Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 ✝ GuðmundurHelgi Helga- son fæddist á Ak- ureyri 17. janúar 1984. Hann lést 10. júlí 2017. Foreldrar Guð- mundar eru Helgi Guðmundsson, f. 1952, og Ingveldur Jónsdóttir, f. 1951. Bræður hans eru Jón, f. 1975, Karl, f. 1979, og Davíð, f. 1991. Guðmundur flutti til Reykja- víkur 1984 ásamt fjölskyldunni og bjó þar æ síðan. Hann gekk í Seljaskóla og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Hann hóf nám í sálfræði í Háskóla Íslands. Guðmund- ur tók sér ým- islegt fyrir hend- ur; spilaði á hljóðfæri, stundaði jóga og kenndi á tímabili. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku Muggur minn. Ég kveð þig með miklum sökn- uði nú þegar komið er að ótíma- bærri kveðjustund. Þú varst hlýr og yndislegur drengur en um leið viðkvæmur. Sem barn varstu blíð- ur og ég geymi ýmsar góðar minningar, til dæmis úr sumarbú- staðaferðunum. Ég ætla ekki að skrifa langa grein en langar til að minnast á síðustu vikuna í lífi þínu sem við eyddum saman á Meistaravöllun- um. Mér þótti afar vænt um þær samverustundir. Þú varst mjög hjálplegur þegar þú dvaldir hjá mér og léttir mjög undir með ömmu þinni. Guð veri með þér, elsku vinur. Ég veit að vel var tekið á móti þér þegar þú komst í sumarlandið. Þín er sárt saknað. Erla Karlsdóttir. Í dag kveðjum við úr jarðvist- inni gull af manni og góðan vin, hann Guðmund Helga Helgason. Hjartans vinur, litríki persónu- leiki, góða sál. Í okkar tengingu upplifði ég þig alltaf sem birtingarmynd hins sanna lærdómsmanns. Fyrir utan að vera afburðagreindur, gekkstu af fullum ákafa og hugrekki inn í hlutina oft til þess eins að skilja þá betur, allan þann tíma sem ég hef þekkt þig varstu knúinn áfram af endalausum spurningum um til- veruna og þess vegna áttir þú líka víðtæk svör og útskýringar á svo mörgu í þínum fórum. Þú varst andans maður og að sama skapi leitaðir þú alltaf eftir nútímalegri og vísindalegri fótfestu fyrir hlut- unum. Skortur á praktískum og mannúðarlausum nálgunum fór alltaf í taugarnar á þér, enda átt- irðu ekki í neinum vandræðum með að sjá hvernig hlutirnir tengjast saman. Þú varst ekki einungis vel sett- ur á sviði hugans, heldur varstu líka djúpur, einlægur, næmur og ríkur í alla staði á tilfinningasvið- inu. Hvernig þú gerðir þér leik að því að skilja hið mannlega eðli og kynnast flaumi mannlegs tilfinn- ingalífs til hlítar. Þú deildir upp- götvunum, áskorunum, sigrum og já ósigrum, sem þú sást alltaf fyrst og fremst sem lærdóm. Þú slóst oft á létta strengi, en aldrei á kostnað annarra, það varst ekki þú. Þú gast samt verið ákveðinn og beitt þér sem rétt- sýnn hugsjónamaður af ástríðu og látið í þér heyra ef svo bar undir, en það var einungis vegna þess að þú trúðir á fallegri og betri heim og sást alltaf fyrir þér heim þar sem menn gátu lifað í sátt og sam- lyndi, með bæði kostum og göllum og með tilliti til þess hvað við er- um öll ólík og einstök þegar öllu er á botninn hvolft. Þú tjáðir mér oft hvað vináttan skipti þig miklu máli. Það er afar erfitt að sjá á eftir þér, en vinátta okkar varir. Þú barðist hetjulega á þinni leið. Ég vildi segja þér hvað ég er stoltur af þér. Þú kenndir mér margt sem á eftir að fylgja mér alla tíð. Nú mæðir meira á okkur hinum að halda gildum meðvitaðri og lausnamið- aðri heims á lofti, sem er eitthvað sem þú stóðst einhvern veginn alltaf fyrir. Takk fyrir allt, elsku vinur. Að lokum langaði mig að til- einka þér þessi fáeinu orð til við- bótar: Stríðsmaður hefur nú háð sína helstu hildi, hann leggur frammi fyrir hofi hjartans niður brynju sína ásamt sverði og skildi og opnar sig heill fyrir ljósi og mildi. Dýpstu samúðarkveðjur til allra hans samferðamanna og ást- kæru fjölskyldu. Þinn vinur, Ólafur Aron og fjölskylda. Guðmundur Helgi Helgason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI TORFASON, lögg. endurskoðandi, Svöluási 11, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. júlí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 27. júlí klukkan 13. Fjölskyldan vill koma á framfæri sérstökum þökkum til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaklega góða umönnun og hlýhug. Sólveig Birna Gísladóttir Einar Jóhannes Lárusson Loftur Bjarni Gíslason Guðbjörg Sigríður Jónsdóttir og barnabörn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður og afa, MAGNÚSAR JÓNASSONAR, Hafnarfirði. Starfsfólki Landspítalans þökkum við kærlega fyrir góða umönnun. Sérstakar þakkir færum við hinu frábæra starfsfólki hjá Karitas fyrir ómetanlega hjálp og hlýja nærveru. Sigurbjörg Kristjánsdóttir Trausti Magnússon Hafdís Þórðardóttir Anton Magnússon Svanhildur Karlsdóttir Jónas Magnússon Chingmei Yang Kristján Magnússon Alexandra Björk Elfar Rut Magnúsdóttir Styrmir Magnússon Ólöf Birna Björnsdóttir Ingvar Magnússon Kolbrún Björk Óladóttir og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTER BERGMANN HALLDÓRSDÓTTIR sérkennari, lést á hjúkrunarheimilinu Fossheimum Selfossi mánudaginn 10. júlí. Útförin fór fram í kyrrþey frá Selfosskirkju miðvikudaginn 19. júlí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Kumbaravogi á Stokkseyri, Lundi á Hellu og Fossheimum fyrir góða umönnun og hlýju. Ásthildur B. Sigþórsdóttir Jón Helgi Ingvarsson Halldór Gísli Sigþórsson Margrét Kristjánsdóttir Sigþór Örn Sigþórsson Ester Ýr Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra ættingja, vina og vandamanna fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og minningarathöfn elsku föður okkar, afa og langafa, bróður, tengdaföður og mágs, INGVARS EMILSSONAR haffræðings, frá Eskifirði, sem andaðist í Mexíkó í lok síðasta árs. Sérstakar þakkir til þeirra sem komu að minningarathöfn og erfidrykkju. Blessi ykkur öll, Kristján Ingvarsson Tryggvi Ingvarsson Emilsson Elín Margrét Emilsson Ingvarsdóttir Hulda EmilsdóttirÁstkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir, HEIMIR MORTHENS, Vættaborgum 26, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. júlí klukkan 13. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélagið Landsbjörg. Þóra Kristín Sigursveinsdóttir Hlynur Morthens Bryndís Björg Jónsdóttir Bergþór Morthens Elín Aðalsteinsdóttir Heimir Þór Morthens Tania Lind Fodilsdóttir barnabörn og bræður hins látna Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI STEFÁN VETURLIÐASON málarameistari, lést 18. júlí á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju 31. júlí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimer-samtökin. Anna Kristjánsdóttir Hafdís Helgadóttir Ingi Gunnar Ingason Kristján Helgason Ragnhildur Filippusdóttir Anna Oddný Helgadóttir Ricardo M. Villalobos Viðar Helgason Hulda Gísladóttir Úlfar Helgason Sæunn Marinósdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, HELGA SIGFÚSDÓTTIR, Furulundi 31, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. júlí klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heimahlynningu Akureyrar. Rúnar Heiðar Sigmundsson Gunnar Örn Rúnarsson Bryndís Valgarðsdóttir Sigrún Rúnarsdóttir Magnús Magnússon Sigmundur Ernir Rúnarsson Elín Sveinsdóttir Guðrún Sigfríð Rúnarsdóttir Sigfús Arnar Karlsson Jón Gísli Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞRÁINN SIGURÐSSON, sjómaður og útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 20. júlí. Jarðað verður frá Landakirkju Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. júlí klukkan 13. Blóm og kransar afþakkað. Aðstandendur hafa stofnað reikning til kaupa á nýrnavél til Sjúkarhússins í Vestmannaeyjum. Reikningur 0370-22-002562, kt. 260269-4029. Sigurður Frans Þráinsson Hallgrímur Þráinsson Jóhann Helgi Þráinsson Jónína Unnur Gunnarsdóttir Jóhanna Svanborg Jónsdóttir Axel Franz, Elín Helena, Sigurþór, Ingunn Silja, Þráinn Jón, Þorsteinn og Elísabet Aría Þriðjudagskvöld- ið 11. júlí 2017 verð- ur okkur öllum minnisstætt. Pabbi hringdi, hann vildi fá að tala við okkur bæði, það var óvenjulegt. Það hafði orðið slys, Bjarki hans Guðna lenti í alvarlegu slysi og var fluttur í bæinn með þyrl- unni. Þetta var það eina sem sat eftir þegar símtalinu lauk, þó svo það hafi staðið yfir í þónokk- urn tíma. Hugurinn reikaði, hvað gerðist? Hvers vegna hann? Hvað er í gangi? Við trúð- um því og lifðum í þeirri von að hann myndi ná sér, hann hristir þetta af sér. Næstu dagar á eftir liðu afar hægt, alltaf biðum við með símann á lofti eftir fregnum af spítalanum, mamma var dug- leg að halda okkur upplýstum. Fjölskyldan öll stóð saman með jákvæðnina og bjartsýnina að leiðarljósi, logandi kerti og von. Föstudagskvöldið réð úrslitum, þá bárust fregnir þess efnis að slagurinn hefði verið of harður í þetta sinn. Elsku hjartans Bjarkinn okkar hafði kvatt þennan heim, langt fyrir aldur fram. Bjarki var mikill gleðigjafi, einstaklega brosmildur og skemmtilegur. Það má segja að það hafi einkennt hann Bjarka okkar ásamt þeim brennandi bílaáhuga sem hann deildi með Guðjóni Má. Maður átti stund- um erfitt með að fylgja samræð- um þeirra, þar sem þær fóru fram á eins konar bílatungumáli. Lífsstíll sem þessi gat verið ofsalega skemmtilegur, krefj- andi en jafnframt torveldur. Sú minning, ein af mörgum tengd- um bílum, sem við minnumst hvað sterkast þegar við hugsum til baka er þegar Bjarki var að gera upp Avensis-tvíburana. Það var einstaklega skemmtilegt verkefni sem við stórfjölskyldan fengum að fylgjast grannt með, enda áhuginn óstjórnlegur hjá drengnum og við höfðum mjög Bjarki Már Guðnason ✝ Bjarki MárGuðnason fæddist 14. ágúst 1998. Hann lést 14. júlí 2017. Útför Bjarka Más fór fram 24. júlí 2017. gaman af. Það var ekki nóg að hann gerði upp og lagaði bíla, heldur var hann meira en til í að taka að sér þrif á skítugasta bíl stór- fjölskyldunnar, þegar hann átti tíma aflögu. Þetta verk hefðu fáir tek- ið að sér en þeim feðgum fór það af- bragðs vel úr hendi. Það gefur augaleið að bílar voru hans lífs- stíll. Bjarki var þar að auki af- skaplega góðhjartaður, alltaf gaf hann sér tíma fyrir þau yngstu, enda í miklu uppáhaldi þar. Þar var ýmist leikið, knúsast eða haft gaman. Greiðvikni var einn- ig hans einkenni, það var ekkert mál að aðstoða, sama hvert verkið var. Ef það tengdist bíl- um var það þó oft látið ganga fyrir. Með tár á hvarmi og trega sjáum við á eftir frænda okkar, Bjarka Má. Minningarnar eru fjársjóður sem við munum ylja okkur við alla ævi. Sofðu rótt elsku engillinn okkar. Lífsins leið nú lokið er elsku ljúfi drengur. Erfið er sú hugsun hver að þú sért hér ekki lengur. Tárin fylla titrandi vanga tregafull sorgin er svo þung Hvernig eigum við veginn að ganga, þegar vinir og börn eru tekin svo ung? Glöð við viljum þakka þér, fyrir þær minningarnar. Sem þú skildir eftir hér, þær sorginni verða til varnar. Vertu nú sæll vinurinn, við föðmum sálu þína. Elskulegi engillinn, ávallt mun ljós þitt skína. (GMJ og REJ) Elsku Guðni, Anna, Lilja, Jónsi og börn, við viljum votta ykkur og aðstandendum öllum okkar dýpstu samúð, megið þið öðlast styrk á þessum erfiðu tímum. F.h. frændsystkinanna í Kjarrmóanum, Ragnhildur Eva og Guðjón Már Jónsbörn. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.