Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2017, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2017 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða hönnun á góðu verði 8 Vöruflokkar · 200 PLU númer · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · Rafrænn innri strimill · Mjög auðveld í notkun Verð kr. 49.900,- ORMSSON.IS LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun Verð kr. 74.900,- 99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun · íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun Verð kr. 79.900,- XE-A217BXE-A207BXE-A147B ÖRUGGAR OG ENDINGARGÓÐAR 40 ár á Íslandi BAKSVIÐ Gísli Rúnar Gíslason gislirunar@mbl.is „Það er alveg óhætt að segja að síð- ustu tvær vikurnar hafi verið mjög blómlegar í sölu á pakkaferðum hjá okkur. Salan í ár hefur verið mjög góð og vinsælustu staðirnir bókuðust hratt upp í forsölu,“ segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heims- ferða, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum sjaldan selt eins mikið. Fólk vill bara komast út strax og næstu tvær vikurnar eru mjög þétt bókaðar.“ Metfjöldi í ferðalögum Fyrstu sex mánuði ársins flugu tæplega 290 þúsund Íslendingar út í heim frá Keflavíkurflugvelli sem er tæplega 15% aukning á milli ára. Apr- íl, maí og júní voru allir metmánuðir í fjölda íslenskra farþega sem flugu frá Keflavíkurflugvelli, en flestir ferðuð- ust til útlanda í júní eða rúmlega 62 þúsund. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu. Aðeins einu sinni áð- ur hafa fleiri Íslendingar flogið frá Keflavíkurflugvelli en það var í júní í fyrra þegar Íslendingar fylgdu lands- liðinu í fótbolta til Frakklands. „Það hefur verið mikil aukning hjá okkur í nær allar ferðir sem við bjóð- um upp á og sala frá áramótum hefur verið mjög góð. Ég hugsa að þetta sé með betri árum í langan tíma,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferða- skrifstofu Íslands, sem á og rekur Úr- val-Útsýn, Sumarferðir og Plús ferðir. Fleiri ferðir á ári „Það hefur verið mjög mikil ferða- gleði hjá Íslendingum undanfarið. Fólk virðist líka fara út oftar en einu sinni á ári. Þá er farið í stutt sumarfrí og síðan jafnvel borgarferð eða sér- ferð. Fjölbreytnin í ferðum hefur auk- ist hjá fólki og það fer utan oftar á ári, enda hefur orðið gífurleg fjölbreytni í framboði á ferðum undanfarin ár,“ segir Þórunn. Aðspurð hvort heimatilbúnar ferðir og deilihagkerfið hafi bitnað á sölu pakkaferða undanfarin ár segir Þór- unn svo ekki vera. „Sala á pakkaferð- um hefur bara aukist. Það var spenn- andi nýjung að bóka allt sjálfur en ég held að margir hafi brennt sig á mis- tökum, sem ekki hefur verið sagt frá, en það segja allir frá mistökum hjá ferðaskrifstofum. Núna eru margir Íslendingar bara búnir að prófa þetta. Það hefur verið vöxtur hjá ferðaskrif- stofum og að mínu mati mun hann halda áfram.“ Ekki bara sólarferðir „Júnímánuður hjá okkur er sá stærsti í sögu fyrirtækisins. Það eru mjög margir að leita í sólina en tón- leikaferðir hafa líka verið mjög vin- sælar hjá okkur. Undanfarið höfum við verið með 100-200 manns í tón- leikaferðum um hverja helgi. Auk þess er stór hópur að fara til Hollands að fylgjast með EM í knattspyrnu,“ segir Þór Bæring Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Gaman ferða í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur verið mikið um bókanir hjá stærri hópum sem eiga kannski erfitt með að bóka sjálfir sökum stærðar. Þá erum við í mörgum tilfellum að tala um stórar fjölskyldur, 20-30 manns. Við höfum tekið eftir því að það er uppsöfnuð ferðaþörf hjá slíkum hópum.“ Pakkaferðir seljast vel Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ferðaþörf Aldrei hafa jafn margir haldið utan fyrri hluta árs.  290 þúsund Íslendingar flugu frá Keflavíkurflugvelli fyrstu sex mánuði ársins  Algengt að farið sé út tvisvar á ári  Uppsöfnuð ferðaþörf hjá stórfjölskyldum Sprenging í sólarferðum » Undanfarnar tvær vikur hef- ur orðið sprenging í sölu pakkaferða til sólarlanda. » Næstu vikur eru þéttbók- aðar hjá mörgum ferðaskrif- stofum. » Fjölbreytni ferða hefur auk- ist mikið og undanfarnar helg- ar hefur fjöldi Íslendinga farið utan á tónleika. Auglýsingastofan Kontor Reykjavík hlaut nýverið tilnefningu til Brand Impact-verðlaunanna í flokki lyfja- og snyrtivöruauglýsinga fyrir Alvo- gen-auglýsingar sínar. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli fyrir snjalla og einfalda út- fræslu en listamaðurinn Noma Bar sá um myndskreytingar. „Í auglýsingalínunni fyrir Alvo- gen er myndmálið sterkt og fær að njóta sín. Það getur verið mjög snú- ið að gera auglýsingar fyrir lyfja- geirann þar sem strangar reglur gilda um hvað má og hvað má ekki segja,“ segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director hjá Kontor Reykjavík. „Það er mikill heiður að fá þessa tilnefningu og við bíðum spennt eftir verðlaunaafhending- unni sem fer fram í London í sept- ember.“ Auglýsingalínan byrjaði í lok 2015 og hefur nú þegar hlotið tvær tilnefningar til FÍT og fimm tilnefn- ingar til Íslensku auglýsingaverð- launanna, Lúðursins, og unnið ein fyrir magalyfið Eradizol. Brand Impact-verðlaunin eru al- þjóðleg verðlaun sem veitt verða í fjórða skipti í ár. Aðstandendur keppninnar eru tímaritið Computer Arts og vefsíðan Creative Bloq. Kontor Reykjavík var stofnuð ár- ið 2015 af hjónunum Sigrúnu Gylfa- dóttir og Alex Jónssyni sem áður voru hluthafar í og störfuðu hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu. „Heiður að fá þessa tilnefningu“ Lyfjaauglýsingar Kontor Reykjavík tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna. ● Friðrik Rafn Lar- sen, sérfræðingur í vörumerkja- stjórnun, segir að ef takist að byggja Ísland upp sem sterkt gæða- vörumerki geti það virkað sem vörn gegn gengis- sveiflum. „Ef tekst að byggja vöru- merkið Ísland upp þannig að fólk tengi það við mikil gæði þá verðum við ekki eins háð ferðamönnum í leit að ódýrri upplifun, svokölluðum sparnaðar- túristum. Með þessu gætum við fengið jafnari straum fólks sem leitar eftir einstakri upplifun sem það er til í að borga fyrir,“ segir Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Friðrik hefur mikla reynslu af því að auka verðmæti orku með notkun vörumerkjastjórnunar og heldur ráðstefnu um málið í haust. „Vörumerki sem bjóða upp á takmörk- uð gæði, eins og íslensk náttúra er, þau kosta meira,“ bætir Friðrik við. „Við getum tekið Rolex-úr sem dæmi. Þar er búið að hlaða inn svo miklu vörumerkjavirði að fólk er tilbúið að borga hátt verð fyrir það. Það sama þurfum við að gera fyrir Ísland. Sterk vörumerki gera vörur aðlaðandi og þá skiptir verð neytendur mun minna máli – við samþykkjum hærra verð. Þannig hefur Ísland sterkara aðdrátt- arafl og gengi krónunnar skiptir minna máli. Við tryggjum okkur eftirspurn óháð gengi.“ tobj@mbl.is Vörumerkið Ísland vörn gegn gengissveiflum Friðrik Rafn Larsen STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.