Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er mun bjartsýnni en áður,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveit- arstjóri Skútustaðahrepps, eftir vinnu undanfarinna vikna við gerð umbótaáætlunar í fráveitumálum við Mývatn og fundi með ráðherr- um, meðal annars Benedikt Jó- hannessyni fjármálaráðherra. „Mál- ið er í vinnslu. Ég met það svo að ríkisstjórnin sé öll af vilja gerð til að koma að þessu,“ segir Þorsteinn. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerði kröfu um að Skútu- staðahreppur legði fram tímasetta áætlun um úrbætur þar sem fram kæmi hvernig og fyrir hvaða tíma sveitarfélagið muni taka í notkun skólphreinsivirki fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem fullnægir kröfum um ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa. Um- ræður hafa verið um aukið álag á lífríki Mývatns vegna fjölgunar ferðamanna og uppbyggingu þjón- ustu í sveitinni því samfara. Sameiginleg úrbótaáætlun Sveitarfélagið og fimmtán rekstr- araðilar í sveitarfélaginu ákváðu að gera sameiginlega umbótaáætlun til fimm ára og samþætta aðgerðir sínar í þéttbýlinu í Reykjahlíð, Skútustöðum og Vogum. Þorsteinn bendir á að sveitar- félaginu sé skylt að sjá um fráveit- umál í þéttbýli og miðað sé við að fyrirtækin geti tengt sig inn á það gegn tengigjaldi. Þá hafi komið fram í úttekt verkfræðinga að mun hagkvæmara væri að gera eina stóra hreinsistöð í Reykjahlíð sem jafnvel myndi þjóna Vogum en að byggðar væru margar litlar. Var þessi áætlun kynnt 15. júní síðastliðinn. Ráða ekki við kostnaðinn Kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður 500-700 milljónir kr. og nokkuð ljóst að fámennt sveitar- félag hefur ekki bolmagn til að standa undir slíkum útgjöldum og hefur heldur ekki leyfi til að skuldsetja sig nema að vissu marki. Sveitarstjórn gerði þess vegna þá fyrirvara í áætluninni að framkvæmdin væri háð fjár- mögnun ríkisvaldsins á hlut sveit- arfélagsins vegna þess að kröfur heilbrigðiseftirlitsins væru að verulegu leyti tilkomnar vegna laganna um verndun Laxár og Mývatns. Heilbrigðisnefnd Norðurlands- svæðis eystra fagnaði þeirri fram- tíðarsýn sem fram kemur í úrbóta- áætluninni og undirbúningsvinnu en treysti sér þó ekki til að fallast á umbótaáætlunina þar sem hún væri ekki fjármögnuð. Fór nefndin fram á það að sveitarfélagið og rekstraraðilar skili inn fjármagn- aðri útbótaáætlun fyrir 15. sept- ember. „Það veldur vonbrigðum hvernig heilbrigðisnefndin afgreiddi áætl- un okkar. Við veltum því fyrir okkur hvort kröfur um það hvern- ig slíkar framkvæmdir eru fjár- magnaðar eigi heima á borði nefndarinnar. Við höfðum áætlað okkur tíma til áramóta til að ljúka viðræðum við ríkisvaldið um að- komu þess og við Norðurorku um mögulegt samstarf. Viðræðurnar munu halda áfram og setur þessi afgreiðsla nefndarinnar pressu á að þeim verði lokið fyrr en áform- að var,“ segir Þorsteinn sveitar- stjóri. Vilja vera til fyrirmyndar Þorsteinn leggur á það áherslu að Skútustaðahreppur og fyrir- tækin sem standa að umbótaáætl- uninni með sveitarfélaginu ætli sér að vera til fyrirmyndar í fráveitu- málum til framtíðar, á sama hátt og Mývetningar hafi á sínum tíma verið brautryðjendur í náttúru- vernd. „Mývatn er perlan okkar og sameign allrar þjóðarinnar. Þess vegna skiptir máli fyrir alla þjóðina að hún sé varðveitt,“ segir Þorsteinn. Setur pressu á viðræður við ríkið  Heilbrigðisnefnd hafnar ófjármagnaðri áætlun um úrbætur í fráveitumálum í Mývatnssveit  Sveitarstjórinn gagnrýnir niðurstöðuna en segist bjartsýnn á að lausn fáist í samstarfi við ríkið Morgunblaðið/Golli Kvöld við Mývatn Fjölgun ferðafólks og aukin umsvif á bökkum vatnsins hafa aukið álag á náttúruperluna. „Skútustaðahreppur er fámennt sveitarfélag með risa- stór verkefni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson sem tók við starfi sveitarstjóra í október sl. Hann viðurkennir að verkefnin hafi verið stærri en hann gerði ráð fyrir þegar hann sótti um og réð sig til starfa í Mývatnssveit. Hann hefur haft nóg að gera frá fyrsta degi. Daginn sem hann kom til starfa ákvað úrskurðarnefnd um- hverfis- og auðlindamála að ógilda framkvæmdaleyfi Skútustaðahrepps til handa Landsneti vegna lagningar háspennulínu frá Þeistareykjum að Kröflu. Uppi varð fótur og fit enda gat sú mikla atvinnuuppbygging í Þingeyjarsýslu sem grundvallast á Þeistareykjavirkjun verið í hættu. „Fyrstu tvær vikurnar fóru í að vinda ofan af þessu máli. Við gáfum út nýtt og betur rökstutt framkvæmdaleyfi sem stóðst frekari próf,“ segir Þor- steinn. Við tóku ýmis hefðbundnari verkefni sveitarstjóra, eins og vinna við úthlutun lóða í Reykjahlíðarhverfinu. Eftir áramót byrjaði darraðardansinn með fráveitu- málin og hefur allur tími sveitarstjórans síðustu vikur og mánuði farið í að vinna úr þeim. „Þessi mál hafa reynt á en sveitar- stjórnin hefur stað- ið þétt saman að úr- lausn þeirra,“ segir Þorsteinn. Honum finnst gaman í vinnunni og fjölskyldunni líður vel við Mývatn. Sjálfur er hann úr Vestmannaeyjum. „Mér finnst Mý- vetningar minna mig að mörgu leyti á Eyjamenn. Þeir geta deilt um ýmis mál innbyrðis en þegar á reynir standa þeir saman. Sameiginleg umbótaáætlun í frá- veitumálum er dæmi um það, menn stóðu saman um hana sem einn maður,“ segir Þorsteinn. Verkefnin eru stærri en ég bjóst við ÞORSTEINN GUNNARSSON, SVEITARSTJÓRI SKÚTUSTAÐAHREPPS Sveitarstjóri Þorsteinn Gunnarsson hefur haft nóg að gera í nýja starfinu. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Hanna Andrésdóttir ákvað að skora á sjálfa sig í júl- ímánuði og gera tilraun til þess að sleppa því að nota plast. Hún rakst á hugmyndina um plastlausan júlí á net- inu og segir helstu áskorunina hingað til hafa verið það að byrja. „Þetta er ekki eins mikið mál og ég hélt. Mesta málið var að taka þessa meðvituðu ákvörðun fyrirfram, af því að plast er úti um allt og það er svo þægilegt að fá allt í plasti,“ segir Hanna. „Ég held að flestum blöskri allar þessar plastumbúðir og þyki þær óþarflega miklar, sérstaklega þeim sem flokka plast og sjá magnið,“ Hanna heldur úti vefsíðunni Kaffi & karma (www.kaffiogkarma.com) ásamt vinkonu sinni Önnu Karenu Skúladóttur, sem hefur einnig ákveð- ið að sleppa plasti út mánuðinn. Íslenskt grænmeti í plasti Hanna á enn eftir að fara í stóra verslunarferð í mán- uðinum og telur að þar gæti reynst erfitt að sleppa því að kaupa eitthvert plast. „Yfirleitt er öllu íslensku grænmeti pakkað í plast svo ef ég vil sleppa því að kaupa tómata í plasti, þá þarf ég að kaupa einhverja hollenska tómata og kannski er það ekkert betra, þar sem það þarf að fljúga með þá hingað.“ Sérstaklega nefnir Hanna að erfitt gæti verið að nálg- ast mjólkurafurðir í umhverfisvænum umbúðum. „Varð- andi ost og smjör og svona, þá vantar svona mjólk- urbúðir eins og voru til í gamla daga. Ég veit ekki alveg hvar ég ætti að kaupa það án þess að kaupa plast í leið- inni.“ Hirðir hundaskít með dagblaði Hanna hefur prófað að fara með sín eigin ílát á nokkra staði, til að mynda í fiskbúð og ísbúð. Víðast hefur hún fengið góð viðbrögð, þó að starfsfólk sé stundum undr- andi. „Ég held að fyrirtæki gætu hjálpað til hvað þetta varðar og veitt leiðbeiningar á vefsíðum sínum varðandi það hvernig box hægt er að fá vörur þeirra afgreiddar í. Þurfa boxin að vera merkt lítramáli, þurfa þau að vera tandurhrein, glær eða hvað?“ Hanna og maðurinn hennar eiga hund og viðra hann tvisvar á degi hverjum. Áður hafa þau hirt upp eftir hann með plastpokum, en ekki lengur. „Ég hafði heyrt að fólk notaði dagblöð í stað plasts til að hreinsa upp hundaskít. Mér fannst það alltaf frekar fyndin hugmynd og eig- inlega frekar ógeðsleg. En ég ákvað að prófa að nota pappírinn og það hefur bara gengið vel.“ Áhugavert verður að sjá hvernig gengur að sneiða hjá plasti í stórinnkaupaferðum. „Það mun koma blogg- færsla um það fljótlega, það fer allt að tæmast hérna í ís- skápnum hjá mér,“ segir Hanna. Plastlausar allan júlímánuð  Erfiðast að byrja  Blöskrar plastmagnið Ljósmynd/Kaffi&karma Plastlausar Anna Karen og Hanna ætla að sleppa því að nota plast í júlímánuði og deila góðum ráðum til að minnka plastnotkun á vefsíðu sinni. Carl Möller, djass- píanisti og tón- menntakennari, lést aðfaranótt sunnudags eftir baráttu við krabbamein. Carl fæddist í Reykjavík árið 1942 og ólst þar upp. Hann hóf sjö ára að læra á píanó hjá Sigursveini Kristins- syni sem síðar stofn- aði Tónskóla Sigur- sveins. Tónlistin átti hug hans alla tíð en hann lék lengi með Hljómsveit Hauks Morthens og Sextett Ólafs Gauks. Þá tilheyrði hann hópnum sem hélt uppi Sum- argleðinni um allt land um árabil. Carl var í hópi þekktustu djass- píanóleikara þjóðarinnar. Árið 1978 hóf hann nám í tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og lauk tónmenntakennara- prófi fimm árum síð- ar. Hann stundaði tónlistarkennslu við Tónlistarskóla FÍH og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar auk þess sem hann var um skeið organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík. Foreldrar Carls voru Tage Möller, kaupmaður og tón- listarmaður, og Mar- grét Jónsdóttir Möll- er húsmóðir. Bróðir Carls er Jón Friðrik Möller tónlistarmaður, og hálfbróðir hans Birgir Möller hag- fræðingur og forsetaritari, en hann lést árið 2012. Carl lætur eftir sig eiginkonu, Ólöfu Kristínu Magnúsdóttur, og fósturdóttur, Hrafnhildi Jónu Þórisdóttur. Andlát Carl Möller Vilja meta kosti þess að hefja hópleit Í umfjöllun um tillögur að krabbameinsáætlun fyrir Ísland í Morgun- blaðinu í gær var því haldið fram að lagt væri til að hefja skipulagða hóp- leit að húð-, lungna- og blöðruhálskrabbameini. Hið rétta er að lagt er til að reglulegt mat fari fram á fýsileika þess að hefja fyrrnefnda hópleit. Verði þá litið til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.