Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stund- ina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdar- laus til Evrópu. „Þú verður að fyrirgefa, en ég stend hérna með hópi barna sem eru að leik og ég heyri ekki allt sem þú segir,“ sagði Nichole þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gærkvöldi. „Þetta er fyrsti dagurinn minn í Grikklandi og ég er bara að kynna mér aðstæður, en mun síðan starfa á eina leikskólanum á svæðinu, þ.e. ég mun vinna á gólfinu með börn- unum,“ segir hún. Talið er að yfir 60.000 flótta- menn séu nú staddir í Grikklandi og bíði örlaga sinna, þar af er mikill fjöldi barna. SOS Barnaþorpin hafa frá 2015 sinnt hjálparstörfum í þágu flóttabarna í Grikklandi. Sú hjálp felst m.a. í félagssálfræði- legum stuðningi og túlkaþjónustu við börnin í flóttamannabúðum ásamt skipulagðri íþróttaiðkun. Einnig reka samtökin þrjú skýli þar sem fylgdarlaus flóttabörn njóta umönnunar allan sólarhringinn. „Hér eru hátt í 2.200 fylgdar- laus börn. Leitað er allra leiða til að hafa uppi á foreldrum eða ætt- ingjum þeirra á sama tíma og lögð er áhersla á að tryggja að þau hljóti menntun og umönnun,“ segir Nic- hole og bendir á að Ísland sé í kjör- aðstöðu til að leggja sitt af mörk- um. „Við eigum fjöldann allan af góðum skólum og leikskólum heima ásamt fjöldanum öllum af fagfólki í uppeldis- og kennslustörfum.“ Hún segir tilgang ferðarinnar ekki að skapa heildstæða stefnu fyrir Ísland í málefnum flóttamanna heldur sé hún fyrst og fremst mætt til að hjálpa og leggja sitt af mörk- um. „Ég mun taka það sem ég læri hér með mér heim og kynna fyrir starfsfélögum mínum á Alþingi það sem ég hef séð og kynnst hér, en núna er ég hér stödd til að hjálpa og gera gagn,“ segir hún. Þingmaður í flóttamannabúðum  Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, vinnur í leikskóla í flóttamannabúðum í Grikklandi  Starfar á vegum SOS Barnaþorpa í búðunum Flótti Nichole ásamt nokkrum fylgdarlausum flóttadrengjum í Aþenu. Vilhjálmur A. Kjartansson vihjalmur@mbl.is „Hann er kominn í búðir þrjú og við búumst við því að hann muni fara upp í búðir fjögur í kvöld eða á morg- un og reyna við toppinn á fimmtu- dag,“ sagði Hjördís Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri Lífs styrktarfélags, er hún var í gær spurð út í göngu Johns Snorra Sigurjónssonar á K2, næsthæsta fjalls heims, en hann gengur til styrktar Lífi og getur fólk heitið á hann á síðunni www.lifspor.is. Fyrsti Íslendingurinn á toppinn Takist John Snorra að komast á topp K2 verður hann fyrsti Íslend- ingurinn sem kemst alla leið á topp- inn á þessu þekkta fjalli að sögn Hjördísar. Framundan er einn hættulegasti kafli leiðarinnar, þ.e. frá búðum þrjú upp í búðir fjögur, en John Snorri er í góðum hópi að sögn Hjördísar. „Hópurinn samanstendur þessa stundina af John Snorra og tveimur Kínverjum ásamt þremur sérpum, sem allir eru mjög vanir, en einn þeirra hefur sjálfur farið alla leið upp,“ sagði hún og hélt áfram: „Aðrir sem eru á sömu leið eru tveir Banda- ríkjamenn og einn göngumaður frá Sjanghæ. Eina konan sem er í hópn- um er frá Bandaríkjunum og hún stefnir á að verða fyrsta bandaríska konan sem kemst á topp K2.“ Erfiðasti kaflinn eftir upp á tind K2 Ljósmynd/Líf styrktarfélag Fjallganga Leiðin á topp K2 er engin sunnudagsganga enda er K2 talið eitt erfiðasta fjall heims að klífa og aðeins rúmlega 300 hafa komist þangað upp.  Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir 3 á næsthæsta og erfiðasta fjalli heims Hátt í 3.000 manns voru í Árbæjarsafni í Reykja- vík í gær þegar Brúðubíllinn mætti þangað með allt sitt fylgdarlið til þess að skemmta yngstu kynslóðinni. Krakkarnir, sem fylgdust spenntir með ævintýrum skrautlegu brúðanna, voru sum- arlega klæddir enda veður milt. Morgunblaðið/Ófeigur Um 3.000 manns fóru í Árbæjarsafn Starf borgarlög- manns var aug- lýst á dögunum og er umsóknar- frestur runninn út. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins voru einungis tveir umsækjendur um starfið, þ.e. hæstaréttar- lögmennirnir Ástráður Haraldsson og Ebba Schram, sem gegnt hefur stöðu staðgengils borgarlögmanns. Gerð var sú krafa að umsækj- endur um stöðu borgarlögmanns hefðu málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Sú krafa hefur ekki verið gerð áður, en það þótti nauð- synlegt að gera hana nú vegna fjölda mála sem Reykjavíkurborg hefur aðkomu að fyrir Hæstarétti. Starf borgarlögmanns felur í sér að vera í fyrirsvari fyrir Reykjavík- urborg og stofnanir hennar um lög- fræðileg málefni. Ákvörðun um ráðningu verður að öllum líkindum tekin á næsta fundi borgarráðs, sem fram fer eft- ir tvær til þrjár vikur. athi@mbl.is Einungis tveir sóttu um stöðuna  Brátt ráðið í starf borgarlögmanns Borgarráð tekur ákvörðun fljótlega. Fjallið er talið eitt það hættu- legasta í heiminum, en fyrir hverja hundrað fjallgöngumenn sem komist hafa á topp fjallsins hafa 29 dáið við að reyna. Að- eins 306 hafa komist alla leið á toppinn. Til samanburðar hafa um 5.600 manns gengið á hæsta fjall heims, Everest, sem er 8.848 metra hátt, en K2 er 8.611 metrar. Hættulegt ERFIÐASTA FJALL HEIMS Jökulsárlón á Breiðamerkur- sandi og nær- liggjandi svæði verður í dag formlega frið- lýst sem hluti Vatnajökuls- þjóðgarðs. Björt Ólafsdóttir, um- hverfis- og auð- lindaráðherra, mun undirrita reglugerð um frið- lýsinguna við Jökulsárlón eftir hádegi. Að undirritun lokinni bjóða Vatnajökulsþjóðgarður og ráðherra til móttöku í tilefni frið- lýsingarinnar við Fjallsárlón, en það er meðal þeirra svæða sem nú ganga inn í þjóðgarðinn. Íslenska ríkið keypti jörðina Fell austan Jökulsárlóns í upphafi ársins. Ríkið nýtti þar forkaups- rétt sinn á grundvelli laga um náttúruvernd, en jörðin er á nátt- úruminjaskrá. Jörðin hafði áður verið seld til félagsins Fögru- steina síðastliðið haust. Söluverð jarðarinnar var 1.520 milljónir króna. Jökulsárlón og ná- grenni friðlýst í dag Jökulsárlón verður hluti þjóðgarðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.