Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 180.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 90m2..
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
• Hægt að fá WiFi sendi
svo hægt sé að stjórna
dælunni úr GSM síma
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Umsóknum um aðstoð til Umboðs-
manns skuldara fjölgaði á fyrri
helmingi ársins miðað við sama
tímabil í fyrra. Alls bárust 778 um-
sóknir frá janúar til júníloka
samanborið við 759 á sama tíma í
fyrra. Á því ári fjölgaði mikið fólki í
fjárhagsvandræðum sem leitaði til
umboðsmanns miðað við árið þar á
undan.
Í júní sl. bárust umboðsmanni
116 umsóknir sem er sami fjöldi og
í júní í fyrra. 51 óskaði eftir ráðgjöf
og 36 sóttu um greiðsluaðlögun.
Stór hluti umsækjenda er fólk
sem er yngra en fertugt
Stór hluti þeirra sem sækja um
greiðsluaðlögun, ráðgjöf eða aðra
aðstoð er fólk sem er yngra en fer-
tugt, að sögn Eyglóar Kristjáns-
dóttur, fjármálastjóra hjá Umboðs-
manni skuldara. ,,Yngra fólk er
stærra hlutfall af hópnum núna
heldur en áður,“ segir hún ,,Við
sjáum að hópurinn hefur breyst
töluvert frá því sem áður var. Það
er mun minna um fasteignaskuldir
og meira um almennar skuldir.“
Hins vegar breytist kynjahlutfallið
meðal umsækjenda lítið.
Standa í skilum með húsaleigu
en láta frekar annað bíða
Spurð hvort ástæður umsókna
séu í mörgum tilvikum þær að um-
sækjendur eigi í erfiðleikum með að
greiða af húsaleigu segir hún að
flestir standi í skilum með húsaleigu
en láti þá eitthvað annað frekar
bíða. Algengt er að fólk sé komið í
alvarleg fjárhagsvandræði vegna
neysluskulda, yfirdráttarlána og
smálána, kortaskulda o.fl. þegar það
leitar aðstoðar hjá umboðsmanni.
Samkvæmt nýrri samantekt um-
boðsmanns voru alls 116 umsóknir
um greiðsluaðlögun í vinnslu innan
embættisins þann 1. júlí, þar sem
verið var að taka afstöðu til þess
hvort samþykkja ætti umsókn eða
ekki. Í júní voru 33 umsóknir sam-
þykktar og 13 var synjað.
Skyndileg aukning í mars
Umboðsmanni skuldara hafa nú
borist 6.976 umsóknir um greiðslu-
aðlögun einstaklinga frá stofnun
embættisins.
Á bak við hverja umsókn getur
verið annars vegar einstaklingur og
hins vegar sambýlisfólk/hjón og eru
því fleiri einstaklingar sem sótt hafa
um greiðsluaðlögun einstaklinga en
fjöldi umsókna segir til um.
Marsmánuður á þessu ári sker
sig sérstaklega úr þegar litið er á
fjölda umsókna hjá umboðsmanni
en þá bárust embættinu óvenju-
margar umsóknir eða alls 184 sam-
anborið við 121 umsókn í mánuðin-
um á undan og 136 umsóknir í sama
mánuði í fyrra. Umsóknum um ráð-
gjöf þar sem leitað er vægari úr-
ræða en greiðsluaðlögunar fjölgaði
mikið í mars og einnig umsóknum
um greiðsluaðlögun og um erindi og
fræðslu.
Að sögn Eyglóar er engin einhlít
skýring á þessu en hugsanlega hafi
haft áhrif að starfsmenn Umboðs-
manns skuldara hófu í febrúar sér-
staka kynningu og fræðslu sem
hugsanlega hafi losað einhvern
uppsafnaðan tappa og því hafi
fleiri umsóknir borist í kjölfar
þess.
Af þeim málum sem er lokið hjá
umsjónarmönnum á árinu hefur
náðst samningur í 75% tilfella, að
því er fram kemur á minnisblaði
umboðsmanns en heimild til
greiðsluaðlögunarumleitana hefur
verið felld niður í 14% tilfella.
Frá 1. ágúst 2010 hefur Umboðs-
manni skuldara borist 6.629 um-
sóknir um ráðgjöf, þar sem leitað
er vægari úrræða en greiðsluaðlög-
unar. Nú eru 39 ráðgjafarmál til
vinnslu hjá embættinu. 51 umsókn
barst í júní.
Fleiri leita aðstoðar en í fyrra
,,Yngra fólk er stærra hlutfall af hópnum núna heldur en áður“ 778 umsóknir til Umboðsmanns
skuldara á fyrri helmingi ársins Minna er um fasteignaskuldir og meira um almennar skuldir
Fjöldi umsókna í janúar–júní eftir árum
Heimild: Umboðsmaður skuldara
1.000
800
600
400
200
0
2013 2014 2015 2016 2017
Ráðgjöf ErindiGreiðslu-
aðlögun
einstaklinga
Fjárhagsað-
stoð v/skipta-
kostnaðar
Heildarfjöldi
1.112 1.079
557
759
778
Greiðsluaðlögun
einstaklinga
Fjöldi
Greiðsluaðlögun einstaklinga
Í vinnslu hjá UMS 116
Í vinnslu hjá umsjónarmanni 66
Vinnslu lokið 6.794
Þ.a. samningar 3.160
Þ.a. synjað 943
Þ.a. afturkallað 787
Þ.a. niðurfellt í
kjölfar athugasemda
umsjónarmanns
787
Þ.a. staðfestir nauða-
samningar af dómstólum 57
Þ.a. nauðasamningi synjað
af dómstólum 22
Þ.a. lokið án samninga 87
Niðurfelld mál 951
Alls 6.976
Heimild: Umboðsmaður skuldara
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Enn sem komið er hefur sumarið
reynst kríunni fremur hagstætt. Fari
svo fram sem horfir má reikna með
að talsvert komist upp af ungum.
Mikið hefur sést af ungri kríu.
„Kríunni hefur reitt vel af í sumar.
Nú er stöðugur sílaburður í ungana
og talsvert komið af ungum,“ sagði
Sæmundur Kristjánsson í Rifi. Krían
varp þar óvenjusnemma eða í byrjun
júní. Sæmundi þykir það hvað varpið
var snemma benda til þess að krían
hafi haft nóg æti í vor.
Fyrst í vor var sáralítið af fugli.
Svo helltist krían yfir upp úr mán-
aðamótum maí og júní. Sæmundur
sagði að kríuvarpið væri mun þéttara
nú en það var áður.
Hann sagði að nú bærust fregnir
af makríl fyrir vestan, en þrátt fyrir
það væri enn nóg af síli. Sæmundur
vill meina að snurvoðarveiðar hafi
mikil áhrif á sandsílið. Síðasta sumar
hafi verið lítil snurvoðarveiði í
Breiðafirði og nú sé talsvert af síli.
Kannski sé samhengi á milli gengis
sandsílisins og snurvoðarveiða.
Líklega komast upp ungar
„Krían er með unga og þeir fyrstu
eru alveg komnir að flugi,“ sagði
Guðmundur Örn Benediktsson á
Kópaskeri. Hann sagðist sjá daga-
mun á því hvað krían hefði mikið æti.
„Það er síli hér í flóanum. Það var
stór torfa við Kópasker fyrir fáeinum
dögum. Þá öfluðu allir og var land-
burður af fiski allan daginn. Svo er
eitthvað minna nú. Krían er að tína
einhver smákrabbadýr í fjörunni. Ég
held að það hljóti að komast upp ein-
hverjir ungar núna,“ sagði Guð-
mundur.
Hann sagði að kríurnar væru ekki
allar starfandi við egg eða unga. Ein-
hverjir fuglar væru í biðstöðu, en sá
hópur væri ekki stór. Guðmundur
sagði að ársgamlar kríur kæmu síðar
en fullorðnu kríurnar. Fyrstu ung-
fuglarnir koma oftast um 20. júní.
„Það kom dálítil ganga af þeim 30.
júní. Maður sá af þeirri göngu að það
komust upp fleiri ungar í fyrra en
mörg árin á undan. Þetta hefur verið
í lægð alveg síðan 2005,“ sagði Guð-
mundur. „Það er enn hægt að gera
sér vonir um að þetta sleppi til og
verði þokkalegt, en það er ekki útséð
um það. Sum ár hafa ungarnir drep-
ist eftir að þeir urðu fleygir. Þeir
þurfa áfram þjónustu, þó að þeir séu
aðeins farnir að fleyta sér.“
Kríuvarpið lítur vel út
„Kríuvarpið lítur vel út á Hala í
Suðursveit og er fínt á Höfn en við
Jökulsárlón er það bara um þriðjung-
urinn af því sem var í fyrra. Í heild
virðist vera þokkalegt ástand á krí-
unni enn sem komið er,“ sagði Brynj-
úlfur Brynjólfsson á Höfn í Horna-
firði.
Krían virðist hafa orpið allt að
hálfum mánuði seinna í vor í A-
Skaftafellssýslu en undanfarin ár. Í
gær lágu kríur víða á eggjum eða
voru með litla unga. Um vika er síðan
fyrstu kríuungarnir fóru á flug og í
öllum vörpum eru ungar að taka flug-
ið. Þá er tímabært að hefja merking-
ar. Brynjúlfur og fleiri merktu 120-
130 kríuunga í gær.
Krían var að bera einhver síli, sem
gætu verið loðna, í unga sína í gær. Á
Höfn hafa þær gefið ungum sínum
smásíld í bland við sílin.
Ekki hefur borið á miklum unga-
dauða, enn sem komið er. Brynjúlfur
kvaðst aldrei hafa séð jafn margar
ársgamlar kríur á Höfn og í sumar.
Það bendi til góðrar afkomu í fyrra.
Kríuvarp víða gengið
vel það sem af er
Sílaburður á Snæfellsnesi Minna varp við Jökulsárlón
Morgunblaðið/Ómar
Kría Ungi nýskriðinn úr eggi og egg sem bíður þess að unginn brjótist út.
Þannig er ástandið víða í kríuvörpum landsins. Myndin var tekin á Álftanesi.