Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 31.07.2017, Síða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2017 www.solning.is Hillary Clinton hefur lofað því að hún leggi niður allar varnir í nýrri bók sinni um forsetakosningarnar, What Happened, sem væntanleg er í september. Frá þessu greinir The Guardian. Í inngangi bókarinnar segir Clin- ton: „Af ástæðum sem ég reyni að útskýra hefur mér oft liðið eins og ég þurfi að vera varkár á opinberum stöðum, svolítið eins og ég væri gangandi á línu án þess að hafa net fyrir neðan mig. Nú legg ég þessar varnir niður.“ Clinton hefur í fjöl- miðlum sagst reyna að veita les- endum hugmynd um það hvernig það er að bjóða sig fram sem forseti í raun og veru, sérstaklega sem kona. Hún segir að þegar allt komi til alls þá snúist þetta um seiglu og að standa aftur upp eftir tap. Útgefendur bókarinnar, Simon & Schuster, segja bókina munu fara yfir það hvernig það hafi verið að bjóða sig fram gegn Donald Trump, mistökin sem Clinton finnst hún hafa gert og hvernig hún tókst á við ósigur sinn eftir að hafa lagt sig alla fram til að verða fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna. Þeir segja hana tala um hvernig það sé að vera sterk kona í augum almennings, gagnrýnina á rödd hennar, aldur og framkomu og tvö- földu staðlana sem konur í stjórn- málum þurfi að kljást við. „Hún útskýrir hvernig kosning- arnar voru litaðar af fordæmalaus- um árásum á lýðræði þeirra frá er- lendum andstæðingum. Með því að greina sönnunargögnin og tengja saman punktana sýnir Hillary ná- kvæmlega hversu hættuleg öflin voru sem mótuðu útkomuna og hvers vegna Bandaríkjamenn þurfa að skilja þau til að vernda gildi sín og lýðræði sitt í framtíðinni,“ segja út- gefendurnir. „Þetta er djúpstæð og persónuleg forvarnarsaga fyrir Bandaríkin.“ Clinton gerir upp kosningaslaginn AFP Varnarlaus Hillary Clinton segir opinskátt frá forsetakosningunum. Sturlungu. Eiginlega frá og með Hallgrími Péturssyni stendur ís- lensk ljóðagerð í miklum blóma í um það bil þrjár aldir. Og það er sá tími sem mig langaði að fanga með bók- inni.“ Fegurðin ræður ferðinni Elstu ljóðin í bók Páls eru frá 17. öld og þau yngstu frá 8. áratug síð- ustu aldar. „Ég bý til örlítinn ramma með því að byrja á sígildum sálmi Hallgríms Péturssonar „Um dauðans óvissan tíma“ og enda á ljóði Hannesar Péturssonar, „Þú gekkst mér við hlið“, en bæði ljóðin fjalla um dauðann með einkar glæsi- legum hætti, hvort á sinn hátt,“ seg- ir Páll sem annars kveðst hafa reynt að forðast að hafa einhvers konar þema í vali ljóðanna. „Ég reyni að byggja bókina þannig upp að hún endurspegli vel þessi rúmu 300 ár sem hún spannar, og hafa jafnvægi á milli höfundanna. Þannig eru t.d. fimm eða sex ljóð eftir Jónas Hallgrímsson en hefðu auðvitað hæglega getað verið margfalt fleiri. Ég læt ljóð frá hverri öld fylgjast að nokkurn veginn, en annars koma ljóðin í frjálsu flæði, skáldin hvert innan um annað. Mig langaði að raða ljóðunum þannig að þau gætu stundum komið lesendum á óvart.“ Ein ástæðan fyrir því að Páll lét staðar numið á 8. áratugnum var að tíminn hjálpar til að vinsa úr bestu ljóðin. „Sá á kvölina sem á völina,“ segir hann um það verk að velja bestu ljóðin sem samin hafa verið á íslensku á yfir 300 ára tímabili. „En það hjálpar að ég hef fengist við þetta í áratugi, bæði sem fræðimað- ur og kennari, og eitt viðmiðið er hvort ljóðin lifa áfram í hausnum á manni. Vitaskuld er alltaf smekks- atriði hvaða ljóð bera af, en ég full- yrði að það er ekki lélegt ljóð í þess- ari bók.“ Páll lét huglæga fegurð ljóðanna ráða ferðinni, frekar en sögulegt gildi þeirra, þótt oft fari þetta sam- an. „Aðrir hafa safnað saman ís- lenskum úrvalsljóðum en hafa þá oft gengið út frá einhverri heildar- hugmynd, t.d. með ljóðum um ást- ina eða dauðann. Mig langaði til að gefa sjálfum mér frelsi til að ein- faldlega velja þau ljóð sem mér þykja góð, og þurfa ekki að réttlæta það neitt frekar.“ Hver nennir að lesa ljóð? Nýja bókin virðist hafa heppnast vel og Íslensk öndvegisljóð bæði fengið jákvæð viðbrögð og selst vel. En eitt er að hitta í mark hjá ljóða- unnendum og annað að ná til al- mennings. Nennir fólk yfirhöfuð að lesa ljóð á 21. öld, þegar hægt er að fá alls kyns afþreyingu beint í æð í gegnum snjallsímann? Mikið hefur verið rætt og skrifað um hvernig athyglisspönn fólks virðist minnka jafnt og þétt og að prentað efni eigi undir högg að sækja á tímum YouTube og Snap- chat. Ljóð þykja heldur ekki bein- línis léttmeti. Páll telur að þetta umhverfið geti allt eins orðið frjór jarðvegur fyrir ljóðlist. „Nútíminn er þannig að ljóðið hefur ýmsa kosti fram yfir 500 síðna skáldsögur. Í ljóðunum felst meitluð hugsun og ein setning felur í sér mikla merkingu,“ segir Páll og bendir á hvernig stutt ljóð getur verið þægilegri neyslueining fyrir önnum kafinn nútímamanninn en heill doðrantur. „Í ljóði er hver Tími ljóðanna er ekki liðinn  Kannski munu höfuðskáld okkar tíma reynast vera derhúfuklæddir rappararnir  Páll Valsson telur að íslensk ljóðlist lifi góðu lífi í dag og bendir á að okkur hætti til að sjá afrek skálda fyrri tíma í fegrandi ljósi  Tíminn hefur vinsað burt þann kveðskap sem ekki var mikið varið í VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Páll Valsson er ekki einn af þeim sem óttast að dagar íslenskrar ljóð- listar séu taldir. Ljóðabækurnar seljast kannski ekki eins og heitar lummur en á móti kemur að listform á borð við rappið blómstra sem aldrei fyrr, með öllum sínum kveð- skap. „Þetta tjáningarform hefur orðið til þess að unga fólkið er farið að ríma aftur. Það hefur kveikt í krökkunum svo að þau eru orðin mjög áhugasöm um ljóðrænan texta og myndmál og farin að fikra sig áfram við ljóðagerð. Allt frá því at- ómskáldin hættu að ríma hafa menn haft áhyggjur af endalokum ljóð- listar, en ég held að ljóðformið hafi oft áður í sögunni verið verr statt en það er í dag.“ Páll er útgáfustjóri hjá Bjarti og rithöfundur. Hann bjó til prentunar nýútkomna bók þar sem safnað er saman mörgum fegurstu perlum ís- lenskra ljóðskálda. Bókin heitir Ís- lensk öndvegisljóð: frá Hallgrími Péturssyni til Ingibjargar Haralds- dóttur. Páll hefur lengi gengið með bók af þessu tagi í maganum og mikið unnið með ljóðagerð fyrir alda. Hann skrifaði m.a. merkilegt rit um Jónas Hallgrímsson og annaðist út- gáfu verka hans. „Ég hafði lengi gælt við þá hugmynd að gaman væri að búa til einhvers konar úr- valsrit íslenskrar ljóðlistar enda er það mín kenning að það sé í raun og veru í ljóðagerðinni sem stærstu bókmenntaafrek Íslendinga voru unnin eftir tíma Íslendingasagna og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.