Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.07.2017, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hagstofangreindi fráþví fyrir helgi að meðal- aldur grunnskóla- kennara héldi áfram að hækka. Um aldamótin var meðalaldurinn 42,2 ár en 46,8 ár í fyrra. Kennarar yfir sex- tugu eru nú ríflega 14% af heildinni en voru innan við 6% fyrir rúmum tveimur ára- tugum. Áhyggjuefnið er þó ekki að skólarnir búi yfir mörgum kennurum með góða reynslu, heldur hitt, að ungum kenn- urum fer ört fækkandi. Fyrir tveimur áratugum var um sjötti hver kennari innan við þrítugt, nú er tuttugasti hver á þeim aldri. Með slíkri þróun stefnir augljóslega í óefni. Annað sem Hagstofan sagði frá fyrir helgi var að starfs- mönnum grunnskólanna hefði fjölgað um 30% á síðustu tæpu tveimur áratugum. Á sama tímabili hefur nemendum fjölg- að um 5%, en fjöldi nemenda sveiflast raunar lítillega á milli ára og var til dæmis sá sami ár- ið 2012 og 1997. Í samtali við Morgunblaðið um þessa þróun sagði Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, að ef ekk- ert yrði að gert yrði kennara- skortur á næstu árum. „Þetta er vandamál sem við vitum af og það þarf að gera eitthvað mikið í því fyrr en síðar. Það vita allir hvað þarf að gera en það gengur erfiðlega hjá stjórnvöldum að horfast í augu við vandann og gera það sem þarf að gera.“ Í samtalinu við Ólaf kom einnig fram hvar skórinn kreppir að hans mati; allar kannanir sýni að það sem fæli fólk helst frá kennara- starfinu sé annars vegar kaup og kjör og hins vegar vinnu- aðstæður. Þegar horft er á hvernig fjölgunin skiptist á milli starfssviða í skól- unum má sjá að kennurum og leið- beinendum hefur fjölgað töluvert, en fjölgunin er meiri, einkum hlutfallslega, á meðal annars starfsfólks grunnskólanna. Þar er um að ræða sérkennara, þroskaþjálfa, skólasálfræðinga og náms- ráðgjafa, stuðningsfulltrúa og uppeldisfulltrúa. Formaður Félags grunnskólakennara segir að aldrei hafi verið tekin ákvörðun um að þróunin yrði með þessum hætti, þetta hafi „bara þróast svona“. Og hann velti upp þessari spurningu: „Erum við örugglega að setja aurana og kraftana í réttu hlut- ina?“ Þetta er auðvitað lykil- spurning þegar kemur að hvers konar rekstri, ekki síður rekstri grunnskóla en annarra stofnana eða fyrirtækja. Og þær tölur sem Hagstofan birti fyrir helgi, auk ummæla for- manns Félags grunnskóla- kennara, benda til að áhersl- urnar séu ekki réttar. Séu ástæður þess að ungir kennarar fást ekki til starfa einkum þær að kaup og kjör séu ófullnægjandi er full ástæða til að efast um að sú þróun gangi upp til lengdar að nemendum fjölgi um 5% en starfsfólki um 30%. Það er ekki hlaupið að því að bæta kjörin verulega þegar starfsfólki fjölgar svo mjög. Þetta þarf að ræða í fullri alvöru og leggja um það línur til framtíðar hvernig bregðast skuli við. Haldi þessi óheillaþróun áfram er augljóst að grunnskólanna bíður miklu meiri vandi en þeir glíma við nú. Sterkar vísbend- ingar eru um að endurskipuleggja þurfi starfið í grunn- skólum landsins } Óheillaþróun Xi Jinping, for-seti Kína, hnyklaði vöðvana í gær með hersýn- ingu þar sem sýnt var mikið af nýj- ustu hergögnum landsins. Meðal þeirra var langdræg flaug af nýrri gerð. Sýningin var haldin í tilefni þess að níutíu ár eru liðin frá stofnun þess sem nú heitir Frelsisher alþýðunnar. Hersýningin er aðeins einn liður í því að treysta stöðu Kína á alþjóðavettvangi og senda öðrum þjóðum, nær og fjær, skýr skilaboð um að Kín- verjar séu ekki aðeins fjöl- mennastir þjóða heldur einnig vaxandi herveldi. Kína ætli sér að ráða því sem máli skiptir í næsta ná- grenni, auk þess að hafa getu til að gæta kínverskra hagsmuna í fjarlægum lönd- um, en Kínverjar hafa sótt mjög í sig veðrið víða, til dæm- is í Afríku og á norðurslóðum, eins og Íslendingar hafa orðið varir við. Óskandi væri að stjórnvöld í Kína legðu meira upp úr því að hafa hemil á stjórnlausum ná- granna sínum á Kóreu- skaganum en að sýna mátt sinn með sama hætti og sá ger- ir reglulega. Kína hefur óþægi- lega mikinn áhuga á að sýna hern- aðarmátt sinn} Vöðvarnir hnyklaðir H efði ég verið spurð fyrir nokkrum árum: Hefurðu verið áreitt kyn- ferðislega? hefði ég tiltekið eitt stakt dæmi. Jú, það var þarna einhver perri sem bauðst til að keyra mig heim eftir vinnu þegar ég var 18 ára en keyrði mig í staðinn upp í Öskjuhlíð. Ég hljóp út úr bílnum, þvert yfir skóginn, upp á veg og endaði heima hjá mér. Óhult en skelfd. Það hefði verið mitt svar. Í dag er staðan önnur, ég get ekki svarað þessu jafn skjótt og vel því ég veit betur. Ég hef margsinnis oftar verið áreitt kynferð- islega, eins og velflestar kynsystur mínar og margir karlmenn. Enda kannski ekki að furða að maður hafi lengi vel ekki fattað að óþægindin sem maður upplifði voru í raun kynferðisleg áreitni. Lög sem skilgreindu kynferðislega áreitni sem hluta af misrétti kynjanna voru t.d. ekki samþykkt fyrr en 2000. Í dag þyrfti ég því mun lengri umhugsunarfrest við spurningunni; Hefurðu verið áreitt kynferðislega? Ég þyrfti að rekja mig í gegnum lífið. Fara í gegnum atvik sem vöktu ónot án þess að skilja eðli þeirra. Þurfti mér ekki að verða meint af líkamlega? Var þetta eitthvað endilega við- komandi að kenna? Var það ekki bara maður sjálfur sem var viðkvæmur? Hafði gert eittvað sem bauð upp á þetta. Þökk sé umræðu og fræðslu veit ég betur. Kannski gæti ég byrjað þegar ég var 10 ára, á Benidorm, í vatnsleikjagarði. Og fullorðinn karlmaður sat á bakkanum, starði á mig glottandi og gerði klámfengnar hreyfingar með tungunni. Fatta um leið að ég er að gleyma köllum sem stunduðu að hringja í heimasíma hjá fólki á laugardagsmorgnum þegar foreldrar á flestum heimilum voru enn sofandi. „Ertu ein? Hefurðu séð typpi?“ Býst við að það hafi verið þegar maður var svona 6, 7, 8 ára gamall. Maður skellti bara á. Afgreitt. Ég er kannski búin að afgreiða barnæskuna, en sannarlega ekki unglingsárin. Nei, ég er enn að gleyma. Árunum þegar það þótti smellinn leikur að reyna að koma við þetta nýja á stelp- unum í 12 ára bekk; brjóstin á þeim. Ég, orðin ógeðslega þreytt á þessu og ráðavant, skreið undir borð einn daginn og sagðist myndu grípa um punginn á þeim. Ég hætti hér og fer yfir í unglinsárin. Þegar maður fór að fara á böll, partí, seinna bari. Kynntist góðum drengjum en líka óvandaðri týpum sem í skjóli „áhuga“ reyndu að rífa mann til sín í sleik eða í miðju spjalli bak við kirkjuna, reyndu að rífa upp bolinn á manni. Næs strákar sem buðust til að fylgja manni til dyra í afmælum en í forstofunni tróðu þeir lúkunum á sér innanklæða á mann án þess að maður gæti gólað; „hægan!“ Að fara að svo að vinna á kaffihúsum og börum setti mann í stöðugan miðdepil. Maður varð stelpan sem hlaut að biðja um það að vera áreitt kynferðislega, vinnandi svona um miðjar nætur á bar. Hvaða kona getur því í raun svarað því skjótt og vel ekki hvort heldur hversu oft þær hafa verið áreittar kynferð- islega? Það er auðveldara að muna hvenær það var síðast. Kannski var það bara smekklaus brandari frá vinnufélaga, með klígjulega kynferðislegum undirtón. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexand- ersdóttir Auðveldast að muna það nýjasta Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Hálendisvakt Lands-bjargar er í fullumgangi, en hún munstanda til loka ágúst- mánaðar. Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg segir í samtali við Morgunblaðið að hálendisvaktin sé orðin að ómissandi hlekk í íslenskri ferðaþjónustu, en vaktin sinnti rétt rúmlega tvö þúsund atvikum í fyrra. Fjórðungur þeirra telst til þeirra þriggja flokka sem teljast til alvarlegustu atvika, að sögn Jón- asar. Spurður hvernig þetta sumar sé að þróast svarar Jónas að nóg sé nú að gera hjá liðsmönnum hálendisvaktarinnar. „Hóparnir á flestum stöðum sinna nokkrum at- vikum á dag. Þá er nokkrum sinn- um búið að flytja slasaða ein- staklinga til móts við sjúkrabíl og flytja nokkra með þyrlu,“ segir Jón- as. Kærkomin viðbót í Skaftafelli Tilraunaverkefni með tilkomu viðbragðsvaktar í Skaftafelli hófst fyrir um tveimur vikum. Jónas seg- ir verkefnið fara ágætlega af stað. Nokkuð sé um minniháttar atvik, en til þessa hafa þó ekki komið upp meiriháttar óhöpp á svæði hálendis- vaktarinnar. Þá segir Jónas þörf á viðveru björgunarsveita í Skafta- felli. Það verði þó betur metið eftir sumarið. „Við höfum heyrt það frá landvörðum og öðrum á staðnum að viðbragðsvaktin sé kærkomin viðbót því þá geta þeir einbeitt sér betur að sínum störfum,“ segir Jónas. Stuðningur að fjallabaki Arnar Gunnarsson, annar hóp- stjóra hálendisvaktarinnar að fjalla- baki, segir að störf þar hafi gengið ágætlega í sumar. Tvö til fjögur at- vik koma upp á hverjum degi, að sögn Arnars, flest minniháttar. Vís- ar hann þá til lítilsháttar meiðsla á göngufólki þótt alvarlegri atvik komi einnig upp. „Til dæmis þurft- um við nýlega að flytja konu, sem hafði slasast á göngu við Brenni- steinsöldu, á börum til móts við sjúkrabíl,“ segir Arnar um alvar- legri atvik sem komið hafa upp á svæðinu í sumar. Þónokkuð er um að ökumenn festi bíla sína í ám og öðrum svæð- um við Landmannalaugar, að sögn Arnars. Spurður hvort rekja megi óhöppin til þess að ferðalangar mæti á illa búnum ökutækjum kveð- ur hann nei við. „Aðallega er van- kunnáttu ökumanna um að kenna,“ segir Arnar. Mikil umferð er um Landmannalaugar og nágrenni, bæði fólks á bílaleigubílum og þeirra sem komið hafa til landsins á einkabílum, að sögn Arnars. Er- lendir ferðamenn eru í miklum meirihluta yfir þá hópa sem koma til Landmannalauga. Þó hafi mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu í sumar komið sér nokkuð á óvart. Ferðafólk misvel útbúið Arnar segir að útbúnaður ferðamanna sem verða á hans vegi að fjallabaki sé beggja blands. „Sumir eru mjög vel útbúnir, hafa kynnt sér svæðið mjög vel og virðast vita hvað þeir eru að gera. En svo virðist ekki vera neinn millivegur á milli þessa hóps og þeirra sem vita ekki neitt,“ segir hann og bætir við að ferðamenn taki mjög vel í þá aðstoð og fræðslu sem hálend- isvaktin hefur upp á að bjóða. „Fræðslan og almennt spjall við gesti og gangandi hjálpar að ég held mjög mikið,“ segir Arnar. Hálendisvaktin orðin að ómissandi hlekk Ljósmynd/Arnar Gunnarsson Fastur Hálendisvaktin að störfum við að losa bíl úr á suðaustan við Rétt- arhnúk í Jökuldölum. Oft eru ökumenn ókunnugir aðstæðum sem þessum. Jónas Guðmundsson hjá Lands- björg segir síðustu fjórar vik- urnar hafa verið afar annasamar hjá björgunarsveitum landsins. Spurður um sérstök álags- svæði yfir sumarið segir Jónas álagið af augljósum ástæðum meira á vinsælum ferða- mannastöðum. „Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í F1-útköllum. Við sjáum nokkurra tuga prósenta aukningu frá því í fyrra og allt upp í hundrað pró- sent aukningu frá því fyrir fjórum árum,“ seg- ir Jónas. F1 er alvarleg- asta gerð útkalla og eru þá oftast mannslíf í húfi. Það á þó eftir að koma betur í ljós hvernig árið þróast og þá hvort útköllum heldur áfram að fjölga, segir Jónas ennfremur. Annasamar vikur að baki SLYS OG ÓHÖPP Í SUMAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.