 1986, í sambúð með Ell-
erti V. Olgeirssyni, f. 7.7.
1983. Börn þeirra eru: Svan-
laugur Máni, f. 8.1. 2012, og
Isabella Máney, f. 3.12. 2016.
Sonur Nínu og Tómasar Þ.
Kárasonar er Geir Oliver, f.
11.2.2006.
Ingibjörg ólst upp í austur-
bæ Reykjavíkur; lengst af á
Freyjugötunni. Hún útskrif-
aðist gagnfræðingur frá Aust-
urbæjarskólanum og tækni-
teiknari frá Iðnskólanum í
Reykjavík og starfaði lengi við
þá iðn, m.a. hjá Rafmagnsveitu
Við andlát okkar lífsglöðu og
skemmtilegu Ingibjargar verða
okkur margar yndislegar sam-
verustundir liðinna ára enn
bjartari og hugleiknari en
endranær.
Þakkir fyrir að hafa kynnst
henni og átt hana að traustum
og sérlega sterkum og
skemmtilegum vini. Hún var
þeirrar gerðar að mjög nota-
legt en um leið sérstaklega líf-
legt og skemmtilegt var að
vera í návist hennar.
Samverustundir bæði frá
Sævangi og ekki síður frá
Norðurgarði eru þær minning-
ar sem sækja á hugann. Hún og
Geir, maðurinn í hennar lífi,
höfðu komið sér upp aðstöðu í
Norðurgarði og kölluðu Frí-
merkið. Þar fengu börnin að
leika frjáls úti í náttúrunni og
meira að segja þegar þau stálp-
uðust að gamna sér á fjórhjóli
um fjörur í fögru nágrenni
Dyrhólaeyjar.
Ekki var amalegt á fögrum
síðkvöldum að borða saman og
ræða heimsins mál bæði í
gamni og alvöru – og ekki síst
um íþróttir. Slíkar stundir
gleymast ekki.
Ingibjörg var mjög list-
hneigð og hafa myndir hennar
borist víða. Hafa þær meðal
annars prýtt fjölda jólakorta
fyrir hin ýmsu líknarfélög og
bera henni afar fagurt vitni.
Síðustu ár hafa reynst henni
mjög erfið sökum illvígra sjúk-
dóma og reyndi það verulega á
hana svo og á fjölskylduna, sem
stóð eins og klettur í baráttu
hennar. Það var henni verulega
dýrmætt.
Um leið og henni eru þakk-
aðar skemmtilegar stundir í
gegnum langa tíð sendum við
Geir og fjölskyldunni allri okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Minning um góða og skemmti-
lega konu lifir.
Sylvía og Helgi.
Ég kveð þig, hugann heillar, minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(GJ)
Enn á ný hefur maðurinn
með ljáinn höggvið skarð í
Systrafélagshópinn.
Sú sorgarfrétt barst okkur
félagskonum í Systrafélagi Víð-
istaðasóknar í Hafnarfirði, að
Ingibjörg Loga hefði látist 21.
júní síðastliðinn.
Ingibjörg var virkur þátt-
takandi í félaginu allt þar til
hún veiktist illilega fyrir
nokkrum árum og var hennar
sárt saknað, því ávallt kom hún
okkur til að hlæja með glettni
sinni og glaðværð.
Árið 1987 hannaði Ingibjörg
merki félagsins.
Merkið er einstaklega fallegt
og samanstendur af krossi,
sem er tákn trúarinnar, regn-
boga sem er tákn sáttmálans
eftir syndaflóðið, en himinn,
jörð og haf eru tákn jarðarinn-
ar og samtengdra systra.
Félagsfáninn okkar er ákaf-
lega fallegur og skörtum við
honum stoltar þegar við á.
Fyrir þetta fallega listaverk
sem hún gaf félaginu erum við
eilíflega þakklátar.
Við þökkum Ingibjörgu
Loga fyrir allt hennar starf í
þágu Systrafélags Víðistaða-
sóknar.
Blessuð sé minning hennar.
Eftirlifandi eiginmanni
hennar, Geir Hallsteinssyni,
börnum, tengdabörnum og
barnabörnum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Systrafélag Víðistaðasóknar,
Unnur Sveinsdóttir.
„Eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt“ og víst er að
brosið segir mikið um hverja
manneskju. Brosið vantaði ekki
hjá vinkonu okkar, henni Ingi-
björgu Eldon sem hér er kvödd
með eftirsjá og trega. Brosið,
hláturinn og að sjá veröldina í
skemmtilegu ljósi var hennar
aðalsmerki. Vinátta okkar við
þau hjón Geir og Ingibjörgu
hefur staðið óhagganleg –
traust, ánægjuleg og dýrmæt í
tæp fjörutíu ár. Kynnin hófust
er Geir, Páll Ólafsson, Níels
Árni, ásamt konum sínum,
stofnuðu Þrekmiðstöðina í
Hafnarfirði – fyrstu líkams-
ræktarstöð á landinu og ráku
um tíma. Fyrsta verkið var að
hreinsa, brjóta og laga til hús-
næðið og mitt í þeim látum
mætti Ingibjörg með skreytta
tertu og bauð brosandi til
veislu – þá fyrstu af fjölmörg-
um sem við þáðum hjá henni.
Um þrjátíu ára skeið var það
fastur liður að hittast á jóla-
föstu – borða jólagæs og spila
fram á morgun með tilheyrandi
sögum og að sjálfsögðu spáð í
spilin. Og ófáar ferðirnar höf-
um við farið saman um landið;
norður á Melrakkasléttu, yfir
Kjöl, hringferð um Vestfirði og
Fjallabaksleið að ógleymdum
sumarbústaðaferðum með
börnin; farið í berjamó, bakað,
grillað og borðað með gleðina
sem meðlæti. Nýjustu brand-
arar dregnir fram og sögur
sagðar – ekki síst okkur sjálf-
um – og hlegið út í eitt. Ingi-
björg var mjög kómísk, sagði
skemmtilega frá – tók sig ekki
of alvarlega og gerði óspart
grín að sjálfri sér og kátbros-
legum aðstæðum sem hún hafði
lent í – jafnt sem aðrir. Ávallt í
góðu skapi og til í allt.
Síðasta ferðin okkar var um
Suðurnes að vorlagi fyrir fjór-
um árum en þá var Ingibjörg
að ná sér eftir erfiða meðferð –
og með von um bata sem aldrei
kom.
Ingibjörg var listfeng og
sérstaklega næm á smáatriði –
kom auga á fallega staði, sér-
kennilega hluti, kannski litla
plöntu eða sérstök litbrigði
náttúrunnar sem glöddu augað
en margir höfðu ekki tekið eft-
ir.
Heimili þeirra Geirs bar vott
um mikla smekkvísi og list-
fengi og hvartvetna hlutir sem
Ingibjörg hafði valið og stillt
fallega upp. Málverk – lítil sem
stór, prýddu veggi – m.a. eftir
Ingibjörgu sjálfa og alls konar
fígúrur, kerlingar og karlar,
stóðu í gluggum og hillum eða
gólfi og gæddu allt lífi. Hún
hafði yndi af því að mála og
teikna, saumaði allskonar
skraut fyrir jólin, engla jafnt
sem stjörnur, og eina slíka, 2ja
metra háa, bað hún Níels um
að smíða sem Geir var svo sett-
ur í að vefja með greni og þótti
að lokum mikil prýði í garði
hennar á jólaföstunni. Hug-
myndirnar voru óþrjótandi og
alltaf fékk hún einhvern til að
koma þeim í framkvæmd. Þar
var Geir fremstur í flokki „með
sína þumalputta“ eins og hann
orðaði það.
Fyrst og síðast var Ingi-
björg mikil fjölskyldumann-
eskja – fylgdist með börnunum
sem öll voru á kafi í íþróttum
og sá um að allir fengu nóg að
borða og búningar til reiðu.
Allt sannir FH-ingar, enda af-
komendur Hallsteins, stofn-
anda félagsins.
Það var okkar gæfa að eiga
Ingibjörgu og Geir að vinum.
Megi góður Guð blessa og
styrkja Geir og fjölskylduna
alla. Við kveðjum elskulega
vinkonu með einlægu þakklæti
og biðjum henni blessunar
Guðs.
Kristjana Benediktsdóttir
og Níels Árni Lund.
Vinkonu mína til margra ára
kveð ég nú og vil minnast
hennar í nokkrum orðum. Við
vorum ungar að árum er við
kynntumst á Hringbrautinni og
seinna er við fluttum báðar
með fjölskyldur okkar á Sæv-
anginn, héldum við góðu sam-
bandi og vinskap.
Ingibjörg var einstaklega
listræn og allt lék í höndunum
á henni, sama hvað var. Fal-
legu myndirnar hennar sem
prýða veggi hjá svo mörgum
og ótalmargt annað sem hún
gerði ber vitni um listræna
sköpun hennar. Alltaf var jafn-
gaman að hitta þessa lífsglöðu
vinkonu mína og spjalla um
daginn og veginn. Ég vil þakka
samfylgdina öll þessi ár og við
hjónin vottum fjölskyldu Ingi-
bjargar okkar dýpstu samúð.
Jórunn og Geir.
Ingibjörg Eldon
Logadóttir
Elsku amma
Fjóla.
Nú hefur þú
kvatt okkur í
hinsta sinn. Þegar
ég hugsa til baka þá eru ótrú-
lega margar minningar sem
koma upp í huga minn. Flestar
minningarnar eru frá Hólmavík
þar sem þið afi Stebbi áttuð fal-
legt heimili.
Það voru algjör forréttindi
fyrir mig sem barn að hafa haft
kost á því að upplifa þennan
tíma á Hólmavík.
Ég þekki ekki marga, ef
nokkurn, sem geta stætt sig af
sams konar minningum.
Þegar ég og systir mín kom-
um á Hólmavík, voru amma og
afi búin að gera allt tilbúið.
Frostpinnar og harðfiskur, sem
afi verkaði sjálfur, í frystikist-
unni inni í þvottahúsi.
Brjóstsykurinn hans afa á
sínum stað inn í ísskáp og allt
annað til staðar, sem við höfð-
um sett á óskalista fyrir komu
okkar.
Á Hólmavík byrjaði hinn
hefðbundni hjólatúr á því að ég
hjólaði í vinnuna til ömmu, sem
var í fárra skrefa fjarlægð. Að
því búnu hjólaði ég til afa í
Fjóla
Guðmundsdóttir
✝ Fjóla Guð-mundsdóttir
fæddist 1. sept-
ember 1925. Hún
lést 12. júní 2017.
Útför Fjólu fór
fram 22. júní 2017.
frystihúsið, þar
sem hann sat og
fylgdist með fólk-
inu í verkuninni.
Ég þurfti varla
að biðja um pening
fyrir nammi sem
var selt í sjoppu
skammt frá því
þetta var hefð. Síð-
an fékk ég að sitja
með afa og jafnvel
rölta um frystihús-
ið.
Hólmavík, hjá ömmu og afa,
var önnur veröld og eiginlega
ævintýri hvern dag. Þau gáfu
sér allan tímann í heiminum til
að sinna okkur og leyfa okkur
að upplifa nýja hluti.
Ég man einu sinni eftir því
að hafa verið skammaður af
ömmu og í minningunni átti ég
það sennilega fyllilega skilið.
Þau gildi sem amma og afi
kenndu mér, meðvitað og
ómeðvitað, fylgja mér enn þá.
Ég hugsa oft til þeirra, heimilis
þeirra og viðhorfs þeirra. Þau
tóku þátt í að móta mig sem
manneskju og fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur.
Amma Fjóla var alltaf ljúf,
hugulsöm og einlæg. Ég sakna
hennar sárt.
Ég trúi því að amma hafi nú
afa Stebba sér við hlið, án sjúk-
dóma, alsæl með endurfundi
þeirra. Hvíldu í friði, amma
mín, ég bið að heilsa afa
Stebba.
Stefán Örn Arnarson.
Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
SVANBJÖRG GÍSLADÓTTIR,
Smárahlíð 8a,
Akureyri,
er látin. Útför hennar hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristín Björk Ingólfsdóttir Þröstur Jóhannsson
Gísli Páll Ingólfssson
ömmu- og langömmubörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJÖRN HARALDUR SVEINSSON
húsgagnabólstrari,
Hafnarstræti 3, Akureyri,
lést 6. júlí. Útförin verður auglýst síðar.
Sævar Már Björnsson Inga Randversdóttir
Sigurlaug Björnsdóttir Jóhannes Ævar Jónsson
Jónas Björnsson Ásta Garðarsdóttir
Sveinn Björnsson Leena Kaisa Viitanen
Birgitta Linda Björnsdóttir Kristján Heiðar Kristjánsson
afa- og langafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMAR GUÐJÓNSSON,
frá Stóra Hofi,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 13. júlí klukkan 13.
Sigurjón Kristinn Guðmarsson
Guðný Jóna Guðmarsdóttir
Ólafur Hlynur Guðmarsson
og fjölskyldur
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRMANN HEIÐAR HALLDÓRSSON
frá Bæ á Selströnd,
Svölutjörn 50, Njarðvík,
sem lést 3. júlí verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 13. júlí
klukkan 13.00.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er
bent á björgunarsveitir eða Krabbameinsfélagið.
Guðríður Pálsdóttir
Anna Jonna Ármannsdóttir Krista Hannesdóttir
Halldór Ármannsson Ásdís Erla Jónsdóttir
Ingibjörg Sigríður
Ármannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Alúðarþakkir fyrir hlýhug, blóm og kveðjur við andlát og útför
okkar elskulegasta,
HERBERTS HRIBERSCHEK ÁGÚSTSSONAR
hljómlistarmanns.
Guð blessi ykkur öll.
Elísabet Guðjohnsen
Sverrir Herbertsson
Hildur María Herbertsdóttir
og fjölskyldur