Morgunblaðið - 31.07.2017, Page 2

Morgunblaðið - 31.07.2017, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Velkomin í Ferðafélag Íslands Skráðu þig inn – drífðu þig út FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Seinna lundaralli fer senn að ljúka, en einungis á eftir að vitja um varp- árangur lunda í Vestmannaeyjum, að sögn Erps Snæs Hansen, sviðs- stjóra vistfræðirannsókna hjá Nátt- úrustofu Suðurlands. Að því loknu verður hægt að bera saman hvernig staðan er í heild miðað við undan- farin ár, segir Erpur í samtali við Morgunblaðið. Stefna á viðbótarferð til Eyja „Athugunin í Vestmannaeyjum tekur tvo daga. Við förum þangað sennilega í miðri viku,“ segir Erpur. Þá bætir hann við að til standi að fara aftur til Vestmannaeyja seinna í ágúst. Er það vegna þess að varp var nokkuð seint í ár, að sögn Erps, og eru ungarnir því lengur á svæð- inu; allt fram í seinni hluta septem- ber og byrjun október. Síðustu daga hefur starfslið Nátt- úrustofu Suðurlands verið við athug- anir í Dyrhólaey, Grímsey á Stein- grímsfirði og í Vigur. Sagt er frá athugunum lundarallsins á Face- book-síðu Náttúrustofu Suðurlands. Þar segir m.a. að í Dyrhólaey sé varpárangur þokkalegur. Þá sé ástand í Grímsey á Steingrímsfirði „nokkuð gott“ og varpárangur þar 80%. Mjög fjölbreytt fæða sé hjá fuglum í Vigur og varpárangurinn 86%. Sérstaklega var tekið eftir miklu sílaæti þegar athuganir í seinna lundaralli hófust í miðjum júlí. Erp- ur segir enn fremur að síli séu komin aftur í miklu magni í Faxaflóa. Þá hafi einnig verið mikið um síli norð- anlands en í ár var meira þar um loðnu í fæði lundans, segir Erpur. Seinna lundaralli lýkur senn Morgunblaðið/Eggert Lundar Varpið var seint á ferð í ár.  Varpárangur telst nokkuð góður víðs vegar um land Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa undan- farna daga og hefur miðbær Reykjavíkur því einkennst af lífi og alls kyns uppákomum. Þessi unga kona kom sér fyrir í Austurstræti, með gul- an sjóhatt á höfði, og skoraði á hvern þann sem þar gekk í sjómann. Konan fór þó ekki í einu og öllu að reglum leiksins, líkt og sjá má á meðfylgj- andi ljósmynd, því er hún tókst á við þennan mann beitti hún báðum höndum í von um sigur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öllum brögðum beitt í von um sigur Miðborg Reykjavíkur iðaði af lífi í sumarsólinni Lögreglan leitaði enn í gærkvöldi að tveimur karlmönnum eftir vopn- að rán í Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 18 í gær. Kom annar mannanna inn í versl- unina, ógnaði afgreiðslustúlku með barefli og hafði á brott með sér tób- ak og peninga. Að sögn lögreglu beið hinn maðurinn fyrir utan á meðan á ráninu stóð. Jóhann Karl Þórisson, stöðvar- stjóri lögreglunnar á Hverfisgötu, sagði við mbl.is í gær að afgreiðslu- stúlka verslunarinnar hefði brugð- ist hárrétt við. „Hún afhenti það sem um var beðið og ýtti svo á neyðarhnappinn,“ sagði Jóhann. Almennir lögreglumenn nutu að- stoðar sérsveitar ríkislögreglu- stjóra á vettvangi, en fjölmennt lið lögreglu var kallað út. Leitað að tveimur eftir vopnað rán  Afgreiðslustúlku ógnað með barefli Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Horfa þyrfti til langtímastefnumót- unar varðandi orkuskipti í sam- göngum, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, við fyrir- spurn Morgunblaðsins um hvort sá möguleiki sé fyrir hendi hér á landi að segja skilið við notkun jarðefna- eldsneytis í bifreiðum. Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa á síð- ustu vikum tilkynnt að þau muni banna sölu á bensín- og dísilbílum frá og með árinu 2040. „Þróunin er jákvæð og ör í bif- reiðageiranum um þessar mundir. Við erum líka að horfa á miklar breytingar í samgöngum og sam- göngutækni,“ segir Runólfur. Hann segir að í augnablikinu þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af notkun bensín- og dísilbíla hér á landi. Hann á þó von á að rafbílum muni fjölga verulega hér á næstu árum. Runólfur bendir á að sniðugt væri að fylgja skrefum Norðmanna í stefnumálum til rafbílavæðingar. „Þar hafa stjórnvöld markað þessa stefnu vel og reynt að sjá málið frá öllum hliðum og það er nokkuð sem væri mjög jákvætt að sjá innleitt hér.“ Tækifærin fyrir hendi Spurður hvort hár aldur bílaflota Íslendinga geti leikið hlutverk þeg- ar kemur að því að skipta yfir í græna orku segir Runólfur tæki- færin vissulega fyrir hendi. Kaup á raf- og tvinnbílum hafi aukist á síð- ustu misserum. Grundvallaratriði sé þó að stjórnvöld marki skýra stefnu í málum sem þessum, að sögn Run- ólfs. „Við þurfum að hugsa aðeins lengra en til næsta árs. Það er nokkuð sem við verðum að læra af þjóðunum í kringum okkur.“ Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir allar aðstæður ágætar hérlendis hvað framleiðslu rafmagns snertir fyrir verkefni sem þetta. Hins veg- ar þurfi að gera stórátak í dreifingu á því, þ.e. uppsetningu hleðslu- stöðva fyrir rafmagnsbíla um land allt. Özur tekur í sama streng og Runólfur um að stjórnvöld þurfi að marka stefnu til langs tíma sé vilj- inn fyrir hendi. „Það er ekki hægt að taka skyndiákvarðarnir, líkt og þegar nýverið heyrðust raddir þess efnis að dísilbílar menguðu meira og þá ætti helst á morgun bara að hækka álögur á dísilbíla,“ segir Özur. Hann bætir við að á sínum tíma hafi það verið stjórnvöld sem hvöttu almenning til aukinnar notk- unar á dísilbílum og að um helm- ingur bílaflota Íslendinga sé dísil- bílar. Spurður hvort Bílgreinasam- bandið myndi glatt taka skref í þá átt að skipta yfir í rafbíla kveður Özur já við. „Þ.e.a.s. ef innviðir hér- lendis bjóða upp á það og ef það verður ofan á,“ segir hann. Þá nefn- ir Özur að bæði Hyundai og Toyota líti til framleiðslu á bílum sem séu alfarið knúnir vetni til þess að keppa við rafmagnsbíla. Réttast að fara vel yfir kosti „Það þarf aðeins að anda með nefinu í þessum málum. Gríðarleg þróun er í bílaheiminum. Aldrei hef- ur jafnmikið gerst á svo skömmum tíma og að auki er séð fram á mikl- ar breytingar í samgöngum. Að rjúka á eitthvað eitt er mjög var- hugavert að mínu mati,“ segir Özur. Langtímaáætlun er frumskilyrði  Gríðarleg þróun í bílaheiminum Tækifærin eru fyrir hendi  Sífellt fleiri ríki líta til grænni orkugjafa Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson Hleðslustöð Bæta þarf innviði til þess að mæta þróun bílgeirans. Morgunblaðið/Ófeigur RLS Sérsveitin var m.a. kölluð út.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.