Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 192. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Fengu nóg af kulda og fluttu … 2. Aldrei séð þetta svona 3. Sólríkt og 20 gráður í vikunni 4. Lundamítill lagðist á ferðamann »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ein af ungliðum djasssenunnar, pí- anistinn Sigurdís Sandra Tryggva- dóttir, flytur eigið efni með bassa- leikaranum Gunnari Hrafnssyni á tónleikum í tónleikaröðinni Freyju- jazz í dag kl. 12.15 í Listasafni Ís- lands. Sigurdís lauk burtfararprófi frá tónlistarskóla FÍH í vor og stefnir á framhaldsnám erlendis í haust. Markmiðið með tónleikaröðinni, Freyjujazzi, er að gera konur í djassi sýnilegri og auka á fjölbreytni þegar kemur að djasstónleikahaldi. Hverjir tónleikar eru um hálftími að lengd. Sigurdís Sandra leikur í Freyjujazzi  Íslensk-norska hljómsveitin Ice- wegian kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Hljóm- sveitin hefur verið starfandi í fimm ár og eru meðlimir hennar Sigurður Flosason saxófónleikari, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Per Mathi- sen sem leikur á rafbassa og Rolv- Olav Eide trommuleikari. Hljóm- sveitin hefur leikið talsvert í Noregi og þá m.a. á hinni þekktu Dölajazz- hátíð í Lillehammer og einnig hér- lendis á Jazzhátíð Reykjavíkur. Hljómsveitin flytur frumsamda tón- list eftir alla meðlimi sína og segir í tilkynn- ingu að hún fáist við fjölbreytta stílflóru innan djasstónlistar en þó megi segja að umtalsverður hluti efnisskrárinnar liggi einhvers staðar á mörk- um djass- og rokktónlistar. Fjölbreytt stílflóra innan djasstónlistar Á miðvikudag Sunnan 8-13 m/s og rigning, en hægari og þurrt norðaustan til. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast norðaustanlands. Á fimmtudag Hægviðri og rigning suðaustan til framan af degi, en annars stöku síðdegisskúrir. Hiti 10 til 17 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlægari og bjart með köflum, þykknar upp sunnan og vestan til íkvöld, hlýnar fyrir norðan og austan. VEÐUR Skagamenn eru áfram í fall- sæti í Pepsi-deild karla í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Víkingi úr Reykjavík í gærkvöld, 1:1. Víkingar náðu hinsvegar Stjörnunni í fjórða til fimmta sæti deild- arinnar. Baráttan í neðri hlutanum verður stöðugt tvísýnni en aðeins þrjú stig skilja að sjö neðstu liðin í deildinni að tíu umferðum loknum. »2-3 Skagamenn eru áfram í fallsæti „Ef ég horfi á líkamann og getuna, þá er ég algjörlega tilbúinn að halda áfram. Ef Breiðablik vill halda mér að þessu tímabili loknu, þá er það flott, en ef þeir vilja það ekki spila ég bara einhvers staðar annars staðar. Hvers vegna ætti ég að hætta í fótbolta? Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir knattspyrnumark- vörðurinn Gunnleifur Gunn- leifsson sem verð- ur 42 ára í vikunni og náði tveimur stórum áföngum um helgina. » 2-3 Hvers vegna ætti ég að hætta í fótbolta? „Við erum afar ánægðir með að fá sæti í EHF-keppninni eftir að hafa beðið niðurstöðu EHF,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, í sam- tali við Morgunblaðið í gær en nú er ljóst að fjögur íslensk karlalið taka þátt í Evrópumótunum á næsta tíma- bili. Auk FH eru það Valur, Aftureld- ing og ÍBV en Afturelding verður með í fyrsta sinn í átján ár. » 4 FH fékk sæti í EHF- keppninni í vetur ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tengslin eru sterk, enda hefur þessi hjólaskófla fylgt mér stærstan hluta ævinnar. Tækið hefur allan þennan tíma fengið gott viðhald, er yfirleitt geymt í húsi og ég er nánast eini maðurinn sem hefur stýrt því. Allt þetta kann að skýra góða end- ingu á vélinni sem á talsvert eftir enn,“ segir Gunnar Þór Grétarsson, vélamaður í Vestmannaeyjum. Um síðastliðna helgi var Gosloka- hátíðin haldin í Vestmannaeyjum, viðburður sem er orðinn fastur í sessi. Í Eyjum breyttist allt með eld- gosinu árið 1973 og lok þess í júlí- byrjun sama ár voru nýtt upphaf – og þess var minnst á hátíð helgar- innar. Mokuðu milljónir tonna Í goslok hófst nýtt landnám í Eyj- um, enda þurfti að moka stóran hluta bæjarins úr ösku. Til þess þurfti vélar og tæki og í eigu Vest- mannaeyjabæjar er ein sögulegasta vinnuvél landsins; hjólaskófla – pay- loader eins og sagt er upp á ensku – af gerðinni Caterpillar. Árgerðin er 1973 en það var á Þorláksmessu það ár sem vélin kom til Eyja. „Caterpillarinn reyndist vel í þessu risavaxna verkefni og þó tek- ur skóflan á tækinu aðeins þrjá rúm- metra. Stór hópur manna, meðal annars frá Ístaki sem var með stór- an flota vinnuvéla, lagðist á eitt og mokaði á árinu 1974 milljónir tonna af gjalli og virkri úr þeim hluta bæj- arins sem varð verst úti,“ segir Gunnar Þór. „Ég byrjaði að vinna hjá bænum á gosárinu og ég vonast til að ég geti verið að til sjötugs því þá væri vélin búin að fylgja mér í 52 ár.“ Payloaderinn góði, sem er með týpuheitið 966C, er með 140 hestafla vél sem var endurnýjuð fyrir nokkr- um árum. Allt annað er upprunalegt, svo sem glussar, tjakkar og stjórn- tæki. Sinna sínu og vera til staðar Tækið góða er enn í reglulegu brúki, meðal annars í námum í nýja hrauninu í Eyjum þangað sem sótt er möl til framkvæmda í bænum. Er þá stundum notaður Benz-vörubíll, árgerð 1973, sem einnig er í eigu Vestmannaeyjabæjar. Raunar er mikið umleikis í kaupstaðnum nú og miklar framkvæmdir standa yfir. „Menn spyrja mig stundum hver sé galdurinn á bak við að vélarnar endast svona vel. Ég segi að þetta sé eins og með fjölskylduna; þú þarft að sinna þínu vel, vera til staðar og muna eftir því að hafa gaman af líf- inu,“ segir Gunnar Þór að síðustu. Vinnuvélar margra áratuga  Hjólaskóflan í Eyjum nálgast að verða eilíf Morgunblaðið/Ófeigur Samfylgd Gunnar Þór Grétarsson við hjólaskólfuna sem hann hefur nánast einn manna unnið á í alls 45 ár. Vörubíll Mercedes-Benz sem Eyjamenn fengu vegna hreinsunarstarfs eftir eldgosið 1973. Bíllinn var skráður í ágúst það ár og virkar enn ljómandi vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.