Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 21

Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 21
neitt himnaríki eða blómabrekkur hinum megin. Hann trúði á náttúr- una, lífkeðjuna. Álfheiður Eymarsdóttir. „Þetta er leiðin okkar allra“ voru með síðustu orðum sem afi sagði við mig áður en hann kvaddi. Jákvæðari mann er erfitt að finna og hann fann alltaf eitthvað gott við hvern einasta dag sem hann lifði. Þakklætið sem hann sýndi er mér svo mikilvægt því það minnir mig á að meta það sem ég á og að læra að sýna þakklæti sjálf fyrir hluti sem svo mörgum þykja sjálf- sagðir. Ég er ævinlega þakklát fyr- ir að fá að alast upp í næsta húsi við ömmu og afa og allt sem þau kenndu mér er ómetanlegt. Eftir að amma kvaddi okkur þá fékk afi sér skutlu og hefur hann rúntað um fjörðinn og notið þess að geta farið út. Hann hefur á síð- ustu árum ekki bara misst eigin- konu sína til margra ára heldur kvaddi einnig heiminn dóttir hans og góð frænka okkar. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að upplifa þetta en ég horfði á afa standa upp úr rúminu og halda áfram að lifa lífinu eins og hann gat. Í mínum augum er þetta hetjudáð og afi er og verður alltaf hetja í mínum aug- um. Ég skírði strákinn minn í höf- uðið á afa og heitir hann Gísli Ólaf- ur og ég vona að gæfan og allt það fallega sem fylgdi afa muni fylgja nafninu. Ég gæti gefið út heila bók með minningum um samverustundir okkar afa en ég vil nota þetta tæki- færi til að segja fólki frá hversu ótrúleg manneskja afi var og hann ætti að vera fyrirmynd allra. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu okkar og við munum hittast aftur þegar leiðin mín verður kom- in á enda. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Hafdís Hauksdóttir. Elsku afi, nú hefurðu kvatt þennan heim og ert farinn á vit nýrra ævintýra, eflaust gangandi upp falleg fjöll, gegnum endalausa fagurgræna dali og spilandi á munnhörpuna þína. Mikið mun ég sakna þess að fá ekki opna faðminn þinn þegar ég kem næst í fjörðinn. Ég var svo ótrúlega lánsöm að fá að alast upp í næsta húsi við þig og ömmu þar sem ég gat alltaf komið við eftir skóla eða hvenær sem mér datt í hug að kíkja á ykk- ur, hvort sem það var í spjall, spil eða stela mér matarbita. Það var aldrei dauð stund í kringum þig, afi, þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni, ef þú varst ekki inni í bílskúr að dytta að einhverju eða í garð- vinnu sastu oft í þvottahúsinu með einhver verkefni. Alltaf gafstu þér tíma til að sýna mér hvað þú varst að bardúsa og hvað þú hafðir fyrir stafni og leyfðir mér að taka þátt. Í kringum jólahátíðirnar áttum við alltaf góðan og skemmtilegan tíma saman, þegar þú og amma hjálpuðuð mér að útbúa jólagjafir handa mömmu og pabba. Engar hugmyndir voru ómögulegar og þið lögðuð alltaf heilmikla vinnu í gjafirnar með mér og útkoman var alltaf skemmtileg. Jólin geyma alltaf góðar minningar, til dæmis þegar við bárum út kortin á að- fangadag, skreyttum kirkjuna og þegar þú spilaðir á orgelið á meðan við systkinin dönsuðum í kringum jólatréð. Ein af dýrmætum minningum mínum er þegar við systur ásamt pabba ákváðum að ganga að silf- urbergsnámunni. Þar sem fætur þínir voru orðnir lúnir ákváðum við að taka gönguna upp á myndband. En þú komst nú samt með og beiðst við fjallsræturnar ásamt mömmu allan tímann og fylgdist með okkur ganga að námunni og vísaðir veginn í síma. Þegar heim var komið horfðum við saman á myndbandið og þú sagðir okkur svo skemmtilega frá öllum stöðum sem urðu á vegi okkar. Þú ert og munt alltaf vera mín helsta fyrirmynd. Fallegri persóna er vandfundin. Minningar okkar mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Elsku afi minn, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og alla þína hlýju. Blóm þitt mun ylja og færa okkur birtu þína allt í kringum okkur. Þín Heiðdís. Gísli vinur minn Arason er allur – eigandi tæpa tvo mánuði eftir í 100 ára afmælið. Hann átti flottan afmælisdag í vændum – Dag ís- lenskrar náttúru – 16. september 2017 – náttúrubarnið sjálft – og verður ánægjulegt að minnast míns kæra vinar þá. Ég kynntist Gísla fyrir sléttum 40 árum, ég þá 27 ára og Gísli sextugur. Mér fannst hann nokkuð aldraður – þótt sjálfur sé ég varla deginum eldri en ég var þá að mér finnst í dag – og þó – kannski aðeins eldri. Gísli var ávallt ungur í anda og óendanlega áhugasamur um undur náttúrunnar. Átti glæsilegt steina- safn og hafði byggt sér lítið sum- arhús við mynni Kráksgils í landi Hoffells í Nesjum í Hornafirði. Það gil taldi hann með einhverjum merkilegustu giljum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að nota þetta sumarhús þeirra Gísla og Álfheiðar sumarlangt 1979, og ekki mátti ræða um neins konar borgun fyrir það, rétt fékk að gluða á það fúavörn. Ég lauk minni doktorsritgerð nokkrum árum síð- ar og má segja að ég hafi heimsótt Hornafjörð árvisst allar götur síð- an – og þá ævinlega litið inn til þeirra sæmdarhjóna með nokkra nemendur, og þá til að kíkja aðeins á steinasafnið góða og hitta þau stundarkorn. Mér hefur alltaf fundist eins og tíminn stæði aðeins í stað – þau breyttust eiginlega ekki neitt og voru alltaf til staðar – jafn jákvæð og áhugasöm sem endranær. Öðru hvoru öll þess ár hef ég svo dvalið í bústaðnum þeirra við Kráksgil við mismarga menn, ýmist í gullleit eða í öðrum rannsóknarleiðöngrum. Gísli ávallt áhugasamur um okkar vafstur og í eitt skiptið fylgdu hann og Þrúð- mar í Miðfelli okkur inn á Hoffells- dal til að við færum nú ekki villir vegar við að leita uppi jaspis- og silfurbergsnámurnar. Mörgum ár- um fyrr hafði hann fylgt okkur jarðfræðingum langleiðina inn á Skyndidal að rannsaka olíulindir Íslands. Fjörutíu árum þar áður hafði Gísli orðið þeirrar ánægju að- njótandi sem ungur maður, vinn- andi við námugröft í Hoffellsdal með Guðmundi J. Hoffell, frænda sínum, að vera viðstaddur þegar stærsti silfurbergskristall sem um getur, heil 170 kg, fannst í nám- unni í Hoffellsdal. Já – það er margs að minnast þegar aldinn heiðursmaður kveður þessa jarð- vist. Ég vil þakka Gísla og Álfheiði alla þeirra góðvild og umhyggju- semi og votta aðstandendum öllum virðingu mína og hlýhug í þeirra garð. Frá Höfn er fögur fjallasýn til jöklaveraldar og í mínum huga mun andi þeirra svífa yfir söndun- um nærri Kráksgili við Hoffells- fjall. Guðmundur Ómar Friðleifsson. Gísli var upphafsmaður Byggðasafns Austur-Skaftafells- sýslu, og fyrsti safnvörður þess frá opnun árið 1980 og til 1992 en safn- astarf var honum afar hugleikið og hann var eins og sagt er í safn- heiminum mikill safnamaður. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem viðkom söfnum hvort sem um var að ræða gripi eða sögur og sagnir af ýmsum atburðum. Gísli barðist fyrir bættum aðbúnaði fyr- ir safnið, hann fékk Gömlubúð undir sýningahald og lagði mikla áherslu á að fá góðar geymslur undir safnkost Byggðasafnsins. Gísli hefur löngum verið áber- andi í samfélaginu en í raun kynnt- umst við honum ekki fyrir alvöru fyrr en í gegnum safnastarfið. Fyrstu kynni Björns Arnarsonar safnvarðar af Gísla voru þau að Gísli hafði vitneskju um ísasleða sem geymdur var í gamalli skemmu að Horni. Hann bauð Birni með sér að sækja sleðann og bjarga honum frá glötun áður en skemman, sem var að hruni komin, gæfi sig alveg. Þegar þeir koma þar að sækja sleðann var skemman hins vegar hrunin en Gísli lét það ekki stoppa sig og honum tókst að draga sleðann út úr brakinu. Þetta er lýsandi dæmi um óbilandi áhuga Gísla á að varðveita muni og sögu héraðsins. Árið 2013 voru miklar breyting- ar í safnamálum á Hornafirði, Byggðasafnið missti sýningarrým- ið sitt í Gömlubúð og fóru sögur á kreik að ekki væri lengur til safn á svæðinu, tók Gísli þessar fréttir mjög nærri sér og fannst lítið hafa verið gert úr starfi sínu. Eftir að Ósk var svo ráðin sem safnvörður Byggðasafns, bauð hún honum í heimsókn til að sýna honum stöð- una á safninu og góða geymsluhús- næðið sem safnkosturinn væri kominn í og var hann spenntur fyr- ir heimsóknunum. Við fengum Björn Arnarson fyrrverandi safn- vörð Byggðasafnsins með okkur í heimsóknirnar og fórum við tvær ferðir, í mars þessa árs heimsótt- um við neðri hæð geymslunnar og 30. júní síðastliðinn var farið á efri hæð hússins. Gísli fór á kostum og fræddi okkur um ýmsa gripi safns- ins og að sjálfsögðu fylgdu góðar sögustundir. Eftir heimsóknirnar var Gísli ánægður að sjá að safn- gripirnir okkar eru vel geymdir. Fyrir þessar og fleiri samveru- stundir verður seint full þakkað. Kæri vinur, þú varst alltaf tilbú- inn að aðstoða okkur og deila með okkur þekkingu þinni af einskær- um áhuga og hjálpsemi. Við gönt- uðumst með það að finna fyrir þig hillu í nýju geymslunni og hafa þig alltaf hjá okkur þar, þá hlóstu dátt. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæri vinur. Safnamenn á Höfn; Björn Arnarson, Guðný Svavarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Ósk Sigurjónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 8.30-16. Handavinna m/leiðb. kl. 12.30-16. Félagsvist m/vinningum kl. 13. Félagsstarfið er með opið í sumar frá kl. 8.30 - 15.45. Hádegismatur, fiskifingur, kl. 11.40-12.45. Kaffiveitingar á vægu verði kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, blöðin liggja frammi. Allir velkomnir nær og fjær. Garðabæ Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14-15.45. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 10-14. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Gjábakki kl.9, handavinna. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Hæðargarður 31 Sumaropnun. Félagsmiðstöðin er opin frá 10-14 í júlímánuði. Nánar í síma 411 2790. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar-leiðbeiningar um frágang fylgja. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Færir þér fréttirnar mbl.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á ✝ Svavar Björns-son fæddist 15. mars 1931 í Sleð- brjótsseli. Hann lést á Vífilsstöðum 21. júlí 2017. Foreldrar hans voru Guðríður Guðmundsdóttir kennari og Björn Guðmundsson bóndi í Sleðbrjóts- seli. Systur hans eru Sólveig og Ása sem er látin. Fósturbróðir hans var Guð- mundur Björgvinsson sem er látinn. Eiginkona Svavars er Ásrún Snædal. Börn þeirra eru Sigrún Gígja og Höskuldur sem er látinn. Sigrún Gígja er gift Agli Gunn- arssyni. Börn þeirra eru Þóra Björg í sambúð með Páli Júníusi Valssyni, Sjöfn í sambúð með Daníel Arnari Róbertssyni og Svavar. Sonur Þóru Bjargar og Páls er Þórarinn Gígjar. Útför Svavars verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 31. júlí 2017, klukkan 13. Látinn er í Reykjavík vinur minn, frændi og fóstri, Svavar Björnsson frá Sleðbrjótsseli í Jökulsárhlíð. Ætli ég hafi ekki verið um það bil fjögurra ára þegar ég fór að muna eftir mér svo nokkuð öruggt sé og þar er Svavar einna sterkastur í minn- ingunni. Svavar hafði mjög sterk áhrif á æsku mína og leit ég mjög upp til hans. Mál þró- uðust þannig að ég var sumar- og vetrarlangt í Sleðbrjótsseli frá fjögurra til fimm ára aldri fram á fermingaraldur en það var síðasta sumarið mitt þar. Persónueinkenni Svavars voru hæglæti, dugnaður til vinnu á stóru fjárbúi, rík tónlistargáfa og uppfræðari af Guðs náð sem ég naut ríkulega. Í Sleðbrjóts- seli var löngum búið stórbúi framundir 1966 en um það leyti hætti hann búskap ásamt konu sinni, Ásrúnu Snædal, og fluttu þau í Egilsstaði. Kennsla og skólastjórn varð hans aðalstarf auk þess sem hann stjórnaði kórum á Héraði. Eftir stutt stopp á Egilsstöðum fluttu þau aftur í Jökulsárhlíðina þar sem hann gerðist skólastjóri, fyrst á Háafelli og síðar Brúarási. 1985 fluttu þau á Seltjarnarnesið þar sem hann fékk fljótlega stöðu við Mýrarhúsaskóla. Tónlistin skipaði alla tíð stóran sess í lífi Svavars og var hann afbragðs orgel- og píanóleikari, auk þess sem hann samdi lög. Ég man vel þegar „Hver á sér fegra föðurland“ og önnur ættjarð- arlög hljómuðu í stofunni í Sleðbrjótsseli. Þessi hljómlist mótaði ungan dreng til lífstíðar. Ég tengi þessi lög ævinlega við Svavar. Oft var mannmargt í Sleðbrjótsseli, mikill gesta- gangur og eitt sumarið vorum við fjögur innan við tíu ára í sveit og þá var oft ekki mikill tími á stóru búi til að leika sér. Ég minnist þessa tíma með mikilli eftirsjá þar sem Svavar var miðpunkturinn í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Svavar var uppátækjasamur, tek sem dæmi að eitt sinn stífl- uðum við læk og bjuggum okk- ur til sundlaug þar sem sullað var sumarlangt. Eitt var að herða okkur krakkana með því að fara í ískalda sturtu úti í hesthúsi á hverjum morgni. Svavar átti vörubíl sem hann notaði við aðdrætti á búið, vegagerð og fleira. Á þennan bíl lærði ég að keyra en náði varla niður á pedalana. Alltaf minnist ég hans sem hins heið- arlega mikla manns sem hann sannarlega var. Á þessum árum reykti Svavar pípu en bara eft- ir mat og kaffi og var pípan æv- inlega geymd í eldhúsinu. Já, það var líf og fjör á þessum ár- um í Sleðbrjótsseli. Þegar haustaði fækkaði fólkinu og ég hafði Svavar meira út af fyrir mig. Eftir sláturtíð var fé tekið á hús í október eða nóvember og við Svavar mikið saman tveir einir við gegningar. Það voru góðar stundir. Svavar tók lagið, sagði sögur, ekki allar sannar, kenndi mér til dæmis hugarreikning. Ég var orðinn vel læs 5 ára gamall og var það verk Svavars fyrst og fremst. Þegar ég varð eldri, 12-13 ára, gerði ég mér grein fyrir hvílíkt valmenni Svavar var. Aldrei sá ég hann skipta skapi svo neinu næmi þrátt fyrir allt. Ótal margt fleira væri hægt að segja um þennan heiðurs- mann. Ásrúnu eftirlifandi eig- inkonu og afkomendum þeirra votta ég samúð mína. Rúnar Guðmundsson og fjölskylda. Svavar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.