Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Á næsta ári verður
haldið upp á 100 ára
afmæli fullveldis á
Íslandi. Ég hef
áhyggjur af þessum
hátíðahöldum eða
réttara sagt hvernig
staðið verður að
framkvæmdinni því
sporin hræða örlítið.
Ekki að það verði
ekki góð dagskrá
heldur meðal annars vegna þess
ástands og lítils trausts sem er á
tíðum í samskiptum stjórnvalda og
þjóðarinnar, eða öllu heldur sam-
skiptaleysis. Oft nefnt gjá milli
þings og þjóðar. Núorðið er al-
menningur girtur af frá hátíða-
höldum með öflugum girðingum
og sveitum lögreglu vopnuðum al-
væpni; kylfum, táragasi, skotvopn-
um, stuðbyssum og einhverju
fleiru sem við vitum ekki af á degi
sem þjóðin, almenningur þessa
lands, á sjálf en ekki stjórnvöld
sem slík eða fámennur hópur út-
valinna boðsgesta. Skemmst er að
minnast þeirra hörmulegu atburða
og ljóta svarta bletts sem verið
hefur á tveimur síðustu 17. júní-
hátíðardagskrám sem fram fóru á
Austurvelli þar sem „sérstaklega
verðugir gestir stjórnvalda“ sitja í
kokteiltjöldum og við hin eins
langt í burtu og hægt er. Almenn-
ingi var ýmist haldið utan Aust-
urvallar og/eða á bak við tré á
vellinum þar sem ekkert sást og
enn minna heyrðist af því sem
fram fór. (Kannski var það til-
gangurinn?) Ég vil sjá breytingar
á 17. júní-hátíðarhöldum á 100 ára
afmæli fullveldis og framvegis.
Vilji stjórnvöld sem slík eiga þátt í
þessum degi, sem almenningur
þessa lands á, er eins gott að það
verði hugarfarsbreyting. 17. júní-
einkasamkunda stjórnvalda á ekki
lengur samleið með hátíðar-
dagskrá almennings á Austurvelli
vegna fyrrnefndra atburða. Aust-
urvöllur er í raun helgireitur ís-
lensku þjóðarinnar, almennings
þessa lands, og þann reit má aldr-
ei hindra almenning í að koma á.
Þetta er hátíð almennings en ekki
stjórnvalda sem slíkra og því skul-
um við aldrei gleyma. Svo það sé á
hreinu eiga mótmælendur og ein-
hver háreysti ekki heldur samleið
með almenningi þennan dag. Það
er slíkum aðilum til háðungar og
skammar að láta sér detta í hug
að trufla slíka dagskrá. Það er
enginn réttur fámenns hóps að
trufla dagskrá, haldi þeir það eru
viðkomandi illa að sér um lýðrétt-
indi og mannréttindi. Á 17. júní
höldum við þjóðhátíð og minnumst
fortíðar, samtíðar og horfum fram
á veginn. Það væri því eðlilegt að
skrifstofa Forseta Íslands (enda
forseti sameiningartákn okkar)
hefði veg og vanda af athöfninni á
Austurvelli og að forseti Íslands
flytti þar aðalræðu. Auk þess sem
fulltrúi unga fólksins gæfi tóninn
um þeirra hugsanir og langanir.
Æskilegt er að þingmenn taki þátt
í þessari athöfn og þá geta þeir
verið í alþingishúsinu ásamt gest-
um stjórnvalda og horft á athöfn-
ina á skjá telji menn það best ör-
yggis þeirra vegna.
Hefðir eru ágætar
en það er ekkert að
því að breyta út af í
takt við tíðarandann
og fyrst búið er að
planta girðingum og
vopnum er ráð að
skipta um gír og end-
urmeta dagskrá og
skipulag. Það getur
aldrei gengið að búa
við slíkt uppgjafar-
ástand. Öryggi getur
lögregla tryggt með öðrum hætti
er ég alveg viss um. Í dagskránni
helst sumt inni en annað dettur út
eins og gengur.
Á tímum jafnréttis er auðvitað
spurning um fjallkonuna og þá
hvort ekki sé hægt að gera báðum
kynjum jafnt undir höfði, annars
er hún blessunin ekki vandamálið.
Vona ég að það verði málefnaleg
umræða um þessi mál. Svo er það
fullveldisafmælið sjálft. Í
tengslum við það þarf að halda á
lofti þeim aðilum sem vagninn
drógu í baráttunni fyrir fullveld-
inu. Einhverjir þeirra sem lögðu
málinu lið eru ýmist ofmetnir,
vanmetnir og flestir reyndar
gleymdir og lítið sem ekkert
minnst á. Best að nefna ekki nein
nöfn heldur vonast til að sagn-
fræðingar vorir komi sér saman
um þann lista og að börnin okkar
á öllum skólastigum fái fræðslu í
samræmi við þroska á hverju
skólastigi, allt frá leikskólum og
upp úr.
Við Íslendingar gleymum því
gjarnan að það sem sameinar okk-
ur er tungan og fögur foldin. Það
hefur enda sýnt sig að stjórnmál
hafa aldrei náð slíkri samstöðu
meðal almennings nema þá í ein-
stökum málum eins og landhelg-
ismálum. Það er því rétt að full-
veldisafmælið geri tungunni og
landinu okkar hátt undir höfði auk
umræðu um meiri lífsgæði og
sæmandi mannlíf öllum til handa.
Málið er að í dag, eða a.m.k.
fram á þennan dag, er aðkoma al-
mennings að fullveldisdeginum 1.
desember afar takmörkuð ef
nokkur. Það er helst að maður viti
af dagskrá í Háskóla Íslands. Í
fréttum er farið einhverjum orð-
um um þennan dag. Svo fullveldið
er bara einhver dagur sem rennur
hjá og verður oftar en ekki að
engu. Þess vegna er mikilvægt að
vel takist til og að dagskrá þessa
mikilvæga dags í sögu okkar
marki upphafið að meiri virðingu
við daginn og þá ekki síður þá
sem að málum komu svo sem fyrr
er nefnt.
Verði ákveðið að 1. desember
nk. (föstudagur) verði almennur
frídagur er mikilvægt að sá frí-
dagur nái til allra landsmanna og
verslanir sjái sóma sinn í að hafa
lokað og gefa sínu fólki tækifæri
til að halda daginn hátíðlegan. Á
100 ára afmæli fullveldis væri líka
talsverð áskorun fólgin í breyt-
ingum á starfsháttum alþingis.
Umræðu um nýja stjórnarskrá og
fækkun alþingismanna. Legg ekki
meira á lesendur í bili!
Fullveldisafmælið
og 17. júní eru sam-
eign almennings
Eftir Rúnar Sigurð
Birgisson
Rúnar Sig Birgisson
» Fullveldisafmælið:
kjörin tímamót til að
breyta 17. júní-dag-
skránni. Eins að minn-
ast 1. desember, sem al-
menningur hefur lítið
haft með að gera til
þessa.
Höfundur er bankastjóri
Bókabankans.
Haustið 2015 greiddi
einn Pírati atkvæði á
Alþingi með því að
Hvammsvirkjum væri
sett í nýtingarflokk í
Rammaáætlun um
vernd og orkunýtingu
landsvæða. Hinir tveir
Píratarnir á þingi sátu
hjá í atkvæðagreiðsl-
unni. Enginn þessara
þriggja þingmanna
taldi sig hafa faglegar
forsendur til að setja sig með eða á
móti sjálfri virkjunarhugmyndinni.
Mikil umræða fór fram á Pírata-
spjallinu í kjölfar þessarar atkvæða-
greiðslu og vildu sumir túlka nið-
urstöðu atkvæða þannig að
þingflokkur Pírata væri tæknilega
meðfylgjandi virkjuninni, eða a.m.k.
ekki andsnúinn henni. Enda sagði
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata,
á spjallinu að þessi tillaga hefði verið
skárri kostur en fimm aðrir nýting-
arkostir sem att var fram á sama
tíma til umræðu. Sé það rétt virðist
Rammaáætlun hafa verið nýtt sem
þvingunartæki til að fá fram nið-
urstöðu um að færa a.m.k. einhverja
virkjunarkosti í nýtingarflokk.
Ákvörðun um að færa Hvamms-
virkjun úr biðflokki í nýtingarflokk á
í sjálfu sér ekki að vera ákvörðun um
að byggja stíflu og virkja. En ákvörð-
unin léttir þó verulega sporin fyrir þá
sem sjá hag í að virkja Neðri-Þjórsá.
Nú, tveim árum síðar, liggur fyrir
frummatsskýrsla um
mat á umhverfisáhrif-
um virkjunarinnar og
breytingar á deiliskipu-
lagi því tengdu. Aftur
virðist það svo að breyt-
ingar á Rammaáætlun
hafi verið þvingaðar
fram með það eitt í
huga að hefja virkj-
unarframkvæmdir við
hið fyrsta. Fyrir hvern
á þetta aukarafmagn að
vera?
Í orkumálastefnu Pí-
rata kemur fram að efla
skuli fjárhagslega hvata fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki í að framleiða
vistvæna orku til eigin þarfa og að
áherslu skuli leggja á lang-
tímaáætlun í orkumálum. Umhverf-
isstefna Pírata tiltekur að var-
úðarreglu skuli fylgt, þar með talið að
viðhafa faglegt mat á áhrifum virkj-
anaframkvæmda og breytingum á
skipulagi. Sem hluta af ferlinu mætti
spyrja hver sé að fara að hagnast á
virkjunarframkvæmd um leið og
spurt er hverjir verða mest fyrir
barðinu á neikvæðum áhrifum henn-
ar, nú eða síðar.
Í tilfelli Hvammsvirkjunar er rétt
að viðeigandi sveitarfélag ákveði með
lögbundnum skipulags- og umsagn-
arferlum hvort farið verður í fram-
kvæmdina. Píratar hvetja þó íbúa og
landeigendur umhverfis Þjórsá til að
nýta sér ákvæði í sveitarstjórn-
arlögum um að ítarlegt samráð verði
haft við skipulagsbreytingar og jafn-
vel efnt til bindandi íbúakosninga
óski þess nægilega margir. Vel má
vera að ef lýðræðislega er staðið að
verki verði hagsmunir ofan á, t.d.
hagur ferðaþjónustu, matvælafram-
leiðslu eða vernd búsvæðis laxastofns
ofan stíflu og vernd náttúrufars um-
hverfis Neðri-Þjórsá.
Píratar vilja ekki útiloka virkj-
anakosti í Neðri-Þjórsá, en sam-
kvæmt grunnstefnu Pírata á að
krefjast þess að ákvörðunarferlið sé
gagnsætt, að tryggð sé vernd íbúa og
umhverfis gegn ofurkappi fjárfesta
og annarra sem kunna að hafa
skammtímahagsmuni að leiðarljósi
en ekki langtímahagsmuni nærsam-
félags. Þannig þarf að fá svör um fyr-
ir hvern er verið að virkja, hver verða
áhrifin á hagkerfið, á nærsamfélag
og á umhverfið, og hvort um sjálf-
bæra framkvæmd sé að ræða, en það
er einmitt eitt af því sem Ramma-
áætlun á að tryggja.
Einnig er áhyggjuefni að fulltrúar
Landsvirkjunar og orkumála-
yfirvalda skuli hugsanlega nýta sér
hugmyndafræði Rammaáætlunar
sem vogarstöng til að þvinga fram til-
tekna niðurstöðu um virkjanakosti,
en að núllkosturinn sé ekki skoðaður
samhliða. Rétt er að rannsaka hvort
slík sé raunin því ef svo er þá rýrir
það trúverðugleika Rammaáætlunar
og gerir hana í raun gagnslausa sem
leið til gagnsæis, náttúruverndar og
sjálfbærni í orkunýtingu á Íslandi.
Ég hvet alla til að kynna sér mál-
efni Hvammsvirkjunar og taka af-
stöðu til þessarar áætluðu virkjunar
og uppistöðulóns á miðju Suður-
landsundirlendi. Skipulagsstofnun
hefur safnað athugasemdum við
frummatsskýrslu vegna virkjunar-
innar. Frummatsskýrslan er ein af
forsendum fyrir því að frekari leyfi
fáist til virkjunarframkvæmda en
íbúar geta haft áhrif á ákvörðunina.
Vilja Píratar virkja Neðri-Þjórsá?
Eftir Albert Svan
Sigurðsson »Ég hvet alla til að
kynna sér málefni
Hvammsvirkjunar og
taka afstöðu til þessarar
áætluðu virkjunar og
uppistöðulóns á miðju
Suðurlandsundirlendi.
Albert Svan
Sigurðsson
Höfundur er umhverfislandfræðingur
og ritari Pírata á Suðurnesjum.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Allt um
sjávarútveg