Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 23

Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 23
Þá voru líka miklar breytingar í skólastarfi í borginni undir forystu Gerðar Óskarsdóttur fræðslustjóra sem innleiddi einstaklingsmiðað nám og skóla án aðgreiningar.“ Fjölskyldan flutti í Austur- Húnavatnssýslu 1976, bjó fyrst á Syðri-Löngumýri í Blöndudal og síðan á Reykjum við Reykjabraut. Þau hófu búskap með blandað bú en síðan með fjárbú. Á Syðri- Löngumýri rak Inga Þórunn jafn- framt bensínsjoppu: „Það voru við- brigði að flytja upp í sveit á þess- um tíma. Svarti sveitasíminn á veggnum og ekkert sjónvarp. Störf- in voru fjölbreytt og oft vandasöm en smám saman tæknivæddi nútím- inn sveitirnar og létti störfin.“ Fjölskyldan flutti síðan til Reykjavíkur 1999 en þau Þorsteinn hafa búið í Kópavogi frá 2003. Inga Þórunn er höfundur að Orðalind; kennslubók í stafsetn- ingu, gefin út af Námsgagnastofn- un 1999 og unnin í samvinnu við doktor Svanhildi K. Sverrisdóttur. Inga Þórunn sat í stjórnum og nefndum innan Kennarasambands Íslands, var skoðunarmaður hreppsreikninga í Torfalækjar- hreppi, hreppsnefndarmaður þar og ritari og kjörforseti í Kiwanis- klúbbnum Dyngju í Reykjavík. Ingu Þórunni var veitt fálkaorð- an á þjóðhátíðardaginn 2016. Inga Þórunn segist hafa áhuga á útivist, zumba, lestri, ferðalögum, handavinnu og samveru með fjöl- skyldu og vinum, að ógleymdu amstri í sumarbústaðnum. Fjölskylda Eiginmaður Ingu Þórunnar er Þorsteinn H. Gunnarsson, f. 16.1. 1946, fyrrv. bóndi. Foreldrar hans voru Gunnar S. Arnbjörnsson, f. 22. 5. 1912 , d. 14.4. 1970, bifreiðar- stjóri í Reykjavík, og Aðalheiður Magnúsdóttir, f. 3.10. 1915, d. 2.8. 1979, húsfreyja og verkakona í Grindavík. Þau skildu. Fósturfor- eldrar Þorsteins voru Halldór Ey- þórsson, f. 21.9. 1924, d. 21.9. 2007, bóndi á Syðri-Löngumýri, og k.h., Guðbjörg Ágústsdóttir, f. 21.8. 1923, d. 2.2. 1974, húsfreyja á Syðri-Löngumýri. Börn Ingu Þórunnar og Þor- steins eru: 1) Erlendur S. Þor- steinsson, f. 27.5. 1971, reiknifræð- ingur í Kópavogi en kona hans er Sonja B. Guðfinnsdóttir lyfjafræð- ingur og eru barnabörnin Birkir Örn, f. 2000, Þorsteinn, f. 2004, og Þórunn, f. 2006; 2) Ágústa Björg Þorsteinsdóttir, f. 17.12. 1972, ís- lenskufræðingur í Reykjavík en maður hennar er Auðunn Atli Sig- urðsson þjónustustjóri og eru barnabörnin Elsa Hrönn, f. 1996 (stjúpdóttir), Hrannar, f. 2000, og Dagur Ólafur, f. 2006; 3) Þórólfur H. Þorsteinsson, f. 16.10. 1980, lög- fræðingur í Kópavogi en kona hans var Katrín Ólöf Böðvarsdóttir, f. 19.11. 1980, d. 22.7. 2015, og eru barnabörnin Benedikt Arnór, f. 2001, Matthías Örn, f. 2007, Sig- urður, f. 2004 (stjúpsonur), og Eva, f. 2007 (stjúpdóttir), en sambýlis- kona Þórólfs er Guðrún Lovísa Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur. Foreldrar Ingu Þórunnar voru Helga Ingólfsdóttir, f. 9.7. 1928, d. 14.6. 2001, húsfreyja í Hafnarfirði, og Halldór Guðmundsson, f. 13.2. 1928, d. 1.6. 2004, framkvæmda- stjóri í Ytri-Njarðvík. Þau skildu. Stjúpfaðir Ingu Þórunnar var Snæ- björn Jóhannsson, f. 21.7. 1914, d. 1.1. 2013, cand. mag. og íslensku- kennari í Hafnarfirði. Hann og móðir Ingu Þórunnar skildu. Úr frændgarði Ingu Þórunnar Halldórsdóttur Inga Þórunn Halldórsdóttir Björn Jónsson b. á Syðri-Þverá Þórunn Arnórsdóttir húsfr. á Syðri-Þverá í V-Hún. Guðmundur Björnsson b. í Görðum í Garðabæ Þorbjörg Halldórsdóttir húsfr. í Görðum í Garðabæ Halldór Guðmundsson framkv.stj. í Ytri Njarðvík Halldór Jónsson verksmstj. á Álafossi Gunnfríður Guðlaugsdóttir húsfr. í Mosfellssveit Ásbjörg Ingólfsdóttir skrifstofustj. í Rvík Katrín Magn- úsdóttir húsfr. á Víðirhóli á Hóls- fjöllum Erla Ingólfsdóttir, tanntæknir í Kópavogi Kristján Johann- essen blaðam. við Morgunblaðið Baldur Jóakim Baldursson innanhússarki- tekt og kennari við Tækniskólann í Rvík Magnús Diðrik Baldursson heimspek- ingur, skrifstofustj. og gæðastjóri HÍ Oddný Halldórsdóttir húsfr. Eggert Guðmundsson, pípulagningam. í Rvík Haraldur Johannes- sen lögfræðingur og ríkislögreglustjóri Dr. Ingólfur Johannessen kennari við Edin- borgarháskóla og sérfræðingur í veirufræði við Háskólasjúkrahúsið í Edinborg Hanna Johannessen húsfr. og hárgreiðslum. í Rvík Baldur Ingólfsson, þýskukennari við MR Guðrún Halldórsdóttir ljósm. í Rvík Halldór Steingrímsson, forstöðum. Reiknings- halds Landsbankans Erlendur Erlendsson skósmiður á Vopnafirði Ásbjörg Ásbjarnardóttir húsfr. á Vopnafirði Ingólfur Erlendsson skósmiður á Akureyri Þórunn Elísabet Magnúsdóttir húsfr. á Vopnafirði Helga Ingólfsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Magnús Hannesson b. í Böðvarsdal Steinunn Runólfsdóttir húsfr. í Böðvarsdal í Vopnafirði ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 Pétur Magnús Eiríksson sund-kappi fæddist í Reykjavík 31.júlí 1917. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Eyjólfsdóttir, f. á Bíldudal 1896, d. 1988, og Eiríkur Ei- ríksson kaffibrennslumaður frá Minni-Völlum á Landi, f. 1882, d. 1963. Pétur fékk almenna barnaskóla- menntun og útskrifaðist sem fisk- matsmaður 1948. Hann vann aðal- lega sem hleðslustjóri á saltfiski og skreið á vegum Skreiðarsamlagsins og SÍF. Þegar Pétur var á 7. aldursári, fékk hann berkla í annan fótinn og auk þess brjósthimnubólgu. Var hann rúmfastur á fjórða ár. Byrjaði hann að sækja gömlu sundlaugarnar og kenndi sjálfum sér að synda til að öðlast góða heilsu. Hann var orðinn frækinn sundmaður 16 ára gamall. Árið 1935 þreytti hann Viðeyjarsund og synti á 1 klst. og 30 mín. sem var met sem stóð í áratugi, eða til 1998. Nítján ára gamall synti Pétur Drangeyjarsund og tók það hann 5 tíma og 19 mínútur. Hann var þriðji maðurinn til að synda Drangeyj- arsund á eftir þeim Gretti Ásmunds- syni og Erlingi Pálssyni yfirlög- regluþjóni. Hann synti síðan m.a. Oddeyrarál 1938, Eyjafjarðarsund 1938, yfir Hafnarfjörð 1939, úr Klett- shelli í Vestmannaeyjum 1939 og yfír Siglufjörð 1945. Pétur starfaði einnig við sund- kennslu, t.d. í Flatey á Breiðafirði og kenndi börnunum í eynni að synda í sjó. Pétur synti nokkrum sinnum boðsund og keppti þá einn gegn tíu eða fimmtán manna sveitum. Pétur fylgdist alla tíð vel með sjósundi Ís- lendinga og aðstoðaði marga sem syntu lengri vegalengdir í sjó hér við land og erlendis, m.a. Eyjólf Jónsson og Axel Kvaran. Eiginkona Péturs var Marta Finn- bogadóttir, f. 5.3. 1922, d. 18.7. 1981. Foreldrar hennar voru hjónin Finn- bogi Guðmundsson og Þórunn Gunn- laugsdóttir. Börn Péturs og Mörtu eru Þórunn Gunnvör, f. 1943, Sigríð- ur Eyjólfs, f. 1946, Elísabet, f. 1948, Eiríkur, f. 1954, og Finnbogi, f. 1959. Pétur Eiríksson lést 5.7. 1998. Merkir Íslendingar Pétur Eiríksson 85 ára Bragi Friðþjófsson 80 ára Ása Guðbjörnsdóttir Guðrún Eðvaldsdóttir Hlíf Theodórsdóttir Ingvi Rafn Jónsson Jóhanna Kristín Jónmundsdóttir Sigurður Steingrímsson Tómas Halldórsson Sigurðsson 75 ára Helga Sigrún Helgadóttir Kristín Axelsdóttir Sigurbjörn Pálsson 70 ára Erling R. Sveinsson Friðgeir Höskuldsson Inga Þórunn Halldórsdóttir Ingunn Ingvarsdóttir Magnús Helgi Grönvold Steinþór Þorsteinsson 60 ára Björn Einar Gíslason Garðar Norðdahlsson Guðbjörn Jón Hilmarsson Guðlaug Jónsdóttir Laufey Linda Harðardóttir Ólafur Einar Jóhannsson Ómar Baldursson Steinar Már Gunnsteinsson Þóra Andrésdóttir 50 ára Árni Snævarr Guðmundsson Freyja Gylfadóttir Herdís Erna Gunnarsdóttir Hermann Einarsson Kristján Pétursson Piotr Andrzej Reimus Sara Lind Þrúðardóttir Vala Steinunn Guðmundsdóttir 40 ára Árni Reynir Alfredsson Halldór Arnarson Jóhanna Ólafs Kristrún Rós Rósmundsdóttir Ólafur Arnar Friðbjörnsson Ólafur Steinn Ingunnarson Vala Björk Víðisdóttir 30 ára Ástrós Líf Ástráðsdóttir Erla Vinsý Daðadóttir Guðlaugur Ingi Marteinsson Haraldur Árni Hróðmarsson Helga Kristín Harðardóttir Júlía Hermannsdóttir Leonie Maria Karn Lucia Odorico Ólöf Sif Ólafsdóttir Selamawit Worku Sisay Shanna-Lei Caridad Dacanay Sigurður Óskar Jónsson Svanhildur Ósk Guðjónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Haraldur er Reyk- víkingur og er knatt- spyrnuþjálfari hjá Þrótti Reykjavík og kvikmynda- og fjölmiðlafr. að mennt Maki: Íris Dögg Oddsdóttir, f. 1983, flugfreyja hjá Ice- landair. Stjúpbörn: Logi, f. 2005, og Leó, f. 2010. Foreldrar: Hróðmar I. Sig- urbjörnsson, f. 1958, tón- skáld, og Helga Haralds- dóttir, f. 1956, skrifstofustj. hjá atvinnuvegaráðun. Haraldur Árni Hróðmarsson 30 ára Júlía er Reykvík- ingur og er með BA-gráðu í teikningu frá Parsons- háskóla í New York. Hún vinnur hjá Sambandi ís- lenskra myndlistarmanna og er söngkona og hljóm- borðsleikari hljómsveit- anna Oyama og Vesens. Foreldrar: Hermann Guð- jónsson, f. 1952, sérfræð- ingur hjá Samgöngustofu, og Bertha Sigurðardóttir, f. 1953, enskukennari í Verslunarskólanum. Júlía Her- mannsdóttir 30 ára Svanhildur er frá Núpi undir Eyjafjöllum, en býr í Reykjavík. Hún er hár- greiðslukona og rekur Hár- hönnun á Skólavörðustíg. Maki: Freyr Sigurðarson, f. 1981, sjálfstætt starfandi smiður. Börn: Frigg, f. 2013, og stjúpdóttir er Ásta Guðrún, f. 2005. Foreldrar: Guðjón Jóns- son, f. 1950, d. 2004, og Ásta Sveinbjörnsdóttir, f. 1956. Svanhildur Ósk Guðjónsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Laugavegi 29 • sími 552 4320 • www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Skógarmannsöxi Verð 22.770 kr. Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Útivistaröxi Verð 13.190 kr. Lítil öxi Verð 12.590 kr. AXIR FYRIR KRÖFUHARÐA MIKIÐ ÚRVAL - VERÐ FRÁ 3.980 Veiðiöxi Verð 17.180 kr.Viðarklauf Verð 4.890 kr. Ahliða öxi Verð 14.490

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.