Morgunblaðið - 31.07.2017, Page 8

Morgunblaðið - 31.07.2017, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2017 Ram Limited Mega Cab Ram Limited með lengra hús (mega cab). Litur: Ruby red. 6,7 L Cummins, Aisin-sjálskipting, RAM box, lok á palli og loftpúðafjöðrun. Með sóllúgu, upphitað styri og fl. VERÐ 10.490.000 2017 Ford F-350 Lariat 6,7L Diesel, 440 Hö, 925 ft of torque með upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki og Trailer tow camera system. VERÐ 9.490.000 2017 Chevrolet Silverado High Country Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 9.790.000 2016 Suburban LTZ Keyrður 2000 km. 7 manna bíll, 4 kapteinsstólar. Með sóllúgu, hiti í stýri, loftkæld og hituð sæti. 22’ felgur. 5,3L V8, 355 hö. VERÐ 13.870.000 Einnig til hvítur Lambhagi er áhugavert fyrir-tæki. Það framleiðir nú um 400 tonn af salati á ári og hefur sal- an áttfaldast frá árinu 2007, eins og fram kom í viðtali við Hafberg Þóris- son, garðyrkjumann og stofnanda fyrir- tækisins, í Við- skiptamogganum á dögunum. Fyrir- tækið starfar í Úlfarsárdal í Reykjavík en hefur ekki meira landrými til stækkunar. Unnið er að frekari stækkun þess í Mosfells- dal. Það er áhyggjuefni fyrir Reyk- víkinga að slíkt fyrirtæki skuli kjósa að fara í annað sveitarfélag með uppbyggingu sína.    Enn meira áhyggjuefni er aðHafberg segir það líka „inni í myndinni að taka niður gróður- húsin í Úlfarsárdal og flytja þau upp í Mosfellsdal. Það er ekki flókið verk og rekstrarskilyrðin þar eru mun betri. Til að byrja með eru fasteignagjöldin lægri og heita vatnið ódýrara þar en hér en auk þess er ég að greiða meira en hálfa milljón á mánuði í frárennslisgjöld þrátt fyrir að plönturnar séu allar í þróuðu lokuðu vatnskerfi og pissi ekki neitt. Það eru bara þrjú klósett í gróðurhúsunum hjá okkur en borgin horfir á þetta eins og hvert annað atvinnuhúsnæði í stað þess að horfa á þetta sem skýli fyrir plöntur. Þegar ég byggi í Mosfells- dal kem ég til með að sjá um það allt sjálfur og kem þar af leiðandi til með að sleppa við þau gjöld.“    Reykjavík hefur misst frá sérmarga íbúa vegna þess að nú- verandi meirihluti styðst við skipu- lag sem hindrar eðlilega uppbygg- ingu borgarinnar.    Ekki er gott ef fyrirtækin hrekj-ast líka á brott vegna afstöðu yfirvalda. Hafberg Þórisson Óhagstætt um- hverfi í Reykjavík STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.7., kl. 18.00 Reykjavík 17 léttskýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 21 léttskýjað Þórshöfn 16 alskýjað Ósló 15 súld Kaupmannahöfn 21 skýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 24 léttskýjað Brussel 22 léttskýjað Dublin 15 skúrir Glasgow 18 alskýjað London 19 skýjað París 24 heiðskírt Amsterdam 19 léttskýjað Hamborg 26 skýjað Berlín 30 léttskýjað Vín 30 skýjað Moskva 21 léttskýjað Algarve 28 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 30 heiðskírt Róm 30 heiðskírt Aþena 32 heiðskírt Winnipeg 23 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 18 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 27 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:33 22:36 ÍSAFJÖRÐUR 4:16 23:03 SIGLUFJÖRÐUR 3:58 22:47 DJÚPIVOGUR 3:57 22:11 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Jeppabifreið af gerðinni Toyota Land Cruiser, 2000-árgerð, sat í gærkvöldi enn föst á grasbala í Esju- hlíðum, en göngufólk varð vart við bifreiðina í gærmorgun þar sem hún sést sem hvítur depill frá þjóðveg- inum. Bifreiðin er í u.þ.b. 400 metra hæð og var því komin langleiðina upp fjallið þegar hún nam staðar. Til samanburðar er „steinninn“ í 587 metra hæð, en fjallið er rúmlega 914 metra hátt. Útlit er fyrir að bifreiðinni hafi verið ekið á slóða sem gerður var í síðari heimsstyrjöld og liggur með- fram Rannsóknastöð skógræktar við Mógilsá. Um miðja hæð liggur slóð- inn til vesturs og framhjá Þverfells- horni þar sem hann hverfur sjónum og yfir hann grær. Þar situr bifreiðin föst og greinileg og djúp hjólför eru eftir hana í grasi. Göngufólk veitti bifreiðinni at- hygli og hafði lögreglu í gærkvöldi ekki tekist að hafa uppi á eiganda hennar þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir. Lögregla mun hafa hönd í bagga þegar bifreiðin verður fjarlægð, en hætt er við frekara jarðraski þar sem hún er niðurkomin. Að líkindum mun lögregla óska eftir aðstoð björgunarsveita við að fjarlægja jeppabifreiðina og það gert með tækjum og tólum þannig að ekki verði rótað um of í jarðvegi. Það verður þó ekki fyrr en eigandinn finnst þar sem enginn lykill var skil- inn eftir í bifreiðinni. Esja Greinileg hjólför eru eftir bifreiðina sem situr föst í 400 metra hæð. Ekið langleið- ina upp á topp  Eigandi Esjujeppans ófundinn Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.