Morgunblaðið - 25.07.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2017
Páll Vilhjálmsson skrifar stutt-an pistil, sem er ekki síst at-
hyglisverður fyrir það, að hann
fer inn fyrir þær gaddavírsgirð-
ingar sem rétttrúnaðurinn hefur
reist þvers og kruss um allt.
Kannski er hannmerki um
það, að umburð-
arlyndi gagnvart
ánauð rétttrúnaðar
fari þverrandi eða
þá um dirfsku
pistlahöfundarins:
Rauði krossinn fær mörghundruð milljónir króna ár-
lega frá ríkinu til að kaupa þjón-
ustu „talsmanna“ hælisleitenda.
Þessir „talsmenn“ veita ekkiaðeins lögfræðiþjónustu
heldur koma þeir fréttum af
hælisleitendum á framfæri við
fjölmiðla til að skapa pólitískan
þrýsting um framgang hælis-
umsókna.
Löngu tímabært er að upplýsahverjir það eru sem gera út
á hælisleitendur, hver vinnu-
brögðin eru og hvað „talsmenn-
irnir“ fá í sinn hlut.“
Vissulega er gott að sérhvereigi völ á talsmanni, þegar
mikið er undir, ekki síst þeir sem
höllum fæti standa.
En það er umhugsunarefni aðíslenskir fjölmiðlar, og eink-
um sá ríkisrekni, meðhöndla
þessa talsmenn þannig að enginn
þeirra verðskuldi gagnrýna
spurningu.
Og eins hitt, sem er áberandi,að önnur og andstæð sjónar-
mið verðskuldi engan talsmann.
Páll Vilhjálmsson
Glufa?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 léttskýjað
Bolungarvík 20 léttskýjað
Akureyri 20 heiðskírt
Nuuk 13 léttskýjað
Þórshöfn 13 þoka
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 17 súld
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 16 skýjað
Lúxemborg 15 léttskýjað
Brussel 18 skúrir
Dublin 22 léttskýjað
Glasgow 21 heiðskírt
London 17 súld
París 19 skýjað
Amsterdam 18 skúrir
Hamborg 17 rigning
Berlín 23 heiðskírt
Vín 20 skúrir
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 24 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 33 léttskýjað
Róm 28 léttskýjað
Aþena 33 heiðskírt
Winnipeg 24 heiðskírt
Montreal 15 rigning
New York 19 rigning
Chicago 21 skýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:14 22:56
ÍSAFJÖRÐUR 3:52 23:28
SIGLUFJÖRÐUR 3:34 23:12
DJÚPIVOGUR 3:37 22:32
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Sumarið lætur loksins sjá sig aftur
á höfuðborgarsvæðinu, en hlýtt
verður í veðri næstu daga og sól ef
marka má spá Veðurstofu Íslands.
Hitinn gæti farið upp í allt að 18 til
20 gráður í borginni á miðvikudag
og fimmtudag, en svo gæti farið
kólnandi aftur um og eftir helgi.
Þrátt fyrir sól og sumarhita var-
ar Veðurstofan við nokkrum vindi
við Suðausturland í dag og í kvöld,
en veðurfræðingur segir varasamt
að vera á ferðinni á því svæði með
fellihýsi og húsvagna. Fólk sem á
leið um Suðausturland er því beðið
um að fylgjast vel með veðurspá
fyrir svæðið.
Í dag og í kvöld er búist við aust-
lægri átt, 5 til 10 m/s, en vaxandi
vindur verður við suður- og suð-
vesturströndina eða um 10 til 18
m/s seint í kvöld. Hvassast verður
undir Eyjafjöllum. Þá verður skýj-
að að mestu suðaustanlands og víða
þokubakkar við austurströndina og
sums staðar norðantil, en annars
skýjað með köflum eða léttskýjað.
Hiti 10 til 24 stig og hlýjast í inn-
sveitum.
Sól og sumarhiti í veðurkortunum
Hiti gæti náð allt að 18-20 gráðum í
borginni á morgun og fimmtudag
Morgunblaðið/Ófeigur
Sumarveður Það er oft margt um
manninn í Nauthólsvík.
Blóðbankinn leit-
ar nú eftir fólki til
þess að gefa blóð,
en skortur er á
öllum blóð-
flokkum í bank-
anum vegna mik-
illar eftirspurnar
að undanförnu.
„Við þurfum að
minna blóðgjafa á
okkur núna,“ seg-
ir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jen-
sen, forstöðumaður blóðsöfnunar
hjá Blóðbankanum, og bendir á að
alltaf sé erfiðara að fá blóðgjafa á
sumrin sökum sumarleyfa fólks og
ferðalaga.
Aðspurð segir Jórunn Ósk það af-
ar mikilvægt að blóðgjafar bregðist
við kallinu, nú þegar styttist í versl-
unarmannahelgina með tilheyrandi
umferðarþunga.
Þá benda starfsmenn Blóðbank-
ans á að hægt er að gefa blóð í hús-
næði þeirra að Snorrabraut 60 í
Reykjavík og á Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri. „Alltaf heitt á könnunni,
djúsið fræga og eitthvað gott með
kaffinu. Endilega komið við hjá okk-
ur ef þið eigið möguleika á því,“ seg-
ir á heimasíðu Blóðbankans.
lisa@mbl.is
Gjöf Mjög hefur
gengið á birgðir.
Bankann
vantar blóð
Mikill skortur er á
öllum blóðflokkum