Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið
og gera sælureitinn ómótstæðilegan
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Sólskálar
- sælureitur innan seilingar
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • Fax 564 1187
198
4 - 2016
ÍS
LEN
SK FRAML
EI
ÐS
LA32
Marine Le Pen var kynnt í hefð-bundnum fjölmiðlum sem
„hægri ofstækismaður.“
Hún vildi losnavið evruna og
draga úr óðagoti í
málefnum innflytj-
enda.
En í innanlands-málum vildi
hún styrkja stöðu
verkalýðshreyfinga
og hækka laun
þeirra sem minna
hafa á kostnað
hinna.
Hér á landi sem víðast annarsstaðar kokgleyptu grunnir
fjölmiðlungar fyrirsagnirnar og
endurprentuðu þær.
Óskaplega urðu allir glaðir þeg-ar bankaundrið Macron, sem
hafði auðgast ótrúlega á braski á
örfáum árum, tók upp byltingar-
kyndilinn gegn öfgafrúnni.
Hann lofaði ýmsu en hæst þóþrennu:
Að taka hart á Pútín.
Að vinda ofan af evruvandanum.
Koma flóttamannavandanum úrsögunni án allra öfga.
Þessi mál eru nú í biðstöðu.
Fyrsta verkið er að lækka skattaá þeim sem hæstar hafa tekj-
urnar.
Það er eftir að hann bauð Trumpað fagna með sér falli Bastill-
unnar.
Emmanuel
Macron
Byltingarmaður banka
STAKSTEINAR
Donald Trump
Veður víða um heim 10.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 heiðskírt
Bolungarvík 9 alskýjað
Akureyri 11 heiðskírt
Nuuk 10 heiðskírt
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 17 alskýjað
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 21 léttskýjað
Lúxemborg 21 skýjað
Brussel 20 léttskýjað
Dublin 16 skýjað
Glasgow 13 rigning
London 23 skúrir
París 19 rigning
Amsterdam 20 skúrir
Hamborg 15 rigning
Berlín 20 skýjað
Vín 27 léttskýjað
Moskva 17 skúrir
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 31 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 32 heiðskírt
Róm 30 heiðskírt
Aþena 33 heiðskírt
Winnipeg 22 alskýjað
Montreal 21 skýjað
New York 25 skýjað
Chicago 23 þrumuveður
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
11. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:31 23:36
ÍSAFJÖRÐUR 2:50 24:27
SIGLUFJÖRÐUR 2:31 24:12
DJÚPIVOGUR 2:51 23:16
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég sit hér úti í sólinni og er að
reyna að ákveða hvaða hest ég á að
fara með út. Skipti um skoðun á
korters fresti enda gætu allir þrír
hestarnir sem ég var með á Íslands-
mótinu gert góða hluti úti,“ segir
Guðmundur Frið-
rik Björgvinsson,
tamningamaður á
Efri-Rauðalæk.
Hann var at-
kvæðamikill á Ís-
landsmótinu á
Gaddstaðaflötum
og er nú að
ákveða hvaða
hest hann fer
með á Heimsleik-
ana í Hollandi þar
sem hann fær tækifæri til að verja
heimsmeistaratitil sinn.
Guðmundur og Glúmur frá Þór-
oddsstöðum voru undir Íslandsmets-
tíma í 100 metra skeiði, á 7,08 sek-
úndum. Metið er þó enn óstaðfest.
Ólafur Þórisson, formaður Hesta-
mannafélagsins Geysis, segir að völl-
urinn hafi verið mældur og allar
upplýsingar verði sendar til Lands-
sambands hestamannafélaga sem
staðfesti metið eftir að hafa farið yfir
öll gögn. Ólafur staðfestir að brautin
hafi verið rétt rúmlega 100 metra
löng og telur að það ætti ekki að
spilla metinu, af því að skekkjan var
í þá áttina.
Guðmundur hefur verið með Glúm
frá Þóroddsstöðum í 5-6 mánuði.
Hann segist hafa þjálfað hann mikið
og hugsað vel um fóðrun. „Hann er
orðinn sterkur, eins og topp-
íþróttamaður. Ég þjálfa hann eins
og ég myndi þjálfa sjálfan mig ef ég
ætti að fara í svona keppni.“
Hörkukeppni
Ólafur segir að mótið hafi gengið
vel. Góð hross hafi verið í öllum
greinum og góður árangur náðst.
Tímarnir í skeiðgreinum hafi verið
sérlega góðir og hörkukeppni í öllum
hringvallargreinum.
Töltið var sterkt. Bergur Jónsson
á Kötlu frá Ketilsstöðum sigraði
með einkunninni 8,94, Guðmundur
Björgvinsson og Straumur frá Feti
urðu í öðru sæti með 8,83.
Af öðrum úrslitum má nefna að
Þórarinn Ragnarsson og Spuni frá
Vesturkoti sigruðu í fimmgangi.
Artemisa Bertus og Korgur frá Ing-
ólfshvoli urðu efst í fjórgangi en þar
sem Artemisa er ekki íslenskur rík-
isborgari hlaut Jakob Svavar Sig-
urðsson Íslandsmeistaratitilinn en
hann sat Júlíu frá Hamarsey.
Ljósmynd/Rangárbakkar
Samningar Landsmót hestamanna árið 2020 verður á Rangárbökkum.
Gengið var frá samningum um mótshaldið á mótinu um helgina.
Glúmur undir
Íslandsmeti
Góður árangur á Íslandsmóti á Hellu
Guðmundur F.
Björgvinsson