Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
✝ Gísli fæddist áFáskrúðsfirði
15. júlí 1946. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 30.
júní 2017. For-
eldrar hans voru
Oddur Stefánsson
sjómaður, f. 7.8.
1911, d. 17.11.
1983, og Sigurrós
Gísladóttir hús-
freyja, f. 24.9.
1915, d. 4.10. 1998. Bræður
Gísla voru Steinþór Haukur
Oddsson, f. 5.6. 1941, d. 26.1.
2012, og Pétur Oddsson, f.
25.8. 1943, d. 29.6. 1956.
Gísli kvæntist 21. september
1968 Guðnýju Petru Ragnars-
dóttur frá Vattarnesi, f. 14.12.
1949. Foreldrar hennar voru
Rán Haraldsdóttir, f. 3.11.
1995. Sonur hennar er Flóki
Hrafn Bergmann, f. 13.8. 2015,
Benóný Snær Haraldsson, f.
4.10. 1999, Sabrína Heiður
Haraldsdóttir, f. 16.7. 2003, og
Ylfa Guðný Gylfadóttir, f.
25.10. 2011.
Gísli átti heima á Fáskrúðs-
firði til ársins 1993 en flutti þá
til Reykjavíkur ásamt konu
sinni. Hann vann við versl-
unarstörf mest af starfsævinni,
þá sem kjötiðnaðarmaður.
Hann vann hjá Kaupfélagi Fá-
skrúðsfirðinga í 26 ár en eftir
að hann flutti suður vann hann
hjá Goða í nokkur ár og sein-
ast hjá Nóatúni í Austurveri.
Eftir að Gísli komst á eftirlaun
vann hann sem sjálfboðaliði
hjá Fjölskylduhjálp Íslands á
meðan heilsan entist.
Útför hans fer fram frá
Seljakirkju í dag, 11. júlí 2017,
klukkan 13.
hjónin Ragnhildur
Jóhannsdóttir hús-
freyja, f. 20.9.
1914, d. 23.2.
1975, og Ragnar
Jónasson útvegs-
bóndi, f. 28.8.
1912, d. 6.9. 1984.
Dætur Guðnýjar
og Gísla eru: 1)
Sigurrós Gísla-
dóttir, f. 14.2.
1969, hennar dótt-
ir er Auður Eiríksdóttir, f.
19.12. 1994. Unnusti Auðar er
Jón Kristinn Björgvinsson, f.
27.8. 1993. 2) Vilborg Stefanía
Gísladóttir, f. 30.11. 1973.
Hennar börn eru Gísli Fannar
Haraldsson, f. 27.4. 1994. Unn-
usta hans er Ísold Atla Jónas-
dóttir, f. 9.8. 1994, Rebekka
Við fráfall Gísla reikar hugur-
inn austur á Fáskrúðsfjörð í
æskuárin og fyrstu orðin sem
koma í hugann: Duglegur, traust-
ur, sterkur, hjálpsamur, stundvís
og órjúfanlegur hluti af „Guðný
og Gísli“ – sambandi sem hefur
varað í meira en hálfa öld og hef-
ur verið okkur ættingjum Guð-
nýjar til mikils góðs í lífinu. Gísli
var ekki eingöngu traustur og
góður eiginmaður, trúr og hjálp-
samur konu sinni og dætrum sín-
um tveimur, heldur okkur fjöl-
skyldunni allri.
Ég naut góðs af í minni barn-
æsku í miklum mæli. Heimili
þeirra hjóna varð að mínu öðru
heimili til margra ára. Alltaf var
ég velkomin, gistinæturnar urðu
margar, matartímarnir enn fleiri.
Bíltúrarnir í Volvo-inum eftir-
minnilegir.
Gísli átti flottasta bílinn í öllum
firðinum og gott ef ekki heimin-
um bara, það fannst mér alla-
vega. Jólin full af mandarínum,
rauðum eplum, jólabókum og
nýjum náttkjólum, púslað eða
lesið fram á nótt. Öryggi og fast-
ur punktur í tilverunni. Rétt eins
og eikin tekur vindinn og skýlir
blómunum, naut ég skjóls og ör-
yggis í leik og námi hjá þessu
trausta og góða fólki. Ég er inni-
lega þakklát.
Gísli var í meira lagi handlag-
inn og fannst mér oft þegar ég
fylgdist með að hann væri hálf-
göldróttur, tunna varð að síma-
sæti, spýtur að innréttingum. Á
þessum árum vann Gísli í Kaup-
félaginu á Fáskrúðsfirði og oft
varð ég vitni að heimkomu hans
eftir vinnudaginn, með fulla poka
af mat og 10 lítra mjólkurkassa.
Aldrei heyrði ég kvart yfir auka-
munnum.
Það var eins og það væri hans
hlutverk að brauðfæða okkur
öll, og það gerði hann vel eins og
allt sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perlu-
glit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Elsku Guðný, Rósa, Bogga og
barnabörn. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Ragna Kristinsdóttir.
Í fáeinum orðum vil ég minn-
ast Gísla mágs og efst í huga mín-
um kemur þakklæti, því betri
mág hefði ég ekki getað átt.
Lengst af starfsævinni vann
hann við verslunarstörf og vann
ég með honum í Kaupfélagi Fá-
skrúðsfjarðar í nokkur ár og var
gott að vinna með honum, hann
var samviskusamur og duglegur
til vinnu. Þegar hann var kominn
á aldur fór hann að vinna sjálf-
boðastarf hjá Fjölskylduhjálp-
inni og var þar þangað til að hann
gat það ekki vegna heilsubrests.
Gísli var handlaginn og gerði
hann marga fallega hluti. Gísli var
mjög greiðvikinn og var gott að
leita til hans, þegar ég þurfti að fá
hjálp við ýmislegt. Ég fór tvisvar
austur til að vinna og var ég alltaf
velkomin á heimili Guðnýjar syst-
ur og hans og var gott að vera hjá
þeim. Hann sagði mér fyrir stuttu
að hann væri búinn að eiga góða
ævi.
Elsku Guðný, Rósa, Vilborg og
barnabörn. Guð styrki ykkur.
Minningin lifir um góðan mann.
Þórdís Ragnarsdóttir.
Mig langar að minnast Gísla
Odds í nokkrum fátæklegum lín-
um.
Það sem mér er efst í huga við
þessa kveðjustund er þakklæti og
samtímis að hann hefði mátt eiga
betri síðustu æviár.
Þó svo að Gísli hafi verið að tak-
ast á veikindi síðustu árin er það
ekki það sem hefur einkennt líf
hans.
Hans einkenni hefur þvert á
móti verið að vera aldrei veikur og
má þar nefna að öll hans 26 ár í
Kaupfélaginu á Fáskrúðsfirði
missti hann aðeins einn dag úr
vinnu. Þjónustulund, dugnaður og
hjálpsemi einkenndu hann alla tíð.
Það var augljóst þegar maður
mætti honum við störf að hann tók
á móti fólki með jákvæðu og góðu
viðmóti. Eftir að þau Guðný flutt-
ust til Reykjavíkur breikkaði
kúnnahópur hans við verslunar-
störfin hjá Goða og Nóatúni. Ekki
var óalgengt að hann rækist á
fólk, oft þá í Kolaportinu sem
hann hafði sem vana að sækja um
helgar, sem kannaðist kannski
betur við hann en öfugt! Gísli
hafði sín sérkenni í útliti og var
eitt af þessum andlitum sem eru
auðþekkjanleg.
Ég á margar góðar minningar
um Gísla, og einhvern veginn,
sennilega ásamt mörgum öðrum
Fáskrúðsfirðinum, tengi ég hann
gjarnan við svartan Volvo Ama-
zon sem hann átti um allgóða
stund. Það var farið í allnokkur
ferðalög, meðal annars í Atlavík-
ina, Einarsstaði og suður í Lón
svo eitthvað sé nefnt.
Mínir fyrstu metrar undir
stýri og aldri voru með Gísla fyrir
sunnan fjörð, stoppaðir af yfir-
völdum. Þá varði hann mig með
nokkrum vel völdum orðum sem
gerðu það að verkum að málið var
látið niður falla. Það var farið á
rjúpu inn í Dali, og við heimkomu
snæddum við vel steikt nauta-
kjöt.
Gísli var mér ætíð innan hand-
ar og vildi allt fyrir mig gera. Það
yljar mér hversu sáttur hann var
við að kíkja hingað til Stafangurs
ásamt Guðnýju fyrir um tveimur
árum.
Gísli var gegnheill einstakling-
ur, ósnobbaður með eindæmum;
fór ekki í manngreinarálit, hjálp-
samur, umburðar- og góðlyndur,
lítillátur en þó á köflum fastur á
sínu.
Það er margs að minnast og
það sem eftir situr eru góðar
minningar um góðan mann og
mikið þakklæti í hans garð.
Hilmar Þór.
Gísli Oddsson
✝ Birgir Jónssonfæddist í
Reykjavík 1. ágúst
1938. Hann lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans í
Fossvogi 28. júní
2017.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón
Árni Benedikt Þor-
steinsson, f. 31.
október 1909 á
Djúpalæk í Bakkafirði, d. 6.
febrúar 1989, og Jóhanna Ey-
steinsdóttir, f. 18. febrúar 1906
í Tjarnarkoti í Landeyjum, d. 5.
júní 1993. Systkini Birgis eru
Eysteinn Leó Jónsson, f. 9. júlí
1936, d. 11. desember 2014, og
Elínborg Nanna Jónsdóttir, f.
10. ágúst 1944.
Birgir átti þrjú börn með
fyrri eiginkonu sinni, G. Fann-
eyju Ármannsdóttur, f. 1941, d.
2015, 1) Grétu Birgisdóttur, f.
1961, d. 1988. 2) Ármann Birgis-
son, f. 1962, maki Ljúdmíla
Níkolajsdóttir, dóttir Ármanns
er Halla Björt, f. 1988, maki
Snorri Páll Ólafsson, barn
þeirra Sóley Snorradóttir. 3)
Vegagerð ríkisins og fór með
vinnuflokkum víða um landið
við að brúa hinar erfiðu ár
landsins. Birgir hafði mikið
yndi af brúarvinnunni og kall-
aði hana andlega lyftistöng
enda mikill náttúruunnandi.
Árið 1973 hóf hann störf í
Kassagerð Reykjavíkur sem síð-
ar var sameinuð prentsmiðjunni
Odda þar sem hann starfaði þar
til hann fór á eftirlaun árið
2009. Árið 1988 missti Birgir
elsta barnið sitt, dóttur sína
Grétu, og tveimur árum síðar,
árið 1990, missti hann fósturson
sinn Hjálmar sem var elsta barn
Guðmundu eiginkonu hans. Í
október 2004 veiktist Guð-
munda alvarlega eftir heila-
blóðfall og flutti í kjölfarið á
hjúkrunarheimilið Skógarbæ
þar sem hún naut umönnunar
til ársins 2010 en þá lést hún
eftir skammvin veikindi. Lífið
var sannarlega ekki alltaf dans
á rósum hjá fjölskyldunni, en
Birgir var þannig að eðlisfari
að hann dvaldi ekki lengi við
sorg. Hann hélt ótrauður áfram
að lifa lífinu og gerði gott úr
hlutunum.
Birgir verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag, 11.
júlí 2017, og hefst athöfnin kl.
13.
Svava Birgisdóttir,
f. 1966, maki Sigur-
björn H. Reynisson,
dætur þeirra Inga
Fönn, f. 1987, maki
Erling Rangnes,
Gréta Ósk, f. 1989,
maki Steinar Fjel-
land.
Með seinni eigin-
konu sinni, Guð-
mundu Hjálmars-
dóttur, f. 1947, d.
2010, áttu þau Ástu Birgis-
dóttur, f. 1978, maki Ingólfur
Helgi Jóhannsson, Ásta á tvo
syni úr fyrra hjónabandi,
Hjálmar Frey, f. 1997, og
Styrmi Sölva, f. 2001. Saman
eiga þau Ásta og Ingólfur Guð-
laugu Helgu, f. 2011. Guðmunda
eiginkona Birgis átti einnig son
úr fyrra sambandi, Hjálmar
Rögnvaldsson, f. 1969, d. 1990.
Birgir ólst upp í Reykjavík og
gekk í Miðbæjarskólann. Hann
lærði bókband í Iðnskólanum í
Reykjavík og starfaði við það í
nokkur ár í Ísafoldaprent-
smiðju, en í 8 ár á sumrin á
þessum tíma vann hann sem að-
stoðarmaður í brúarsmíði hjá
Elsku pabbi, mér finnst sárt
að þurfa að kveðja þig, það
huggar þó að vita að nú ert þú
kominn til hennar mömmu. Ég
er þér ævinlega þakklát fyrir allt
sem þú kenndir mér og allt það
sem þú gerðir fyrir mig.
Þú varst pabbinn sem vissir
allt, kunnir allt og þegar eitt-
hvað var bilað þá gastu alltaf
lagað það. Þú studdir mig allt-
af gegnum súrt og sætt og
hafðir óbilandi trú á mér sama
hvað.
Besta heilræðið sem þú gafst
mér er „það versta sem maður
getur gert er að vorkenna sjálf-
um sér“ sem er eiginlega orðið
mitt uppáhaldsmottó. Þú varst
alltaf svo stoltur af börnunum
mínum, vildir okkur alltaf allt
það besta og alltaf tilbúinn til að
rétta fram hjálparhönd.
Betri fyrirmynd finnst varla
þótt víða sé leitað.
Síðast en alls ekki síst er ég
svo óendanlega þakklát fyrir að
ég skuli hafa átt jafnfrábæran,
duglegan, skemmtilegan, hlýjan
og yndislegan pabba og þig. Ég
á alltaf eftir að sakna þín.
Þín dóttir
Ásta.
Það er með söknuði í huga
sem ég sest niður og skrifa
kveðjuorð fyrir hönd okkar
mæðgna, til mágs míns og vinar,
Birgis Jónssonar, sem lést 28.
júni síðastliðinn.
Kallið kom eins og hendi væri
veifað, án fyrirvara. Við höfðum
talast við í síma nokkrum dögum
áður og þá var hann hress að
vanda. Við töluðum um ferðalag-
ið sem ég var að koma úr og
hann sagði mér frá ferðinni sinni
sem hann ætlaði í síðsumars.
Það var mikil tilhlökkun í hon-
um þar sem hann átti líka von á
barnabarni sínu frá Noregi, dótt-
ur Svövu, sem ætlaði að gista hjá
afa sínum og hann var að gera
klárt fyrir komu unga parsins.
Þegar ég hugsa til Bigga er
mér efst í huga þakklæti fyrir
vináttu hans og kærleika og
hvað hann reyndist systur minni
Guðmundu mikil stoð í hennar
sáru og erfiðu veikindum. Það
var ekki í boði að gefast upp eða
kvarta, aldrei að gefast upp.
Hann tók því sem að höndum
bar með æðruleysi.
Lífið fór ekki alltaf um hann
mjúkum höndum en hann reyndi
að gera gott úr og með þraut-
seigju komst hann í gegnum þá
erfiðleika sem hann varð fyrir á
lífsleiðinni.
Hans aðalsmerki var glaðlegt
yfirbragð og hress framkoma og
alltaf var stutt í brosið. Hann var
vinamargur og félagslyndur og
starfaði af miklum áhuga með
öldruðum í Grafarvogi.
Elsku Biggi, við Ása viljum
þakka fyrir öll árin sem við átt-
um með þér og Mundu okkar. Þú
varst Ásu minni sem besti
frændi.
Nú kveður þú, þegar náttúran
skartar sínum fegursta skrúða.
Þú elskaðir blómin, náttúruna
og ferðalög til fjarlægra landa.
Á fallegum sumardegi kom
kallið þitt.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Elsku Ásta, Ármann, Svava,
Nanna og fjölskyldur ykkar, vin-
ir og aðrir ættingjar. Innilegar
samúðarkveðjur.
Minning um góðan mann lifir,
Margrét Hjálmarsdóttir,
Ása Valgerður
Sigurðardóttir.
Birgir Jónsson
Elsku amma, nú
ertu búin að kveðja
okkur og komin til
afa. Það var alltaf
svo gaman að koma
og hitta þig.
Alltaf fékk maður kleinur og
eitthvað með því svo var svo gam-
Jónína
Ingólfsdóttir
✝ Jónína Ingólfs-dóttir fæddist
18. apríl 1927. Hún
lést 12. júní 2017.
Jarðarför Ninnu
var gerð 28. júní
2017.
an að spjalla við þig
um gömlu tímana.
Þú hafðir alltaf
gaman af því þegar
Jóna kom í heim-
sókn og fékk sér
eina kríu á sófanum
hjá þér.
Takk amma fyrir
allar stundirnar
sem við áttum sam-
an.
hvíl í friði,
þín barnabörn,
Jóhannes, Henný
og Jóna Helena.
Kristján Jónsson,
skólabróðir minn, er
látinn.
Á rúmlega hálfu
ári hafa þrír skólabræður úr 58-
árgangnum í MR látist. Kári Ein-
arsson dó 17. sept. 2016 og Jónas
Bjarnason 21. okt. 2016. Kristján
og Jónas voru við nám í München
um 1960 eins og Geirharður Þor-
steinsson, sem lést 4. maí 2017.
Því hefur gamla Münchenar-ný-
lendan einnig misst þrjá félaga á
hálfu ári.
Haustin 1958 og 1959 komu
átta úr okkar árgangi til náms í
München. Münchenar-nýlendan
var þá mjög fjölmenn, yfir 40
manns þegar mest var. Nokkrir
minnisglampar lifa enn. Þarna
starfaði öflugt Íslendingafélag,
FÍM, sem stóð fyrir fundum og
skemmtunum, 1. des. og 17. júní-
hátíðir voru fastir liðir og stund-
um var fasching-hátíð. Fótbolti
var eitthvað stundaður. Fyrir
okkar Kristjáns tíð var einu sinni
landsleikur við Norðmenn, sem
Íslendingar unnu. Við hittumst
reglulega á matsölustaðnum
Grænunni (Zum Grünen Inn) og
öðru hverju fórum við á Mögguna
(Chez Margot), bar neðarlega í
skemmti- og bóhemahverfinu
Schwabing.
Á sumum lókölum spiluðum
við keilu og á öðrum borðfótbolta,
sem margir voru flinkir í, og á
Schellingsalon lékum við stund-
um biljarð.
Kæmu gestir til Münchenar
var gjarnan farið með þá í Hof-
bräuhaus eða Mathäser Palast
(stærstu bjórhöll í heimi að eigin
sögn).
Af þessum stöðum eru tveir
enn í rekstri í sama húsnæði og
undir sama nafni, Hofbräuhaus
og Schellingsalon.
Kristján kvæntist vorið 1962
Guðrúnu, þýskri stúlku frá
Helmbrechts sem er nyrst í Bæj-
Kristján Jónsson
✝ Kristján Jóns-son fæddist 21.
apríl 1939 í Reykja-
vík. Hann lést 9.
maí 2017 í Reykja-
vík. Útför Kristjáns
fór fram 23. maí
2017 í kyrrþey.
aralandi skammt
frá landamærum
Þýringalands og
Saxlands. Við fé-
lagarnir vorum
nokkur ár samtíða
þeim í München og
hittum þau, þegar
þau fengu gæslu
fyrir Walter Ragn-
ar, á Grænunni, á
félagsfundum og á
fullveldis- og
þjóðhátíðum. Kveðjupartíinu
heima hjá Kristjáni og Guðrúnu,
að loknu námi hans í júlí 1966,
gleymi ég aldrei. Flestir landarn-
ir sem þá voru í München komu í
litlu íbúðina þeirra. Setið var á
öllum stólum, á rúmstokknum og
margir uppi á hjónarúminu í jóg-
astellingum.
Guðrún og Kristján handlöng-
uðu drykki til okkar yfir í hjóna-
rúmið. Talað var um að rúmið
hefði aldrei þolað aðra eins
áraun. Kristján og Guðrún voru
þá á leiðinni til Baden í Sviss þar
sem Kristján hafði verið ráðinn
til Brown Boverie & Cie.
Að loknu námi, þegar við fé-
lagarnir vorum komnir aftur til
heimalandsins, fækkaði sam-
fundum.
Þó var töluvert samband fyrst,
en minnkaði svo smám saman
eins og gengur þegar lífsbaráttan
tekur við. Nú á efri árum hafa
tengslin milli okkar aukist á ný.
Við Kristján var hins vegar nær
ekkert samband, enda bjó hann í
útlöndum.
Kristján og Guðrún skildu upp
úr aldamótum. Þrátt fyrir að
einkasonur þeirra, Walter Ragn-
ar, og fjölskylda hans séu búsett í
Þýskalandi kaus Guðrún að búa
áfram á Íslandi.
Ekki löngu eftir að Kristján
hætti störfum sem rafmagns-
veitustjóri fluttist hann til Bre-
genz við Bodenvatn, fallegrar
borgar vestast í Austurríki
skammt frá þýsku og svissnesku
landamærunum. Fyrr á þessu ári
fluttist Kristján aftur alkominn
heim til Íslands, en tveimur mán-
uðum seinna var hann allur. Eft-
irminnilegur maður og félagi hef-
ur kvatt okkur.
Gylfi Ísaksson.