Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Fyrirbyggir exem
• Betri og sterkari
fætur
Réttarhöld hófust í Istanbúl í gær í máli sautján starfs-
manna eins af virtustu dagblöðum Tyrklands, Cumhu-
riyet, sem eru sakaðir um að hafa stutt hryðjuverka-
starfsemi. Sakborningarnir sögðu að ákæran væri
fáránleg og atlaga að fjölmiðlafrelsi. Þeir voru hand-
teknir í október í fyrra og ellefu þeirra hafa verið í
fangelsi í rúma átta mánuði. Þeir eiga allt að 43 ára
fangelsisdóm yfir höfði sér. Á myndinni mótmæla
stuðningsmenn þeirra réttarhöldunum fyrir utan
höfuðstöðvar blaðsins í Istanbúl.
Sautján blaðamenn og stjórnendur dagblaðsins voru
handteknir á grundvelli neyðarlaga sem voru sett eftir
misheppnaða valdaránstilraun í Tyrklandi fyrir ári.
Hreyfingin P24, sem berst fyrir prentfrelsi, segir að
alls séu 166 blaðamenn í fangelsi í Tyrklandi, flestir
þeirra á grundvelli neyðarlaganna.
Sakborningarnir í máli Cumhuriyet eru sakaðir um
að hafa stutt „hryðjuverkasamtök“, m.a. stuðnings-
menn klerksins Fethullah Gülen, sem er í útlegð í
Bandaríkjunum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrk-
lands, hefur sakað Gülen um að hafa staðið fyrir valda-
ránstilrauninni en klerkurinn neitar því.
AFP
Blaðamenn dregnir fyrir rétt
Minnihlutastjórn sænskra jafnaðar-
manna, undir forystu Stefans Löfven
forsætisráðherra, á undir högg að
sækja vegna frétta um að útvistun
viðhalds á tölvukerfum samgöngu-
stofnunar landsins (Transportstyrel-
sen) hafi orðið til þess að starfsmenn
fyrirtækja í öðrum löndum hafi feng-
ið aðgang að viðkvæmum upplýsing-
um, m.a. frá lögreglunni, án þess að
hafa fengið tilskilda öryggisvottun.
Sænskir fjölmiðlar skýrðu frá því í
vikunni sem leið að sænska öryggis-
lögreglan Säpo hefði hafið rannsókn
á málinu. Samgöngustofnunin gerði
samning um útvistunina við tölvu-
fyrirtækið IBM árið 2015 í
sparnaðarskyni og hermt er að ríkis-
stjórnin hafi knúið yfirmann stofn-
unarinnar til að segja af sér í janúar
sl. án þess að greina frá ástæðunni.
Sænskir fjölmiðlar segja að samn-
ingurinn hafi orðið til þess að tækni-
menn undir-
verktaka IBM í
Tékklandi og
Rúmeníu hafi
fengið aðgang að
tölvukerfum
sænsku lögregl-
unnar, m.a. saka-
skrám og ýmsum
leynilegum upp-
lýsingum sem
samgöngustofnunin notar þegar um-
sóknir um ökuskírteini eru afgreidd-
ar. Hermt er að tæknimennirnir hafi
haft aðgang að ríkisleyndarmálum,
m.a. nöfnum starfsmanna öryggis-
lögreglunnar.
Íhuga vantrauststillögu
Leiðtogar sænskra stjórnarand-
stæðinga, m.a. Miðflokksins, segja
að til greina komi að leggja fram
vantrauststillögu á þinginu gegn
minnihlutastjórninni eða ráðherrum
sem bera ábyrgð á samgöngustofn-
uninni.
Stefan Löfven efndi til blaða-
mannafundar um málið í gær með
nýjum yfirmanni stofnunarinnar og
yfirmanni öryggislögreglunnar.
Hann sagði að málið væri „stórslys“
og litið alvarlegum augum. Sam-
göngustofnunin hefði brotið lög og
hugsanlega skaðað Svíþjóð og
sænska ríkisborgara.
Löfven kvaðst ekki hafa fengið
upplýsingar um málið fyrr en í jan-
úar síðastliðnum. Hann hefði átt að
fá upplýsingarnar frá Önnu Jo-
hannsson, ráðherra innviðamála, en
hún kveðst fyrst hafa frétt af málinu
í janúar og sakar fyrrverandi ráðu-
neytisstjóra um að hafa leynt hana
upplýsingunum. Anders Ygeman
innanríkisráðherra mun hafa verið
upplýstur um málið í febrúar 2016.
Útvistunin „stórslys“
Starfsmenn fyrirtækja í öðrum löndum höfðu aðgang að
leynilegum upplýsingum í tölvukerfum yfirvalda í Svíþjóð
Stefan Löfven
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Andrzej Duda, forseti Póllands, beitti
í gær synjunarvaldi sínu gegn um-
deildum lagafrumvörpum um breyt-
ingar á dómskerfinu sem þing lands-
ins hafði samþykkt. Ákvörðun
forsetans kom mörgum á óvart þar
sem hann hefur verið náinn banda-
maður áhrifamesta stjórnmálamanns
landsins, Jaroslaws Kaczynski, leið-
toga stjórnarflokksins Laga og réttar
(PiS).
Tugir þúsunda manna höfðu mót-
mælt frumvörpunum á götum
stærstu borga Póllands og fram-
kvæmdastjórn Evrópusambandsins
hótaði að refsa landinu ef frumvörpin
yrðu að lögum. Utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna hafði einnig látið í ljós
áhyggjur af frumvörpunum. And-
stæðingar þeirra segja þau grafa und-
an sjálfstæði dómstólanna og þrí-
skiptingu ríkisvaldsins.
Verði frumvörpunum ekki breytt
þarf þingið að samþykkja þau með
þremur fimmtu atkvæði. Stjórnar-
flokkurinn er ekki með svo marga
þingmenn, en hann fékk 37,6% at-
kvæða og nauman meirihluta sæta á
þinginu í síðustu kosningum árið
2015.
Fengi of mikil völd
Forsetinn beitti synjunarvaldi sínu
gegn frumvarpi sem kveður á um að
allir dómarar hæstaréttar Póllands
láti af embætti og dómsmálaráðherr-
ann fái vald til að ákveða hverjir
þeirra verði skipaðir aftur í dómstól-
inn. Forsetinn hafnaði einnig öðru
frumvarpi sem veitir stjórnmála-
mönnum vald til að skipa menn í dóm-
stólaráð sem velur dómara hæstarétt-
ar. Samkvæmt núgildandi lögum er
dómstólaráðið aðallega skipað dóm-
urum en einnig nokkrum stjórnmála-
mönnum.
Duda staðfesti hins vegar þriðja
lagafrumvarpið sem veitir dómsmála-
ráðherranum vald til að velja forseta
annarra dómstóla en hæstaréttar.
Forsetinn skírskotaði til þess að
dómsmálaráðherrann gegnir einnig
hlutverki ríkissaksóknara í Póllandi
og kvaðst ekki geta samþykkt að ráð-
herrann fengi svo mikil völd. Hann
kvaðst hafa ráðfært sig við marga
sérfræðinga, m.a. lögspekinga, þjóð-
félagsfræðinga, stjórnmálamenn og
heimspekinga. Sú sem hafði mest
áhrif á ákvörðun forsetans var Zofia
Romaszewska, sem var á meðal leið-
toga andófsmanna í baráttunni gegn
stjórn kommúnista í Póllandi áður en
hún féll árið 1989. „Herra forseti, ég
lifði í ríki þar sem ríkissaksóknarar
voru ótrúlega valdamiklir og gátu
nánast gert hvað sem var. Ég myndi
ekki vilja lifa aftur í slíku ríki,“ hafði
forsetinn eftir henni.
Duda og margir fleiri telja þó að
umbóta sé þörf á dómskerfinu, sem er
seinvirkt, og dómarar hafa verið sak-
aðir um spillingu. Leiðtogar PiS, sem
er íhaldssamur og þjóðernissinnaður
flokkur, segja að dómstólarnir lúti
stjórn yfirstéttarmanna og fyrrver-
andi kommúnista. Þeir hafa sagt að
þeir sem tóku þátt í götumótmælun-
um séu á mála hjá erlendum útsend-
urum sem vilji veikja pólsku stjórnina
og gera múslímum kleift að leggja
Pólland undir sig.
Breytingum
á dómstólun-
um hafnað
Forseti Póllands kom mörgum á
óvart með því að beita synjunarvaldi
AFP
Deilt um dómara Frumvörpunum
mótmælt í miðborg Varsjár.
Refsingu hótað
» Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins hafði hótað að
svipta Pólland atkvæðisrétti
innan sambandsins ef frum-
vörpin um breytingar á dóms-
kerfi landsins yrðu að lögum.
» Ólíklegt var þó að ESB gæti
beitt slíkri refsingu þar sem hin
aðildarríkin þyrftu öll að sam-
þykkja hana og stjórn Ungverja-
lands var andvíg því að Pólland
yrði svipt atkvæðisréttinum.