Morgunblaðið - 31.07.2017, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
30-50%afsláttur
ÚTSALA
Ein sú magnaðasta
Jakkaföt
Stakir jakkar
Kakí- og flauelsbuxur
Stakar buxur
Frakkar
Sumarblússur
Skyrtur
Franska leiðangursskipið Le Bo-
real lagðist að bryggju á Akranesi
í gærmorgun. Skipstjóri þess fékk
afhentan viðurkenningarskjöld frá
Faxaflóahöfnum til minningar um
fyrstu komuna til Akraness. Þetta
eru nokkur tíðindi fyrir fyrir
bæjarfélagið því ekkert skemmti-
ferðaskip hefur áður komið þang-
að. Skipið er lúxusskemmti-
ferðaskip af smærri gerðinni,
hannað til að sigla við aðstæður
eins og finnast við t.d. Suð-
urskautslandið. Það getur tekið
264 farþega og 139 manns í áhöfn.
Tækifæri fyrir ferðaþjónustu
„Áhöfnin er búin að vera að
skoða bæinn, en farþegarnir fóru
að skoða íshellinn uppi á Lang-
jökli,“ sagði Sævar Freyr Þráins-
son, bæjarstjóri Akraness. „Koma
skipsins er afrakstur samtals á
milli sveitarfélagsins og Faxaflóa-
hafna. Við sjáum tækifæri í þessu,
en Akranes og ferðaþjónustuaðilar
hér hafa upp á mjög mikið að
bjóða,“ segir Sævar.
„Fókusinn nú er á að auka gæði
þjónustu,“ segir Erna Kristjáns-
dóttir, markaðs- og gæðastjóri
Faxaflóahafna, en hún hefur verið
að markaðssetja Faxaflóahafnir
erlendis með góðum árangri.
„Þetta eru lúxusskip og farþeg-
arnir eru náttúruunnendur. Við
viljum heldur fá minni skip sem
komast í fleiri hafnir,“ segir Erna.
Þegar hefur verið ákveðið að Le
Boreal komi aftur að ári. Skipið To
Callisto átti líka að koma til Akra-
ness og Reykjavíkur en skemmdist
suður í höfum og varð að fara til
Panama í slipp. Vonast er til að
það komi á næsta ári í staðinn. Í ár
eru skráðar 133 skipakomur og er
það met. Í ár er spáð 127.052 far-
þegum með skipum, en hlutdeild
þeirra í ferðamannastraumi til
landsins er um 6%. ernayr@mbl.is
Skemmtiferðaskip heimsækir Akranes
Ljósmynd/Faxaflóahafnir/Erna Kristjánsdóttir
Akranes Leiðangursskipið Le Boreal liggur við bryggju í blíðviðri á meðan farþegar og áhöfn skoða sig um.
Fyrsta skemmtiferðaskipið til að
leggjast að bryggju á Akranesi
Mikil umræða
hefur verið um að
franska skemmti-
ferðaskipið Le
Boreal hafi
hleypt um 200
farþegum í land á
Hornströndum
án tollafgreiðslu
og að farþegarnir
hafi að auki
drukkið allt kaffi
og borðað allar kökur á Hesteyri,
öðrum ferðaþjónustuaðilum á staðn-
um til gremju.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
umboðsmaður skipsins, Jóhann
Bogason hjá Gára, sem er skipa-
umboðsskrifstofa, að um leiðan mis-
skilning væri að ræða á milli sín og
skipstjórnenda og telur hann málið
hafa verið blásið upp í fjölmiðlum.
„Skipstjórnendur voru í góðri trú.
Þeir töldu að þeir hefðu fengið leyfi
eins og þegar farið er í t.d. Grímsey,
en þá er hægt að fá undanþágu til að
tollafgreiða í næstu höfn, sem í
þessu tilfelli var á Akranesi,“ sagði
Jóhann.
„Við vissum hins vegar ekki að
þeir ætluðu með farþegana í land á
Hornströndum. Við héldum að þeir
ætluðu aðeins að sigla meðfram
ströndinni,“ sagði hann.
Heimsækir náttúruperlur
Að sögn Jóhanns er skipstjóri
franska skipsins mikill náttúruunn-
andi og hefur það meðal annars leyfi
til þess að sigla með farþega til
framandi staða víðsvegar um heim,
s.s. til Galapagos-eyja.
Vertinn á kaffihúsinu í gamla
læknishúsinu á Hesteyri, tónlist-
armaðurinn Hrólfur Vagnsson,
sagði skipið hafa verið búið að panta
hjá sér kaffi og meðlæti fyrir 140 til
150 manns, en pöntunin var gerð
fyrir nokkrum dögum. „Pönnukök-
urnar á Hesteyri klárast aldrei,“
bætti Hrólfur við og bar gestum af
Le Boreal afar vel söguna. Kvað
hann þau hafa verið vel útbúin og
fylgt öllum fyrirmælum um um-
gengni á svæðinu. Hann telur þó að
auka megi landvörslu og þjónustu-
stig við vaxandi ferðamannafjölda.
ernayr@mbl.is
„Leiður
misskiln-
ingur“
Skipstjórnendur
voru í góðri trú
Jóhann
Bogason