Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Elsku yndislegi
tengdapabbi, ég á fá
orð til að lýsa sökn-
uði yfir því að þú
sért farinn frá okk-
ur. Þú varst einstakur maður sem
tókst mér og ungum syni mínum
opnum örmum frá fyrsta degi.
Margar eru minningarnar sem
streyma fram um þær ljúfu og
góðu samverustundir sem við
höfum átt síðustu 27 ár. Aldrei á
þessum árum hefur borið skugga
á okkar vináttu. Þú varst ekki
bara tengdafaðir minn heldur
líka eins og faðir. Umhyggja þín
fyrir fólkinu þínu var það mik-
ilvæga í lífi þínu. Eftir að faðir
minn lést fyrir 16 árum hefur þú
alltaf komið með blóm á afmælis-
degi hans 24. desember. Það þótti
mér óendanlega vænt um og
hafðu aftur þökk fyrir það. Þú
fylgdist vel með barnabörnunum
þínum og hvattir þau áfram í því
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Sveinn Margeir
Friðvinsson
✝ Sveinn MargeirFriðvinsson
fæddist 19. sept-
ember 1938. Hann
lést 25. júní 2017.
Útför Sveins fór
fram 3. júlí 2017.
Þeirra söknuður er
mikill, enda varst þú
einstakur afi, hlýr
og ljúfur.
Takk, elsku
Svenni minn, fyrir
allt sem þú gerðir
fyrir mig og mína.
Síðustu mánuðir
hafa verið mér afar
dýrmætir, að fá að
njóta samvista við
þig hvern einasta
dag. Ég geymi í hjarta mínu allt
það dýrmæta sem þú kenndir
mér og ég veit að sá sem öllu ræð-
ur hefur tekið á móti þér og um-
vafið þig hlýju sinni og ljósi.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Svenni minn, og Guð geymi þig.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti
(Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir)
Þín tengdadóttir,
María Sif.
Frétt um að kona
hefði farist í bílslysi
fyrir norðan þótti
okkur að sjálfsögðu hræðileg en
áfallið varð mikið þegar í ljós kom
að þetta var Guðbjörg, hún Guð-
björg okkar sem við kölluðum oft
drottninguna í hópnum.
Við höfum verið saman í U-
hópnum í HL-stöðinni í nokkur
ár og þar hafa myndast góð
tengsl. Hress og skemmtilegur
hópur sem gerir kjálka-
æfingarnar mjög samviskusam-
lega en fer sér hægar í sakirnar
með annað.
Guðbjörg var í þessum hópi
hvers manns hugljúfi og einstak-
lega vel liðin og hennar saknað
þegar hún gat ekki mætt. Hún
hafði þennan góða hæfileika að
láta öllum líða vel í kringum sig,
sagði skemmtilega frá og oftar en
ekki einhverjar hrakfalla- og
Guðbjörg
Benediktsdóttir
✝ GuðbjörgBenedikts-
dóttir fæddist 31.
desember 1934.
Hún lést 29. júní
2017.
Guðbjörg var
jarðsungin 14. júlí
2017.
skemmtisögur af
sjálfri sér. Við eig-
um ekkert nema
góðar og skemmti-
legar minningar um
hana Guðbjörgu
okkar.
Í lok hvers tíma
voru gerðar nokkr-
ar æfingar fyrir háls
og herðar, m.a. að
halla höfðinu til
skiptis til hægri og
vinstri. Þegar Guðbjörgu þótti
nóg komið af æfingum þann dag-
inn sagði hún stundum: „Á ekki
að fara að hella úr eyrunum?“
Þessi æfing er og verður því æf-
ingin hennar Guðbjargar.
Nú er drottningin okkar öll.
Hennar verður sárt saknað úr
þessum samstæða hópi. Hún
mun ekki gleymast og hér eftir
verður „hellt úr eyrunum“ í
minningu Guðbjargar í hverjum
tíma.
Við vottum fjölskyldu Guð-
bjargar innilega samúð okkar.
Þið voruð heppin að eiga hana
að og við að eiga samleið með
henni þessi ár.
Fyrir hönd U-hópsins í HL-
stöðinni,
Vilhelmína Salbergsdóttir.
Það er sárt að
horfa á eftir fólki
sem manni þykir
vænt um, hvað þá
þegar kveðjustundin er algjör-
lega ótímabær. Jonni var yndis-
legur maður, einstakur karakter
og skemmtilegur. Jonni var ljúf-
ur maður sem vildi öllum vel og
gjafmildur var hann.
Jón Högni
Ísleifsson
✝ Jón Högni Ís-leifsson fædd-
ist 27. apríl 1958.
Hann lést 13. júlí
2017.
Útför hans fór
fram 20. júlí 2017.
Hvíldu í friði,
elsku Jonni minn,
þín verður saknað
en minningarnar
um góðan dreng ylja
okkur um ókomin
ár. Sambýliskonu,
börnum og fjöl-
skyldum þeirra
sendi ég mínar inni-
legustu samúðar-
kveðjur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Laufey Jónsdóttir.
Staðurinn þar
sem margir hittu
Guðna Baldursson
fyrst lét ekki mikið
yfir sér, glugga-
laust kjallaraher-
bergi í Garðastræti 2, en í hug-
um þeirra sem komu þangað var
það samt bjartasta herbergið í
bænum, griðastaður fullur af
björtum vonum og baráttuþreki.
Þetta var fyrsta húsnæði Sam-
takanna ’78 og þar tók Guðni á
móti félögum með alúð og vin-
semd og baráttuandinn var ekki
síst honum að þakka.
Guðni var fyrsti formaður
Samtakanna, vann ötullega fyrir
þau og opnaði heimili sitt fyrir
félögum svo þar var stundum
eins og félagsheimili. Hann var
vel lesinn og fróðleiksfús og
fylgdist vel með þróun í baráttu
samkynhneigðra erlendis, aflaði
sér fræðibóka og var áskrifandi
að fjölda tímarita sem sáust ann-
ars hvergi hér á landi. Guðni var
óþreytandi að skrifa fræðandi
greinar í blöð og brást við þegar
samkynhneigðir voru beittir
misrétti eða ofbeldi. Hann hikaði
ekki við að standa fyrir mál-
staðnum undir nafni og með
mynd sem var engan veginn
sjálfsagt á þessum árum. Hvern-
ig ástandið var sést til dæmis á
því að þegar Guðni tók sæti á
framboðslista Bandalags jafnað-
armanna sem formaður Samtak-
anna ’78 var því harðlega mót-
mælt af mörgum flokksmönnum.
Guðni var hugaður baráttu-
maður. Hann var ekki bara for-
maður Samtakanna ’78 frá stofn-
un til 1985 heldur starfaði hann
ótrauður eftir það að réttinda-
baráttu í nefndum á vegum Al-
þingis og var næstum þrjá ára-
tugi í stjórn HIV-Ísland.
Guðni Baldursson
✝ Guðni Bald-ursson fæddist
4. mars 1950. Hann
lést 7. júlí 2017.
Útför Guðna fór
fram 20. júlí 2017.
Nú þegar við
kveðjum Guðna
Baldursson er okk-
ur efst í huga að
þakka fyrir allt
hans mikla og óeig-
ingjarna starf. Eftir
situr minningin um
góðan dreng og fé-
laga.
Við vottum for-
eldrum Guðna og
öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Samtakanna ’78,
Böðvar Björnsson.
Mig langar að skrifa nokkur
orð um vin minn Guðna Bald-
ursson. Ég þekkti hann í raun-
inni ekki mikið en við höfðum
starfað saman fyrir samtökin
HIV-Ísland í nokkur ár. Ég tók
við sem formaður samtakanna
fyrir einu og hálfu ári. Mér varð
strax ljóst hve mikilvægur þátt-
ur Guðna var í þessu samstarfi.
Þessi hógværi og trausti maður
sem miðlaði óspart af reynslu
sinni og sá til þess að þrátt fyrir
breytta tíma í meðferð og sögu
HIV-jákvæðra mættum við aldr-
ei gleyma þeim erfiðu og oft á
tíðum óhuggulegu tímum sem á
undan voru gengnir. Guðni var
einn af stofnfélögum samtak-
anna HIV-Ísland árið 1988 og
sat í stjórn þeirra nánast sleitu-
laust frá þeim tíma. Hann var
hógvær og þrautseigur baráttu-
maður og markaði sín spor í bar-
áttumálum samkynhneigðra sem
og HIV-jákvæðra. Hann lifði þá
tíma að missa nána vini úr al-
næmi og hafði það varanleg
áhrif á viðhorf hans og lífsgildi.
Þegar ég heyrði um andlát
Guðna féllust mér eiginlega
hendur. Hann var í rauninni
einn af þeim sem eru alltaf til
staðar og myndi alltaf vera það.
Hann tekur með sér visku og
reynslu sem fæst ekki lesin í
bókum. Ég vildi að ég hefði nýtt
tímann betur til að skyggnast
inn í reynsluheim þessa nýja
vinar míns – ég vildi að ég hefði
kynnst honum enn betur – ég
vildi að …
Við í HIV-Ísland erum óend-
anlega þakklát fyrir allt sem
Guðni hefur gert og kveðjum
góðan félaga með þakklæti og
virðingu efst í huga.
Þín verður sárt saknað, kæri
Guðni, og minning þín er greypt
í sögu okkar.
Sigrún Grendal
Magnúsdóttir, for-
maður HIV-Ísland.
Mig langar að þakka Guðna
Baldurssyni fyrir líf sitt og störf,
og framlag sitt til mannréttinda-
baráttu homma og lesbía á Ís-
landi. Knúinn áfram af því að
vilja breyta íslensku samfélagi
til hins betra tók hann við hlut-
verki formanns þegar slík staða
var ekki efst á lista sem stökk-
pallur inn í stjórnmál eða eitt-
hvert eiginhagsmunaframapot
og léði baráttunni lið með andliti
sínu og skrifum á opinberum
vettvangi. Þetta var á þeim tím-
um sem hommar fengu virkilega
að finna fyrir því, og voru álitnir
„kynvilltir“ og „öfugir“ og jafn-
vel útskúfað úr fjölskyldum og
vinahópum fyrir það eitt að
elska. Og Guðni elskaði sann-
arlega, elskaði mann sem hét
Helgi, og Helgi stóð þétt við hlið
manns síns og studdi hann í
þessari baráttu sem sannarlega
hlýtur að hafa tekið sinn toll af
þeirra einkalífi.
Guðni var hæglátur maður og
honum virtist líða best þegar
hann gat einbeitt sér að ritstörf-
um og opinberum skrifum um
málefni homma og lesbía. Hann
naut þess að vinna á bak við
tjöldin, gefa út fréttabréf og
snúa stensli í kjallaraherbergi í
Garðastræti til að koma upplýs-
ingum á framfæri og þétta raðir
hinna ráfandi villusauða homma
og lesbía þessa tíma á upphafs-
árum Samtakanna ’78.
Það kom líka í hlut Guðna að
tækla pláguna – AIDS eða al-
næmi – í byrjun faraldursins
sem var ekki öfundsvert hlut-
verk. Ég man það eins og það
hefði gerst í gær þegar ungur
fréttamaður, Guðrún Guðlaugs-
dóttir, frá fréttastofu útvarps,
kom óvænt í fylgd tveggja karl-
manna á Skólavörðustíg 12,
skrifstofu Samtakanna ’78, til að
krefja formanninn svara um
hvort „hommar bæru ábyrgð á
útbreiðslu AIDS“ og „hvort ekki
væri rétt að einangra banda-
ríska hermenn af vellinum til að
koma í veg fyrir að þeir ættu
samneyti við íslenska homma?“
Af stakri prýði svaraði hann
spurningunum en við veltum því
svo fyrir okkur þegar útvarps-
fólkið var farið hvort þarna væri
á ferðinni ný árás á homma og
lesbíur knúin áfram af
hómófóbíu. Það var ekki nóg að
þurfa að tækla venjulega for-
dóma, nú bættist helvítis alnæm-
ið á listann.
Guðni tók líka þátt í stjórn-
málum og sat á lista Vilmundar
Gylfasonar í Bandalagi jafnaðar-
manna og hann átti heiðurinn af
því að leggja fram fyrstu þings-
ályktunartillöguna um það að
láta kanna stöðu homma og
lesbía ásamt Kristínu Kvaran á
Alþingi 1985.
Það var ekki alltaf auðvelt að
leiða hóp homma og lesbía á
þessum árum og stundum urðu
innanbúðarerjur hópnum erfiðar
í skauti. Ólíkir pólar tókust á og
það var kominn tími á að sinna
betur innri samskiptum sem
kröfðust annarra baráttuaðferða
en ritaðs orðs á síðum dagblað-
anna. Guðni steig því til hliðar
að sinni en kom síðar til starfa í
nefnd sem skipuð var 1992 sem
var sett til að kanna stöðu
homma og lesbía á Íslandi. Þar
átti hann ásamt öðrum mikils-
vert framlag sem leiddi af sér
fyrstu lög sem leiðréttu fé-
lagslega, lagalega og menning-
arlega stöðu homma og lesbía og
tóku gildi 1996.
Guðni, takk fyrir okkur, takk
fyrir að standa í stefninu þegar
enginn annar þorði og vinna að
því að breyta íslensku samfélagi
til hins betra.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
kvikmyndagerðarmaður.
Elsku mamma,
minningarnar eru
svo margar.
Gönguferðir til
Daggar og kaffi-
spjall. Heimalærdómur, tónlist
og margvísleg verkin sem þurfti
að vinna heima. Þær voru ófáar
stundirnar sem við eyddum
saman yfir eggjunum í kjall-
Halla
Kjartansdóttir
✝ Halla Kjart-ansdóttir fædd-
ist 30. janúar 1956.
Hún lést 12. júlí
2017.
Útför Höllu fór
fram 22. júlí 2017.
aranum. Sérstak-
lega minnisstæður
er einn dagur þeg-
ar bylur var, en
það þurfti að sinna
verkum. Þá fórstu
húfulaus, eins og
venjulega, út og
komst til baka
hlaðin snjó, með
snjóklepra í hárinu.
Það var ekki laust
við að við yrðum
dálítið skelfd.
Þú skammaðir okkur líka
stundum, enda vorum við víst
stundum óþæg, eins og hendir
með börn. En þú bættir því líka
við seinna að þú gætir nú ekki
sett þig á mjög háan hest og
sagðir okkur sögur af þínum
eigin strákapörum og þinna
systkina. Við, sem misstum
bróður okkar allt of ungan, get-
um nú sett okkur í þeirra spor,
þegar þau kveðja systur sína.
Við munum eiga þig áfram í
hjörtum okkar, og sjá þig í
systrum þínum; röddina, brosið,
úfna hárið og hláturinn. Allt
þetta munum við geyma.
Að einhverju leyti vorum við
búin að missa þig einu sinni,
þegar þú varðst veik. Okkur
tókst samt að brosa, til dæmis
þegar læknirinn spurði hvort
við yrðum vör við breytingar í
tjáningu. Við litum hvort á ann-
að og ypptum öxlum. Þú varst
nú aldrei mjög málglöð, mamma
mín, svo við vissum bara eig-
inlega ekkert hvað við ættum að
segja lækninum. Þegar við flutt-
um að heiman fóru mörg símtöl
í það að þegja í blessað tólið, og
við söknuðum nærveru þinnar.
Orð voru okkur til trafala.
Það var þá lán í óláni að þeg-
ar þú varðst veik fengum við
þig til okkar svo hægara væri
að heimsækja þig. Við brölluð-
um margt saman, föndruðum og
fórum í lautarferðir, og þú fórst
í leikhús og á kaffihús með ynd-
islega fólkinu sem hugsaði um
þig. Þeir dagar sem við fengum
þig til að brosa, og jafnvel hlæja
svo mikið að lá við stórslysum,
það voru dagar fylltir sigur-
vímu.
En nú ertu farin. Sofnuð
svefninum langa. Og orðin eru
enn að þvælast fyrir okkur. Það
er erfitt að koma þeim á blað.
En minningarnar brenna heitt.
Og kulna aldrei.
Saknaðarkveðja,
Þórhalla.
Elsku frænka.
Við andlátsfregn
þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
Kristrún
Guðmundsdóttir
✝ KristrúnGuðmunds-
dóttir fæddist 1.
mars 1947. Hún
lést 8. júlí 2017.
Útför Krist-
rúnar fór fram
20. júlí 2017.
að ósk mín um bata
þinn,
tjáð var í bænunum
mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum
sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að
segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að
deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Guð geymi þig.
Erna Nilssen.
Morgunblaðið birtir
minningargreinar endur-
gjaldslaust alla útgáfu-
daga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins.
Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeig-
andi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagreinUnd-
irskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar