Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Vertu viðbúinn, á næstunni gefast
tækifæri til ferðalaga, útgáfu og aukinnar
menntunar. Flas er aldrei til fagnaðar.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu þolinmóður gagnvart vini þínum
því ekki er allt sem sýnist. Fylgdu einum lit
og finndu í honum lausn á löngu sambands-
vandamáli.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til
þess fyrr en síðar. Berðu fram spurningar og
veittu því nákvæma athygli á hvaða hátt er
svarað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Maður hræðist bara það sem maður
getur ekki nefnt á nafn. Sýndu öðrum ástúð
og vinarhót og þá muntu fá það sama í móti.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Til að ná árangri verður þú að hunsa
litlu röddina innra með þér sem segir: Þú
getur þetta ekki. Vertu viðbúinn því að verja
málstað þinn gagnvart furðulegustu rökum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fólki finnst þú sjálfum þér nægur,
kannski vegna þess að það eru svo margar
hliðar á þér. Vandinn er bara að velja.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú mátt aldrei missa sjónar á takmark-
inu, jafnvel ekki þótt einhver dagamunur sé á
velgengni þinni. Núna þarftu sérfræðiaðstoð
og þarft að hleypa fleirum að.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Taktu það ekki nærri þér þótt þú
neyðist til þess að verja deginum með erfiðri
manneskju. Láttu vonbrigði fortíðarinnar ekki
setja þér stólinn fyrir dyrnar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er áskorun að eiga við fólk
sem sér hlutina allt öðrum augum en þú.
Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að
viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Stjörnurnar brosa við viðleitni
þinni til að átta þig á hvernig þú stendur fjár-
hagslega. Veldu því verkefnin af kostgæfni og
hafðu til hliðsjónar það gagn sem þau gera.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er alltaf auðveldara að sjá
hvað fór úrskeiðis eftir að allt er um garð
gengið. Nú er rétti dagurinn til að mæla sig
upp við „vegginn“, þar sem önnur afrek þín
eru merkt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú þarft á svolítilli einveru að halda til
að átta þig á hlutunum áður en þú gefur allt í
botn. Reyndu að koma því þannig fyrir að þú
hafir fullt fram að færa og líka margt að
þiggja.
Áleir segir Davíð Hjálmar Har-aldsson skemmtilega frá viku
dvöl í sumarhúsi í Reykjaskógi í
Biskupstungum. „Er það á slóðum
skáldgúrkubænda,“ skrifar hann.
„Komum á staðinn í smáskúrum og
sólarlausu en rétt um leið og við
höfðum opnað heita pottinn, skall á
slíkt syndaflóð að ekki sá út úr aug-
um.
Þó að svíki sólin oss
um sína hugsar Drottinn
því af himni fellur foss
og fyllir heita pottinn.
Skoðuðum Gullfoss og Geysi. Við
Gullfoss var friðarboginn fagur en
Geysir svaf. Strokkur reyndi af veik-
um mætti að halda uppi heiðri
hverasvæðisins.
Lengi var í hvernum hviss
og hvæs sem líktist ropa
en allt varð gosið á við piss
eftir kaffisopa.
Þótt Strokkur væri heldur veiklu-
legur sá hann um að hita jarðveginn
fyrir plönturnar sem þarna voru
gróskumiklar með eindæmum.
Haukadalur hentar margri jurt,
heit er jörðin, mátulega þurrt,
blákollan þar breið verður og há
og brönugrösin skyggja Heklu á.
Auðvitað fórum við á Þingvöll.
Þar fannst mér merkilegt að rekast
á fjölmörg skilti sem bönnuðu skó.
Að skunda á Þingvöll er skylda hvers manns
og skólaus þá gesturinn veri.
Á Skarphéðin rakst ég og ræðustúf hans
um rassgarnarenda á meri.
Ekki stóð Selfoss undir nafni.
Grandalaus ég gáði vel,
gekk að því sem vísu
að ég gæti séð þar sel,
svartfugl, hval og ýsu.
Eftir þessa viku í Biskupstungum
er ég hjartanlega sammála þeim sem
lofa gróðursæld svæðisins og eins því
að fólk mótist af umhverfinu.
Drótt hér býr við dýrðleg kjör,
drýpur ört af stráum smjör,
en hvar sem fólk er sífellt satt
syndugt verður það og latt.“
Það fer vel á því að botna þessa
frásögn með því að rifja upp fer-
hendu eftir Davíð Hjálmar sem var
ort af því tilefni að „bæjarstjórn
Hveragerðis ætlaði að reisa upp-
blásið íþróttahús en úrtölumenn
töldu hætt við að það spryngi“:
Afi bjó í bæ úr grjóti og sverði.
Nú byggt er stórt úr lofti í Hveragerði
og tittlingur á þakið sest og syngur
á sólskinsdegi – og nýja húsið springur.
Halldór Blöndal
(halldorblondal@simnet.is)
Vísnahorn
Margt ber fyrir augu
á Suðurlandi
Í klípu
„ÉG HORFÐI NIÐUR OG SÁ LÆKNANA
HORFA Á LÍK MITT. SVO VORU
GÖNG OG VIÐ ENDA ÞEIRRA KALLAÐI
SVIÐSLJÓSIÐ Á MIG.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ MYNDIRÐU SEGJA UM AÐ ÉG KÍKTI
TIL SYSTUR MINNAR Í TVÆR VIKUR?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að slá á rétta strengi.
VÁ, ÞAÐ ER HLÝTT ÚTI, HVAÐ ER
LOFTRÆSTINGIN STILLT Á?
VÁÁ! HVERNIG VAR
HÆGT AÐ STILLA HIT-
ANN SVONA HÁTT?!
HVÍLÍK
RÁÐGÁTA
ÞAÐ AÐ RÆNA KASTALA
Á AÐFANGADAG VIRÐIST
EKKI VERA RÉTT!
SLAPPAÐU AF! MARGIR BÍÐA
TIL SÍÐUSTU STUNDAR MEÐ AÐ
KAUPA GJAFIR!
Víkverji hefur afskaplega gamanaf því að fletta gömlum dag-
blöðum og finna tíðarandann
stökkva á sig upp af gulnuðum blað-
síðunum.
Í gær sneri hann tímavélinni aft-
ur til sumarsins 1937 og má til með
að deila lítilli klausu með lesendum
nú áttatíu árum síðar.
x x x
Verið var að auglýsa Álafoss-hlaupið á forsíðu Morgunblaðs-
ins, þar sem fjórir bestu þolhlaup-
arar landsins ætluðu að reyna með
sér.
„Í sambandi við þetta stærsta
íþróttaafrek ársins fer fram á Ála-
fossi stór skemtun,“ sagði enn-
fremur. „M.a. verður leikinn sjón-
leikurinn „Plokkfiskur“. Persónur
Jón og Steingrímur. Leikendur:
Friðfinnur Guðjónsson og Alfred
Andrjesson. Sjónleikur þessi er al-
veg nýr – og afar skemtilegur – og
leikendurnir einhverjir hinir bestu
skopleikarar þessarar aldar, sem
geta breytt sjer í marga skemtilega
búninga, sem áhorfendur munu
hafa mikið gaman af.— Það er því
nauðsynlegt að koma tímanlega að
Álafossi á laugardagskvöldið, því
sjónleikurinn byrjar stundvíslega
kl. 9.20.“ Að sjónleiknum loknum
átti forseti ÍSÍ að veiti verðlaun fyr-
ir hlaupið, auk þess sem stíga átti
dans í stóra tjaldinu frá kl. 10 við
undirleik Harmónikubands Reykja-
víkur.
x x x
Þá kom þetta fram í auglýsing-unni: „Hvergi er betra að
skemta sjer en á Álafossi. – Allir
gestir geta verið undir þaki, hvern-
ig sem viðrar, í tjaldinu – í upphit-
uðum veitingasölum í Sundhöllinni.
– Alstaðar marglituð rafljós. – Als-
konar veitingar á staðnum.“
Verð fyrir fullorðna var 1 króna.
x x x
Kannski er það bara vitleysa enVíkverja þykir óvenjumikið um
frjókorn á höfuðborgarsvæðinu
þessa dagana. Á keyrslu sinni í gær
leið honum hálfpartinn eins og hann
væri að snjóa. vikverji@mbl.is
Víkverji
Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is
Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi
Turnlyftur
Sala og þjónusta
Sérhæfum okkur
í sölu og þjónustu
á lyftum af öllum
stærðum og gerðum
517 6000
En hvern sem drekkur af vatninu er
ég gef honum mun aldrei þyrsta að ei-
lífu. Því vatnið, sem ég gef honum,
verður í honum að lind sem streymir
fram til eilífs lífs.
(Jóh. 4:14)