Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 Raðauglýsingar Veiði Geirlandsá - útboð Óskað er eftir tilboðum í veiðirétt í Geirlandsá og Breiðbalakvísl 2018-2022. Geirlandsá er ein af bestu sjóbirtingsám landsins en jafnframt með nokkurri laxveiði. Tilboðsfrestur er til kl. 21 þriðjudaginn 15. ágúst og skal skila tilboðum til Bergs Guðna- sonar, Keldunúpi, 880 Kirkjubæjarklaustri merktum ,,Geirlandsá –Tilboð”.Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 17. ágúst í viðurvist þeirra sem þess óska. Veiðifélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari útboðsgögn má nálgast á netfanginu geirlandsa@gmail.com eða hjá Sigurlaug 844- 4465, Bergi 894-9786 eða Guðmundi 692-6131. Veiðifélag Geirlandsár og Breiðbalakvíslar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. kl. 9-16. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinna með leiðb. kl. 12.30-16. Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8.30-15.45. Hádegismatur, hakkabuff, kl. 11.40-12.45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15 -15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær. Boðinn Kl. 13 Bridge og Kanasta. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 10-14. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 Handavinna, kl.13 Handavinna. Gullsmári Myndlist kl. 9, boccia kl. 9.30, ganga kl. 10, kanasta kl. 13. Fótaaðgerðastofa á staðnum, allir velkomnir! Hæðargarður 31 Sumaropnun Félagsmiðstöðin er opin frá 10-14 í júlímánuði nánar í síma 411-2790. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Aldarminning Garðar Jóhanns- son fæddist á Hóli í Þorgeirsfirði í Fjörðum, Grýtu- bakkahreppi í Þing- eyjarsýslu 25. júlí 1917. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 16. júlí 2010. Foreldrar hans voru Jóhann Bald- vin Sigurðsson, bóndi á Hóli og síð- ar Þönglabakka í sömu sveit, f. 21. nóvember 1877 á Skógum í Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði, d. 17. apríl 1958, og Sigríður Jóns- dóttir, f. 28. desember 1877 á Helgustöðum í Fljótum í Skaga- firði, d. 18. september 1976. Garðar var einn af tíu systkinum sem eru öll látin: Jónína Hólm- fríður, f. 1900, Sigurður, f. 1903, Margrét, f. 1905, Sigurlaug, f. Garðar Jóhannsson 1907, Ingólfur, f. 1909, Magnús, f. 1911, Ingibjörg, f. 1913, Hjörleifur, f. 1915, og Baldvin Vilhelm, f. 1919. Garðar kvæntist árið 1943 Sigrúnu Jónsdóttur, f. 8. september 1918, d. 24. apríl 1988, hún var dóttir Jóns Indriðasonar og Jónínu Guðrúnar Jónsdóttur. Garðar og Sigrún stofnuðu heim- ili á Patreksfirði. Þau eignuðust sjö börn, eina dóttur og sex syni: 1) Hjörvar, húsgagnasmiður í Reykjavík, kvæntur Ágústu Þór- isdóttur. 2) Jón Sverrir, mjólk- urfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Ernu M. Sveinbjarnardóttur. 3) Reynir, blikksmiður í Reykja- vík, kvæntur Helgu Eygló Guð- laugsdóttur. 4) Svanhildur Fann- ey, sem þau misstu fárra mánaða. 5) Jóhann Baldvin, bankamaður í Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Óskarsdóttur. 6) Guðjón Steinar, lögregluvarðstjóri í lögreglunni á Suðurnesjum, kvæntur Guðlaugu S. Kjartansdóttur. 7) Vignir Ingi, húsgagnasmiður, í sambúð með Sigríði I. Gunnarsdóttur. Barna- börnin eru orðin 20 og barna- barnabörn eru 28. Garðar flytur frá Patreksfirði til Reykjavíkur 1960 með Sig- rúnu og börnin og bjuggu þau lengst á Hjallavegi 10. Sigrún lést 24. apríl 1988. 1989 flytur Garðar í Austurbrún 2 og þaðan í Norðurbrún 1 en lokadval- arstaður var Hrafnista í Reykja- vík, deild H-2, þar sem hann flutti inn í nýbyggt húsnæði. Garðar sagði alltaf eftir að hann flutti á Hrafnistu að nú væri hann fluttur inn á fimm stjörnu hótel og var hann alla tíð glaður og sæll að hafa fengið að búa þar og kynnast mörgu góðu fólki, bæði vistmönnum og starfsfólki. Garðar bjó í Kleppsholtinu frá 1960 til 2010 eða í hálfa öld. Garðar starfaði lengt af sem verkstjóri hjá Garðyrkjudeild Reykjavíkurborgar, til 1987 eða til 70 ára aldurs. Hann var fé- lagsmaður í Verkstjórafélagi Ís- lands. Áhugamál hans var gróð- urrækt og stundaði hann sjóstangaveiði í mörg ár meðan heilsan leyfði. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór til veiða bæði með bróður sínum Baldvini og Rikka vini sínum sem bjó á Hjallavegi 8 en dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Sem aukastarf með garðyrkjunni vann hann alla tíð við að hirða og standsetja lóðir fyrir ýmsa aðila og voru þessi verk flest unnin í Kleppsholtinu á árunum 1960- 1980. Útför Garðars fór fram frá Ás- kirkju 23. júlí 2010. Garðar er jarðsettur í Fossvogskirkjugarði ásamt eiginkonu sinni. Guðjón St. Garðarsson. ✝ LofthildurKristín Lofts- dóttir (Hidda) fæddist 23. ágúst 1928. Hún lést á Landakotsspítala 2. júlí 2017 eftir stutta legu þar. Hún var næst- elsta dóttir hjón- anna Lofts Georgs Jónsonar, f. 20.9. 1902 í Arney á Breiðafirði, d. 20.2. 1969 í Reykjavík og Laufeyjar Tóm- asínu Einarsdóttur, f. 4.7. 1909 að Bjargi í Grindavík, d. 9.10. 1991 í Reykjavík. Alsystkini Lofthildar eru Ey- rún Lára Þórey, f. 13.10. 1926, d. 30.1. 1993, maki Gunnar Björgvin Gíslason; Guðmunda, f. 17.11. 1930, maki Eyjólfur Júlíus Kristjánsson, d. 1991; Helga, f. 4.5. 1939, maki Gunn- ar Kristjánsson, d. 2014; Eirík- ur Jón, f. 7.9. 1944, d. 28.12 1945; Hrefna Björk, f. 11.2. 1947, maki Hjörtur Hafsteinn Karlsson. Hálfbróðir samfeðra Skarphéðinn Kristinn, f. 27.7. 1922, d. 28.6. 2001, maki Erla Kristín Þorvaldsdóttir, d. 2010. f. 29.3. 1985. 3) Eiríkur, f. 20.3. 1956, maki Jakobína H. Grön- dal. Börn þeirra eru: Ragnar Halldór, f. 27.8. 1969, d. 27.5. 1976; Ingibjörg Kristín, f. 16.12. 1973, maki Ágúst Geir Ágústs- son; Ragnar Halldór, f. 31.8. 1976 og Eiríkur Hafsteinn, f. 9.2. 1979. 4) Ragnar, f. 19.2. 1960, d. 23.1. 1993. Var giftur Maríu Vargas, börn þeirra eru: Fabian Daniel, f. 11.5. 1981 og Ragnar Estefan, f. 14.8. 1992. 5) Rannveig Sigríður, f. 12.1. 1965, maki Aðalsteinn Sigurvin Sverrisson. Sonur þeirra er Loftur Georg, f. 9.12. 1991. 6) Helga Magnea, f. 12.1. 1965, sonur hennar Hannes Ragnar Ólafsson, f. 18.11. 1983. Loft- hildur átti einnig 25 langömmu- börn og fjögur langalang- ömmubörn. Svo hún skildi eftir sig stóran hóp afkomenda. Hidda kynntist Ragnari Franzsyni 1946. Þau hófu fljót- lega sambúð og giftust 1948. Ragnar var lengst af sjómaður og skipstjóri á togurum. Var þar af leiðandi mikið fjarri fjöl- skyldu sinni vegna vinnu sinn- ar. Hidda var þá ein með fjöl- skylduna í landi, gat þá oft reynt mikið á hana þegar hóp- urinn var orðinn sex börn. En hún stóð alltaf sína plikt með sóma. Meira: mbl.is/minningar Útför Lofthildar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lofthildur giftist Ragnari Franzsyni 30. júlí 1948. For- eldrar hans: Franz Ágúst Arason, f. 13.8. 1897, d. 23.11. 1983, og Þórunn Sigríður Stef- ánsdóttir, f. 5.1. 1897, d. 9.8. 1928. Uppeldisfaðir Ragnars var Hann- es Stefánsson, f. 2.7. 1892, d. 2.1 1974. Lofthild- ur og Ragnar stofnuðu heimili að Bólstaðarhlíð 13. Börn þeirra sex að tölu eru: 1) Hann- es Þór, f. 3.8. 1947, maki Ólöf Stefánsdóttir. Börn þeirra: Lilja Hildur, f. 26.2. 1968 og Stefán Þór, f. 2.8. 1980, maki Að- alheiður Dröfn Bjarnadóttir. 2) Bergþór, f. 30.12. 1948, maki Þórdís Friðfinnsdóttir. Börn þeirra: Tómas Friðfinnur, f. 29.7. 1967, maki Vigdís Hlín Friðþjófsdóttir; Lofthildur Kristín, f. 19.7. 1968, maki Arn- finnur Þór Jónsson; María Sif, f. 15.11. 1979, maki Ólafur Hall- dór Hafsteinsson; Arnar Þór, f. 29.3. 1985, sambýliskona Krist- jana Símonardóttir; Aron Már, Okkur langar að minnast elskulegrar móður okkar, sem nú er farin á þann stað sem við öll förum á að lokum. Við sjáum þann stað misjafnlega fyrir okk- ur í huganum en við vitum að mamma sá hann fyrir sér sem fallegan og bjartan stað, sumar- landið fagra. Hún hafði líka þá trú að þegar hún færi í sumar- landið þá myndi hún hitta það fólk sem farið var á undan henni. Við trúum að hún hafi rétt fyrir sér og að á móti henni hafi tekið ásamt öðrum Lára elsta systir hennar, Eiríkur litli bróðir henn- ar sem tekinn var frá henni á öðru aldursári, hún syrgði hann alltaf mikið, og Ragnar yngsti sonur hennar sem var tekinn frá henni allt of snemma. Við trúum að hann hafi umvafið hana sínum traustu örmum þegar hún kom yfir í sumarlandið fagra. Mamma fékk það hlutskipti hér á jörðinni að verða húsmóðir, gift sjómanni, föður okkar Ragn- ari Franzsyni skipstjóra. Saman eiga þau sex börn, fjóra syni og tvær dætur, tvíburasysturnar Rannveigu og Helgu. Eins og að framan er sagt missti hún yngsta soninn aðeins 32 ára gamlan. Ragnar var þá skip- stjóri suður í Chile, var það mikil harmur fyrir mömmu og alla fjölskylduna. Eins oft er á kveðjustund leit- ar hugurinn aftur í tímann, þeg- ar við vorum litlir strákar og mamma stjórnaði heimilinu, meðan pabbi stjórnaði skipinu úti á sjó og var oft lengi að heim- an, jafnvel svo mánuðum skipti. Þá reyndi oft mikið á mömmu, enda sagði hún okkur að við bræðurnir hefðum verið uppá- tektarsamir og misjafnlega þæg- ir. En mamma stóð alltaf fyrir sínu með uppeldið, hún var ástrík og góð móðir. Okkur er minnis- stætt þegar óveðrin geisuðu og pabbi var á sjónum, þá var beðið fyrir honum að hann kæmist heill í höfn, og það var alltaf mikil veisla hjá okkur þegar pabbi kom heim af sjónum, sem hann gerði alltaf sem betur fer. Mamma var falleg og ákaflega góð kona, það leituðu margir til hennar sem áttu um sárt að binda og var þeim aldrei vísað frá. Okkur er minnisstætt að hún færði fjölskyldum sem áttu bágt og hún þekkti til aðstoð fyrir jól- in í formi matargjafa, enda taldi hún sig aflögufæra. Mamma var mjög stolt kona og fjölskyldan var henni allt, hún stóð alltaf eins og klettur með sinni fjölskyldu. Við vitum að pabbi á erfitt núna enda búinn að vera giftur mömmu í rúm 70 ár. Hugur okk- ar er og verður líka hjá honum á þessari kveðjustund. Við kveðjum elskulega móður okkar með þakklæti og kærleika í huga. Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. (Davíð Stefánsson.) Hannes, Bergþór, Eiríkur. Elsku mamma, hve sárt það er að þurfa að kveðja þig. Það var svo gaman að hlusta á sögurnar þínar um æskustöðvarnar í Grindavík, lífsbaráttan var hörð og mennirnir sóttu sjóinn á opn- um bátnum og sumir áttu ekki afturkvæmt. Þú varst víðlesinn og miðlaðir óspart af fróðleik til barna og barnabarna, þú hafðir sterka réttlætiskennd og þoldir ekki mismunun og óréttlæti, þú fagnaðir fjölbreytileikanum og allir voru velkomnir inn á þitt heimili. Þú kenndir okkur að vera heið- arleg og koma eins fram við alla jafnt menn sem dýr. Þú varst fyrirmyndarhúsmóðir og matur- inn þinn var engu líkur. Þú bjóst til heilu sögurnar og ævintýrin sem þú sagðir okkur á kvöldin, þau lifa í minningunni. Þú sagðir okkur frá Guðrúnu ömmu þinni og hversu vænt þér þótti um hana, þið fóruð á hverjum sunnu- degi saman til kirkju þegar þið bjugguð í Grindavík. Ung að ár- um kynntist þú sorginni þegar þú misstir bróður þinn Eirík en hann var á öðru ári. Aftur barði sorgin að dyrum þegar þú misstir drenginn þinn hann Ragnar og Láru systur þína með viku milli- bili. Styrkur þinn var mikill og þú hafðir alltaf eitthvað að gefa þrátt fyrir mótlæti í lífinu. Þú varst glæsileg kona og eftir þér var tekið hvar sem þú komst. Þú varst trúuð og við gleymum aldr- ei orðum þínum þegar þú sagðir við okkur að einn dagur hjá guði væri heil eilíf á jarðríki. Nú ertu komin til þeirra sem þú saknaðir og unnir svo mikið og þú tekur á móti okkur, elsku mamma, þegar kallið kemur. Þitt uppáhaldsljóð- skáld var Einar Benediktsson, því viljum við kveðja þig með ljóði eftir hann og bæn sem þú kenndir okkur í æsku. Hvíl í friði, elsku mamma. Móðir. Ég sigli minn sjó fram á haust. Til suðurs hver fold er í kafi. – En Sóley rís úti, sveipuð laust í svellgljá og kvöldroða-trafi. Hér á að draga nökkvann í naust. Nú er ég kominn af hafi. Í borga og stranda streymandi sveim mín stjarna leit til þín í vestur; – því hvar er svo fátt sem í hópsins geim, eða hljótt sem þar glaumur er mestur? Og venur það ekki viljann heim að vera hjá sjálfum sér gestur? Í förum, við öldu og áttar kast, margt orð þitt mér leið í minni. – Draumarnir komu. Ég lék og þú last í lítilli stofu inni. Hvort logn var á sæ eða bára brast, þú bjóst mér í hug og sinni. Við spor hvert um Bifröst, að Heljar hyl, til himins vor tunga hjó vörðu. Þú last – þetta mál með unað og yl yngdan af stofnunum hörðu. – Ég skildi að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu. Þú elskaðir stökunnar máttuga mál, myndsmíð vors þjóðaranda, þar ættirnar fága eldgamalt stál í einvistum fjalla og stranda, – við öræfamorgunsins brúnabál, við brimþunga mannauðra sanda. Frá árbjarma fyrstu æsku ég man óm þinna glötuðu stefja. Enn finnst mér ég heyra fjallasvan í fjarska sín vegaljóð hefja. – Svo finn ég, hjá ísunum, móðurman í mjúku fangi mig vefja. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Meira: mbl.is/minningar Rannveig og Helga. Lofthildur Kristín Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.