Morgunblaðið - 31.07.2017, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017
✝ Guðjón GísliEbbi Sigtryggs-
son skipstjóri fædd-
ist 22. september
1935 á Ísafirði.
Hann lést í faðmi
ástvina á
hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík
að morgni 16. júní
2017.
Foreldrar hans
voru Hjálmfríður S.
Guðmundsdóttir, f. 1914, d. 2006,
og Sigtryggur Jörundsson, f.
1909, d. 2004. Ebbi var elstur 12
nesardóttir, f. 1915, d. 1992, og
Þorlákur Guðjónsson, f. 1914, d.
1982. Ebbi og Doddý eignuðust
fimm börn, þau eru: 1) Gylfi, f.
1955, er hann kvæntur Þor-
björgu Magnúsdóttur, f. 1957 og
eiga þau fjögur börn og sex
barnabörn. 2) Guðjón, f. 1957, er
hann kvæntur Guðrúnu S. Pét-
ursdóttur, f. 1956, og eiga þau
fjögur börn og sjö barnabörn. 3)
Hjálmfríður, f. 1962, er hún gift
Sævari B. Ólafssyni, f. 1959, og
eiga þau tvo syni og eitt barna-
barn. 4) Bryndís Björk, f. 1965,
er hún gift Gunnari Þ. Gunn-
arssyni, f. 1962 og eiga þau tvær
dætur og eitt barnabarn. 5) Anna
Dröfn, f. 1975 og á hún tvær dæt-
ur.
Ebbi ólst upp á Ísafirði þar
sem hann stundaði sjómennsku
frá 14 ára aldri á ýmsum bátum.
Hann útskrifaðist frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík árið
1958 og að námi loknu var hann
stýrimaður á skipum frá Ísafirði
fram til ársins 1970 þegar fjöl-
skyldan fluttist til Skagastrand-
ar. Þar tók hann við stöðu skip-
stjóra hjá Skagstrendingi hf., og
var hann meðal annars skipstjóri
á Örvari HU 21, fyrsta flaka-
frystitogara Íslands. Árið 1995
sagði hann skilið við sjóinn og
fluttust þau hjónin til Reykjavík-
ur. Ebbi tók að sér að sér all-
mörg trúnaðarstörf í þeim fé-
lögum sem hann starfaði í, meðal
annars átti hann sæti í bygging-
arnefnd Hólaneskirkju á Skaga-
strönd.
Útför Guðjóns Ebba fer fram
frá Lindakirkju í Kópavogi í dag,
31. júlí 2017, og hefst athöfnin kl.
13.
systkina og eru þau:
Guðmundur, Alda,
Jörundur, Anna,
Tryggvi, Hólm-
fríður, Árni, dreng-
ur andvana, Jón
Björn, Hreiðar og
Katrín.
Eftirlifandi eig-
inkona Ebba til 60
ára er Halldóra
Kristín Þorláks-
dóttir, húsmóðir, f.
12. september 1936 á Ísafirði, en
þau giftust 8. júní 1957. For-
eldrar hennar voru Ágústa Ebe-
Við erum á langferð um lífsins
haf – eins og segir í gömlum sálmi.
Fyrr eða síðar siglum við í heima-
höfn að loknu því dagsverki sem
okkur er ætlað. Bróðir okkar,
Ebbi, hefur stýrt fleyi sínu í höfn í
hinsta sinn.
Ebbi var elstur í ellefu barna
hópi – stóri bróðir með stóra nafn-
ið. Hann hét reyndar Guðjón Gísli
Ebbi fullu nafni eftir þremur föð-
urbræðrum okkar sem fórust á
sjó á öðrum og þriðja áratug síð-
ustu aldar. Þótt lífsbaráttan hafi
oft verið erfið ólumst við upp við
ótakmarkaða ást og umhyggju
foreldra sem unnu myrkranna á
milli til að hafa ofan í okkur og á.
Vissulega nutu yngri systkinin
meiri tíma og efna foreldranna en
þau eldri enda fækkaði jafnt og
þétt á heimilinu eftir því sem árin
liðu. Segja má að systkinahópur-
inn spanni nánast tvær kynslóðir
þar sem þau elstu áttu sjálf börn á
aldur við þau yngstu. Ebbi var því
meira eins og faðir og yngstu
systkinin kynntust honum vart
sem bróður fyrr en þau voru sjálf
komin á fullorðinsár.
Það var gott að alast upp á eyr-
inni á Ísafirði. Leikvöllur Ebba
var fjaran og sjórinn eins og títt
var með börn og unglinga á þeim
árum. Sjómennskan lá því beint
við og sjórinn varð starfsvett-
vangur Ebba alla tíð. Að loknu
skipstjórnarnámi í Reykjavík
gerðist Ebbi stýrimaður og skip-
stjóri á ýmsum bátum og skipum
frá Ísafirði. Síðar flutti fjölskyld-
an til Skagastrandar þar sem
Ebbi var ráðinn skipstjóri hjá
Skagstrendingi. Hann átti stóran
þátt í uppgangi útgerðarinnar á
Skagaströnd enda með eindæm-
um fengsæll og farsæll skipstjóri.
Sumir vilja meina að föðurbræð-
urnir og nafnar hans, þeir Guðjón,
Gísli og Ebeneser, hafi haldið
verndarhendi yfir störfum hans á
sjónum þegar mikið lá við.
Ebbi kvæntist Doddý árið 1957
og áttu þau 60 ára brúðkaupsaf-
mæli fyrir skemmstu. Samheldn-
ari hjón var vart að finna. Þau
voru samstiga í einu og öllu á
langri vegferð og eignuðust fimm
mannvænleg börn. Ebbi og
Doddý voru höfðingjar heim að
sækja og enn er minnisstæð heim-
sókn okkar systkinanna til Skaga-
strandar í sextugsafmæli Ebba
fyrir rúmum 20 árum. Doddý hef-
ur ætíð staðið þétt við hlið Ebba,
ekki síst í veikindum hans síðustu
mánuði sem tóku verulega á hana
og fjölskylduna alla.
Komið er að leiðarlokum.
Genginn er góður bróðir og vinur,
heilsteyptur maður sem hafði oft
sterkar skoðanir og var rökfastur
í umræðum, maður sem naut virð-
ingar fyrir verk sín hvar sem
hann fór. Eftir situr fjölskyldan
með sorg í hjarta en minningarn-
ar lifa um ókomin ár.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Þýð.Vald. V. Snævarr.)
Elsku Doddý, Gylfi, Jonni,
Fríða, Bryndís, Anna Dröfn og
fjölskyldur. Við vottum ykkur
okkar innilegustu samúð. Missir
ykkar er mikill en minningin um
góðan fjölskylduföður lifir áfram í
hjörtum okkar allra.
Fyrir hönd systkinanna,
Hreiðar Sigtryggsson.
Elsku Ebbi afi minn, Guðjón
Gísli Ebbi Sigtryggsson, lést 16.
júlí síðastliðinn. Þótt við hefðum
vitað um hríð í hvað stefndi er ég
enn að meðtaka þessa staðreynd.
Afi er farinn.
Ég var spurð um daginn hvort
ég vildi deila einhverjum sögum
af honum. Ég er búin að hugsa
mig nokkuð um. Það er auðvitað
fullt af sögum. Af ferðalögum,
jólasveinaleit „á fjöllum“, ótelj-
andi ísbíltúrum o.fl. Afi var enda
duglegur að leika við okkur
krakkana.
Margir muna eftir skipstjóran-
um Ebba. Framkvæmdamannin-
um Ebba. Aðrir en ég eru betri að
segja þær sögur enda þekkti ég
hann ekki þannig, heldur sem afa.
Ég held að það sé einmitt það
sem mig langar að deila. Hvernig
afi hann var. Karakter afa sem
var stór eins og nafnið hans. Það
er það sem mig langar að muna.
Mig langar að muna að af öllum
þeim sem ég hef þekkt þá heyrð-
ist hæst í afa. Ég er ekki að meina
að afi hafi alltaf verið með læti.
Nei, það heyrðist bara hærra í
honum en öðrum. Þegar hann tal-
aði og þegar hann hló. Eins og
hann væri með innbyggðan magn-
ara. Falinn hátalara í brjóstvas-
anum. Góður kostur úti á sjó en
ekki síður heima, þegar fjölskyld-
an er stór og öllum finnst gaman
að tala.
Mig langar að muna að afi hafði
lag á því að láta mig trúa á sjálfa
mig. Eftir öllum skiptunum sem
afi hlustaði á mína skoðun og virti
hana þótt hann væri ekki endilega
sammála. Eftir öllum jólaboðun-
um þar sem afi tók á móti mér og
sagði „aaa“ á sinn einstaka hátt.
Ef ég hafði efast um ágæti nýja
kjólsins, eða ekki fundist ég nógu
fín, þá var engin ástæða til þess
lengur. Af því afi sagði „aaa“ þá
var maður flottastur. Það var
bara þannig.
Mig langar að muna að afi var
aldrei að tvínóna við hlutina. Ef
það var búið að ákveða að gera
eitthvað, þá vildi afi drífa það af.
Framkvæma. Breytti engu þótt
það þýddi að við máluðum úti í
rigningu. Það var búið að ákveða
að mála.
Mig langar að muna að afi hafði
alltaf áhuga á að tala um bækur
og heyra um hvað ég var að lesa.
Hvernig hann dró mig áfram í að
skrifa ritgerð um Hallgerði lang-
brók af einskærri ánægju yfir því
að fá að tala um Njálu. Hvernig
hann setti upp ákveðinn svip þeg-
ar hann las aftan á bókarkápu og
setti gleraugun upp á ennið.
Mig langar að muna hvernig afi
var áður en veikindin dundu yfir,
hversu kátur hann var, hvernig
hann kallaði mig spons, hversu
mikill sælkeri hann var, hvernig
hann faðmaði mann þéttingsfast
og umfram allt hvernig hann var
stærri en flestir aðrir þótt hann
væri ekki hávaxinn.
Afi minn, mig langar að kveðja
þig með þessum línum en ég vona
fyrst og fremst að þú vitir að ég
ætla að muna eftir þér.
Yfir djúpin dagur skín,
dreifist myrkrið kalda.
Breiðist ljóssins bjarta lín
um bláa öldufalda.
Við skulum út á Unnarslóðir halda.
(Steinn Steinarr.)
Kveðja,
Tinna Björk.
Ýmsar minningar rifjast upp
nú þegar Ebbi mágur minn er
kvaddur. Það eru rúm 60 ár síðan
ég kynntist honum fyrst á Ísafirði
en það var þegar hann og Doddý
systir fóru að draga sig saman.
Ég man þegar von var á honum í
heimsókn í fyrsta sinn, þá beið ég
úti á svölum og sá hann koma svo
glæsilegan í svörtum frakka með
hvítan trefil, algjör stælgæi. Eftir
því sem tíminn leið og þau Doddý
giftu sig og kynnin urðu meiri sá
ég hvaða mann hann hafði að
geyma. Ebbi var duglegur og
ákveðinn og kom sér og sinni fjöl-
skyldu vel áfram. Ég passaði oft
krakkana þeirra sem urðu fimm
talsins. Ebbi var mikið úti á sjó og
Doddý sá um heimilið eins og
gjarnan var með sjómannskonur
á þessum tíma. Tókst góð vinátta
við fjölskylduna sem varað hefur
allan þennan tíma.
Ebbi og Doddý fluttu á Skaga-
strönd árið 1970 og ég flutti á
svipuðum tíma til Akureyrar. Ég
fór margar helgar til systur minn-
ar og áttum við þá góðar stundir
saman. Þau hjónin voru dugleg að
ferðast á þessum árum, bæði inn-
anlands og utan, og fór ég og mín
fjölskylda einu sinni með þeim til
Mallorca sem er ógleymanleg ferð
sem lifir í minningunni. Þau komu
oft í heimsókn til okkar á Akur-
eyri og var það ætíð tilhlökkunar-
efni því engin lognmolla var í
kringum skipstjórann frá Skaga-
strönd, hann hafði sínar skoðanir
á hlutunum og hélt þeim vel á
lofti. Alltaf hreinn og beinn en
ávallt ljúfur og hjálpsamur ef á
þurfti að halda.
Nú þegar Ebbi er horfinn á
braut sitja eftir í huga mínum
góðar minningar um vináttu og
væntumþykju sem aldrei hefur
borið skugga á. Við Tinni og fjöl-
skylda okkar öll kveðjum einlæg-
an vin og biðjum góðan guð að
vaka yfir Doddý systur minni og
fjölskyldu hennar.
Gísley Þorláksdóttir.
Guðjón Ebbi er fallinn frá. Við
vorum samstarfsmenn hjá Skags-
trendingi h.f. á Skagaströnd í ald-
arfjórðung. Ebbi réðst til Skags-
trendings hf. sem skipstjóri á
síldarbát sem Karl Berndsen og
félagar á Skagaströnd höfðu
breytt í togbát. Eftir fyrsta ár
hans þar var ráðist í kaup á
stærra skipi sem Ebbi tók strax
við stjórn á. Þar var allur aflinn ís-
aður í kassa sem varðveitti fiskinn
miklu betur en áður hafði verið.
Það var nýlunda í íslenska flotan-
um og skilaði miklu betra hráefni
að landi en áður hafði verið. Árið
1972 samdi Skagstrendingur h.f.
um kaup á nýjum ísfisk togara
sem smíðaður var í Japan og fór
Ebbi þangað með sína bestu
menn og sótti skipið og sigldi því
heim og stjórnaði því næstu átta
árin og enn skaraði hann og áhöfn
hans fram úr hvað varðaði afla-
magn og meðferð aflans.
Ebbi tók síðan við Örvari
Hu-21 sem var fyrsti frystitogari
Íslendinga og stóð sig þar afburða
vel enda bættust fljótlega fjöldi
frystitogara í íslenska flotann.
Allan tímann sem ég starfaði
með Ebba tók ég sérstaklega eftir
kappinu að nota hverja stund á
veiðunum sem best. Ég var stadd-
ur um borð hjá honum úti á Hala-
miðum þar sem líka þurfti að berj-
ast við hafísinn sem var þar um
allan sjó. Við misstum togvírinn
upp á ísskörina og Ebbi stappaði
niður fætinum og sagði: „Ég missi
heila klukkustund af togtímanum
fyrir þennan klaufskap.“
Fjölda margt fleira úr sam-
starfi okkar er mér minnisstætt
en læt þetta nægja. Ég minnist
Ebba sem afburðaskipstjóra sem
lagði sig allan fram fyrir útgerð-
arfélagið, skipið og áhöfnina.
Ég votta Halldóru eiginkonu
hans, börnum og barnabörnum
samúð.
Sveinn S. Ingólfsson.
Guðjón Gísli Ebbi
Sigtryggsson
✝ Svana Magn-úsdóttir Karls-
son fæddist í
Reykjavík 15. októ-
ber 1929. Hún lést á
heimili sínu í Ornex
í Frakklandi 10. jan-
úar 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Magnússon, f. 7. maí
1892, d. 13. nóv-
ember 1958, og
Ragnheiður Jónasdóttir, f. 29.
júní 1895, d. 3. janúar 1984. Syst-
ur Svönu eru Lilja, f. 12. apríl
1926, d. 31. desember 2003, og
Sigrún, f. 10. júní 1932.
Eiginmaður Svönu er Jón Sig-
frá Kvennaskólanum í Reykjavík
árið 1947. Fór hún til Ameríku til
móðursystur sinnar þar sem hún
dvaldi í eitt ár. Árið 1951 kynnt-
ist hún eftirlifandi eiginmanni
sínum og árið 1953 fór hún til
Hilleröd í Danmörku þar sem
þau giftu sig. Hjónin settust að í
Stokkhólmi og á meðan Jón var
við nám í arkitektúr vann hún
hjá KF eða Konsument Förbun-
det. Til stóð að flytja heim, en ár-
in liðu. Árið 1971 hóf Svana að
vinna hjá Póst- og síma-
málastofnuninni við að selja ís-
lensk frímerki á sýningum er-
lendis, þar sem hún vann við
góðan orðstír í ein 20 ár. Jón og
Svana reistu sér hús í Frakklandi
og fluttu þangað árið 2000 til að
vera nær dætrum sínum og
barnabörnum. Þar áttu þau hjón
yndisleg ár.
Minningarstund um Svönu fer
fram frá Dómkirkjunni í dag, 31.
júlí 2017, og hefst athöfnin kl. 13.
urður Karlsson
arkitekt, frá Veisu í
Fnjóskadal, f. 29.
mars 1925. Dætur
þeirra eru: 1) Anna
Jónsdóttir Gabella,
f. 1956. Maður
hennar er François
Gabella. Börn
þeirra eru Alexand-
er, f. 1989, og
Laura, f. 1990. 2)
Helga Jónsdóttir
Gallay, f. 1960, og er eiginmaður
hennar Jean Gallay. Sýnir þeirra
eru Nicolas, f. 1988, Joakim, f.
1990, og Pierre, f. 1994.
Svana ólst upp í Reykjavík, fór
í Landakotsskóla og lauk prófi
Það var haustið 1929 að stúlka
fæddist hjónunum Ragnheiði Jón-
asdóttur og Magnúsi Magnússyni
á Ægisgötu 26. Annað barn
þeirra, undurfalleg telpa. Þetta
voru erfiðir tímar, kreppuárin í
Reykjavík en litla stúlkan dafnaði
vel. Við urðum þrjár systurnar,
Lilja elst fædd 1926 og undirrituð,
Sigrún, fædd 1932. Það var alltaf
birta yfir heimili okkar á fallegum
stað efst á Landakotshæðinni.
Pabbi okkar hafði sem ungur mað-
ur staðið fyrir fiskverkun fyrst
hér í Reykjavík en seinna í Kefla-
vík svo hann var mikið að heiman
við vinnu. En alltaf var glaðst þeg-
ar hann kom heim um helgar.
Mamma okkar, Vigdís systir
hennar og Sesselja, sem gegndi
einskonar ömmuhlutverki, voru
alltaf til staðar. Þótt ekki væru
mikil peningaráð áttum við
ánægjuleg æskuár. Vinir voru líka
nærri, Auður í næsta húsi og
seinna Unnur og Borghildur.
Við systurnar gengum í Landa-
kotsskóla. Svana var alla tíð vin-
sæl og hún hafði ljúfa útgeislun.
Ég fékk að vera með þeim Svönu
og Auði þótt yngri væri. Eftir
fullnaðarpróf fékk Svana inn-
göngu í Kvennaskólann. Áttu þær
Borghildur, besta vinkona Svönu,
þar fjóra góða vetur og hefur ein-
stök vinátta þeirra haldist alla tíð.
Eftir að skólagöngu lauk fékk
Svana starf sem ritari á skrifstofu
SÍS hér í Reykjavík. Eins og ann-
að fór henni það vel úr hendi. Á
þessum árum kynntist hún eigin-
manni sínum, Jóni Karlssyni inn-
anhússarkitekt, sem starfaði í
Stokkhólmi en vann við uppsetn-
ingu á stórri landbúnaðarsýningu
hér í Reykjavík. Þau hittust síðar í
Kaupmannahöfn, giftu sig þar en
settust að í Stokkhólmi. Þau eign-
uðust tvær dætur, Önnu og Helgu.
Svana hélt góðu sambandi við
fjölskyldu sína hér heima. Hún
kom heim með Önnu á fyrsta ári,
alveg gullfallega litla stúlku, sem
var jafngömul okkar fyrsta barni.
Eigum við fallegar myndir af þeim
saman. Við Sigurður heimsóttum
Svönu og Jón líka í Stokkhólmi og
áttum góðar stundir með þeim
þar. Tíminn leið og börnin luku
skólagöngu, Anna og Helga í
Stokkhólmi, og okkar börn hér
heima. Upphaflega starfaði Svana
við Kooperatifa sambandið í Stokk-
hólmi. Seinna vann hún lengi við
kynningu og sölu á íslenskum frí-
merkjum á vegum Pósts og síma
og naut þá aðstoðar dætranna á
stórum frímerkjakaupstefnum.
Eftir að Anna og Helga luku
námi í Svíþjóð lá leið þeirra til Sviss
og giftust þær báðar svissneskum
mönnum. Anna á tvö börn, soninn
Alexander, og dótturina Lauru.
Kom Anna hingað á seinasta ári
með dóttur sína til að vera við útför
frænda síns, Ástráðs Karls, sonar
Lillu systur og Guðmundar. Helga
á stóra fjölskyldu, þrjá myndarlega
syni, Jean, Nicolas og Joakim. Þeg-
ar árin liðu fluttu Jón og Svana til
Frakklands og bjuggu sér heimili
nálægt dætrum sínum enda hefur
samheldni fjölskyldunnar verið
mikil. Svana átti við vanheilsu að
stríða seinustu árin en naut góðrar
umönnunar á heimili sínu. Hún lést
10. janúar síðastliðinn en útförin
fer fram í dag, 31. júlí, frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík. Systur
minnar verður saknað um ókomin
ár.
Að lokum sendi ég fjölskyldu
Svönu mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigrún.
Haustið 1952 var haldin til-
komumikil iðnsýning í Reykjavík,
stórviðburður á sínum tíma. Með-
al þeirra sem komu að hönnun
sýningarinnar var Jón Karlsson,
sem þá hafði nýlega lokið námi í
innanhússarkitektúr við Lista- og
hönnunarháskólann Konstfack í
Stokkhólmi og var að hefja langan
og farsælan starfsferil í Svíþjóð.
Þegar hann sneri aftur til Stokk-
hólms kom upp úr dúrnum að
hann hafði í Íslandsferðinni fastn-
að sér konu, Svönu Magnúsdóttur.
Það þóttu merk og góð tíðindi í ís-
lensku nýlendunni í Stokkhólmi,
sem þá var fámenn og flestir vissu
hver af öðrum. Hvernig sem ör-
lögin fóru að því að leiða þau sam-
an, stúlkuna úr Vesturbænum í
Reykjavík og fnjóskdælska Akur-
eyringinn, er víst að það varð báð-
um til gæfu.
Svana réðst til starfa í aðal-
stöðvum sænska Samvinnusam-
bandsins í miðborg Stokkhólms.
Þar var fyrir Guðrún, sem seinna
varð konan mín, og þær urðu alda-
vinkonur.
Þegar við Dúnna gengum í
hjónaband og stofnuðum heimili
bjuggum við í nágrenni við Svönu
og Jón í einu af þeim nýju úthverf-
um Stokkhólms sem þá voru að
spretta upp hvert af öðru. Mikill
samgangur var á milli og við eig-
um dýrmætar minningar um sam-
verustundir frá þeim tíma er við
nutum félagsskapar þeirra, gest-
risni og hjálpsemi.
Svana var glæsileg kona, glöð í
bragði og hlýleg í viðmóti. Hún bjó
jafnframt yfir viljastyrk og stað-
festu sem stuðlaði að lífshamingju
hennar. Ég ávarpaði hana gjarnan
frú Svanhildi í virðingarskyni,
ekki fyrir það að Svana væri ekki
nógu fallegt og gott nafn.
Þegar að því kom að við Dúnna
flyttumst heim til Íslands óx okk-
ur nokkuð í augum sá vandi að
koma búslóðinni í hentugt flutn-
ingsstand, enda var þetta fyrir
gámaöld. Málið leystist þó fljótt
og vel með því að Svana og Jón
komu einn sunnudag ásamt fleiri
hjálpsömum löndum og sáu til
þess að allt okkar dót var að kvöldi
komið í meðfærilegar umbúðir.
Áreiðanlega hefur Jón oft þurft að
fást við flóknari verkefni en að
skrúfa sundur húsgögn okkar
Dúnnu og koma þeim í kassa, en í
okkar augum var það kraftaverki
líkast, og við höfum jafnan haft á
orði að sennilega værum við enn
ókomin heim ef þessa atbeina Jóns
og Svönu og aðstoðarfólks þeirra
hefði ekki notið við.
Svana og Jón festu rætur í Sví-
þjóð og vegnaði vel. Síðustu ár
bjuggu þau í Frakklandi, skammt
frá landamærunum að Sviss, í nánd
við dætur sínar sem báðar eru bú-
settar þar ásamt fjölskyldum sín-
um. Eðlilega höfðu samfundir okk-
ar strjálast mjög en vináttuböndin
héldust óslitin, óháð tíma og rúmi.
Það hefur verið okkur Dúnnu mik-
ils virði ár hvert að finna að sam-
bandið hafði ekki rofnað. Því er
innilegt þakklæti efst í huga okkar
nú þegar Svana er kvödd.
Blessuð veri minning hennar,
björt og hlý.
Árni Gunnarsson.
Svana Magnús-
dóttir Karlsson