Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 206. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Gleðiljómanum kippt undan … 2. Tíminn rann út fyrir Charlie Gard 3. „Ég vil bara fara heim,“ segir … 4. Myndaði kvenkyns gesti … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Halldóra Geirharðsdóttir sest aftur í leikstjórastólinn á næsta leikári og stýrir breska gamanleiknum The play that goes wrong eftir Henry Lewis, Jonathan Sayer og Henry Shields í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar, sem frumsýndur verður á Nýja sviðinu í mars 2018. Leikritið hlaut Olivier- verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi árið 2015 og var nýverið frumsýnt á Broadway. Verkið fjallar um leikhóp sem gefst færi á að setja upp morðgátu og lítur á það sem stórt tækifæri. Allt fer þó á annan veg en ætlað var þegar ýmsir hlutar sýningarinnar klikka, hvort heldur leikarar, leikmynd eða leikmunir. Með hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Björn Stefánsson, Hilmar Guð- jónsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Krist- ín Þóra Haraldsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Allt klikkar á sýningu í Borgarleikhúsinu  Bassaleikarinn Örn Ingi Unnsteins- son kemur ásamt kvartetti sínum fram á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Með honum leika Stefan Karl Schmid á saxófón, Yannis Anft á hljóm- borð og Jan Philipp á trommur. Megnið af tónlistinni sem kvart- ettinn flytur er eftir Örn Inga en lög eftir aðra hljómsveitar- meðlimi fljóta einnig með. Aðgangur er ókeypis. Kvartett Arnar Inga Unnsteinssonar á Kex Á miðvikudag Austlæg átt, 5-13 en 10-18 með suðurströndinni. Víða léttskýjað, en þokuloft við austurströndina. Hiti 8 til 24 stig, hlýjast vestanlands, en svalast í þokuloftinu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi vindur við suður- og suðvestur- ströndina, 10-18 seint í kvöld, hvassast undir Eyjafjöllum. Skýjað að mestu suðaustanlands. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast í innsveitum. VEÐUR Aron Pálmarsson, lands- liðsmaður í handknattleik, neitaði að mæta á fyrstu æfingu ungversku meist- aranna Veszprém á und- irbúningstímabilinu og er kominn heim til Íslands. Frá þessu er greint á vef Veszprém. Þar er haft eftir Ljubomir Vranjes, nýráðn- um þjálfara liðsins, að hann muni ekki nota Aron á komandi keppnis- tímabili. »1 Aron neitar að æfa með Veszprém „Við ætlum að vinna, við erum alveg á því getustigi en það þarf margt að ganga upp. Við erum að fínpússa okk- ar leik og núna þurfum við að skrúfa upp einbeitinguna og halda henni í þessa viku sem er eftir,“ segir Ómar Ingi Magnússon, leikmaður 21-árs landsliðsins í handknattleik sem mætir Túnis í 16-liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í Alsír. »2 Stefnir á sigur á heims- meistaramótinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is „Ég er bara búinn að vera að dunda mér við þetta í eldhúsinu heima,“ segir Pétur Pétursson, en hann hef- ur verið að þróa íslenskan mjólkur- líkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu. Pétur er mjólkurtæknifræðingur að mennt og hefur unnið ýmis störf innan mjólkuriðnaðarins, meðal ann- ars sinnt ostagerð, ísgerð og smjör- gerð. „Hugmyndin kviknaði fyrir ellefu árum, en síðustu sjö árin hef ég ver- ið að þróa líkjörinn með hléum. Mér fannst þetta vera sniðugt og öðru- vísi, en frumgerðin var unnin heima í eldhúsi þar sem fjölskyldan, vinir og vinnufélagar voru fengin til að smakka. Síðustu ár hefur hvert tækifæri verið nýtt til að kynna vör- una, fá viðbrögð og endurbæta bragð og áferð. Þegar það varð ljóst hve mikill áhugi var á vörunni var farið í að útfæra uppskriftina enn frekar,“ segir Pétur, en frumgerð vörunnar er nú tilbúin. Líkjörinn hefur nú hlotið styrk frá Auðhumlu og Matís til framhalds- vinnu vegna prófana og vinnsluferla og segist Pétur vera mjög þakklátur fyrir styrkinn. Töluvert mikið nýnæmi „Það sem kom mér mest á óvart er hversu flókið ferli það er að búa til þennan drykk,“ segir Pétur og bætir við að mikil tækni felist í framleiðsl- unni. „Vinnsluferlið er ekki eitthvað sem þú leitar bara að á netinu, það eru mikil fræði á bak við þetta og flókin vinnslu- tæki.“ Pétur segir verkefnið vera töluvert mikið nýnæmi þar sem aldr- ei áður hafi verið framleiddur áfeng- ur drykkur úr íslenskri mjólk, né mysa verið nýtt við gerð líkjörs. „Það sem var mér mikilvægast þegar ég byrjaði var að einbeitingin væri á mjólkina og að nýta það sem fer oft til spillis, s.s. mysu. Það er því verið að sporna við sóun matvæla og minnka umhverfismengun til að ná fram aukinni verðmætasköpun,“ segir hann og bætir við að líkjörinn sé mjög bragðgóður og alíslenskur drykkur. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og ég er mjög þakk- látur öllum sem hafa stutt við bakið á mér öll þessi ár. Ef þú ert með eitt- hvað svona í hausnum þá þýðir ekk- ert að gefast upp.“ Líkjör úr íslenskri mjólk  Hugmyndin kviknaði fyrir ellefu árum Morgunblaðið/Golli Mjólkurlíkjör Pétur hefur verið að þróa íslenskan mjólkurlíkjör sem unninn er úr rjómablandi og alkóhóli úr mysu í sjö ár og er frumgerð vörunnar nú tilbúin. Líkjörinn hefur hlotið þriggja milljóna króna styrk til framhaldsvinnu. Í vor gerðu Auðhumla og Matís samning um verkefnið Mjólk í mörgum myndum þar sem veittir eru styrkir til frumkvöðlastarfs þar sem mjólk kemur við sögu sem hrá- efni. Á fundi stjórnar Auðhumlu 29. júní sl. var ákveðið að veita að þessu sinni þrjá styrki. Biobú og fleiri með verkefnið Heillandi máttur lífrænnar mysu og Pétur Pétursson með verkefnið íslenskur mjólkurlíkjör fengu þrjár milljónir hvor aðili í styrk. Þriðja verkefnið er Broddur byggir upp sem Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann Pétursson standa fyrir en þau hlutu 500 þús- und krónur í styrk. Matís mun síðan annast utan- umhald verkefnanna. Þriggja milljóna króna styrkur MJÓLK Í MÖRGUM MYNDUM „Við erum alltaf að glíma við það að hafa ekki sama úrval og aðrar þjóðir. Okkur vantar tæknilega góðan miðju- mann sem er með meira hugmynda- flug fram á við. Spurningin er hvort við séum að einblína of mikið á lík- amlega þáttinn og eigum hreinlega ekki þessa leikmenn sem eru ofboðs- lega góðir tæknilega séð,“ segir Þorlákur Árnason um stöðu mála hjá kvennalandsliðinu í knattspyrnu. »3 Er of mikið einblínt á líkamlega þáttinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.