Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 13
Góðgæti Veisluborðin lifna við með kökum Karenar, sem bakar og skreytir fyrir alls konar veislur sem fjölskyldan heldur. Eftirspurnin er sérstaklega mikil fyrir afmæli barnabarnanna. að slagið á kökunum sínum. Og fær að vonum bros að launum. „Stundum prófa ég kökurnar á þeim, ef svo má segja, baka kannski úr mismunandi deigi, og kalla eftir umsögn.“ Karen frábiður sér að vera kölluð kökugerð- armeistari, eða konditor eins og það heitir á fínu máli. Listamaður? Nei, ekki heldur. Í rauninni leggur hún of- uráherslu á að hún sé bara eft- irherma. Föndrari. Kökurnar sem hún baki og skreyti séu ekki hennar hugarsmíð, heldur eigi þær sér allar fyrirmyndir einhvers staðar á óra- víddum netsins. „Eins og flestir vita er hægt að læra allt mögulegt á net- inu, þar eru heilu námskeiðin í boði. Ekki þarf annað en að gúgla „de- corated sugar cookies“ og þá er maður kominn inn í heim snill- inga í kökugerðarlist. Upp- skriftir, aðferðir og hugmyndir eru þar á hverju strái,“ segir Karen. „Ég hef ekki tærnar þar sem þessir listamenn hafa hæl- ana,“ bætir hún við. Að þessu sögðu er ljóst að Karen er lítið gefin fyrir að hreykja sér og jafnframt mikið í mun að eigna sér ekki höfundarverk ann- arra. Á tali hennar mætti ætla að kök- urnar baki og skreyti sig sjálfar. Svo er vitaskuld ei. Kveikj- an að þessu viðtali var myndir af girnilegum og listilega útfærðum smáum og stórum kökum á Facebo- ok-síðu hennar, Kökur Karenar. Á Facebook leynist nefnilega margur listamaðurinn þegar grannt er skoð- að. Og svo er Karen líka á Instagram og vistar myndir, uppskriftir og ann- að kökutengt á Pinterest. Algjörlega með tæknina á sínu valdi. Stemningin skiptir máli „Ein af stelpunum í vinnunni tók upp á því að birta myndir af kök- unum mínum á lokaðri Facebook- síðu fyrir eina deildina á spítalanum. Í kjölfarið setti ég mína eigin síðu í loftið. Einungis mér til gamans og skemmtunar, til að læra af mistök- unum og sjá hvort mér fari eitthvað fram. Kökurnar eru hvorki til sölu né baka ég eftir pöntun, enda fyndist mér eyðileggja ánægjuna að baka undir pressu.“ Henni finnst mest gaman að baka fyrir jólin og afmæli barna- barnanna, sem yfirleitt óski sér að fá eftirlætis ævintýrahetjur sínar, t.d. köngulóarmanninn og einhverja stjörnustríðshetju, greyptar í smá- kökur sem og mótaðar í stórar þrí- víðar kökur. Svo hefur hún verið beð- in um hvolpakökur og alls konar fígúrur. „Krakkarnir eru himinlif- andi þegar amma mætir í afmælið með allar þessar kökur. Stundum finnst mér ég vera svolítið eins og Amma klikk,“ segir Karen brosandi. Henni finnst mikilvægt að búa til góða stemningu við undirbúninginn og baksturinn sjálfan, hafa góða tón- list í tækinu og helst barnabörnin allt um kring. „Ég baka ekki á hverjum degi í frívikunni minni. Þær vikur skipulegg ég með góðum fyrirvara, annaðhvort sauma ég eða baka, nema hvort tveggja sé,“ segir Karen. Þolinmæði og þrautseigja Hún gefur lítið út á hversu flink hún er orðin í þessari ævintýralegu kökugerð. Þolinmæði og þrautseigja, áréttar hún. Viðurkennir þó að tölu- verð kúnst sé að búa til glassúrinn og kökugerðin í heild sé á stundum býsna tímafrek. „Fyrst geri ég þykk- an glassúr úr gerilsneyddri eggja- hvítu, flórsykri og yfirleitt nokkrum sítrónudropum til bragðbætis. Gæta verður þess að þynna glassúrinn ekki of mikið svo hann renni ekki út af kökunum,“ segir Karen og bætir við að því litríkari sem kökurnar séu þeim mun tímafrekari sé undirbún- ingsvinnan. Í hvolpakökurnar fyrr- nefndu, óskaafmæliskökur eins barnabarnsins, hafi hún til dæmis notað fimmtán liti. Spurð um kökudeigið segist hún nota ósaltað smjör, sykur, egg, hveiti, lyftiduft, vanilludropa og salt. Vegna höfundarréttarlaga vill hún ekki gefa upp nákvæma uppskrift, en bendir á bókina Ultimate cookies eft- ir Juliu M. Usher og ógrynni upp- skrifta sem hægt sé að fara eftir á Youtube og víðar. Prófílmyndin á Facebook- síðunni hennar er lógó með flúruðum stöfum, Kökur Karenar – kökur sem gleðja. Það er einmitt tilgangur Kar- enar með öllum þessum bakstri og skreytingum fyrir öll möguleg tilefni – eða engin. Tuskudýr Barnabörn Karenar, f.v. Páll Haukur, Sölvi Már og Lísa Vilborg, með tuskudýr sem amma þeirra saumaði handa þeim. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017 TE & KAFFI NOTAR EINGÖNGU ÚRVALS KAFFIBAUNIR FRÁ BESTU RÆKTUNARSVÆÐUNUM, SÉRVALDAR OG BRENNDAR AF BRENNSLUMEISTARA. ILMANDI HLUTI AF DEGINUM Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984 Ferðafélag barnanna fer í fjögura daga leiðangur á slóðir víkinga á Val- geirsstöðum í Norðurfirði dagana 27.-30. júlí. Börn og fullorðnir munu m.a. stíga í stafn, stýra reistum knerri, upplifa sjóorustu, nema land og byggja landnámshús. Hugsanlega lenda þau í bardaga við aðra höfð- ingja með heimasmíðuðum vopnum. Einnig rækta þau tún og og engi, fara á hestbak, veiða, föndra og skella upp frjálsíþróttamóti þar sem þau keppa m.a. í drumbakasti, bauju- hlaupi, sandstökki, limbói, halda hér- aðsmót í höfuðstöðu, fara í léttar gönguferðir og sund í Krossneslaug. Fastur liður í þessari árlegu ferð er varðeldur í fjörunni. Ein aðalreglan er sú að farsímar og tölvur eru óæski- leg. Börn og foreldrar ná þannig að kynnast með nýjum hætti á slóðum sem eru flestum nýstárlegar. Fararstjórar eru Auður Kjartans- dóttir og Páll Guðmundsson, þaul- reyndir fararstjórar sem þekkja um- hverfi og mannlíf á Ströndum vel. Hópurinn kemur sér fyrir fyrsta dag- inn í húsi Ferðafélagsins á Valgeirs- stöðum. Svo hefst gamanið þar sem hvergi er að finna dauða stund. Nánari upplýsingar: www.ferda- felagbarnanna.is. Ferðafélag barnanna – fjölskylduferð með víkingaþema Stíga í stafn, stýra reistum knerri og upplifa sjóorustu Morgunblaðið/RAX Selir Krossneslaug rétt hjá Norðurfirði stendur við fjöru og þykir gestum laug- arinnar mögnuð upplifun að horfa þaðan á selina svamla í fjöruborðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.